Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ✝ Björk Líndalfæddist á Rauf- arhöfn 4. júní 1950. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi laugardaginn 9. mars sl. Björk var dóttir Bergljótar Ragn- heiðar Láru Þor- finnsdóttur, f. 30. apríl 1933. Sam- býlismaður Bergljótar er Einar Magnússon, f. 29. september 1928. Systir Bjarkar og sam- mæðra er Edda Bára Guðbjarts- dóttir, f. 27. september 1961, gift Ingólfi Jóhannessyni, f. 7. júlí 1955. Björk giftist Atla Magnússyni, f. 26. júlí 1944, hinn 4. júní 1970. Þau skildu. Sonur þeirra er Grímur Atlason, f. 6. desember 1970. Fyrri kona Gríms er Soffía Bjarnadóttir, f. 12. maí 1975, þeirra dóttir er Eva, f. 10. ágúst 1995. Kona Gríms er Helga Vala Helgadóttir, f. 14. mars 1972. Börn þeirra eru Ásta Júl- ía, f. 22. febrúar 2001, og Arnaldur, f. 3. október 2002. Dóttir Helgu Völu er Snærós Sindra- dóttir, f. 21. október 1991. Björk giftist Nicholas Paschalis, f. 28. janúar 1957, hinn 2. október 1985. Þau skildu. Dóttir þeirra er Bergljót Eleni Nikulásdóttir Paschali, f. 18. apr- íl 1985. Björk ferðaðist um heiminn, gekk á fjöll, synti í Laugardals- lauginni, bjó í Grikklandi og vann margvísleg störf. Eftir Grikklandsárin hóf hún sjúkra- liðanám og starfaði sem slík fram í andlátið, lengst af á Landakotsspítala. Útför Bjarkar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 15. mars 2013, kl. 13. Það var ekki leiðinlegt að vera í félagsskap mömmu. Málamiðl- anir fáar og lítið um innpakkað skrúð. Mamma byggði hús fyrir Kastró á Kúbu fyrir 36 árum. Gekk Keflavíkurgöngur og synti alltaf í hádeginu í Laugardals- lauginni. Hún las þrjár bækur á viku allt sitt líf og var með opin augun fyrir heiminum. Ferðaðist um Taíland, Mexíkó, Evrópu, Grænland, Marokkó og helstu borgir heimsins. Það var ekkert sérstakt logn á þessum árum í kringum Björk Líndal. Svo var hún líka svona undurfögur alltaf! Ég fékk að fara með henni á fjöll og til staða eins og Marra- kesh, Luleå, Alambrahallarinnar á Spáni og síðast en ekki síst á Hraunsnefsöxl. Við ferðuðumst saman um Grikkland síðsumars 1983, spiluðum rommí og syntum í Eyjahafinu. Kynntumst yndis- legu fólki á Skiathos hvar við veiddum fisk og grilluðum í fjöru- borðinu. Þetta góða fólk varð síð- ar tengdaforeldrar mömmu þeg- ar hún yfirgaf 100% verðbólguna og hefðbundið verðtryggingar- basl ársins 1983 og settist að í Aþenu. Þaðan færði hún okkur öllum hana Beggu systur og tækifæri til þess að baða sig í Eyjahafinu og borða souvlaki. Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess að hún var aðeins 62 ára þegar hún kvaddi þennan heim. Mér finnst við eiginlega hafa ver- ið jafn gömul. En hún kom reynd- ar meiru í verk en flestir og ævi hennar er efni í mörg bindi í bók. Hún færði mér svo ótal margt: Þórbergur þó helstur og auðvitað kaldhæðnin líka. Þegar hún veiktist ákvað hún að berjast við veikindin af alefli en jafnframt nota og njóta þess tíma sem hún fengi hér úthlut- aðan. Hápunkturinn fyrir okkur öll var án efa ferðin til Grikklands þar sem við héldum afmælið hennar með sex klukkutíma veislu þar sem við vorum öll sam- an – mamma, Begga, ég, Helga Vala og börnin. Algjörlega stór- kostlegt ævintýri sem við öll geymum. Síðustu vikur hafa verið erfið- ar en jafnframt yndislegar. Líkn- ardeildin í Kópavogi er dásam- legur staður og mér til efs að betri staður finnist til að kveðja þennan heim með reisn. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þá hlýju og umönnun sem mamma og við öll fengum þennan tíma. Þú kvaddir í sólarljósi og birtu. Begga hélt í aðra höndina og ég í hina. Þú varst jafn falleg og fín eins og ég man þig fyrst. Við Begga ætlum að fara með þér í ferðalag í dag til Raufarhafnar þar sem þú ætlar að leggja þig hjá Finnsa afa og ömmulín. Elsku mamma mín, sofðu rótt og mundu: Ef þú ferð á undan mér yfrí sælli veröld, taktu þá á móti mér með þín sálarkeröld. (Þórbergur Þórðarson) Grímur Atlason. Gangstéttin við Holtsgötu og árið er 1993. Ég er 18 ára og lík- lega er þetta að hausti. Björk vindur sér að mér nokkuð hvöss til augna, tekur þéttingsfast í hönd mína, kynnir sig og bætir svo við: „Við eigum nú eftir að kynnast.