Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 7
Alþýðuhandalagið og jafnré ttismálin jafnstaða? mín kynslóð og niðjar hennar sjá aðeins örsmáar rispur á yfirborði jafnstaða? eins og dropinn sé að byrja að hola klettinn sem verður að kljúfa frost og hláka skiptast á von mín er bundin leyndri sprungu Jórunn Sörensen 1986 Krafan um jafnrétti kynja er eitt stærsta mál samtímans. Það er um leið krafa um kvenfrelsi eins og staðan er hjá konum í samanburði við karla. Vinstri flokkur sem ekki nær því að gera kvenfrelsismálin að þungum og samfelldum straumi t þjóðmálabaráttunni ris ekki undir nafni. Alþýðubandalagið hefur átt góða spretti á þessu sviði á þeim 20 árum sem það hefur starfað sem stjórnmálaflokkur. Konur í tengslum við flokkinn hafa lagt þar mest af mörkum sem eðlilegt er. Þær hljóta að vera driffjöðrin í baráttunni gegn hróplegri mis- munun á aðstöðu kynjanna hér sem annars staðar. En í sósíalísk- um flokki eins og Alþýðubanda- laginu þarf sóknin gegn misrétt- inu á þessu sviði sem öðrum að vera sameign flokksmanna, tengd allri viðleitni okkar til að bæta samfélagið og breyta því. Konur þurfa svigrúm og stuðning Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa á síðustu áratugum haft frumkvæði að fjölda mála til að bæta réttarstöðu kvenna og sum þeirra hafa náð fram að ganga, ekki síst þegar Alþýðubandalag- ið átti aðild að ríkisstjórnum. { innra starfi Alþýðubandalagsins hafa verið mótaðar reglur sem tryggja eiga áhrif kvenna í helstu stofnunum flokksins, svo sem í miðstjórn hans og framkvæmda- stjórn. Þar hefur reglan um a.m.k. 40% hlutdeild kvenna verið í gildi um árabil og Alþýðu- bandalagið var fyrsti stjórnmála- flokkurinn hérlendis til að taka upp slíka viðmiðun. A þetta er skylt að benda um leið og viðurkennt er, að slíkar formlegar reglur duga skammt einar sér. Á bak við reglur verður að vera líf og fylgni, þar sem ekki aðeins reynir á ákveðna sam- stöðu kvenna til að halda sínum hlut, heldur einnig á vilja karla til að veita konunum stuðning og svigrúm til þátttöku í flokksstarf- inu. Sameiginlegt markmið beggja kynja þarf síðan að vera að breyta þjóðfélagsgerðinni og hafa áhrif á hefðir og venjur sem eru hindrun í vegi raunverulegs jafnréttis kynjanna. ísland og önnur Norðurlönd Samfélag okkar á sín sérkenni sem teljast verða jákvæð þegar metin eru sóknarfærin í jafnréttismálum í samanburði við nágrannalöndin. Staða íslensku Þingtíðindi - Síða 7 konunnar í bændasamfélaginu var sennilega um margt skárri en kynsystra þeirra víða erlendis. Fornbókmenntir okkar gáfu kon- unum talsvert rúm og veittu þeim jákvæðan sess. Þessi huglægi arf- ur býr enn með þjóðinni, þótt á- hrifa hans gæti nú minna en skyldi. Hlutdeild kvenna í atvinnulífi utan veggja heimilis hefur ætíð verið mikil hér á landi og framlag þeirra til menningar og lista órofið og vaxandi. Litið til síð- ustu ára ber hæst kjör og störf Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands og vaxandi sókn kvenna á stjórnmálasviðinu, m.a. undir merkjum Kvennalist- ans. Þessi jákvæðu teikn mega hins vegar ekki villa okkur sýn varð- andi misréttið hérlendis. Stað- reyndin er sú, að í félagslegu tilliti stendur íslenska samfélagið langt að baki öðrum Norðurlöndum og að sama skapi er staða nútíma- konunnar hér veikari og brot- hættari. Ég bendi hér á örfá dæmi þar sem bág staða og mismunun blas- ir við í samanburði við önnur Norðurlönd: ★ Fœrri konur eru á þjóöþingi okkar og í sveitarstjórnum. ★ Langtum fœrri konur eru í ábyrgðarstöðum á opinberum vettvangi og í atvinnulífinu. ★ Hörmulegt ástand ríkir í dag- vistarmálum víðast hvar á landinu. ★ Grunnskólinn tekur ekki tillit til vinnu kvenna utan