Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 19
Stefnuleysi f sjávarútvegi - Skúli Alexandersson ræðir stöðu sjávarútvegsins og landsbyggðarinnar - Skúli Alexandersson er þekkt- ur talsmaður fólks á landsbyggð- inni. Hann sat í sveitarstjórn á Hellissandi á þriðja tug ára áður en hann fór á þing. Þar stóð hann fyrir uppbyggingu í sjávarplássi sem hafði verið í hnignun, var hafnlaust að kalla og án tengingar við akvegakerfi landsins, þegar hann tók þar við forystu í sveitar- stjórn 1954. Nú er á Hellissandi reisuleg byggð. Skúli hefur flutt áhugamál sín með sér á Alþingi og situr þar m.a. í sjávarútvegsnefnd og sam- göngunefnd efri deildar fyrir Al- þýðubandalagið. Landsbyggðin hefur ekki fengið sinn hlut úr ríkissköttum Ég lít svo á að á tímabili síðustu tveggja íhaldsstjórna, síðasta kjörtímabil og þetta núna, hafi verið unnið að því að veikja stöðu landsbyggðar með beinum að- gerðum ríkisvaldsins, með því að minnka hlutdeild ríkisframlaga til landsbyggðarinnará fjárlögum ríkisins. Þetta hefur verið gert með því að skera niður framlög til byggingar hafna, skóla, dagvista- stofnana og vegamála, en meira hefur farið í beina eyðslu ríkisins hér á Reykjavíkursvæðinu. l’etta hefur þýtt að þjónusta út á lands- byggðinni hefur ekki byggst upp svo sem nauðsynlegt var. Okkar samfélagskerfi er byggt upp þannig. að beinlínis er ætlast til þess að ríkið fjármagni ákveðinn hluta til skólabygginga, hafnar- framkvæmda o.s.frv. Það er grundvöllur félagslegs jafnréttis í landinu. Þarna hefur átt sér stað stöðnun og á sumum stöðum hreinlega afturför. Trú manna á eðlilegri byggðarþróun hefur því beðið hnekki. Ríkið fjármagni grundvallarþjónustu í stað þess að menn ræði þessi mál hefur tekist að láta um- ræöuna snúast um ýmislegt ann- að sem kannski hefur ekki komið málinu við eöa er nær ógjörning- ur að framkvæma. Heilntikið hefur verið rætt um það, að landsbvggðin ætti að fá aftur allt það sem hún framleiddi, sem er náttúrlega mjög erfitt að skilgreina hvað þá að fram- kvæma. Mín skoðun er sú. að það sé einungis hægt að rétta hlut landsbyggðar á svipaðan máta og gert hefur verið á undanföröum áratugum meö þ\i að láta ríkið fjármagna ákveðna þætti íélags- legra verkefna landsmanna. Þetta hefur brugðist í tíð síðustu íhaldsstjórna. Með samanburði á síðustu ríkisstjórn og þessari núna við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen má glöggt sjá mun með því að skoða fjárframlög til framkvæmda á vegum ríkisins og einnig þess fjármagns sem runnið hefur frá ríkinu til framkvæmda á vegum sveitarfélaga. Niðurstöð- ur sýna að síðustu tvær íhalds- stjórnir eru að ganga af lands- byggðinni dauðri, því að það skiptir höfuðmáli út á lands- byggðinni að hafnarmannvirki séu í lagi, skólar og dagvistunar- heimili byggist upp á eðlilegan máta og að samgöngukerfið sé byggt upp. Þetta hefur alls ekki verið gert að undanförnu. Undirstöðuatvinnu- veginum hefur ekki verið tryggður rekstrargrundvöllur Þarna er að sjálfsögðu utn grundvallarmál að ræða, ríkis- stjórnin hefur brugðist lands- byggðinni í þessu eins og ýmsu öðru. f haust var rætt heilmikið um fiskveiðistefnu og samþykkt lög um stjórn fiskveiða. En því var sleppt að ræða um allsherjar sjávarútvegssstefnu. Þvímiðurer það svo að fiskveiðistefnan er Íítið tengd efnahagsstefnunni, eða rekstargrundvelli þeirra fyr- irtækja sem í sjávarútvegi eru. Það sem skortir í sjávarútvegs- stefnuna er fyrst og fremst það að fyrritækjum í sjávarútvegi sé tryggður rekstargrundvöllur á