Morgunblaðið - 04.03.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 04.03.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 www.birkiaska.is Bodyflex Strong Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Meirapróf Næsta námskeið hefst 6.mars 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is LAGERSALA HEFST Í DAG FRÁBÆR TILBOÐ V e rð s e m þ ú h e fu r e k k i s é ð á ð u r Opið 11:00-18:00 Laugard. 11:00-15:00 Ísmar í Reykjavík og Stoð verk- fræðistofa á Sauðárkróki hafa gert með sér samstarfssamning um upp- setningu og rekstur GPS leiðrétting- arstöðvar í Skagafirði. Stöðin verð- ur hluti af svonefndu VRS-kerfi Ísmar, sem er nokkurs konar gagna- veita fyrir GPS staðsetningartæki. Fyrir eru slíkar stöðvar á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn í Horna- firði, Ísafirði, Selfossi og í Borg- arnesi, Keflavík og Reykjavík. Verk- fræðistofan Stoð hefur starfað í heimahéraði á þriðja áratug og lengi verið leiðandi í GPS-mælingum á Norðurlandi vestra, bæði fyrir ein- staklinga, verktaka, stofnanir, veitu- fyrirtæki og sveitarfélög. Ísmar hef- ur um árabil verið leiðandi í sölu og þjónustu á búnaði til landmælinga og vélstýringa hérlendis. Ísmar og Stoð semja um GPS GPS Jón Tryggvi Helgason frá Ís- mar og Eyjólfur Þórarinsson, Stoð. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Víkingaklúbburinn varð Íslands- meistari skákfélaga um helgina og rauf þar með fjögurra ára sigur- göngu Bolvíkinga sem kepptu með bæði A- og B-sveit sína í efstu deild á mótinu. „Víkingaklúbburinn var að koma upp í efstu deild skákfélaga í fyrsta sinn en þessi ungi klúbbur hefur unnið sig hratt upp neðri deildirnar og er nú Íslandsmeistari eftir nokk- uð öruggan sigur,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, en Víkingaklúbburinn fékk 3½ vinningi meira en Taflfélag Reykjavíkur, sem endaði í 2. sæti. Bolvíkingar, fráfarandi Íslands- meistarar, enduðu mótið í 3. sæti en það voru skákfélag Akureyrar og B- sveit Bolvíkinga sem féllu úr efstu deild eftir mótið um helgina. Sveit Víkingaklúbbsins skipuðu Pavel Elj- anov, Bartosz Socko, Gizegorz Gaj- ewski, Marcin Dzibua, Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Stefán Kristjánsson, Björn Þorfinnsson og Magnús Örn Úlfarsson. Tefla skák og víkingaskák Víkingaklúbburinn er í raun og veru samsettur úr tveimur klúbbum. Annars vegar er hefðbundinn skák- klúbbur sem tefldi til sigurs um helgina og hins vegar víkingaskák- klúbbur sem teflir víkingaskák en það er nýtt afbrigði af venjulegri skák. Víkingaskák var fundin upp á Ís- landi af Magnúsi Ólafssyni en tafl- borð í víkingaskák samanstendur af 85 sexstrendingum sem skipa níu raðir og eru í þremur litum. Þá hefur hvort lið níu taflmenn og níu peð. Eins og í hefðbundinni skák hefur hvort lið sinn lit og taflmennirnir eru þeir sömu nema hvað níundi mað- urinn nefnist víkingur. Manngangurinn er ekki eins og í hefðbundinni skák en hann er auð- lærður að sögn þeirra sem teflt hafa víkingaskák. Ættu allir sem kunna mannganginn í hefðbundinni skák að vera fljótir að tileinka sér mann- ganginn og reglurnar í víkingaskák- inni. Nýir skákmeistarar  Víkingaklúbburinn varð Íslandsmeistari skákfélaga  Tefla einnig nýtt íslenskt afbrigði af skák, víkingaskák Skák Víkingaklúbburinn fagnar hér Íslandsmeistaratitli skákfélaga um helgina en Taflfélag Reykjavíkur lenti í öðru sæti á mótinu. Kona ökkla- brotnaði í fjall- lendi í Svarf- aðardal á laugardag eftir að hafa fallið 50 metra í brattri hlíð. Gerðist at- vikið um miðjan dag í 500 metra hæð en konan var þarna á ferð ásamt gönguhópi. Björg- unarsveitir af Norðurlandi, alls um 40 manns, voru sendar á vett- vang og aðstoðuðu göngufélag- ana við að koma konunni niður, þannig að hægt væri að flytja hana í sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Þar gekkst hún undir aðgerð. Aðstæður voru erfiðar og svæðið erfitt yfirferðar sökum bratta og snjóalags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Voru göngufélagarnir einnig að- stoðaðir niður fjallið. Um var að ræða vant göngufólk og vel búið. Féll 50 m í fjallshlíð og ökklabrotnaði Björgunarsveitir ávallt til taks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.