Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allar helstufréttastof-ur heims hafa beint athygli sinni að Róm síð- ustu daga. Þá voru kardinálar að flykkjast í Vatík- anið til að velja sér páfa með fornfálegum en lit- ríkum aðferðum. Meira en milljarður manna tilheyrir kaþólsku kirkjunni og æðsti leiðtogi hennar hefur mikil áhrif í þeim mikla söfnuði og raunar langt út fyrir hann. Ekki er einfalt að ákvarða valdalegt mikilvægi einstakra manna í veröldinni, þótt slíkt sé stundum reynt, enda oft óljóst á hverju slíkar mælingar byggjast. Þeir Churchill og Roosevelt stríðsleiðtogar eru eitt sinn sagðir hafa nefnt í viðræðum við Stalín, að óhjá- kvæmilegt væri að taka tillit til sjónarmiða páfans í Róm. „Hve mörgum herfylkjum fer hann fyrir?“ ansaði einvald- urinn sovéski þá. Örfáum áratugum síðar var páfinn Jóhannes Páll gjarnan nefndur með þeim Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov þegar rætt var um þá menn sem mest allra einstaklinga höfðu haft um það að segja að kerfið, sem Stalín og eft- irmenn hans studdust við, hrundi til grunna. Vald páfans er auðvitað fyrst og síðast kennivald og hvort sem Stalín eða öðrum líkar það betur eða verr getur slíkt vald páfans við sérstakar aðstæður verið ígildi fleiri her- fylkja en sýnist. Sagt var að sjötíuþúsund manneskjur hefðu þyrpst á torg Péturskirkjunnar eftir að út spurðist að ljósari reykur hefði rokið upp úr strompinum fræga eftir allmargar svartar gusur dagana á undan. Hundr- uð milljóna manna fylgdust með beinum útsendingum frá atburðunum. Enginn stjórn- málamaður og jafnvel ekki einu sinni hljómsveit- argoð eru líkleg til að fá aðra eins at- hygli og aldrei jafn einlæga og þarna birtist. Fjarri er þó að kaþólska kirkjan hafi verið böðuð í vinsamlegu fjölmiðla- ljósi síðustu árin. Margt hefur gerst í hennar ranni, og það sem verra er oft í skjóli hátt- settra trúnaðarmanna hennar, sem hvergi ætti að þrífast og síst af öllu þar. Þau erfiðu mál og önnur mun smærri sem eru þó ótrúlega fyrirferðarmikil hafa þó lítið með sjálfan grundvöll kaþólsku kirkjunnar eða annarra kirkjudeilda að gera. Hann stendur óhagg- aður, en þjónustan við hann skaddast óhjákvæmilega og þeir sem síst skyldu rufu við hann trúnað. Það væri fljótræði, fáum til gagns, að gera tilraun til að gefa páfavali kardinálanna einkunn núna. En það virðist þó a.m.k. falla í góðan jarðveg þar sem hinn kaþólski söfn- uður er. Benedikt páfi XVI. lét ekki hundraða ára venjuhelgun hindra sig, þegar hann taldi að kallið hefði komið til páfadóms hans. Þær brotakenndu mynd- ir sem byrjaðar eru að berast af Frans I. páfa sýnast geta bent til að hann geti verið í senn fastheldinn og frjáls- lyndur. Vera má að átökin á milli þeirra gilda, en þau eru jafnan til staðar í kirkjunni, hafi á þessari stundu ekki átt val á betra manni en Frans í hásæti Péturs postula í Róm. Og rétt er að vona að hinn mikli fjöldi fólks, sem horfir til kirkjunnar út frá öðrum og mikilvægari þáttum en þeim sem mestur fjölmiðlahávaðinn einatt endurspeglar, megi einnig vel við una. Það væri þá huggunarrík guðs handleiðsla. Páfakjör eftir alda- gömlum reglum var ekki minna sjónar- spil en hátækni- atburðir nútíma- tilveru} Páfinn í Róm Haldi Alþingistarfsáætlun verður þingi frestað í dag og ekki seinna vænna því stutt er í kosningar. Því fer þó fjarri að ríkisstjórnin vinni að því að áætlunin geti haldist. Síðustu daga hafa ráðherrar raðað inn nýjum lagafrumvörpum eins og þeir búist við að þingið muni starfa langt fram á sumar. Lausungin á verkstjórninni er slík – nema um viljaverk sé að ræða sem væri enn verra – að í gær lögðu fjórir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar fram ný laga- frumvörp. Þegar ríkis- stjórnin sýnir þinginu slíka óvirðingu og hyggst augsýni- lega hafa af almenningi tæki- færið til