Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 þingmanns Samfylkingarinnar sem stýrt hefur umræðum um tillögurnar í nefndinni, gerði nefndin breytingu á tillögu í frumvarpi Árna Páls um breytingu á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar. „Frumvarpið gerði ráð fyrir sam- þykki 3/5 hluta á þingi og 3/5 hluta á meðal þjóðarinnar. Við hinsvegar tókum það breytingarákvæði sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um árið 2007 og Sjálfstæð- isflokkurinn gerði svo að sínu árið 2009, sem kveður á um að 2/3 hlutar þings verði að samþykkja stjórnar- skrárbreytingu og einungis einfald- ur meirihluti þjóðarinnar, þ.e. 50% hennar, þó þannig að 25% þeirra sem eru á kjörskrá þurfi að samþykkja breytinguna,“ segir Magnús Orri, spurður um breytinguna. Þá bendir Magnús Orri á að mál- inu verði dreift á meðal þingmanna í dag en hann viti ekki hvenær það verði tekið á dagskrá þingsins. „Ég held að væntingar ríkisstjórn- arinnar um það hversu mörg mál verður hægt að klára hér á þessum síðustu dögum séu alveg ótengdar raunveruleikanum,“ segir Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og bendir á að sjálfstæðismenn bíði eftir því að rík- isstjórnin taki ákvörðun um hvaða mál hún vilji leggja áherslu á að klára. Morgunblaðið/Golli Þingslit Ekki liggur fyrir hvenær störfum Alþingis mun ljúka, en skv. dagskrá þingsins áttu þingslit að vera í dag. Óvissa um þingslit  Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ljóst að þing- störfum ljúki ekki í dag  Fjöldi stórra mála bíður afgreiðslu Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Nefndin flutti á laugardaginn var og gerði að lögum mál sem laut að sólarlagsákvæði haftanna, og því með hvaða hætti eigi að standa að ákvörðunum um stærri undanþágur eins og í tilfellum stærri þrota- búanna. Síðan er þetta mál í fram- haldinu sem ráðherrann mælti fyrir um á miðvikudaginn og það lýtur fyrst og fremst að þrennu efnislega,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, um frum- varp vegna gjaldeyrishafta. „Þar ber fyrst að nefna ívilnandi ákvarðanir um ýmis viðmið, t.d. hækkun á framfærsluviðmiði Íslend- inga erlendis og aukna möguleika fyrirtækja á erlendri lántöku. Það er síðan hnykkt á eftirlitsheimildum og upplýsingaöflun Seðlabankans til að fylgjast með framkvæmd haftanna. Síðan er verið að styrkja stjórn- valdssektir sem úrræði. Hámarks- sektir á einstaklinga sem brjóta lög- in fara úr 20 milljónum króna í 65 milljónir og á fyrirtæki úr 75 millj- ónum í 250 milljónir,“ segir Helgi. Að stofni til sama frumvarpið Frumvarpið sem lagt var fram til 1. umræðu í fyrradag er í megin- dráttum sama frumvarp og sent var aftur til efnahags- og viðskipta- nefndar í apríl í fyrra, áður en það átti að fara í 2. umræðu. Lágu nefnd- arálit og breytingarálit þá fyrir. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að í frumvarpinu hafi verið komið til móts við gagnrýni sjálfstæðismanna á fyrri stigum sem lutu að persónuverndarsjónarmiðum. „Með frumvarpinu er Seðlabank- anum veittar auknar eftirlitsheimild- ir. Bankann hefur skort ákveðnar heimildir til að fylgjast með gjald- eyrisviðskiptum. Aðalatriðið í þessu er að mínu mati að flutningur á vöxt- um, arði og verðbótum og höfuð- stólsgreiðslum úr landi fer nú undir undanþáguheimildir Seðlabankans. Á tæknimáli fjallar þetta um afla- ndskrónur sem eru fastar hérna inni. Með breytingunum er gert mögulegt að færa þær af svonefndum 26- reikningum yfir á 27-reikninga. Það skapar Seðlabankanum svigrúm til aukins eftirlits,“ segir Tryggvi Þór sem telur skuldabréfamarkaðinn hafa ofmetið áhrif þessara breytinga á miðvikudaginn, þegar markaður- inn titraði. Seðlabankinn fær auknar eftirlitsheimildir  Sektir við gjaldeyrisbrotum hækka Helgi Hjörvar Tryggvi Þór Herbertsson „Það hefur greinilega ekki verið tekið tillit til gagnrýni á frumvarpið. Deila má um upphæð sekta vegna brota á lögum um gjaldeyrishöft en það sem er sýnu alvar- legra er að ég fæ ekki séð með góðu móti hvernig stjórnarskrárvarinn réttur einstaklinga sé varinn eða tryggður verði frumvarpið samþykkt. Þarna er að mínu viti verið að leggja til breytingar sem samrýmast ekki þeim grundvallarreglum sem gilda í okkar sam- félagi. Það er að mínu mati gríðarlega mikil ákvörðun og sérstök ef Alþingi samþykkir frumvarpið óbreytt,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Við gagnrýndum sams- konar ákvæði eins og nú er lagt upp með þegar málið var lagt fyrir þingið fyrir tæpu ári. Nú er áfram gert ráð fyrir að heimildir Seðlabankans til að afla upplýsinga vegna eftirlits með að gjaldeyrislögum sé fylgt verði þær sömu og við rannsóknir vegna meintra brota á ákvæðum laga. Við í Kaup- höllinni getum ekki séð neitt sem kallar á slíkar heimildir. Við erum á hættulegri braut ef við gerum þetta að fordæmi.