Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 6
HAFNARHVOU V©TRlOO#CÖTU RO.BCX 893 REYKJYVkm. 29500TEU=X2090VESSEL B Stofnað 17. janúar 1939. Tilgangur sambandsins er að vinna að því, að allir fiskiskipaeigendur á islandi gerist félagar í útvegsmannafélögum, sem eru innan heildarsamtaka útvegsmanna, í því skyni að tryggja sameiginlega hagsmuni þeirra. Markmið sambandsins er að vera oþinber málsvari fiskiskipaeigenda, stuðla að framförum á sviði fiskveiða, fjalla um kjarasamninga sambandsfólaga, annast innkaup á nauðsynjum til útgerðar og vera á verði um öll fjárhags- og félagsleg mál, er fiskiskipaeigendur varða. Félagar í LÍÚ eru 360 útgerðaraðilar, sem gera út fiskiskip samtals að stærð tæplega 100.000 rúmlestir. EFNISGÆÐIN - EKKERT EINKAMÁL MEÐ VAXANDI SKILINIMGI Á MIKILVÆGI HOLLRAR FÆfXJ í BARÁH'CJMMI GEGM ÝMSUM MEMMIMGARKVIL.LCJM EYKSI EFTIRSPCJRN EFTIR ÍSLEMSKCJM FISKI í BANDARÍKJCJNCJM OG í EVRÓPU. JAFMT OG ÞÉTT ÞOKAST ÍSLEMSKCIR FISKCJR OFAR OG OFAR Á LISTA YFIR HELSTA LJÚFMETI SEM VAMDAÐRI VEITIMGASTAÐIR ERLEMDIS BJÓÐA GESTCIM SÍMCJM. OG ÞEIR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT MEÐ OKKCJR AÐ LEGGJA METMAÐ SIMM í AÐ BJÓÐA SÍMUM VIÐSKIPTAVINCJM AÐEIMS ÞAÐ BESTA SEM FÁANLEGT ER. ÝMSGM KAMM AÐ ÞYKJA ÞAÐ ÓTRÚL.EGT AÐ SÖLCJFÓLK S.H. ERLEMDIS EIGi í HARÐRI SAMKEPPMI VIÐ ÞÁ SEM SELJA ÚRVALS MACJTAKJÖT OG EMM ÓTRÚLEGRA AÐ OFT HAFI ÞAÐ BETCJR í BARÁTTUMNl. ÞAÐ ERCl EFMISGÆÐIM, SEM GERA ÞETFA KLEIFT. AFKOMA ÍSLEMDIMGA RÆÐST AF ÞVÍ AÐ OKKCIR TAKIST AÐ SÆKJA FRAM Á ERLENDCJM MARKAÐI OG HALDA STÖEXJ OKKAR GAGMVART SAMKEPPNISAÐILCJM. EF ÞÚ LEGGCJR ÞITT AF MÖRKCIM TIL AÐ TRYGGJA HÁMARKSGÆÐl SJÁVARAFLAMS GETCJR ÞÚ JAFMFRAMT TREYST ÞVÍ AÐ S.H. STENDGR VÖRÐ GM HAGSMCIMI ÞÍMA Á ERLENDGM MARKAÐI. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Alþingi mótmælir stækkun Dounreay ann 8. febrúar sl. sam- þykkti Sameinað þing samhljoða tillögu, sem flutt var í byrjun þings um mótmæli gegn stækkun endurvinnslustöðvar í Dounr- eay í Skotlandi fyrir úrgang frá kjarnorkuverum. Flutningsmenn voru úr 5 þing- flokkum og fyrsti flutningsmaður Hjörleifur Guttormsson, en með honum stóðu að tillögunni Kristín Einarsdóttir, Árni Gunn- arsson, Júlíus Sólnes, Páll Péturs- son og Guðrún Helgadóttir. l'tanríkismálanefnd fjallaði um tiliöguna og tókst þar um hana samstaða allra nefndar- manna með nokkrum orðalags- breytingum. Var tillagan síðan samþykkt einróma í Sameinuðu þingi og hljóðar ályktun Alþingis þannig: „Alþingi ályktar að mótnuela stækkun endurvinnslustöðvar fyrir úrgang frá kjarnorkuverum í Dounreay í Skotlandi og felur ríkisstjórninni að vinna áfram gegn þessunt áiórmum." Uppskera frá umhverf- isráðstefnu Þann 11. október 1987 var haldin opin ráðstcfna um um- hverfismál á vegum Alþýðu- bandalagsins í Gerðubergi í Reykjavík. Á ráðstefnuna var boðið Chris Bunyan, formanni CADE (Campaign Against Do- unreay Expansion) á Hjaltlands- eyjum. en það eru samtök ntargra aðila sem berjast gegn stækkun endurvinnslustöðvar- innar í Dounreay. Kom margt fróðlegt fram í máli hans. Haustið 1986 bar Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fram fyr- irspurn til utanríkisráðherra um þetta mál, og í framhaldi af því leitaði ráðherra umsagnar hjá nokkrum stofnunum um málið. Skiluðu Geislavarnir ríkisins, Hafrannsóknastofnun. Sigli ng- amálastofnun og Magnús Magnússon prófessor greinar- gerð í desembcr 1986 um endur- vinnslustöðina í Dounreay. Þar kemur m.a. fram eftirfarandi: „Vegna ríkjandi hafstrauma munu geislavirk efni sem losuð verða í sjó frá stöðinni berast á hafsvæðið umhverfis ísland, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands. Mat á geislunaráhrifum áfalla- lausrar vinnslu á lífríki hafsins hér við land bendir til þess að áhrifin verði óveruleg. Engu að síður verður að telja þessi áhrif óæskileg og íslendingum í hag að tekið verði fyrir þessa losun í haf- ið. Bygging endurvinnslustöðvar í Dounreay mun auka mengunar- hættuna fyrir Norður Atlantshaf, ekki hvað síst af völdum slvsa sem orðið geta bæði við flutning á geislavirkum efnum með skipum á erfiðum siglingaleiðum og vegna óhappa sem ekki er hægt aö útiloka að geti orðið í endur- vinnslustöðinni. Staðsetning stöðvarinnar í Dounreay orkar mjög tvímælis." Fimm ríki EBE standa að Dounreay Fimm ríki sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu: Bretland, Frakkland, Vestur- Þýskaland, Ítalía og Belgía standa að áætlunum um stór- fellda stækkun endurvinnslu- stöðvarinnar í Dounreay. Þessi ríki eiga sjálf lítið á hættu vegna mengunar sjávar frá stöðinni. Is- lensk stjórnvöld hafa lýst áhyg- gjum sínum vegna áforma, m.a. í samfloti með ööruni Norður- löndum. Vestnorræna þingmannaráðið hefur tvívegis álvktað gegn stækkuninni í Dounreay á árs- fundum sínum 1986 og 1987 og þar eru ríkisstjórnir aðildarríkja ráðherrans hvattar til að bera fram formleg mótmæli. Nú hefur Alþingi með sam- þykkt ályktunar gegn Dounreav lýst eindreginni andstöðu við stækkun stöðvarinnar þar og falið ríkisstjórninni að beita sér áfram gegn þessum áformum. \ sfii' Þingtíöindi - Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.