Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Skó hlíð 18 í i 595 1000 www.heimsferdir.is eiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. gar • s m • Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til l Heimsferðir bjóða nú allra síðustu sætin til Alicante í apríl á ævintýralegu verði. Einungis er um að ræða örfá sæti þann 3. apríl og nú gildir fyrstur kemur fyrstur fær! frá kr. 19.900 flugsæti þann 3. apríl Alicante 3. apríl Flugsæti í sólina á ótrúlegu verði Flugsæti önnur leiðin 19.900,- Netverð á mann flugsæti önnur leiðin með sköttum 3.apríl. Birtingur NK braut 1,5 milljóna tonna múrinn þegar það landaði þús- und tonnum af loðnu í Helguvík sl. laugardag. Ekki er vitað til þess að nokkurt annað íslenskt skip hafi borið jafn mikinn afla að landi. Því var fagnað hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað í síðasta mánuði að 40 ár voru liðin frá því Börkur kom til landsins, eða Stóri-Börkur eins og skipið var iðulega nefnt. Skipið fékk nafnið Birtingur NK í fyrra þegar nýtt skip fékk Bark- arnafnið. Þá hafði skipið veitt 1488.299 tonn en síðan hafa bæst við 13 þúsund tonn sem rufu múrinn. Birtingur NK (áður Börkur) er talinn aflahæsta skip Íslendinga Hefur fisk- að 1,5 millj- ónir tonna Ljósmynd/Valur Björn Línberg Til löndunar Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar, kemur inn til Helguvíkurhafnar til að landa loðnu úr Faxaflóa. Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt hagrænum hvötum nema í takmörk- uðum mæli til þess að draga úr álagi á umhverfið en hafa þess í stað lagt meiri áherslu á leið svokallaðra „boða og banna“ þar sem sett eru skilyrði fyrir efnainnihaldi með reglum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari fjár- mála- og efnahagsráðherra við fyr- irspurn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, alþingismanns og formanns Framsóknarflokksins, en það birtist á vef Alþingis um helgina. Eldsneytisgjöld hækkað Í svarinu segir jafnframt að rík- issjóður hafi ekki haft miklar tekjur sem rekja megi til mengunar á und- anförnum árum. Í töflu sem fylgir með svarinu sést að áætlaðar tekjur ríkissjóðs árið 2012 af slíkum gjöld- um og sköttum nema um 46 og hálf- um milljarði króna en þær námu um 32 milljörðum árið 2007. Munar þar helst um eldsneytisskatta en tekjur ríkissjóðs af þeim voru áætlaðar um 21,9 milljarðar króna á síðasta ári en námu rúmlega 15 milljörðum árið 2007. Tekjur af vörugjöldum af bens- íni og olíuvörum hafa sömuleiðis hækkað en þær voru áætlaðar tæpir fjórir og hálfur milljarður á síðasta ári en námu tæpum tveimur millj- örðum árið 2007. sgs@mbl.is Ríkið „ekki haft miklar tekjur“ af mengun  Vörugjöld af bensíni hækkað um tvo og hálfan milljarð króna frá 2007 Morgunblaðið/Ómar Umferðarteppa Tekjur ríkisins af gjöldum á eldsneyti hafa farið hækkandi á síðustu árum. Stjórnmála- samtökin Dögun héldu áttunda útifund sinn á Ingólfstorgi í fyrradag um stjórnarskrár- málið. Var þess krafist sem fyrr að Alþingi færi að vilja kjósenda og samþykkti frumvarp að nýrri stjórnarskrá skv. tillögum stjórn- lagaráðs. Fundarstjóri var Hörður Torfason. Fjallað er um fundinn á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN, á sérsíðunni iReport, og segir þar að enn einn mótmælafundurinn hafi verið haldinn á laugardegi í miðbæ Reykjavíkur og þess krafist að ríkisstjórnin virti vilja fólksins. Myndskeið fylgir fréttinni og á því má sjá að fundurinn var nokkuð vel sóttur. Fjallað um áttunda útifund Dögunar á fréttavef CNN Hörður Torfason Björn Björnsson Hún unir sér vel á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki, stálminnug, hress og kát, hún Sigrún Ólöf Snorradóttir, sem fagnar eitt hundr- að ára afmæli í dag. Í gær