“ „Við erum á hættulegri braut“ VIÐHORF FORSTJÓRA KAUPHALLARINNAR Páll Harðarson arolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi „Ég er búin að setja þetta fram og vona að vilji þingsins fái að koma í ljós,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyf- ingarinnar, en hún lagði í gær fram breytingartillögu við frum- varp Árna Páls Árnasonar um stjórnarskrárbreytingar. Tillaga Margrétar gerir ráð fyrir að stjórnarskrárfrumvarpið, sem byggist á tillögum stjórnlagaráðs, verði samþykkt í heild sinni. „Málið liggur fyrir annars stað- ar og ég er algjörlega sammála Magnúsi um að það er lang- eðlilegast að klára það þar,“ segir Margrét, spurð út í orð Magnúsar Orra Schram, þing- manns Samfylk- ingarinnar, á mbl.is í gær um að stjórnar- skránni væri ekki sýnd mikil virð- ing með afgreiðslu af þessu tagi. Vonar að vilji þingsins komi í ljós MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR LEGGUR FRAM BREYTINGARTILLÖGU Margrét Tryggvadóttir „Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við að verða annar,“ segir Ólafur Guð- björn Skúlason, nýkjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Mjótt var á munum en einungis eitt atkvæði skildi á milli hans og Vigdísar Hallgrímsdóttur. Ólafur tekur við formennsku af Elsu B. Friðfinnsdóttur á aðfundi félagsins 3. maí. Karlmönnum innan félagsins fer ört fjölgandi. Ólafur taldi að innan við 5% væru karlkyns en var þó ekki með tölurnar á takteinum. „Ég vil ná ákveðnu jafnræði í launum á milli hjúkrunarfræðinga og annarra há- skólamenntaðra stétta hjá ríkinu. Þetta hefur verið mitt helsta bar- áttumál. Einnig þykir mér mikil- vægt að standa vörð um hjúkr- unarstarfið og það sem hjúkr- unarfræði stend- ur fyrir,“ segir Ólafur um helstu áherslumál sín í þágu félagsins. Ólafur segist vera sáttur með nýj- an stofnanasamning LSH sem hjúkrunarfræðingar undirrituðu ný- verið. „Farið var eins langt og hægt var í þetta skipti, framundan er vinna að gerð nýs kjarasamnings fyrir hjúkrunarfræðinga og munum við takast á við það,“ segir Ólafur. Hann hlakkar til að sinna þessu viðamikla og skemmtilega starfi. Ólafur útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur árið 2006 og hefur starfað sem slíkur síðan. Árið 2012 lauk hann framhaldsnámi í skurð- hjúkrun. Sex buðu sig fram til formennsku. Ólafur hlaut 29,86% atkvæða eða alls 565 atkvæði en Vigdís hlaut 564 at- kvæði eða 29,81%. Á kjörskrá voru 3.689. Atkvæði greiddu 1.892 eða 51,29%. thorunn@mbl.is Ólafur nýr formaður Félags hjúkrunarfræðinga  Munaði einu atkvæði  Vill ná jafnræði í launum Ólafur Guðbjörn Skúlason BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Ekki liggur enn ljóst fyrir hvenær þingstörfum lýkur þrátt fyrir að dagskrá Alþingis geri ráð fyrir því að þeim ljúki í dag. Enn er eftir að af- greiða fjölda stórra mála og má þar helst nefna stjórnarskrármálið, heildarlög um náttúruvernd, heild- arlög um almannatryggingar og lög um stjórn fiskveiða. Þá bættust allnokkur mál við verkefnastafla þingsins í gær, þ. á m. fjögur stjórnarfrumvarp. Um er að ræða frumvarp um vísindarannsókn- ir á heilbrigðissviði, frumvarp um breytingar á lögum um framhalds- skóla, frumvarp um meðhöndlun úr- gangs og frumvarp um breytingar á tekjuskattslögum. Formenn og þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funduðu um stöðu þingsins í gærkvöldi. „Ég held að það sé alveg ljóst að þeim lýkur ekki á morgun [í dag],“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar- innar, í gærkvöldi aðspurð hvenær störfum þingsins muni ljúka. Tillögur Árna Páls afgreiddar Tillögur Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um breytingar á stjórnarskránni voru afgreiddar úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gærkvöldi. Að sögn Magnúsar Orra Schram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.