Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 17
Böm aldrei spuro Úrdráttur úr greinargerð með f rumvarpi til laga um embætti umboðsmanns barna Guðrún Helgadóttir Börnin eru eini vaxtarbroddur íslenskrar menningar sem framtídar- þjódfélagið á r slenska þjóðin hefur tekið stærra stökk til gjörbreyttra þjóðfélagshátta á síðustu hálfri öld en nokkru sinni fyrr ísögu þjóðarinnar. Fullvaxta fólk sem lifði þá þjóðfélagsbyltingu, sem átti sér stað eftir síðari heimsstyrjöldina og staðið hefur síðan, hefur á tíðum átt fullt í fangi með að fóta sig í þessari gjörbreyttu tilveru, og í því um- róti verður því varla mótmælt að börn og aldrað fólk urðu þar verst úti, enda urðu þeir hópar að treysta málsvörum sem vart höfðu ráð á sinni eigin tilveru í nýju og gjörbreyttu samfélagi. Fjölskyldan, með heimahúsmóð- ur sem hlynnti að börnum og hin- um öldruðu, leið undir lok í þessu nýja þjóðfélagi þegar húsmæður voru kallaðar til launavinnu utan heimilisins, en samfélagið kom einungis að mjög litlu leyti til móts við nýjar og áður óþekktar þarfir hinna „óarðbæru" hópa, barnanna og hinna öldruðu. Þar hafa stjórnvöld brugðist, og svo er enn. Er nær sama hvert litið er, á öllum sviðum eru lífsskilyrði þessa helmings þjóðarinnar sýni- lega verri en annarra. Verður hér á eftir reynt að gera nokkra grein fyrir ástandinu í málefnum barna eins og þau blasa við hverjum þeim sem horfast vill í augu við staðreyndir. í 2. gr. laga um grunnskóla frá 1974 segir svo: „Hlutverk grunnskólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðis- legu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkenn- um og skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nem- endum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöð- ugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því Íeggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Ágæt stefnu- mótun, en... Þessi stefnumótun er hin ágæt- asta. En á þeim 12 árum sem liðin eru síðan lög um grunnskóla voru samþykkt hefur verið kreppt svo að grunnskólanum að við upp- lausn liggur. Laun kennara eru nú á þann veg að æ erfiðara gerist áð manná skólana vel menntuðum og hæfum kennur- um. Haustið 1985 voru grunns- kólakennarar á öllu landinu 2698, þar af voru 441 án tilskil- inna réttinda til grunnskólak- ennslu. Tvímælalaust eiga launa- kjör grunnskólakennara hér stór- an þátt, enda ganga nú nýútskrif- aðir kennarar til starfa í öðrum greinum en kennslu þar sem von- laust er að lifa þolanlegu lífi af kennaralaunum einum saman. Spyrja mætti raunar hvort til- koma kvenna í kennarastéttina hefur orðið til þess að launin hafa hrunið með ótrúlegum hraða á síðustu áratugum. Að minnsta kosti hefur raunin orðið sú að sú var tíðin að kennaralaun nægðu til framfærslu heimilis en nú duga tvenn kennaralaun tæpast til þess. Og víst er að við þau kjör sem grunnskólakennarar búa núna er vonlaust að ætlast til þeirrar vinnu og ábyrgðar af þeim í starfi sem grunnskólalög gera ráð fyrir. Og þá eru lögin pappírs- gagn eitt. Þá er því ástæða til að taka undir með Jónasi Pálssyni, rektor Kennaraháskóla íslands, þar sem hann segir í bréfi til félagsmála- nefndar Alþingis 7. apríl sl.: „íslenskt samfélag gengur um þessar mundir í gegnum harða kreppu sem á sumum sviðum jaðrar við upplausn. í bakgrunni eru félagslegar og efnahagslegar breytingar, sem menn hafa lítið hirt um að skilja. Átak til umbóta í uppeldis- og skólamálum er ein mikilvægasta aðgerðin til að brjótast út úr þeirri sjálfheldu sem nú herðir að íslensku þjóðfé- lagi. Vel menntuð kennarastétt er lykilatriði í því uppbyggingar- starfi.“ Sú er hins vegar raunin að menntun og endurmenntun kennara hefur verið hornreka og fjárveitingar til hennar verið skornar við nögl. Eins í dag- vistarmálum Sömu sögu er að segja um ástandið í dagvistarmálum. Ein- ungis örlítill hluti barna á aldrin- um 0-6 ára á kost á góðri uppeld- isstofnun meðan foreldrar þeirra vinna langan vinnudag. Ekki vantar heldur stefnumótun þar. í lögum frá 1976, um byggingu og rekstur dagvistarheimila fyrir börn, segir svo í 1. gr.: „Markmið með starfsemi dag- vistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sér- menntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagsleg- an þroska þeirra.“ Og árið 1981 var svo hljóðandi viðbót samþykkt: „Gerð verði starfsáætlun á veg- um menntamálaráðuneytisins, er kveði nánar á um markmið og leiðir í uppeldisstarfi á dagvistar- heimilum í samráði við þá aðila, er að uppeldis- og skólamálum vinna.