tók hún á móti fjölda ættingja og vina sem samglöddust henni á þessum merku tímamótum. Sigrún er fædd að Stóru-Gröf í Skagafirði og ólst þar upp, fór ung að vinna fyrir sér og þar sem flest lék í höndum hennar réð hún sig til frú Þórunnar Þorvaldsdóttur, saumakonu á Siglufirði, og bjó þar og vann í sjö ár. „Mér líkaði vel á Siglufirði og þetta var bara gaman, þá saumaði maður fína kjóla og hvað eina, en svo brá maður sér í síldina á sumrin, svona í fríum og á milli tarna,“ segir hún. Rúna í Gröf, eða Rúna Everts eins og hún var lengstum kölluð, átti fleiri erindi til Siglufjarðar en að læra saumaskap því að þar náði hún sér í eiginmanninn, Evert Þorkels- son. Eftir sjö ára búsetu á Siglufirði brugðu þau hjónin, þá komin með þrjú börn, á annað ráð og fluttu til Skagafjarðar og að Stóru-Gröf, þar sem Evert réðst til Sigurðar mál- arameistara, mágs síns, en Rúna annaðist heimilið. Ætlun Everts var að afla sér réttinda sem húsasmiður, en af því varð ekki og síðar sneri hann sér að verslunar- og skrif- stofustörfum og vann við það þar til hann setti á fót innrömmunarstofu, sem hann vann við þar til hann lést. Fjórar krónur og tuttugu og fimm aurar fyrir hverjar buxur Eftir að þau Rúna og Evert fluttu til Sauðárkróks tók hún aftur til við saumaskapinn og vann um skeið á klæðskerastofu á Króknum og saumaði nær eingöngu karl- mannabuxur. „Ég kærði mig ekkert um að sauma jakka, vildi ekki læra það, og ég sagði skraddaranum að ef ég fengi ekki að sauma bara buxur, þá gæti ég alveg eins hætt. Hann var nú með einhvern derring, en svo sættumst við nú á þetta og hann saumaði bara jakkana sjálfur, enda gerði hann það vel. Þetta var nátt- úrlega ekki mikið kaup, því að ég man að þá fékk ég fjórar krónur og tuttugu og fimm aura fyrir hverjar buxur, en hann pressaði þær sjálfur. Ég kláraði vel einar buxur á dag ef ég hélt vel áfram, en þetta var bara svo mikil handavinna við allan frá- ganginn,“ segir hún. „En svo hætti ég þessu og fór bara að taka sauma heim með heim- ilisstörfunum og það var alltaf heil- mikið að gera, enda höfðu nú bæst þrjú börn í hópinn og peningar lágu ekki alltaf á lausu, ég man til dæmis eftir því að ég saumaði átta ferming- arkjóla í einni lotu og það var bara býsna erfitt, en ég gat fengið aðstoð við fráganginn. Og í annað skipti þurfti ég að sauma fjörutíu og átta sett af rúmfötum fyrir eitthvert veiðihús, ég held að það hafi verið húsið við Laxá í Þingeyjarsýslu og það bjargaði mér alveg þá, enda var ég þá búin að missa Evert og því þyngra fyrir fæti.“ Rúna Everts getur stolt litið yf- ir farinn veg, þau Evert komu sex börnum til manns, fólki sem hefur haslað sér völl á ýmsum stöðum í þjóðfélaginu og hvarvetna getið sér gott orð. „Ég hef góða heyrn og sæmilega sjón,“ segir Rúna Everts en hún les víst gleraugnalaust, „og svo ríf ég munn um hitt og þetta sem ég hef áhuga á, en núna les ég bara skáldsögur og rómana, en ég fylgist líka með, les blöðin og hlusta á út- varp og horfi á sjónvarp.“ Alltaf verið sjálfstæðiskona Það mun aldrei verða um Rúnu Everts sagt að hún hafi ekki skoð- anir. „Ég hef alltaf verið sjálfstæð- ismanneskja og það þýðir ekkert að reyna einu sinni að breyta því, og þann veg ætla ég mér að þramma þangað til ég drepst,“ – en bætir síð- an við brosandi: „Það er nú annars dálítið gaman að fylgjast með því sem þeir eru að gera á Alþingi núna.“ „Svo ríf ég munn um hitt og þetta“  Fjölmargir ætt- ingjar og vinir sam- glöddust Sigrúnu Ólöfu Snorradóttur Unir sér vel Rúna Everts segist vera sátt við lífið og tilveruna og kveðst taka því sem að höndum ber, enda sé hún vön því í gegnum árin. Rúna Everts frá Stóru-Gröf í Skagafirði er hundrað ára í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.