“ Ég er hálfsmeyk og stíg eitt skref afturábak. Björk var mér alltaf mikil ráð- gáta. Hún var mögnuð kona og ólík öllum öðrum manneskjum sem ég hef kynnst síðastliðin tuttugu ár. Alþýðleg heimskona, gáfuð, sterk, full af réttlætis- kennd, örlát, traust, skemmtileg og húmórísk með eindæmum. Svo bar hún með sér þessa fjar- lægð og sársauka innra með sér sem hún yrti aldrei. Björk var sí- lesandi og þegar kom að bók- menntum og heimsmálum kom maður aldrei að tómum kofunum. Við kynntumst eins og hún vissi, tengdumst fjölskylduböndum og urðum góðar vinkonur. Hún var amma Evu, dóttur minnar. Kall- aði mig ávallt tengdadóttur þrátt fyrir að ég hefði í raun aðeins ver- ið tengdadóttir hennar í fimm ár fyrir langalöngu. En Björk sagði: „Hva, við vorum ekki að skilja, er það?“ Þetta er mjög lýsandi fyrir Björk. Við erum öll ein stór fjöl- skylda í þessu lífi. Björk bjó í fimmtán ár í Grikk- landi og mér hefur alltaf fundist Grikkland vera hennar heima- staður. Í síðasta sinn sem ég hitti hana var hún aðallega að velta því fyrir sér hvað hún gæti gert fyrir mig og stelpurnar mínar. Útvega mér húsnæði á Grikklandi og redda einhverjum til að sækja mig á flugvöllinn. „Við reddum þessu bara.“ Af líknardeildinni fór ég að sjálfsögðu heim með heilandi krem sem hún gaf mér. Þannig var Björk. Börn hennar Grímur og Begga hafa til að bera þetta sama sérstaka örlæti. Breyskan klett kýs ég að kalla hina miklu grísku Björk. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo víðsýnni og merkilegri manneskju. Ég trúði því að hún myndi lifa allt af, því hún var ein af þeim ósigrandi og hafði gengið margslunginn veg. Ég á margar góðar minningar um Björk, bæði á Grikklandi og á Íslandi. Ein minning er mjög minnisstæð. Hún hefur þá ný- greinst með krabbamein og er á Landspítalanum. Við röltum okk- ur með súrefniskútinn niður í lyftunni og út starfsmannainn- ganginn í smók. Ég er uggandi um hana en hún stendur þar kankvís, tekur upp rettuna og segir með sínu skoplega æðru- leysi að það sé of seint að hætta að reykja úr þessu, þeir geti ekki bannað henni það. Sólin skín á hana með sígarettuna logandi í munnvikinu og hún er hin róleg- asta yfir veröldinni. Takk, elsku Björk mín, fyrir gjafir þínar. Ég sé þig fyrir mér sitja í friðsælum skugganum undir sólhlífinni, sólbrúna og fal- lega með sígarettuna logandi og þykkan doðrant í kjöltunni. Þetta er líklegast fantasía sem þú ert niðursokkin í. Svo líturðu upp sposk á svip og gantast að þessu öllu saman. Minning ömmu Bjarkar mun lifa. Kærar samúðarkveðjur til Beggu langömmu og Einars, Eddu Báru, kæra Gríms og Helgu Völu, yndis Beggu, Systu vinkonu og allrar fjölskyldunnar. Soffía Bjarnadóttir. Sumarið 1977 lagði fríður flokkur Íslendinga af stað til Kúbu til að kynnast landi og þjóð, pólitík, tónlist, mataræði, Fidel, rommi og dansi – og til að stunda húsbyggingar. Þetta var Íslands- deild Brigada Nordica og í henni voru Binni og Mulli, Beta, Erna Dóra, Guðrún, Marta, Systa og síðast en ekki síst Björk. Konurn- ar hafa síðan haldið hópinn þrátt fyrir að búa um lengri eða skemmri tíma í ýmsum löndum og fást við ólík viðfangsefni. Kúbuferðin varð okkur minnis- stæð enda hafði engin okkar komið í hitabeltið áður eða til þriðja heimsins, hvað þá sósíal- ísks ríkis. Við kynntumst því strax að frá hinni glaðværu Björk var ekki aðeins að vænta hláturs og klingjandi kátínu, heldur ekki síður beinskeyttra athugasemda hvort sem var um athæfi sósíal- ískra smákónga af víkingakyni, einstaklega vel straujaðra skyrtna kúbanskra karlmanna eða framferði grænna froska. Björk var ævintýragjörn, tók lífinu opnum örmum, var áræðin og að loknu sumarleyfi á grísku eyjunni Sciathos ákvað hún að söðla um, seldi íbúðina sína og flutti til Grikklands. Þegar hún svo kom heim aftur tók hún