Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  71. tölublað  101. árgangur  DANSAÐ AF MIKILLI GLEÐI Í VATNI FRÁ BRILLO- GLÖSUM TIL BRYNDREKA GÍTAR-STUBBUR SEM VARÐ RISI Í BLÚSHEIMI BÍLAR BLÚSHÁTÍÐ 46AQUA ZUMBA 10 Dagskráin breytist » Þingstörfum átti samkvæmt starfsáætlun að ljúka 15. mars. » Enn á eftir að ljúka umræðu um 41 þingmál hið minnsta. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég er vongóð um framhaldið,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á tólfta tímanum í gærkvöldi, skömmu eftir að hún sleit þingfundi. Hafðu hún þá frestað þingfundi sex sinnum í gær. Formenn flokkanna funduðu síð- degis í gær og síðan fóru stjórnarlið- ar yfir málin innbyrðis án þess að það tækist að semja um þinglok. Þingforseti boðaði til þingfundar klukkan 13.30 í dag og átti að nota tímann fram á nótt og fyrir hádegi til að finna leiðir til að ljúka þinginu. Töldu nokkrir þingmenn ekki úti- lokað að þingið starfaði fram yfir páskahelgina. „Við bíðum enn eftir því að heyra frá stjórnarflokkunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn vilja að einstök þingmál verði lögð til hliðar. Innan stjórnarflokkanna hefur hins vegar ekki náðst samkomulag um slíkt. »2 Þráteflið heldur áfram  Enn ósamið um þinglok  Stjórnarandstaðan krefst þess að mál verði sett á ís  Fylkingar innan stjórnarflokka eru andvígar málamiðlun í vissum þingmálum Malbik endar Enn má víða sjá var- úðarmerki um malarslitlag. Aðeins vantar tæpa 8 kílómetra upp að hægt sé að aka hringinn í kring- um landið á bundnu slitlagi. Þá þarf að fara um suðurfirði Austfjarða og Fáskrúðsfjarðargöng. Hringveg- urinn liggur hins vegar um Breið- dalsheiði sem er ómalbikuð og vant- ar tæpa 33 kílómetra upp á að hægt sé að aka hinn formlega hringveg á bundnu slitlagi. Hringvegurinn er talinn 1.332 km. Ekki er í samgönguáætlun gert ráð fyrir fjármagni til að leggja bundið slitlag á veginn í Berufjarðarbotni og yfir Breiðdalsheiði. Hlutfall mal- arkafla sem er 2,5% af hringnum mun því ekki breytast í ár. 7,72 kíló- metra kafli í Berufjarðarbotni er eini spottinn sem er lagður mal- arslitlagi ef fjarðaleiðin er farin en hún er lengri. Áformað er að laga veginn um Berufjarðarbotn á ár- unum 2015 til 2018. Stysta leiðin liggur um fjallveginn Öxi og þar vantar 29 kílómetra upp á að bundið slitlag nái endum saman. Áætlað er að leggja pening í þann veg á ár- unum 2019 til 2022. Ekki er tekinn með smákafli við Múlakvísl á Mýr- dalssandi sem fór í sundur í jök- ulflóðum á árinu 2011. Bundið slitlag á vegakerfinu í heild er orðið 5.307 kílómetrar. Að- eins bættust við 54 kílómetrar á síð- asta ári. Er það helmingur til þriðj- ungur af því slitlagi sem bæst hefur við síðustu ár og minnsta viðbót góð- vega frá 1979. Breytingin felst í því að engu stórverki lauk í fyrra. »4 33 km af hringvegi á möl  Aðeins lagðir 54 km af slitlagi í fyrra Það varð mikil gleði hjá börnunum á bænum Þverá í Reykjahverfi, þeim Heiðdísi, Árdísi og Kristjáni, þegar þau komu í fjárhúsin um helgina og sáu að ærin Bauga hafði borið tveimur fal- legum gimbrum. Óvanalegt er að lömb komi í heiminn svo snemma á vorin. Börnin gleðjast yfir snemmbornum lömbum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sauðburður hefst snemma á Þverá í Reykjahverfi Starfshópur sem fór yfir rannsókn á Guðmund- ar- og Geirfinnsmáli segir hafið yfir allan skyn- samlegan vafa að framburður allra þeirra, sem hlutu dóm í málinu hafi verið óáreiðanlegur eða falskur. Segir starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný. Starfshópurinn leggur til þrjár leiðir: Að rík- issaksóknari meti hvort tilefni sé til endurupp- töku, að hinir dæmdu fari fram á endurupptöku þeim að kostnaðarlausu eða að lagt verði fram frumvarp á Alþingi sem mæli fyrir um endur- upptöku málanna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í gær að rétt væri að bíða niðurstöðu rík- issaksóknara um hvort embættið hygðist gera eitthvað í ljósi skýrslunnar sem birt var í gær. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði við Morgunblaðið að málið væri komið inn á borð til hennar. Sagðist Sigríður mundu fara yfir skýrsluna ásamt tveimur öðrum sak- sóknurum og ætla að gefa sér tíma fram yfir páska. Gísli H. Guðjónsson, prófessor í réttarsál- fræði, aðstoðaði starfshópinn við störf sín. Sagði Gísli í gær að hann hefði aldrei komið að máli þar sem sakborningar hefðu verið í ein- angrun jafn lengi og í Guðmundar- og Geir- finnsmáli. Hann sagði við Morgunblaðið að með aðkomu þýska lögreglumannsins Karls Schütz að rannsókn málsins hefði komið regla á hlut- ina en Schütz hefði þó greinilega verið sann- færður frá upphafi um sekt sakborninga. Gísli segist efast um að nokkur dómstóll hefði dæmt fólkið ef Schütz hefði ekki komið að málum. MGuðmundar- og Geirfinnsmál »14-17 Ríkissaksóknari fer yfir málið  Guðmundar- og Geirfinnsmál í sviðsljósið á ný  Játningar óáreiðanlegar  Tilefni til endurupptöku Morgunblaðið/Rósa Braga Óáreiðanlegt Starfshópurinn kynnti niður- stöður sínar í gær og vill endurupptöku mála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.