Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 24
Þingmál Þingmál Þingmál Þingmál Blýlaust bensín Aiþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er meti hvort taka eigi í notkun blýiaust bensín og hvaða aðgerða sé þörf til að svo geti orðið. Nefndin Ijúki störfum eigi síðar en fyrir árslok 1988. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Þingsályktun þessi um undirbúning notkunar á blýlausu bensíni hér á landi, var samþykkt á Alþingi 3. mars síð- astliðinn. Það voru þau Guðrún Helga- dóttir, Skúli Alexandersson og Steingrímur J. Sigfússon sem fyrr í vetur lögðu fram tillögu í þessa veru. Eftir að fjallað hafði verið um málið í nefnd var ofangreind ál- yktun síðan samþykkt. í greinargerð með tillögu þeirra þremenninga segir m.a.: „Þó að loftmengun sé ekki það vandamál, sem hún er víða um heim, hér á okkar slóðum, er óhjákvæmilegt að íslendingar taki þátt í þeim vörnum gegn mengun sem þjóðir heims vinna nú að í æ ríkara mæli. Ljóst er einnig að innan tíðar verða bif- reiðar þannig búnar að þær ganga eingungis fyrir blýlausu bensíni. Svíar hafa þegar lögfest að frá ár- inu 1989 verði ekki framleiddar aðrar bifreiðar en þær sem ganga fyrir blýlausu eldsneyti og í Nor- egi verður notkun þess lögskyld í janúar 1989. Þjóðir innan Efna- hagsbandalagsins hafa ályktað um að almenn notkun verði hafin á blýlausu bensíni frá 1. október 1989 og í Bandaríkjunum og Jap- an eru nýjar bifreiðar þegar bún- ar tækjum sem hreinsa útblástur eiturefna en sá búnaður krefst notkunar á blýlausu bensíni.“ „Breyting sem þessi tekur langan tíma en mikilvægt er að vel takist til um undirbúning hennar því að fram hjá henni verður ekki komist." Aðspurð sagðist Guðrún Helg- adóttir, fyrsti flutningsmaður tillögu Alþýðubandalagsins, auðvitað vera hæstánægð með að máli hefði náð fram að ganga, en bætti við: „Ég var svo sem alltaf bjartsýn á að þetta fengist sam- þykkt. Því fyrr, sem við áttum okkur á að við erum aðeins hluti af stærri heild í þessum efnum, því betra“, sagði Guðrún að lok- um.__________________-ahh Auglýsingar Adögunum innti Stein- grímur J. Sigfússon við- skiptaráðherra eftir því . hvað liði framkvæmd þingsályktunar um auglýsingal- öggjöf, sem samþykkt var á síð- asta þingi hennar og hvort hennar væri að vænta á þessu þingi. Steingrímur spurði einnig hvern- ig ráðherrann hyggðist tryggja að nauðsynleg neytendavernd, þar með talið að vernda börn og ung- linga fyrir innrætandi auglýsing- um, verði hluti af væntanlegri ráðgjöf? Ráðherrann upplýsti að nefnd- arskipan væri á næsta leiti. Málefni námsmanna Alþýðubandalagið hefur ætíð látið sig varða málefni námsmanna og barist fyrir jafnrétti allra til náms. í tíð Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn voru lög um námslán og námsstyrki endurskoðuð og komu þá inn ákvæði um að hækka námslán í áföngum í 100% af fram- færsluþörf. Þegar menntamálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins með stuðn- ingi framsóknarmanna og síðar einnig Alþýðuflokksins tóku að skerða námslánin barðist Al- þýðubandalagið hart gegn því. Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa tvívegis flutt þingsálykt- unartillögu um afnám skerðing- arreglugerða Sverris Hermanns- sonar en vegna skerðingará- kvæða þriggja menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins eru námslánin nú um 20% lægri en ella væri. Nú í vetur lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn, um málefni lánasjóðs- ins og námslán, þar sem spurt var hvort til stæði að afnema áður- nefnda skerðingu. Svarið var NEI. Við afgreiðslu fjárlaga flutti Alþýðubandalagið breytingartil- lögu um hækkun til lánasjóðsins svo unnt væri að standa að fullu við gildandi lög um námslán. SAMABYRGÐ Á FISKISKIPU LÁGMÚLA 9 SÍMI 681400 P.O. BOX SAMÁBYRGÐ HENDURE FYRIR Skipatryggingar Ábyrgðartryggingar útgerðarmanna Slysatryggingar sjómanna Farangurstryggingar skipshafna Afla- og veiðarfæratrygingar Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum Rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa FYRIR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR Nýbyggingatryggingar Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar UDDlvsinqar varðandi tryggingar þessar «"«ingarbeiðnum veiDataapyrgoarlélagið Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Höfn, Hornafirði Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík Mikil aukning á útflutningi Súlurnar hér að ofan sýna útflutning Sjávarafurðadeildar á frystum botnfiskaf- _ urðum á 5 ára timabili, frá 1982 til 1986. Árið 1986 varhið útflutta magn 17 þús. tonnum eða 57 af hundraði meira en árið 1982. Á sama tima dróst botnfiskafii landsmanna saman um 8 af hundraði. Vaxandi hlutdeildíheildarútflutningi Á þessu fimm ára tímabili jókst hlutur Sjávar- afurðadeildar í útflutningi landsmanna á frystum botnfiskafurðum úr28% árið 1982 I 35% árið 1986. Við þökkum framleiðendum okkar fyrir þann stuðning sem gert hefur þennan árangur mögulegan. Sérstaklega þökkum við þeim fyrir þá stefnu að vinna afiann fremur heima en senda hann óunninn á erlendan markað. Á móti leggjum við öflugt starf við þróun nýrra afurða og nýrra framleiðsluaðferða; og síðast en ekki síst kröftugt sölukerfi sem m.a. tel- ur innan vébanda sinna lceland Seafood ^ Corporation og lceland Seafood Ltd., sölu- |j fyrirtæki okkar í Bandaríkjunum og Evrópu. Sambandshúsið 101 Reykjavík Sími 91-28200 “ Telefax 91-28314 Telex 2023 sis ís

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.