Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 lítilli íbúð í Buenos Aires og nýtti sér ekki réttinn til að búa í höll sem fylgdi biskupsnafnbótinni. Hann kaupir sjálfur í matinn og eldar ofan í sig. Hann er einnig þekktur fyrir að nota almenningssamgöngur – stræt- isvagna og neðanjarðarlestir – frekar en einkabifreið embættis síns. Í gær- morgun, fyrsta daginn eftir að hann var kjörinn páfi, hélt hann upptekn- um hætti og tók frekar smárútu með öðrum kardinálum en að láta aka sér í einkabíl páfa. „Hann er mikill alþýðuprestur, ná- inn fólkinu,“ sagði fyrrverandi tals- maður hans. „Hann valdi nafnið til að vísa til heilags Frans af Assisí, sem endurnýjaði kirkjuna og var maður auðmýktar, fátæktar og samræðu.“ Frans páfi hafnar hinni svokölluðu „frelsunarguðfræði“, sem festi rætur víða í Rómönsku Ameríku á sjöunda áratug 20. aldar og varð mörgum prestum innblástur til að ráðast í pólitíska baráttu gegn einræðisherr- um í álfunni. Bergoglio lagði hins vegar áherslu á að halda jesúíta- hreyfingunni utan frelsunar- guðfræðinnar og sagði hana litaða af marxískri hugmyndafræði. Málsvari lítilmagnans í páfastól  Frans páfi gagnrýnir félagslegt mis- rétti en er íhaldssamur í siðferðismálum BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Fyrsti páfinn frá Suður-Ameríku, Jorge Mario Bergoglio, er málsvari þeirra sem minna mega sín, en þykir íhaldssamur í siðferðismálum. Ber- goglio var kjörinn páfi á miðvikudag og hefur tekið sér nafnið Frans, fyrstur páfa, eftir heilögum Frans frá Assisí, sem var uppi á 12. og 13. öld. Hann er einnig fyrsti jesúítinn, sem sest í páfastól. Þegar hann hafði verið kjörinn páfi steig hann fram á svalir Péturskirkjunnar í Róm við fögnuð tugþúsunda pílagríma sem hrópuðu: „Lengi lifi páfinn!“ Hann helgaði sína fyrstu bæn sem páfi forvera sínum, Benedikt XVI., og hvatti katólikka heimsins, sem eru 1,2 milljarðar manna, til að sýna „bræðralag“. Hafnar hlunnindum Frans er 76 ára gamall Argentínu- maður og hefur orð á sér fyrir að vera nægjusamur og kæra sig kollóttan um hlunnindin sem fylgja því að vera erkibiskup og kardináli. Hann býr í Jorge Mario Bergoglio fæddist í Buenos Ai- res 17. desember 1936, sonur Marios Ber- goglios, innflytjanda frá Torino á Ítalíu og járnbrautalestarstarfsmanns, og Reginu Bergoglio húsmóður. Hann hóf ekki að nema til prests fyrr en 21 árs, hafði áður lært efnafræði. Hann hef- ur verið heilsuveill frá því að annað lungað var tekið úr honum á yngri árum vegna sýk- ingar. Hermt er að hann hafi verið fram- úrskarandi námsmaður og ekki aðeins haft yndi af að læra guðfræði heldur einnig ver- aldlegar greinar á borð við bókmenntir og sálfræði. Bergoglio var vígður til prests 32 ára gamall og átti skjótan frama. 36 ára varð hann leiðtogi jesúítahreyfingarinnar í Argentínu. Bergoglio lærði einnig í Síle og Þýskalandi þar sem hann lauk dokt- orsprófi árið 1986. Hann er sagður hafa sérstakt dálæti á rithöfundunum Jorge Luis Bor- ges og Fjodor Dostojevskí. Hann vaknar klukkan hálffimm á morgnana og gengur til náða klukkan níu á kvöldin þótt Argentínumenn borði iðu- lega ekki kvöldmat fyrr en klukkan 11. Hann er mikill áhugamaður um tangó og fótbolta og er ötull stuðningsmaður knattspyrnuliðsins San Lorenzo í Buenos Aires. Yndi af Borges og Dostojevskí ÞÓTTI FRAMÚRSKARANDI NÁMSMAÐUR Bergoglio í prestsklæðum 1973. „Hann hefur mjög sterka nærveru, maður sér að hann fylgist vel með öllu í kringum sig en hann er samt svolítið sjálfum sér nógur og inni í sínum heimi,“ segir Pétur Pét- ursson, guðfræðiprófessor sem snæddi morgunverð með Berg- oglio kardínála, nú Frans, þann 1. mars síðastliðinn. „Við vorum þarna saman í prestahúsi í tvær vikur frá 1. mars. Það vildi svo til að fyrsta morg- uninn gekk hann (Frans) rakleiðis að mínu morgunverðarborði,“ seg- ir Pétur sem hefur verið í rann- sóknarleyfi í Róm undanfarið. Ekki í vinsældaleikjum Pétur segist hafa fylgst með Frans þær tvær vikur sem þeir voru í prestahúsinu og tekið eftir því að hann hafi ekki tekið þátt í neinum vinsældaleikjum. „Það var eins og hann væri fyrir utan alla sýndarmennsku og yfirborðshjal,“ segir Pétur. Í þær tvær vikur sem Pétur var í prestahúsinu segir hann að innan um prestana, klerkana og kardín- álana hafi verið háttsettir embætt- ismenn innan Vatíkansins. Pétur segist hafa orðið var við að menn á leið upp metorðastigann hafi reynt að koma sér í mjúkinn hjá þeim sem þeir töldu líkleg páfaefni. „Þeir litu ekki við honum þessir týpísku framabósar, nú vakna þeir upp við að Bergoglio er orðinn æðsti yfirmaður kaþólsku kirkj- unnar, ég held þeir hafi orðið mjög undrandi.“ Pétur sem hefur reynt að fá að- gang að skjalasafni Vatíkansins án árangurs, m.a. til að leita skjala um Jón Arason biskup, segist ætla að fá áheyrn hjá nýkjörnum páfa og leita eftir liðsinni hans um að- gang að skjalasafni Vatíkansins. heimirs@mbl.is Hefur sterka nærveru AFP Vatíkan Frans, nýkjörinn páfi, þykir einkar hæglátur og auðmjúkur.  Pétur Pétursson prófessor hitti Frans PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.