Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem íbúðar- eigendum sem hafa tekið fasteigna- veðlán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði með veði í fasteign annarra, eru tryggðar sérstakar vaxtabætur, svonefndar lánsveðs- vaxtabætur. Sett er að skilyrði að íbúðareig- andi hafi átt fasteignina 31. desem- ber 2010 og hafi ekki fengið höf- uðstól lána lækkaðan fyrir gildistöku laganna. Ennfremur eru þau skilyrði sett að lánsveðs- vaxtabætur gildi einungis um fast- eignaveðlán sem stofnað var til vegna fasteignakaupa sem fóru fram á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008. Gæti kostað um 500 milljónir Fram kemur í skýringum með frumvarpinu að áætlað er að þessar aðstæður eigi við u.þ.b. 2.000 heim- ili. Lánsveðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fasteignaveðlána 31. desem- ber 2010 og 110% af fasteignamati fasteignarinnar. Lánsveðs- vaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þúsund kr. hjá einstaklingi og 280 þúsund kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Fjármálaráðuneytið telur erfitt að meta kostnað ríkissjóðs vegna bótanna en sérfræðingahópur hafi talið að tilefni til heildarafskrifta vegna skulda umfram 110% nemi alls um 16,5 milljörðum kr. Til að meta mögulegan kostnað sem gæti fallið á ríkissjóð megi reikna 2% lánsveðsvaxtabætur á heildar- afskriftaþörfina og nemur sú fjár- hæð 330 milljónum. Ef heildarfjárhæð ákvarðaðra lánsveðsvaxtabóta verður samtals hærri en 500 milljónir munu láns- veðsvaxtabætur skerðast hlutfalls- lega og verður að mati ráðuneyt- isins heildarkostnaður ríkissjóðs því aldrei hærri en sem nemur þeirri fjárhæð verði frumvarpið að lögum. omfr@mbl.is Um 2.000 fjölskyldur fái lánsveðsbætur  Hámarkið 160 þús. kr. hjá einstaklingi og 280 þús. hjá hjónum SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þrátt fyrir að enn sé vetrarlegt um að litast víða um land er óhætt að segja að vor sé komið í fuglaáhugamenn þar sem farfuglana er farið að drífa að. Sílamávurinn, skúmurinn, álftin og tjaldurinn eru komin samkvæmt áætlun en svo hefur einnig sést til fulltrúa annarra tegunda, t.d. heiðlóu við Útskála í Garði, maríuerlu í Vest- mannaeyjum og í Bolungarvík og tveggja hrafnsanda á Húsavík, sem eru óvenjusnemma á ferð. Fuglaáhugamenn eru ekki á einu máli um, hvort þessir stöku fuglar sem sést hefur til hafi komið yfir haf- ið eða hvort þeir hafi einfaldlega haft hér vetursetu. Yann Kolbeinsson, líf- fræðingur á Náttúrustofu Norðaust- urlands, er einn þeirra sem telja lík- legra að um ferðalanga sé að ræða, m.a. vegna þess að engar athuganir hafa verið í vetur á þessum teg- undum. Hann segir óvenjumargar tegundir hafa verið snemma á ferð- inni en erfitt sé að slá því á föstu hvað valdi. „Þessir fuglar hafa verið að dúkka upp núna í kjölfar töluverðra suð- austanátta þannig að það getur verið að einhverjir hafi hugsað sér gott til glóðarinnar og ætlað að reyna að vera komnir á undan hinum,“ segir hann og hlær. „En svo er líka búið að vera kalt sums staðar í Evrópu og það getur verið að kuldi og snjóalög þar hafi áhrif. Það er þekkt á veturna að ef það kemur kuldi og töluverður snjór þá neyðast sumar tegundir til að leita annað og þá finnast m.a. þær flæk- ingstegundir hér á landi, t.d. vepjur. Þannig að þetta getur verið samspil af því að notfæra sér hagstæða vinda og hugsanlega aðstæður á vetr- arstöðvum sem ýta undir að þeir fara eitthvað annað.“ Yann segir að heilt á litið sé hugs- anlegt að langtíma-veðurfarsbreyt- ingar séu farnar að hafa áhrif á komutíma einhverra tegunda en aðr- ar virðist hafa haldið sínu striki af ótrúlegri nákvæmni. Það séu helst þær tegundir sem koma frá suðlæg- ari vetrarstöðvum við miðbaug eða sunnar, t.d. krían og óðinshaninn. „Krían er merkilega dugleg að koma á svipuðum tíma. Hún kemur venjulega í kringum 22. apríl og það skeikar alveg ótrúlega litlu. Það er nánast hægt að segja að ef slæmt veður hamlar för fuglaáhugamanna um það leyti sem krían kemur vana- lega, þá dettur hún inn um leið og rofar til. En