Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 5
Réttlæti og jöfnuður íöndvegi Rætt við Ólaf Ragnar Grímsson um launamál, byggðaþróun, orsakir verðbolgunnar og verkefni íslendinga í afvopnunarmálum Olafur Ragnar Gríms- son, nýkjörinn for- maður Alþýðubanda- lagsins hefur gert víð- reist um landið að undanförnu. í upphafi þessa viðtals við hann var hann spurður hvað hefði komið út úr fundaferðum hans og jafnframt hver hann teldi helstu verkefni Alþýðu- bandalagsins á næstu misser- um. „Á undanförnum vikum hef ég heimsótt vinnustaði og verið á fundum bæði á Norðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Það er alveg greinilegt að það er mikil ólga og réttlát reiði ríkjandi í þjóðfélaginu," sagði Ólafur og hélt áfram: „Þetta stafar fyrst og fremst af því að fólki ofbýður bæði sú kjaraskerðing sem orðið hefur á undanförnum mánuðum, gagnstætt loforðum fyrir kosn- ingar um lága verðbólgu og betri kjör, en einnig ekki síður vegna þess óréttlætis sem endurspeglast í vaxandi launamun í landinu og vaxandi misrétti, bæði í kjörum, í aðstöðumun milli landshluta, og í tækifærum fólks til að lifa mann- eskjulegu lífi. { raun og veru er höfuðverk- efni Alþýðubandalagsins að sýna fram á með hvaða hætti er hægt að ráða bót á þessu misrétti og festa í sessi á nýjan leik þjóðfé- lagslegt réttlæti þar sem hugsjón- ir um jöfnuð og félagslegt réttlæti eru í öndvegi. Við höfum nýlega mótað kjar- astefnu Alþýðubandalagsins sem felur í sér lýsingu á nýjum kjaras- áttmála sem tekur mið af lág- markslaunum sem næmu a.m.k. 45-50.000 krónum fyrir dagvinnu og verðtryggingu launa til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti á ný komið aftan að launa- fólki. Þá gerum við ráð fyrir því að yfirborganir og launaskrið verði tekin inn í taxta til að hamla gegn þeirri þróun að atvinnurek- endur séu hver og einn að deila út með persónubundnum hætti kjörum til fólks og mismuna þannig starfsmönnum. Einnig eru í þessum nýja kjar- asáttmála tillögur um styttingu vinnutímans, að dagvistunarþörf allra barna verði fullnægt fyrir árið 1990 og að lýðræðisleg áhrif fólks á vinnustöðum verði aukin. Fimmtánfaldur launamunur Við bendum einnig á það í þessari stefnuályktun að mikil- væg forsenda fyrir því að þetta takist er að þeirri tortryggni, sem ríkt hefur á milli hinna ýmsu sam- taka launafólks, sé eytt. Allt launafólk á sameiginlegra hagsmuna að gæta og það þarf að beita nýjum vinnubrögðum í kjarabaráttunni með því að virkja þátttöku fólks á vinnustað og hafa mótun kröfugerðar og samningaviðræður mikiu opnari en áður. í þessu efni hef ég fundið mjög sterklega fyrir því á fundum að það er orðið mjög brýnt að taka ekki bara á lágmarks- launum, heldur einnig á þeim mikla launamun sem hefur skapast hér í landinu og er orðinn tíu til fimmtánfaldur. Þessvegna er eitt af höfuðverk- efnunr Alþýðubandalagsins á næstu mánuðum að skapa skiln- ing á þörf breytingar í jafnréttismálum í landinu, bæði hvað snertir kjaramál og mögu- leika fólks til að njóta félagslegra réttinda. Þar kemur mismunurinn milli landshluta sterklega inn í mynd- ina. Á sama tíma og veruleg aft- urför hefur orðið víða um land og mismunurinn á aðstöðu fólks þar og á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið, þá horfir fólk upp á það að ein af ástæðunum fyrir verðbólg- uþróuninni á síðasta ári var sú gífurlega þensla sem verið hefur í fjárfestingum og erlendum lán- tökum. Hún birtist m.a. í því að á síðastliðnum 2-3 árum hafa verið byggð þrjú hús, þ.e. flugstöðin í Keflavík, Kringlan og Seðla- bankabyggingin, sem samtals hafa kostað tæplega 8 miljarða króna, að mestu leyti fjármögnuð með erlendum lántökum. