Morgunblaðið - 04.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
María Skúladóttir
mas74@hi.is
Guðrún segir að sem ferða-menn um Laos verði fólkekki vart við að það sétalsvert um ofbeldi gagn-
vart konum og börnum í landinu.
Landið sé friðsælt og fólk glaðvært.
Þegar skoðað er undir yfirborðið á
mannlífinu komi hins vegar í ljós að
heimilisofbeldi er vel falið vandamál
sem bæði íbúar og ríkisstjórn hafa
lokað augunum fyrir allt of lengi.
Guðrún hóf störf hjá UN Wom-
an í Laos í ágúst 2012 og er verkefni
hennar að vinna með öðrum fé-
lagasamtökum og ríkisstjórn Laos í
að breyta lagasetningu og fé-
lagslegum stuðningi fyrir konur
sem búa við heimilisofbeldi. Hún er
fyrsti sérfræðingurinn hjá UN
Woman í Laos til að fá starfstitilinn
ending violance against women offi-
cer.
Segir Guðrún að þörfin sé brýn
þar sem viðhorfið í landinu um við-
urkennt heimilisofbeldi sé rótgróið.
Konur, sem búa við ofbeldi frá
eiginmönnum sínum, eru sagðar
valda fjölskyldum sínum skömm og
smán ef þær segja frá ofbeldinu.
Einungis eitt athvarf er í höfuðborg
Laos, Vientiane, fyrir konur sem
eru þolendur heimilisofbeldis.
Liður í starfi Guðrúnar er að
skipuleggja heimsóknir í grunn-
skóla í landinu og fræða unglinga
um heimilisofbeldi. Segir Guðrún
það hafa komið sér verulega á óvart
að unga fólkið í landinu hafi svipaða
sýn á ofbeldið og eldra fólkið. Ung-
mennin telja að það sé rangt, en það
Sársaukinn falinn
á bak við glaðværð
„Það tengja allir fallega og friðsæla Laos við allt annað en heimilisofbeldi.
Við þurfum að vekja athygli á því sem gerist innan veggja heimilisins,“ seg-
ir Guðrún Sif Friðriksdóttir, sérfræðingur hjá UN Woman í Laos. Guðrún
vinnur að því að breyta þeim rótgrónu viðhorfum Laosa að ofbeldi gagnvart
konum sé einn af fylgifiskum hjónabandsins.
Útlönd Guðrúnu Sif líkar vel að ferðast, hér er hún við byggingu SÞ í Laos.
Höfundur Paxel123.com, Anna Mar-
grét Ólafsdóttir leikskólastjóri, hlaut
nýlega verðlaun í samkeppni um
besta barnaefnið á netinu. Þykir síð-
an skemmtileg og búa yfir miklum
möguleikum til áframhaldandi þróun-
ar. Vefurinn er ætlaður nemendum á
leik- og grunnskólaaldri sem eru að
stíga sín fyrstu skref í orð- og hug-
takanotkun tengdri móðurmáli og
stærðfræði. Markmiðið er að örva
stærðfræði- og móðurmálslæsi með
skemmtilegum og krefjandi tölvu-
leikjum. Stafarugl, mynstur og form
er meðal þess efnis sem tölvuleikir-
nir snúast um. Á heimasíðunni segir
að leikirnir geti einnig hentað vel við
sérkennslu, þ.m.t að vinna með börn-
um af erlendum uppruna. Síðan er
aðgengileg á átta tungumálum og
bjóða leikirnir upp á mismunandi erf-
iðleikastig.
Vefsíðan www.paxel123.com
Krefjandi og skemmtilegir leikir
Áður fyrr var eðlileg hreyfinghluti af okkar daglega lífi, enkyrrseta einkennir nú-
tímann. Við keyrum flestra okkar
ferða, helst upp að dyrum; lyftur á
milli hæða; hlutir í þægilegri hæð og
nálægð; fjarstýringar svo við þurf-
um ekki að standa upp úr sófanum;
margs konar tæki og tól okkur til
hagræðis. Leikir barnanna eru að
færast yfir á skjáinn; þar geta þau
farið í eltingaleik, bolta, ferðalög og
fjársjóðsleit með því að hreyfa að-
allega augun og puttana. Þessi þæg-
indi skapa ákveðin vanda sem við
leysum með því að aka á tiltekna
staði til að kaupa okkur líkamlega
áreynslu.
