Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 23
MITSUBISHI □ Aflstýri/veltistýri □ Rúllubelti í öllum sætum □ Rafhituð framsæti □ Tregðulæsing á afturdrifi □ Framdrifslokur □ Aukamiðstöð afturí □ Snertulaus kveikja Aðeins I Pajero 7 manna: □ Rafdrifnar rúðuvindur □ Samlæsing á hurðum Verð: stuttur (5 manna) frá kr. 988.000 langur (7 manna) frá kr. í.239.000 BíU frá Heklu borgar sig Til afgreiðslu strax ■Hi WM Þingmál Réttur fatlaðra Svavar Gestsson og fleiri þingmenn Alþýöu- bandalagsins hafa nú á sex þingum endurflutt frumvarp um mikilvægt rétt- indamál fatlaðra, um áfrýjun- arnefnd varðandi örorkumat. Nú ræður einn maður - trygg- ingayfirlæknir - öllu um örorku- mat, en enginn fær að koma þar nálægt annar og úrskurðum hans er ekki unnt að áfrýja. Nú hefur heilbrigðisþing tekið undir þessa kröfu, en áður höfðu öll samtök fatlaðra lýst eindregnum stuðn- ingi sínum. Af hverju er mál flutt svona oft, þýðir það nokkuð? „Petta er mál sem allir eru sam- mála um nema tryggingayfir- læknir. Hann hefur haft mögu- leika á því að stöðva málið með sterkum persónulegum sam- böndum við þingmenn. En drop- inn holar steininn, og ég er sannfærður um að þetta mál mun ná fram að ganga. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær það gerist," sagði Svavar Gestsson þegar blaðið spurði hann hvað þessi þrjóska ætti að þýða. Palestína Svavar og Steingrímur spurðu nýverið um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til framferðis ísraels- stjórnar á herteknu svæðunum og jafnframt hvort ríkisstjórnin hefði mótmælt eða lýst áhyggjum sínum af síðustu atburðum í Palestínu? Utanríkisráðherra fordæmdi harkalega, í ræðu um utanríkis- mál á dögunum, vinnubrögð og mannréttindabrot fsraelsstjórn- arinnar. Hann sagðist, meðal annars, mundi beita sér fyrir því að Norðurlönd mótuðu sam- eiginlega stefnu í afstöðu sinni til málefna Palestínumanna. B-álman B-álma Borgarspítalans er álman sem gengur vestur úr gömlu spít- alabyggingunni. Bálm- an var byggð í okkar tíð þegar við fórum bæði með borgar- málin og ríkisstjórn heilbrigð- ismála. Síðan hefur byggingin svo að segja staðið i stað og lítið sem ekkert verið gert. Þingmenn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir hafa hvað eftir annað hreyft málinu á al- þingi. Fyrst með fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem fram kom að byggingunni verði fyrst lokið árið 2003 með sama áfram- haldi! Þar kom líka fram að mörg hundruð aldraðra eru á biðlistum eftir þjónustu í Reykjavík. Síðan fluttum við tvær tillögur við meðferð fjárlaga um hærri framlög til byggingarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn sameinuðust um að fella tillög- urnar. í borgarstjórn Reykjavíkur var síðan flutt tillaga af stjórnarand- stöðuflokkunum þar um aukið framlag til byggingarinnar til að unnt yrði að ljúka henni á þremur árum. Þar felldi Sjálfstæðisflokkur- inn tillöguna. Þingtíðindi - Síða 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.