að kynna sér fram- boð og frambjóðendur, þá á þingið engan annan kost en að taka fram fyrir hendurnar á henni og stöðva enda- leysuna. Engum, allra síst Al- þingi, er greiði gerður með því að láta svona lagað við- gangast. Stjórnleysið er slíkt að fjögur ný stjórn- arfrumvörp voru lögð fram í gær} Reynt að hindra þingfrestun T akist Evrópusambandinu að semja um fríverzlun við Bandaríkin verða það góðar fréttir og mun án efa hafa jákvæð áhrif víða um heim. Meðal annars fyrir okkur Íslendinga. Kálið er hins vegar ekki sopið þó í ausuna sé komið í þeim efnum. Ýmis ljón eru þar á veginum líkt og raunin hefur verið í fyrri tilraunum Evrópusambandsins til þess að landa slíkum samningi við Bandaríkjamenn. Ekki sízt þegar kemur að viðræðum um land- búnaðarmál en þegar eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum þrátt fyrir að fríverzlunarviðræð- urnar séu ekki enn formlega hafnar. Fróðlegt er annars að bera saman árangur Evrópusambandsins og Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein, þegar kemur að gerð fríverzlunarsamninga. Þannig hefur Evrópu- sambandið gert fjóra fríverzlunarsamninga samkvæmt vefsíðu framkvæmdastjórnar sambandsins, viðræður standa yfir um sjö slíka samninga og tveir viðskipta- samningar þess eru fríverzlunarsamningar að hluta til. EFTA hefur á hinn bóginn gert 24 fríverzlunarsamn- inga við 33 ríki fyrir utan EES-samninginn við Evrópu- sambandið. Þar á meðal öll þau ríki sem sambandið hef- ur samið um fríverzlun við. Viðræður eru að auki í gangi af hálfu EFTA um níu aðra fríverzlunarsamninga. Þess utan höfum við Íslendingar samið um fríverzlun við Fær- eyinga og Grænlendinga og eigum í fríverzlunarvið- ræðum við Kína sem kunnugt er. Staða Ís- lands varðandi fríverzlun er því mun sterkari við núverandi aðstæður en ef landið yrði hluti Evrópusambandsins, fyrir utan þá staðreynd að innganga í sambandið þýddi að valdið til þess að semja um viðskipti við önnur ríki færðist til þess. Til þessa hefur það gjarnan verið svo að næði Evrópusambandið að landa fríverzl- unarsamningi hafi það auðveldað EFTA það og öfugt. Takist sambandinu þannig að semja um fríverzlun við Bandaríkin verður að telj- ast líklegt að það greiði götu EFTA í þeim efnum. Þó er margt sem bendir til þess að auðveldara væri fyrir EFTA að semja um frí- verzlun við Bandaríkin en Evrópusambandið og þá ekki sízt vegna einfaldari hagsmuna og minni viðskiptalegrar togstreitu. Á þetta hafa ýmsir málsmetandi aðilar bent í gegnum tíðina. Líkt og Evrópusambandið hefur EFTA áður þreifað fyrir sér með fríverzlunarsamning við Bandaríkin en þær þreifingar hafa strandað af nokkurn veginn sömu ástæðum og í tilfelli sambandsins. Einkum landbún- aðarmálum og ólíku regluverki um vörur og þjónustu. Helzta markmið fyrirhugaðra fríverzlunarviðræðna á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er einmitt að samræma regluverkið á milli þeirra í þessum efnum. Takist það ætti það þannig sem fyrr segir að greiða fyrir mögulegri fríverzlun á milli EFTA og Bandaríkjanna. Eða Íslands á eigin forsendum. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fríverzlun við Bandaríkin? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Til stendur að reisa gas- ogjarðgerðarstöð fyrir líf-rænan sorpúrgang. Með til-komu slíkrar stöðvar væri hægt að draga stórlega úr því magni sem fer til urðunar samhliða því að framleiða metangas auk annarra af- urða sem falla til við framleiðsluna. Eins og málin standa fer allt óflokkað sorp á höfuðborgarsvæðinu, og þar með talinn lífrænn úrgangur, til urð- unar í Álfsnesi í Reykjavík. Metan fyrir 3.000 smábílaígildi Helsta afurð vinnslunnar er metan- gas sem er það eldsneyti sem einna helst er litið til sem umhverfisvæns orkugjafa fyrir bifreiðar. Sorpa er eini framleiðandi metans hér á landi. Í dag er, að