Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísrael, er við það að mynda nýja ríkisstjórn sem mun væntan- lega formlega taka við áður en Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti kem- ur í opinbera heimsókn til landsins á miðvikudag í næstu viku. Kosið var í Ísrael í lok janúar og eftir erfiðar samningaviðræður við hugsanlega samstarfsaðila er Net- anyahu með samkomulag í sjónmáli. Fregnir herma að samkomulag liggi fyrir milli Likud-bandalagsins, flokks Netanyahu, miðjuflokkanna Yesh Atid og Hatnuah, og hægri flokks gyðinga. Þrátt fyrir að líklegt sé talið að fulltrúar Likud-bandalagsins muni mynda meirihluta ríkisstjórnarinn- ar er búist við að áhrif Netanyahu verði minni innan hinnar nýju rík- isstjórnar en þeirrar gömlu. Ástæð- an er einkum sú að Netanyahu neyddist til að skipta út flokkum hinna strangtrúuðu sem eiga ekki aðild að hinni nýju ríkisstjórn í fyrsta skipti síðan 1984. Likud-bandalagið missti fjórðung þingsæta sinna í kosningunum í jan- úar og er nú með 31 sæti á ísraelska þinginu af alls 120. Eitt af fyrstu verkefnum hinnar væntanlegu nýju ríkisstjórnar er að koma í gegn fjárlögum sem fela í sér töluverðan niðurskurð. Net- anyahu forsætisráðherra boðaði til kosninga október síðastliðinn í kjöl- far þess að ríkisstjórnarflokkarnir komust ekki að samkomulagi um „ábyrg“ fjárlög eins og Netanyahu orðaði það. Obama á leiðinni Í heimsókn Obama í næstu viku er m.a. búist við að íranska kjarn- orkuáætlunin og ástandið í Sýrlandi beri á góma. Auk þess er búist við því að tilraunir verði gerðar til að hleypa lífi í friðarviðræður Ísraela við Palestínumenn. Ríkisstjórn í sjónmáli í Ísrael AFP Ísrael Benjamin Netanyahu á fundi Likud-bandalagsins í gær en búist er við að ný ríkisstjórn taki við í næstu viku.  Áhrif Ben- jamins Netanyahu minni í nýrri stjórn Hollenska lögreglan rannsakar nú þjófnað á tólf sjaldgæfum öpum úr dýragarði í bænum Epe. Þjófn- aðurinn uppgötvaðist í gærmorg- un þegar starfsmenn ætluðu að færa öpunum æti. Þjófarnir ein- beittu sér að sjaldgæfustu teg- undum apanna og eru sumar teg- undanna í útrýmingarhættu og stranglega bannað er að eiga við- skipti með slíkar tegundir. Starfs- menn dýragarðsins óttast mjög um apana sem lifa aðeins við til- tekið hitastig. HOLLAND Stálu sjaldgæfum öpum úr dýragarði Störfum í Ástralíu fjölgaði um 71.500 í febrúar. Er það mesta fjölgun starfa í landinu á einum mánuði í meira en áratug. Atvinnu- leysi í landinu er nú 5,4%. Greining- araðilar höfðu áður spáð að störf- um myndi fjölga um 9.000. Það virðist vera að birta til í efnahags- lífi landsins því ástralski dollarinn hefur styrkst og umsvif á fast- eignamarkaði aukist. ÁSTRALÍA Störfum fjölgaði um 71 þúsund á mánuði Að minnsta kosti 28% skóla- kvenna í Suður-Afríku eru með HIV en aðeins 4% karla. Aaron Motsoaledi, heilbrigðisráðherra landsins, segir ástæðuna vera karlmenn sem ginna stúlkurnar til sín með gulli og grænum skógum. „Það er ljóst að það eru ekki ung- ir karlmenn sem sofa hjá þessum stelpum. Það eru eldri menn,“ segir Motsoaledi sem lét hafa eftir sér að þetta háa hlutfall HIV- smitaðra væri eitur í beinum hans. Talið er að um 10% íbúa Suður- Afríku séu með HIV en Motsoa- ledi hefur verið hrósað fyrir bar- áttu sína til að koma böndum á út- breiðslu sjúkdómsins. Fjöldi smitaðra sem fá lífsnauðsynleg lyf gegn sjúkdómnum hefur tvöfald- ast í landinu síðan Motsoaledi tók við árið 2009, talið er að 1,5 millj- ónir landsmanna fái slík lyf nú. „Við verðum að berjast gegn karlmönnum sem lokka stúlkur til sín með gylliboðum. Þeir eru að eyðileggja börnin okkar. Um 77 þúsund stúlkur hafa farið fóstur- eyðingu á opinberum heilbrigðis- stofnunum. Við getum ekki lifað svona. Við verðum að binda enda á þessa þróun,“ sagði Motsolaedi. Lokka stúlkur með gylliboðum  HIV algengt meðal stúlkna í S-Afríku AFP Sjúkdómur Baráttan gegn HIV í S- Afríku hefur harðnað undanfarin ár. HIV í S-Afríku » Talið er að 10% íbúa lands- ins séu með HIV eða fimm milljónir manna. » 94 þúsund stúlkna á skóla- aldri í landinu urðu óléttar árið 2011. 77.00 þeirra fóru í fóstureyðingu, að sögn heil- brigðisráðherra landsins. » 260 þúsund manns létust af völdum alnæmis í S-Afríku á síðasta ári. Þjónusta Vörubílastöðin Þróttur býður fjöl- breytta þjónustu s.s. jarðefnaflutninga, hífingar, fjarlægja tré og garðúrgang o.fl. og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka. Sjáðu meira á heimasíðunni okkar www.throttur.is ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA              SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS                                     aukabúnaður Bílar - tækjakostur og efni STOFNAÐ1987 M ál ve rk : K ar ó lín a Lá ru sd ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s VA XTALAUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.