“ Sú starfsáætlun liggur nú þegar fyrir. En nú er svo komið að mikið vantar á að sérmenntað fólk fáist til starfa á dagvistar- heimilurh og æ færri setjast nú í Fósturskóla íslands, m.a. vegna bágra launakjara, en án efa einn- ig vegna skilningsleysis stjórn- valda á mikilvægi fóstrustarfsins. Árið 1981 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að gera áætlun til 10 ára um upp- byggingu dagvistarheimila fyrir börn og var hún lögð fram 30. apríl 1982. Gerði áætlunin ráð fyrir að fullnægt yrði þörf fyrir dagvistarheimili á næstu 10 árum. Ljóst er að þessi áætlun er þegar pappírsgagn eitt, enda fá nær ein- göngu börn einstæðra foreldra inni á dagvistarheimilum, öll önnur börn eru utan við kerfið. Er enda ekki annað að sjá en að dagvistarheimilin séu að leysast upp vegna skorts á fóstrum. Þetta hefur gerst þegar aðstæð- ur krefjast þess að báðir foreldrar eru tilneyddir að vera fjarri heimilunum nærri allan þann tíma sólarhringsins sem börnum er eðlilegt að vera vakandi. Hversu oft sem á það er bent loka menn augunum fyrir vaxandi lestrarerfiðleikum barna, lakara málfari ásamt sýnilegri þreytu sem oft er til komin af þrásetu yfir myndböndum í stað eðlilegs sam- neytis við fjölskylduna. Hvað eftir annað hafa rannsóknir sýnt að íslensk börn fá ekki þá fæðu sem þeim er nauðsynleg, enda ábyrgð á því oftlega í höndum þeirra sjálfra. Umferðin Ef litið er til öryggis barnanna í umferðinni blasir við ástand sem vart sést í nágrannalöndum okk- ar. Allar samgönguleiðir eru miðaðar við að bifreiðir komist um þær en minna tillit er tekið til gangandi fólks eða barna og hinna öldruðu. sjón að sjá börn og Enda tala slysin sínu máli. Arið 1984 urðu 44 börn á aldrin- um 1-6 ára fyrir slysi í umferð- inni, þar af létust 2. Skýrsla um- ferðarráðs segir ekki neitt um varanleg örkuml sem af hinum 42 slysunum hlutust. Og enn eru skipulögð ný íbúð- ahverfi án nægilegs tillits til þarfa barnanna. Gatnakerfið er ætlað bifreiðum, fá dagvistarheimili eru byggð og börnin þurfa að fara langan veg til skóla. Frístunda- heimili eru sárafá, íþróttaaðstaða bágborin og sundaðstaða í órafjarlægð. Urræði barnanna að loknum skóla eru þau helst að fara heim og horfa á myndbönd þangað til foreldrarnir loks hafa lokið vinnudegi. Má geta sér til að það afþreyingarefni sem börn- in njóta af myndböndum sé ekki alltaf það sem þeim er hollast og best að njóta. Barnamenning Menningarmál barna hafa enda ævinlega verið hornreka á öllum sviðum. Ríkisfjölmiðlarnir hafa hvorki fengið fé né aðstöðu til að vinna gott og vandað efni fyrir börn. Á sama tíma og ríkis- fyrirtæki jafnt sem einkafyrirtæki eyða milljörðum í auglýsingar í þessum fjölmiðlum er lítið hirt um að leggja fé í hollt og menn- ingarlegt efni fyrir börn. Af- skræmd lífssýn auglýsinga- heimsins er reyndar það efni sem börn horfa mest á eða hlýða og má ímynda sér hversu uppbyggi- leg sú innræting er óþroskuðum börnum. Unglingaþættir snúast nær eingöngu um þá dægur- lagatónlist sem efst er á baugi hverju sinni og er kynning hennar gerð eins afkáraleg og menn hafa hugarflug til. Börn eru heldur aldrei spurð um afstöðu til ýmissa mála er þau sjálf varða í frétta- tímum, eins og títt er um hina fullorðnu, því síður eru þau tekin tali í þáttum um list og menningu, ekki einu sinni þó um barnalist og barnabókmenntir sé að ræða. Börn eru einfaldlega ekki tekin alvarlega sem lifandi og hugsandi einstaklingar. Og það er þungur dómur yfir jafnréttinu í þessu landi ef rétt er að 67.500 einstak- lingar, eða rúmur fjórðungur landsmanna, búi við svo fullkomið virðingarleysi hinna fullorðnu fyrir lífi þeirra og starfi. Mönnum hefur orðið tíðrætt um íslenska menningu á þessum haustdögum og er það vel. Að henni er nú sótt úr ýmsum áttum. Ný fjölmiðlatækni hellist yfir okkur hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr, en sem betur fer virð- ast menn sammála um að standa beri vörð og hlúa að okkar eigin tungu og þjóðmenningu. Menn skyldu hins vegar gera sér ljóst að sú barátta er fyrirfram vonlaus nema börn og unglingar skilji til- gang hennar og taki þátt í henni sjálf. Börnin eru sá eini vaxtar- broddur íslenskrar menningar sem framtíðarþjóðfélagið á. Sú er von flutningsmanna þessa frumvarps að alþingismenn geri sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að stefnubreyting verði í málefnum barna á næstu árum. Stofnun embættis sem yrði falið að vera málsvari barnanna í samfélaginu væri áfangi að breyttum vinnubrögðum og tví- mælalaust skref í rétta átt. Þingtíðindi - Síða 17^ «!#'•* -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.