Morgunblaðið - 04.03.2013, Side 11

Morgunblaðið - 04.03.2013, Side 11
Ljósmyndir/Eeva Nyyssonen Norður-Laos Börn verða snemma sjálfbjarga í Laos, hér eru ung börn að róa á bát í grænni á. sé aðallega rangt ef það á sér stað opinberlega en ekki innan veggja heimilisins. Það sé viðurkenndara ef því sé haldið leyndu. Það var al- menn skoðun unglinganna að heim- ilisofbeldið væri bara leiðinlegur fylgifiskur hjónabandsins sem flest- ir hafa vanist. „Þessu þarf að breyta. For- varnarstarfið okkar gengur að miklu leyti út á að fræða og ræða við unglingana. Við viljum hafa áhrif á viðhorf í mótun,“ segir Guð- rún. Efla þarf forvarnirnar Ríkisstjórnin í Laos er að opna augun fyrir vandamálinu. Með að- stoð félagasamtaka safnar ríkis- stjórnin tölfræðilegum upplýs- ingum um heimilisofbeldi í landinu. Nú er verið að skoða umfang vanda- málsins en við fyrstu sýn virðist vandamálið útbreitt og algengt. Móta þarf vinnuhópa sem starfa að bættri lagaumgjörð og betri stuðn- ingi fyrir konur. Segir Guðrún að með samhentu átaki sé hægt að fá betri mynd af stöðunni og í fram- haldi efla forvarnir og stöðva of- beldið. Íslendingur í Laos Guðrún hefur mikið dálæti á ferðalögum og hefur starfað á sviði þróunarmála um árabil. Hún kom fyrst til Laos sem ferðamaður árið 2009 og féll þá fyrir landi og þjóð. Það var svo fyrir tilviljun að í starfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hefði henni boðist starf í Laos. „Ég starfaði við þróunarmál í Líberíu í tvö ár og síðar í Suður- Súdan, þegar mér var boðið starfið hjá UN Woman í Laos. Ég var til í að komast í friðsælla umhverfi til tilbreytingar. Á þeim slóðum sem ég hafði verið á, var nokkuð um átök og ófrið. Laos er einstaklega rólegt og fallegt land,“ segir Guð- rún. Guðrún telur að um þrír Ís- lendingar búi í Laos. Hún býr í höf- uðborginni og segir að vel fari um sig. Það sé ekki mikið um að vera í borginni en hún reyni að finna sér skemmtilega líkamsrækt, fari út að borða og hitti reglulega vini og kunningja. „Það er mikið um út- lendinga hér í Laos og við reynum að hittast oft. Við njótum útivistar, borðum saman og reynum að hafa gaman þó það sé tiltölulega lítið um að vera,“ segir Guðrún. Starfs- samningur hennar rennur út í ágúst 2013 og er óvíst hvað tekur við hjá henni. „Ég hef ekki búið á Íslandi í um níu ár. Ætli það sé ekki að koma tími á mig að flytja heim?“ Götulíf Fjölskyldufólk fer oft í göngur við árbakka Mekong í Vientiane. Lan Xang Avenue Aðalbreiðgatan í Vientiane, höfuðborg Laos. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 af öllum bíllyklum í mars* *T ilb oð ið gi ld ir ím ar s 20 13 af bí lly kl um og vi nn u eð a m eð an bi rg ði r en da st .25 Afsláttur Tilboð á bíllyklum í mars a n bi rg ði r en da st .% Vantar nokkuð aukalykil? Líttu við Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla, eitt landsins mesta úrval.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.