Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 13
kc.245- ÁNÆSTU SHELLSTÖÐ i Þú átt alltaf aö aka meö Ijósin kveikt. En ef þú gleymir aö slökkva geturöu lent í vandræöum. Ýlupjakkur er örsmá en hávaöasöm ýla sem tengd er kveikjulás og bílljósum. Þegar lykillinn er tekinn úr kveikjulásnum heyrist hátt væl ef gleymst hefur aö slökkva á Ijósunum. ísetning er einföld og leiðbeiningar fylgja. stiklað Einu sinni sagði Sigurlaug Bjarnadóttir þessa fleygu setningu í ræðustól: „Mér heyrist háttvirtur þingmaður hrista höfuðið." -O- Ágætur framsóknarmaður kom í ræðustól og mælti af þunga: „Hér hafa menn talað af svo litlu viti og enn minni þekkingu að ég verð að bæta þar við." - O - Þingmaður einn klifaði stöðugt á „að mínu viti“ um hvaðeina sem hann ræddi. Björn Pálsson á Löngumýri greip þá fram í og spurði: Hvað er þingmaðurinn alltaf að tala um vit sem ekki er til?“ -O- Þingmenn voru í hópskoðun í Hjartavernd og flokksbróðir Björns, en lítill vinur, kom út himinlifandi og sagði: „Það var eins og ég vissi. Þeir fundu ekkert að mér.“ Björn blimskakkaði á hann augun- um og sagði svo: „Á, var það. Þeir hafa þá ekki skoðað höf- uðið.“ -O- Þorvaldur Garðar ræddi lag- asetningu um Sinfóníuhljóm- sveit íslands, sem hann taldi þarfleysu og þrumaði: „í þrjá- tíu ár hefur hljómsveitin ekki haft nein lög - engin lög.“ Þá spurði Garðar Sigurðsson: „Nú hvað hafa þeir þá eigin- lega verið að spila öll þessi ár?“ -O- Einu sinni var Albert í ræðu- stól og býsnaðist yfir því að verið væri að ræða Glókoll og aftur Glókoll (ræðustól. Ólafur Ragnar tók þetta til sín og greip fram í „Glókollur er sæmdarheiti." „Það er Svart- höfði líka,“ var þá kallað úr salnum. -O- Stefán Jónsson sat einu sinni næst inngöngu í ræðustól og teygði tréfótinn nokkuð fram á gólf. Um einn þingbróður sinn sagði hann: „Hann snautar í ræðustólinn og lyftir upp löpp- inni eins og rakki. Ég er alltaf dauðhræddur um að hann pissi utan í fótinn á mér.“ -O- Hjörleifur Guttormsson var í ræðustól að fjalla um fjárlaga- frumvarpið fyrir þetta starfsár. Hann fékk þá orðsendingu frá flokksbróður sínum Stein- grími J. Sigfússyni um að tala til korter yfir. Án þess að fipast skrifaði Hjörleifur á miðann „korter yfir hvað“ og sendi hann afturtil Steingríms. Þess skaðar ekki að geta að mil- ligöngumaðurinn um þessa orðsendingu var sjálfur for- sætisráðherra Þorsteinn Pálsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.