Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Eftir viðræður við virtan mann með lög- fræðimenntun lá fyrir að lögmenn og dóm- arar eru bara eins og annað fólk, þ.e. mis- jafnir sauðir í mörgu fé. Lögmenn eru mis- jafnlega vel að sér í fræðum er tengjast málflutningi og er það eins og að spila í lottói þegar valinn er lögmaður til að flytja mál fyrir sig. Af framansögðu er það eins og að spila rússneska rúllettu að leita til dómstóla þegar maður telur að lög séu brotin á sér hvort sem það er af hálfu einstaklings eða hins opinbera. Lög og reglur eru bara leikföng sem dómarar mega fara með eins og hver vill en ekki sá sem er aðili að máli og þar af leið- andi sé það aðeins atvinnubóta- vinna að reka það sem við köllum réttarkerfi. Þegar gerð var grein fyrir sjö málum sem dómstólar hafa afgreitt var svarið sem fékkst frá hinum löglærða: „Þú hefur verið sér- staklega óheppinn með niðurstöður ef tekið er tillit til málefna eins og þau liggja fyrir.“ Það sagði að það voru ekki lögin sem farið var eftir heldur hafi verið um utanlaga af- greiðslur að ræða í anda „rúss- neskrar rúllettu“. Fram kom í viðræðum að á Ís- landi eru starfandi um 1.000 lög- fræðingar eða einn lögmaður á u.þ.b. hverja 340 Íslendinga. Á sama tíma eru starfandi læknar á landinu um einn á móti tæplega 1.000 Íslend- ingum. Þessi samanburður sýnir hversu vitlaust íslenskt réttarkerfi er með lélegum og illa orðuðum lögum sem menn leika sér að því að snúa út úr allt eftir því hvað þjónar þeirra hagsmunum á hverjum tíma sem hafa valdið til að túlka lögin. Ein túlkun í dag og önnur á morgun ef það þjón- ar betur tilganginum á þeim tíma. Slíkt rugl af hálfu dómstóla í túlkun á hvað felst í lagatexta býð- ur upp á þá lausung sem orðin er í þjóðmálum Íslendinga á flestum sviðum. Það er ekki hægt að treysta neinum og heiðarleiki er orðinn skúmaskota vandamál Ís- lendinga, allt vegna rugls og óheið- arleika í afgreiðslu dómstóla á ágreiningsmálum. Það er ekki hægt að miða eigið framferði innan samfélagsins við dómsniðurstöðu í gær þar sem í dag er komið allt annað viðhorf réttarkerfisins og hið svokallaða fordæmisgildi dómsniðurstöðu er í anda hinnar rússnesku rúllettu. Dómsniðurstöður sem byggjast á frammistöðu lögmanna við að túlka orðanna hljóðan í gildandi lögum fer eftir viðhorfi eða vanþóknun dómaranna á lögmönnunum en ekki hinum skráða texta laganna. Eitt af furðufyrirbærum fram- ferðis dómara er að þegar þeir brjóta lögin vísa þeir á að málsaðili hafi notið aðstoðar lögmanns sem hefði átt að gera þetta og hitt sem þeir tiltaka. Að hafa slík ummæli dómara svart á hvítu þ.e. skrifuð er yfirlýs- ing dómarans um að þessi eða hinn lögmaðurinn hafi ekki staðið sig nógu vel í sínum málflutningi. Þetta er yfirlýsing dómarans um að það sé ekki dæmt eftir orðanna hljóðan í lögum heldur þykist dóm- arinn geta í skjóli ósnertanleika embættis síns úrskurðað um kunn- áttu lögmannsins óháð því hvers eðlis ágreiningsefnið er sem borið er undir dómstólinn. Það að starf dómara byggist á því að meta hæfni lögmanna til að flytja mál fyrir dómi óháð því hvert ágreiningsefnið er er vísbending um þá heimsku er ríkir í íslensku réttarfari. Ágreiningsefnið sem tekist er á um fyrir dómi er auka- atriði en álit eða vanþóknun dóm- arans á málflytjanda (málflutnings- manni) er aðalatriðið. Ef tekið væri á þessum málum af festu og dómarar skyldaðir til að túlka orðanna hljóðan í lagabálkum þannig að þegnarnir hefðu mögu- leika á að fara eftir lögunum án árekstra að mestu leyti s.s. að skjalafals eins fái sömu afgreiðslu og skjalafals annars og það sama eigi við um önnur afbrot eins og nauðganir, þjófnað, skemmdarverk o.fl. að