þann veg að þau geti skilað eðli- Íegum hagnaði, endurnýjað sig og að um eðlilegar afskriftir sé að ræða. Meðan að slíkt er ekki tryggt hljótum við að horfa upp á þennan undirstöðuatvinnuveg þróast á þann veg sem er mjög óhagstætt fyrir þjóðarbúið. Ríkisvaldið hefur ekki sinnt sem skyldiað halda undirstööuat- vinnuveg okkar í gangi og tryggja honum eðlilega rekstrarstöðu. Þetta gerir það að verkunt að átt hefur sér stað stórkostlegur fjár- flótti frá sjávarútvegsfyrirtækj- um, oftast frá landsbyggðir.ni í eyðsluna og þensluna. Þessu verður að snúa við. í dag er þetta á þann veg að sjávarútvegurinn, einkum fisk- vinnslan. hefur verið að éta upp sinn höfðustól meira og minna. A þeim tíma þegar hér eru auglýstar gullbækur, kjörbækur, tromp- bækur og hvað annað er fjárm- agnið í fiskvinnslunni á íslandi að eyðast upp. Það er að brenna. Þaö hafa verið haldnar margar hjartfólgnar ræður á Alþingi og víðar um það að sparifé lands- manna hafi verið að brenna i þennan tíma eða hinn. Það er ekki mikið talað um það í dag að fjármagn fiskvinnslu og útgerðar og annarra undirstöðuatvinnu- vega þjóðarinnar sé á báli um þessar mundir og hafi verið það í allt of langan tíma. Þær aðgerðir sem gerðar voru núna fyrir skömmu og samþykkt- ar voru á Alþingi ganga of skammt. Þær hafa ekki lagað til fyrir þennan undirstöðuatvinnu- veg eins og þörf er á. Atvinnu- greinum í þjóðfélaginu hefur ver- ið mismunáð og mismunað meira núna á síðustu misserum, á stjórnartíma núverandi ríkis- stjórnar og ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar en áður hefur verið, enda er svo komið í landinu að launamismunur er meiri en nokkru sinni fyrr. Og hvernig er verið að mismuna at- vinnuvegum í landinu? Það er verið að mismuna þeim á þann hátt að undirstöðuatvinnuvegi okkar, sjávarútveginum og öðr- um útflutningsgreinum er varla gert fært að starfa vegna aðgerða og aðgerðarleysis opinberra að- ila, m.a. með því að hamla ekki gegn þeirri verðbólguþróun sem verið hefur hér í landinu á undan- förnum árum og stjórnaraðgerð- um með því að standa að þeirri þenslupólitík og vaxtasefnu sern rekin hefur verið undanfarna mánuði og ár. Það er líklegt að það fólk sem hefur verið að fella samninga vítt og breitt um landið á undanförn- um dögum sé m.a. að mótmæla þessu. Þegar þaö er að mótmæla þessari stöðu er það að mótmæla því kaupi sem þessi atvinnurekst- ur getur borgað því. Sú pólitík sem rekin hefur ver- ið undanfarandi misseri, undir forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og nú með til- stilli Alþýðuflokks, felur ekki í sér áhuga fvrir að standa að baki þessa atvinnurekstrar í landinu, - þessa undirstöðuatvinnurekstrar - er það kannki vegna þess að að stórum hluta til er þetta félagsleg atvinnugrein og þar sem hún er ekki félagsleg er hún „sósíalíser- uð“ á þann veg að það er ætlast til þess að fiskvinnslan haldi áfram rekstri hvað sem tautar og raular og hún leggur það á sig og gerir það á tímum eins og núna með þeim afleiðingum að innan stutts tíma, ef áfram heldur sem horfir, stendur þessi atvinnurekstur meira og minna á þann veg að honum verður ekki haldið áfram, hvorki með þeim láglaunum sem hann býður í dag né á annan hátt. Þarna verður að eiga sér stað breyting til þess að launakjör verkafólks á Islandi breytist og tii þess að staða landsbuggðarinnar eflist. -ahh Þingtíðindi - Síða 19 Skúli Alexandersson Hlutur +-m m m rikisms i uppbyggingu a landshyggéinn allt of lítill V-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.