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að matarskatturinn illræmdi er ekki „nema“ 5 miljarðar. Hvar er skynsemin? Fólk úti um land stendur nú frammi fyrir því að atvinnufyrir- tækin eiga í miklum erfiðleiicum vegna gengisþróunar og hárra vaxta. Fólki er einnig sagt að ekki megi hækka kaup fiskvinnslu- fólks því þá vaxi verðbólgan. Allt þetta veldur því að menn velta því fyrir sér hvernig geti staðið á því að þegar gerðir voru kjara- samningar í desember 1986, sem höfðu í för með sér litlar kauphækkanir fyrir fiskverkafólk og áttu að Ieiða til verðbólgu innan við 10%, þá var niðurstað- an engu að síður sú að í árslok var verðbólgan 40-50%. Fólk spyr eðlilega: Búum við í brjáluðu þjóðfélagi? Hvar er skynsemin? Þess vegna er það einnig okkar verkefni að koma í veg fyrir fleiri brenglaðar fjár- festingar fyrir erlent lánsfé, fjár- festingar sem leiða til þess að matarskattur er lagður á og knún- ar eru fram kjaraskerðingar til þess að standa straum af öllu saman.“ Vígbúnaðurinn og þenslan Víkjum nú að öðru; á þingi vaktir þú máls á byggingarkostn- aði við flugstöðina í Keflavík, ekki rétt? „Jú. En það er rétt að rifja það upp að Alþýðubandalagið var ekki á móti því að byggja flug- stöð, þ.e. flugstöð sem væri gerð með svipuðum hætti og menn sjá í öðrum löndum, þar sem fyllstu hagkvæmni og sparnaðar væri gætt. Við vöruðum strax við því rangmæli núverandi stjórnar- flokka að íslendingar myndu aldrei borga meira en 800 miljón- iraf byggingarkostnaðinum. Nið- urstaðan varð sú að við borgum um 2400 miljónir og er þó ekki allur kostnaður kominn fram ennþá. Allt eru þetta erlend lán, enn eitt dæmið um brenglað mat stjórnvalda. Hernaðarframkvæmdir hér eru verulegur liður í því að skapa þá þenslu sem reglulega leiðir til verðbólgu og efnahagserfiðleika. Það er auðvitað mjög sérkenni- legt að Steingrímur Hermanns- son, sem erlendis virðist tala í nafni vissrar friðarstefnu, skuli halda áfram vígbúnaðaruppbygg- ingunni í landinu og jafnvel standa fyrir því að tengja ísland enn frekar við árásarkeðju og vígbúnaðarþróun Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. Stjórnstöðin, sem nú er verið að byrja að byggja á Keflavíkur- flugvelli, er í raun prófsteinn á það hvort framsóknarmenn meina eitthvað með þessari stefnu sinni eða hvort hún er bara blekkingartal. Afvopnun í höfunum brýn Þessi stöð er til árása í N- Atlantshafi eftir að tortímingar- árás á íslandi hefur átt sér stað. Stöðin hefur ekkert með svo- nefndar „varnir íslands" að gera. Það er mjög einkennilegt að við, sem eigum svo mikið undir haf- inu, skulum vera að leyfa hér í landinu áframhaldandi uppbygg- ingu á tækja- og vígbúnaði sem tengist kjarnorkuhernaði í höf- unum í kringum okkur. Sífellt berast upplýsingar um bilanir og leka úr kjarnorkukaf- bátum og þær sýna okkur að í höfunum í kring eru það sem ágætur maður nefndi „mörg fljótandi Tsérnóbyl". Aö auki er ljóst að innan Bandaríkjanna og Átlantshafsbandalagsins er mik- ill þrýstingur á að auka enn á víg- búnað í höfunum á sama tíma og verið er að draga úr kjarnorku- vígbúnaði á meginlandi Evrópu. Af þessum sökum flutti ég á Alþingi tillögu um að íslendingar beittu sér fyrir því að boðað yrði hér til alþjóðlegrar undirbúnings- ráðstefnu til að ræða með hvaða hætti er hægt að koma á form- legum viðræðum um afvopnun í höfunum. Engar slíkar viðræður eru í gangi og því ætti þetta að vera eitt af stærstu verkefnum utanríkisstefnu okkar. Það má velta fyrir sér þeirri hugmynd, að á líkan hátt og Genf, sem liggur í miðri Evrópú, var ákjósanlegur viðræðustaður fyrir útrýmingu meðal- og skammdrægra eldflauga í Evr- ópu, þá sé Reykjavík kjörið að- setur fyrir afvopnunarviðræður um útrýmingu kjarnorkuvopna í norðurhöfum,“ sagði Ólafur Ragnar að lokum. -vd. Þingtíðindi - Síða 5 Ólafur Ragnar Grímsson Hemaðar- framkvæmdir hér eru verulegur liður íþví aðskapaþá þenslu sem reglulega leiðir til verðbólgu og efnahagserfiðleika

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.