heimilis. ★ Mikill og vaxandi launamunur er milli karla og kvenna. ★ Öryggisleysi kvenna á vinnu- markaði er mikið og aðbúnaður lélegur. ★ Frumkvceði stjórnvalda í jafn- réttismálum er lítið og ómark- visst. Við þetta bætist nú stefna ríkis- stjórnar, sem vegur markvisst að velferðarkerfinu í landinu. Aukin áhrif kvenna með 40% reglu Á yfirstandandi Alþingi hafa þingmenn Alþýðubandalagsins flutt tillögu um breytingu á jafnréttislögunum frá 1985. Gerir hún m.a. ráð fyrir að: „í nefndum stjórnum og ráðum sem skipuð eru beint af ráðuneytum eða á vegum opin- berra stofnanna og fyrirtækja, skulu ekki vera færri en 40% af hvoru kyni. Gildir það bæði um aðalmenn og varamenn.“ Þá gerir tillagan ráð fyrir, að sveitarfélögum verði skapað að- hald varðandi hlut kynja í nefnd- um og ráðum á þeirra vegum. Einnig á að tryggja að Jafnréttisráð fylgist jafnóðum með ákvörðunum og geti komið athugasemdum á framfæri. Lögfesting á þessum ákvæðum væri skref í þá átt að auka áhrif kvenna á stefnumörkun á ýmsum sviðum og á framkvæmd opin- berra mála. Staðan var sú í þessum efnum á árinu 1985, að í hópi 2205 fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum kosnum af Alþingi og skipuðum af ráðuneytum voru aðeins 267 konur eða 12% fulltrúa. Tillaga um jafn- réttisráðgjafa í desember 1987 flutti ég urn það tillögu við fjárlagaundirbún- ing, að veitt yrði fjármagni til þess að ráða á yfirstandandi ári jafnréttisráðgjafa á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Var gert ráð fyrir, að ráðgjafar þessir fengju það verkefni að vinna að leiðréttingu á stöðu kvenna í stofnunum og fyrirtækjum um land allt í samvinnu við starfs- menn og stjórnendur. Tillaga um þriggja miljóna króna fjárveitingu í þessu skyni var felld, eins og aðrar tillögur frá stjórnarandstöðunni. Á næstunni hef ég hug á að flytja þingsályktunartillögu um sama efni þannig að Alþingi og öðrum gefist kostur á að fjalla um þessa hugmynd. Jafnréttisráðgjafar hafa verið starfandi á öðrum Norður- löndum, t.d. í Svíþjóð um 17 ára skeið og í Noregi frá árinu 1975 að telja. Verkefni þeirra hafa alls staðar verið að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði og ryðja úr vegi hindrunum á sviði jafnréttismála. Fyrirkomulag á ráðningu þeirra er hins vegar nokkuð mismunandi, sums stað- ar á vegum amta eða fylkja (Dan- mörk og Noregur), annars staðar í tengslum við vinnumálaskrif- stofur, fyrirtæki og stofnanir (Finnland og Svíþjóð). Eina viðleitnin í þessa átt hér- lendis hefur verið í tengslum við verkefnið „Brjótum múrana“, sem er samnorrænt átak til að stuðla að fjölbreyttari atvinnu- þátttöku kvenna. Ég vænti þess að hugmyndin um jafnréttisráðgjafa eigi eftir að fá hljómgrunn hérlendis, því að reynslan af starfi þeirra hjá ná- grannaþjóðunum er víða góð og þar er unnið að því að efla slíka starfsemi. Að kljúfa klettinn í byrjun þessarar greinar vitn- aði ég til ljóðs eftir Jórunni Sör- ensen úr bók hennar „Janus2“, sem hefur að geyma margar perl- ur. Hún gerir þar skil spurning- unni um jafnstöðu kynjanna og lýsir veikri von sinni, sem tengd sé leyndri sprungu í kletti for- dómanna. Ég deili með henni áhyggjum um að andstaðan gegn frelsi til handa konum til að njóta sín sé mikil og kletturinn þéttur og fast- ur fyrir. Við höfum því miður ekki ástæðu til að ætla annað. Samt vil ég vænta þess, að ekki þurfi margar kynslóðir á íslandi að bíða eftir samfélagi jafnstöðu karla og kvenna þar sem unnt verði að leggja saman þá jákvæðu krafta sem bæði kynin búa yfir. í góubyrjun 1988 Hjörleifur Guttormsson Ég vænti þess að hugmyndin um jafnréttisráógjafa eigi eftir aðfá hijómgrunn hérlendis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.