það sama á þó við um heiðlóuna, sem hefur ansi oft sést fyrst dagana í kringum 24. mars,“ segir hann. Landið lifnar við „Það er greinilegt að það er komin hreyfing á tjaldana því það var tjaldakliður hér allt í kringum Höfn í morgun,“ sagði Björn G. Arnarson, fuglaáhugamaður hjá Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands, í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag. Björn hefur fylgst með komu far- fuglanna frá 1976 og segir að svo virðist sem komutími þeirra sé frekar að færast fram en þá spili einnig inn í að mun fleiri hafi auga með fleygum og fiðruðum en áður. „Það er aukinn áhugi bæði á far- fuglum og flækingsfuglum og þetta fléttast líka svolítið skemmtilega saman með ljósmyndun. Það eru margir áhugaljósmyndarar óvart orðnir fuglaáhugamenn því þeir eru allt í einu farnir að safna myndum af flækingum og fuglum almennt,“ segir Björn. Aðspurður hvað það sé sem laði menn að fuglaskoðun segir hann um ákveðna náttúruupplifun að ræða. „Að vera úti í vormánuði þegar far- fuglarnir streyma til landsins, það er bara upplifun. Að sjá landið vakna. Við erum t.d. að merkja fugla og þá setjum við netin gjarnan upp um sex- leytið á morgnana. Og þeir eru oft að koma inneftir í Einarslund þar sem við merkjum um sexleytið og þá er allt rólegt. En kannski korteri seinna, um leið og sólin kemur upp, vaknar þrösturinn og hrossagauk- urinn og öndin og þá fer allt af stað. Og það er bara upplifun.“ Björn segir ágætan aðbúnað bíða þeirra fugla sem nú ber að ströndum landsins. „Það eru bara almennt góð- ar aðstæður núna. Það er svo sem örugglega ekkert gott fyrir þá að fara norður en hérna við suður- ströndina er bara gott ástand. Vötn t.d. orðin íslaus, eða þannig, og fugl- arnir hafa góðar vakir til að athafna sig á.“ Fleygir og fiðraðir ferðalangar Morgunblaðið/RAX Vorfuglar Tjaldurinn er einn þeirra fugla sem sést hafa og heyrst til, m.a. á Höfn í Hornafirði. Þá sýna talningar að álftum fjölgar jafnt og þétt. Morgunblaðið/Ómar Snemma Maríuerla sást í Vest- mannaeyjum 28. febrúar. Morgunblaðið/Ómar Stundvís Krían kemur jafnan til landsins í kringum 22. apríl.  Óvenjumargar fuglategundir snemma á ferð  Kuldinn í Evrópu gæti haft áhrif  Áhugi á fuglaskoðun hefur aukist  Upplifun að sjá landið vakna Gjafir sem gefa auga leið Canon IXUS myndavélar Verð frá: 29.900 kr. Borgartúni 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði í gær þrjá karlmenn í áframhald- andi gæsluvarðhald til 28. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangs- miklu fíkniefnamáli. Mennirnir verða áfram í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Þrír aðrir karlar eru einnig í haldi lögreglu vegna málsins, en þeir voru í síðustu viku úrskurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 4. apríl á grundvelli almannahagsmuna. Sendingar með pósti Fíkniefnamálið snýst um 20 kg af amfetamíni og 1,7 lítra af amfeta- mínbasa, en ætla má að með amfeta- mínbasanum hefði verið hægt að framleiða 17 kg af amfetamíni. Fjórir mannanna voru handteknir í janúar og tveir í febrúar. Fimm þeirra eru á fertugs- og fimmtugs- aldri, en sá sjötti er um fimmtugt. Fíkniefnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Það voru starfsmenn tollyfirvalda, með aðstoð fíkniefnaleitarhunda, sem fundu efnin í janúar, en málið hefur verið unnið í góðri samvinnu við toll- yfirvöld, sem og dönsk lögreglu- yfirvöld. Þrír áfram í haldi vegna smygls Hratt hefur saxast á loðnukvótann og mokveiði verið alla vikuna úr vestangöngu í Breiðafirði og í gær einnig sunnan við Snæfellsnes. Fram eftir vertíð fylltu skipin sig oft á 2-3 dögum ef veður leyfði, en síð- ustu daga hefur sólarhringurinn dugað. Einhver skipanna eru búin með kvóta sinn og önnur eiga lítið eftir. Alls er kvóti íslenskra skipa um 463 þúsund tonn. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu er búið að landa tæplega 400 þúsund tonnum, en reikna má með að ein- hverjar löndunarskýrslur séu ekki komnar inn í þá tölu. Saxast á loðnukvóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.