Markaðurinn hvetur okkur til að
„hlaupa og kaupa“, „fá núna, borga
seinna“. Í mataræði er vinsælt
„skyndi“- þetta og hitt, „fljótvirkt“,
„auðmelt“, „einfalt“, helst í duft-
formi. Erum við í svona mikilli tíma-
þröng? Vinnum við stundum lengur
en ella til að fjármagna dótið sem á
að gera lífið þægilegra: „Ég hef ekki
tíma til að vera með þér, barnið mitt,
því ég þarf að vinna fyrir tölvunni
svo þú hafir einhverja afþreyingu á
meðan ég er í vinnunni.“ Úps!
Rousseau tjáði ótta sinn um að
mannkynið færi sér að voða með
uppfinningum sínum og tækni.
Hann taldi að maðurinn ætti að
tengjast náttúrunni og lifa í sem
fyllstu samræmi við eðli sjálfs sín.
Hann þráði einfaldara og eðlilegra
líf, þar sem maðurinn væri herra
kunnáttu og tækni, en ekki þræll
þeirra. Menn hafi upphaflega verið
góðir, meðan þeir voru í náttúru-
ástandinu, en svo spillst af menning-
unni – fremur en öfugt, sem var
ríkjandi viðhorf þess tíma.
Viljum við afturhvarf til fortíðar,
burt með tækni, framfarir og hrað-
ann? Tæplega. Í sumum tilvikum
höfum við farið til baka; beinir,
breiðir og sléttir vegir reyndust
sums staðar hættulegir og við gerð-
um þá aftur hlykkjótta, þrönga og
með hraðahindrunum. En við erum
þakklát fyrir að eiga t.d. bráða-
móttöku og að þangað liggi „beinn
og breiður vegur“ fyrir hraðskreið-
an sjúkrabíl. Við kunnum einnig að
meta að geta sest upp í stálfugl sem
flýgur með okkur til Langtburtistan.
Er kannske farsælt að hafa í
heiðri gildin fjölbreytni, meðalhóf og
jafnvægi? Líf í takt við okkar innra
eðli og frumþarfir eins og næringu,
hreyfingu og hvíld; samneyti og
tengsl við fjölskyldu og vini og að
finna sig gildandi þátttakanda í sam-
félaginu?
Nútíminn er flóknari og valkost-
irnir fleiri, tökum við því ekki fagn-
andi að eiga um margar leiðir að
velja?
Það er jú gaman að njóta ævin-
týra völundarhússins – í þeirri trú að
maður rati á meðalveginn aftur!
Eðli (viti) okkar fjær?
Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón-
usta, Skeifunni 11a, Reykjavík, www.heils-
ustodin.is.
Heilsustöðin
Heiðdís Sigurðardóttir
sálfræðingur
Morgunblaðið/Kristinn
Gefum okkur tíma Það er afar áríðandi í erli hversdagsins að gefa sér tíma til að staldra við og spjalla saman.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Tökum á skulda- og
greiðsluvanda heimilanna
Í þágu heimilanna
› Verðtrygging á húsnæðis- og
neytendalánum verði ekki
almenn regla
› Auðveldum afborganir af húsnæðis-
lánum með skattaafslætti
› Fellum niður skatt þegar greitt er inn
á höfuðstól húsnæðislána í stað þess
að greiða í séreignarsjóð
› Leyfum skuldsettum íbúðareigendum
að hefja nýtt líf án gjaldþrots
› Afnemum stimpilgjöld
Markvissar og raunhæfar aðgerðir
í þágu heimilanna sem má koma
í framkvæmd án tafar.