sögn Björns, ígildi um 2.000 smábíla sem ganga fyrir metangasi á Íslandi. Hann gerir ráð fyrir því að gas- og jarðgerðarstöð gæti framleitt metan fyrir um 3.000 „smábílaígildi“ sé miðað við grófar áætlanir. „Úr- gangurinn þarf að vera aflokaður og af honum berst ekki lyktarmengun á meðan hann er í vinnsluferli. Síðan brjóta bakteríur niður lífræna efnið og mynda úr því hauggas, sem er blanda af kolsýru og metangasi. Það er svo sent í hreinsistöð og þá verður til þetta eldsneyti sem er metan. Afganginn þarf að hreinsa og úr honum mætti fá tvær afurðir. Annars vegar moltu sem hægt væri að nýta í áburð eða sem efni til uppgræðslu. Eftir stendur rest sem kallast brenni. Það má nýta í fram- leiðslu á sementi, malbiki eða jafnvel í stað olíu þar sem hún er nýtt í að búa til rafmagn eða hita eins og gert er í Grímsey svo dæmi sé tekið. Eins mætti selja það erlendis því það má nota til húskyndingar ef það uppfyllir ákveðna mengunarstaðla. Svo má einnig nota brenni við fram- leiðslu á metanóli eða aðra framleiðslu á eldsneyti,“ segir Björn. Hann segir að mjög lítill hluti muni standa eftir sem þurfi að urða. Tvær metanstöðvar í bígerð Metan hf. var stofnað 20. ágúst 1999 af Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins bs. og Aflvaka hf. Félagið var svo í eigu SORPU bs., Orkuveitu Reykja- víkur, REI og N1 hf., þar til um síðast- liðin áramót þegar Sorpa bs. eignaðist öll hlutabréf í félaginu. Sorpa framleiðir allt metan fyrir bifreiðar en N1 er eini söluaðili þess og eru afgreiðslustöðvar á Höfða í Reykjavík og í Vallarhverfi í Hafnar- firði. Sorpa hefur jafnframt gengið frá samningi við Metanorku og Olís um sölu á metani. Stefnir Olís að því að opna metanafgreiðslustöð í Reykjavík á næstu mánuðum. Met- anorka er dótturfélag Íslenska gáma- félagsins og að sögn Dofra Her- mannssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, verður metanaf- greiðslustöð opnuð í Gufunesi eftir páska. Til að byrja með mun hún ein- göngu þjónusta bifreiðar Íslenska gámafélagsins, Vélamiðstöðvarinnar og Metanorku. Jafnframt hafa Metanorka hf. og Olís gert með sér samning um að Metanorka muni sjá um flutning á metani og byggingu af- greiðslustöðvar fyrir Olís. Engin vörugjöld á metani Metanverð hefur að sögn Björns ekki fylgt verðlagsþróun. Útsöluverð á metangasi er í dag 149 kr. á norm- alrúmmetra. Orkan í því er að sögn Björns svo til sú sama og fæst úr ein- um lítra af bensíni. Bensínverð var í gær frá 254,6 - 256,9 kr. Verð á met- ani var um 80% af útsöluverði þegar sala þess hófst árið 2000. Lægst fór það í um 50% af útsöluverði bensíns. Engin vörugjöld eru á metani en af því er greiddur virðisaukaskattur. Sorpið að metangasi, moltu og brenni Heildarsala á metani á ökutæki hvert ár 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 R úm m ál se lt (N m 3 ) 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 Ár Í heimilissorpsrannsókn sem unnin var af Sorpu kom m.a. fram að 18% af innihaldi þess eru plast. Eins og sakir standa fer það allt til urðunar í Álfs- nesi. Ekki hefur verið sýnt fram á umhverfisáhrif af plastinu en niðurbrot þess tekur mjög lang- an tíma. Einn af kostum gas- og jarðgerðarstöðvar er sá að hægt er að nýta plastið í gas- og jarðgerðarvinnsluna. „Við höf- um verið í tilraunaverkefni um að skoða framleiðslu á metanóli og það getur komið úr plastinu eftir að vinnslu á metangasi er lokið. Þá eru vinnslutæknilegir kostir við að hafa plastið með. Yfirleitt er ákveðin filma af mat- vælum á plastinu. Á skinkubréfi er t.d. filma af lífrænu efni sem hægt er að nýta í metanfram- leiðslu sem annars færi til spill- is,“ segir Björn Hafsteinn Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. Plastið kost- ur í vinnslu PLASTIÐ ER 18% AF HEIMILISSORPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.