sig til og settist á skólabekk, þá um fimmtugt, og lauk sjúkraliðaprófi með láði enda fluggreind og skipulögð. Síðustu árin vann hún á heilabilunardeild Landakots. Skopskyn, væntumþykja og bar- áttuandinn fyrir þeim sem minna mega sín kom berlega í ljós þegar hún ræddi aðstæður skjólstæð- inga sinna. Hún gerði kröfur til barna sinna og var stolt af þeim eins og heyrðist greinilega á henni þegar hún talaði um þau. Skömmu eftir að Björk greind- ist með krabbamein sagði hún sínum nánustu að hún byggist við að eiga fimm ár eftir ólifuð þótt læknar hafi gert ráð fyrir mun skemmri tíma. Hún skipulagði líf sitt með tilliti til þessa, hélt mikla og ógleymanlega afmælisveislu á grísku eyjunni með fjölskyld- unni, gekk frá sínum málum og gerði það sem hana langaði til. Það var gefandi og skemmtilegt að vera Björk samferða. Við vott- um aðstandendum samúð okkar. Elísabet Gunnarsdóttir, Erna Dóra Bragadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Marta Konráðsdóttir og Valgerður Katrín Jónsdóttir. Björk Líndal ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KÁRI HERMANNSSON, Austurbyggð 17, Akureyri, sem lést miðvikudaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunarheimilið Hlíð, Akureyri. . Hólmfríður Ellertsdóttir, Ellert Kárason, Helga Gunnarsdóttir, Hildur Káradóttir, Þórarinn Sigurðsson og fjölskyldur. ✝ AÐALSTEINN KR. GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 12. mars á Hrafnistu. Útförin auglýst síðar. Guðmundur Y. Pálmason, Jónína Líndal. ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, JÓHANNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Mýrum, Flóahreppi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 16. mars kl. 11.00. Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði í Flóa. Kristinn Sigurðsson, Sigríður Friðsemd Sigurðardóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir og frændsystkini. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR FREYJA FRIÐRIKSDÓTTIR til heimilis á Böggvisbraut 3, Dalvík, sem lést sunnudaginn 10. mars, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 16. mars kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anton Þór Baldvinsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, Stella, Áshamri 35, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugardaginn 9. mars. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 16. mars kl. 11.00. Einar Jóhann Jónsson, Reynir Elíesersson, Elísabet H. Einarsdóttir, Gunnar R. Einarsson, Laufey Sigurðardóttir, Jón Garðar Einarsson, Hrefna V. Guðmundsdóttir, Anna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN BJARNADÓTTIR, Grænumörk 5, áður Víðivöllum 5, Selfossi, lést laugardaginn 9. mars á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands, Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Bjarni Sveinsson, Júlíus Þór Sveinsson, Elín Gísladóttir, Elsa Jóna Sveinsdóttir, Guðmundur Kristján Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR lést miðvikudaginn 13. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Stefán Gunnlaugsson, Gunnlaugur Stefánsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ásgeir Gunnar Stefánsson, Sigrún Björg Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir. Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson, Hannes Jóhannsson, Beth Moore, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR TÓMAS MAGNÚSSON læknir, Strikinu 2, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 12. mars. Alfa Eyrún Ragnarsdóttir, Jón Tómas Guðmundsson, Linghao Yi, Magnús Ragnar Guðmundsson, Kristjana Kristinsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson, Jenný Brynjarsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Þórir Benediktsson, Eva Magnúsdóttir, Tinna Magnúsdóttir, Guðmundur Tómas Magnússon, Jón Baldvin Magnússon, Anna Laufey Halldórsdóttir, Tómas Ingi Halldórsson, Benedikt Þórisson, Bjartur Þórisson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.