Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 LIONS KLÚBBURINN EIR REYKJAVÍK GT VERKTAKAR • DÚKARINN ÓLI MÁR • ÓLAFUR ÞORSTEINSSON EHF • PRENTLAUSNIR EHF KAFFI NORÐURFJÖRÐUR • MAGGA OG SVENNI • STEYPUSTÖÐIN BORG • ALLIANZ • RAFSTJÓRN EHF SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING Í kvöld, mánudaginn 11. mars, kl. 20.00 í Háskólabíói ALLUR ÁGÓÐI SÝNINGARINNAR RENNUR TIL LÍKNARMÁLA ÞÖKKUM STUÐNINGINN FRUMSÝND 15. MARS Jón Jónsson, tónlistarmaður og rit- stjóri Monitors, hlaut á dögunum gullplötu fyrir fyrstu breiðskífu sína, Wait For Fate sem kom út í júlí 2011. Gullplata er afhent þeim tónlistarmönnum eða hljómsveitum sem ná að selja skífur sínar í yfir 5.000 eintökum. Af smellum Jóns af fyrrnefndri skífu hans má nefna „Wanna Get In“ og „When You’re Around“. Gulldrengur Jón Jónsson á tónleikum. Breiðskífa Jóns Jónssonar í gull Morgunblaðið/Styrmir Kári Í umfjöllun um tónleikaferð tónlist- arkonunnar Mckinley Black um Ís- land sem birt var í blaðinu í fyrradag stóð að hún myndi halda tónleika á Café Rósenberg 11. mars. Hið rétta er að þeir tónleikar verða haldnir 13. mars. Beðist er velvirðingar á þessu. Black Fer víða á næstu dögum. Tónleikar haldnir 13. mars, ekki 11. LEIÐRÉTT Bíó Paradís og Hönnunarmiðstöð kynna tvær kvikmyndir sem verða sýndar í byrjun HönnunarMars. Myndin Seven Heaven Love Ways, eftir Paola Suhonen, verður sýnd á sunnudag 17. mars kl. 18. Myndin gerist á vegamóteli í eyðimörk Tex- as-ríkis, rétt við mexíkósku landa- mærin. Paola Suhonen er stofnandi og aðalhönnuður finnska fatahönn- unarfyrirtækisins Ivana Helsinki. Auk þess verður sýnd Teaching to See, eftir Andrei Severny þriðju- daginn 12. mars kl. 20. Hún er heimildarmynd um Inge Druckrey sem hefur starfað sem grafískur hönnuður um áratugaskeið og í myndinni miðlar hún sýn sinni á sköpunarferlið. Hún verður við- stödd sýninguna og tekur þátt í spjalli við Guðmund Odd Magn- ússon, prófessor við LHÍ, og gesti að henni lokinni. Heimildarmynd Inge Druckrey hönnuður. Bíómyndir sýndar á HönnunarMars Í kvöld, mánudag 11. mars kl. 18, verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þor- gerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og var ný- komin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstand- endur Þorgerðar ásamt Tónlistar- skólanum og Tónlistarfélagi Ak- ureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tón- listarskólanum á Akureyri til fram- haldsnáms. Eru tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn, auk þess sem sjóðurinn hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á tónleikunum koma fram nem- endur á efri stigum og flytja fjöl- breytta og skemmtilega efnisskrá. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Æskan Ungir og efnilegir nemendur á efri stigum munu spila á tónleikunum. Þorgerðartónleikar í Hofi í kvöld til styrktar efnilegum nemendum Árleg verðlaunaafhend- ing FíT, Félags ís- lenskra teiknara, fór fram sl. föstudag. Þar var tilkynnt val dóm- nefnda á þeim verkum grafískra hönnuða sem sköruðu fram úr á síð- asta ári. Í flokki bóka- hönnunar fengu hönn- uðirnir Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vil- hjálmsson og Steinar Ingi Farestveit verð- laun fyrir hönnun bókarinnar ð ævi- saga sem þeir eru einnig höfundar að ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræð- ingi. Bókaútgáfan Crymogea sendi bókina frá sér haustið 2012 og fékk hún einróma lof gagnrýnenda sem lýstu henni í senn sem vel heppnaðri fræðibók fyrir almenning og ein- staklega fallegum grip. Í flokki bókarkápa fékk Ármann Agnarsson verðlaun fyrir hönnun kápu bókar um verk myndlistar- mannsins Hreins Friðfinnssonar Hús eða House Project: First House, Second House, Third House, sem sýnd voru í Hafnarborg í Hafn- arfirði vorið 2012. Crymogea gaf bókina út í samstarfi við Hafnar- borg. Auk þess fékk Ármann Agn- arsson aðalverðlaun FíT fyrir þá hönnun ársins 2012 sem þótti skara fram úr fyrir sama verk. Hús fékk einnig viðurkenningu í flokki bóka- hönnunar. Hönnun bókarinnar Hús endurspeglar á einstaklega hug- myndaríkan hátt inntak svokallaðra húsaverka sem Hreinn Friðfinnsson vann á yfir 30 ára tímabili og eru óef- að í hópi þekktustu verka íslenskrar listasögu. ð Stefán Pálsson og fleiri sem komu að ð ævisögu. Bækur Crymogeu best hannaðar Ljósmynd/Edda Bjöss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.