ógleymdum lögbrotum op- inberra starfsmanna af gáleysi eða ásetningi gagnvart einstaklingum og/eða lögaðilum. Allt sem hér er skráð er hægt að sanna með skriflegum gögnum sem koma frá dómurunum sjálfum og úr málsgögnum auk embætta eins og sýslumanna o.fl. Ef íslenskt réttarkerfi á að vera atvinnubótavinna fyrir há- skólaborgara verður það að teljast dýrasta atvinnubótavinna í sögu þjóðarinnar. Ef rétt er að hægt væri að skera niður kostnað þjóð- arinnar um 50-60% vegna hins mis- lukkaða réttarkerfis sem líkja má við leikhús fáránleikans væri það framför. „Gjör rétt og þol ei órétt“ auk „með lögum skal land byggja og ólögum eyða“ voru einkunnarorð þeirra manna sem vildu réttlátt Ís- land. Þeir vildu ekki þann óheið- arleika, lausung og lögbrot sem einkennir íslenskt réttarkerfi í dag. Sem vísbendingu um þann óheið- arleika er viðgengst í íslensku rétt- arkerfi þá var farið fram á að skip- uð yrði nefnd aðila sem yrði óháð stjórnvöldum til að fara yfir þær utanlaga afgreiðslur dómstóla, sem kært hefur verið út af, til að kanna réttmæti þeirra ásakana er fram eru bornar. Þegar ráðandi aðilum í stjórn landsins varð ljóst hversu al- varlegar ásakanir voru og réttmæti þeirra þá brugðust þeir ókvæða við og hafa gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að þagga málin nið- ur. Yfirhylming ráðamanna í þjóð- félaginu eins og ráðherra er brot á lögum þar sem yfirhylming yfir lögbrotum er refsiverð. Réttur og réttleysi Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson »Dómarar dæma um færni lögmanna við málarekstur en ekki samkvæmt efnisatriðum ágreiningsins. Höfundur er fv. skipstjóri. Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Argan línan inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn. Fæst á hársnyrtistofum. fyrir hárið Milk Shake stofur Zone Akureyri Rakara og hárstofan Kaupangi Hársnyrtistofa Ernu Akureyri Amber Akureyri Spectra Akureyri Draumahár Keflavík Hárgreiðslustofa Jónu Kirkjubæjarklaustri TK Borgarnesi Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga Blönduósi Hárskör Hvolsvelli Hársnyrtistofa Magneu Ólafsfirði Hárgreiðslustofa Rósu Borg Húsavík Fimir fingur Keflavík Hársker Kópaskeri Hársnyrtistofa Anítu Keflavík Hárskúrinn Keflavík Estíló keflavík Flóki Sandgerði Hársnyrtistofa Sveinlaugar Grenivík Hárgreiðslustofa Margrétar Keflavík Hársnyrtistofa Gunnhildar Hellisandi Hárstofan Stykkishólmi Hár.is Fellabæ Capelló Sauðárkróki Hárverkstæðið Dalvík Hjá Sögu Dalvík Merlín Dalvík Hársnyrtistofa Sveinu Hvammstanga Hárgreiðslustofa Kolbrúnar Varmahlíð Hársnyrtistofa Jóhönnu Jónsdóttur Siglufirði Ametyst Ísafirði Hársport Díönu Veru Reykjavík Brúskur Reykjavík Hárgreiðslustofa Sólveigar Leifs Reykjavík Grand hársnyrtistofa Reykjavík Salahár Kópavogi Emóra Reykjavík TSH Hársnyrtistofa Reykjavík Hárgreiðslustofa Rögnu Reykjavík Hársyrtistofan Manda Reykjavík Hárgreiðslustofan Elíta Kópavogi Hárgreiðslustofan Aþena Reykjavík Klipparinn Laugum Reykjavík Dúett Reykjavík Hárkó Topphár Kópavogi Rakarastofan Dalbraut Reykjavík Sara Brekkuhúsum Reykjavík Gott Útlit Kópavogur Fagfólk Hafnarfjörður Hárgreiðslustofan Toppur Hafnarfirði Aþena Mjódd Reykjavík Hárgreiðslustofa Hrafnhildar Árbæ Reykjavík Klipphúsið Reykjavík Hairdoo Kópavogi Wink Kópavogi Hárgreiðslustofa Brósa Reykjavík Hárgreiðslustofa Guðrúnar Alfreðs Reykjavík Króm Reykjavík Cleó Garðatorgi Garðabæ Mýrún Reykjavík Hárið Kópavogi Rakarastofa Gríms Reykjavík Hárgreiðslustofa Maríu Neskaupsstað Hárhornið Grindavík Gresika Reykjavík Gallerý Hár Neskaupsstað Hárgreiðslustofa Sveinlaugar Hárstofa Sigríðar Reyðarfirði Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.