Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ekkert miðaði í viðræðum stjórnar- flokkanna og stjórnarandstöðunnar um þinglok í gær. Þingfundur hófst klukkan 13.30 og stóð yfir í skamma stund. Umræðu um sjö þingmál lauk og atkvæðagreiðslu var frestað. Svo frestaði þingforseti þingfundi ítrek- að allt fram til ellefu í gærkvöldi til að forysta flokkanna gæti reynt til þrautar að semja um þinglok. Morgunblaðið ræddi við fjölda þingmanna og vörðust flestir fregna, af ótta við að ummælin gætu skaðað samningsstöðu þeirra flokka. Þrýst á nýju formennina Nýir formenn stjórnarflokkanna voru undir miklum þrýstingi af hálfu eigin þingmanna og varð það til að gera flókna stöðu erfiðari. Hjá Samfylkingu lögðu nokkrir þingmenn hart að Árna Páli Árna- syni, formanni flokksins, að gefa ekki eftir í stjórnarskrármálinu. Þarf Árni Páll jafnframt að sætta ólík sjónarmið flokksmanna sinna. Hluti þingflokksins styður frumvarp sem gerir kleift að breyta stjórnar- skránni á næsta kjörtímabili, án þess að rjúfa þing, en aðrir þingmenn flokksins vilja ganga lengra og jafn- vel samþykkja stjórnarskrárfrum- varp á grundvelli tillagna stjórnlaga- ráðs. Nokkrum þingmönnum flokksins er einnig mjög umhugað um að náttúruverndarlögin verði samþykkt og neita að styðja frum- vörp um uppbyggingu á Bakka nema það verði samþykkt. Lýsti einn þing- maður í stjórnarandstöðunni, sem komið hefur að samningaviðræðum um þinglok, stöðunni svo að þarna væru á ferð þingmenn sem hefðu engu að tapa. Þeir hefðu beðið lægri hlut í prófkjörum eða væru að óbreyttu á útleið af þingi. Hjá VG þrýsta þingmenn flokks- ins mjög á samþykkt náttúruvernd- ar- og vatnalaga, frumvörp sem hvorki sjálfstæðismenn né fram- sóknarmenn eru tilbúnir að styðja í óbreyttri mynd. Hafa fulltrúar VG í samningaviðræðunum lagt óveru- lega áherslu á stjórnarskrármálið, skv. öruggum heimildum Morgun- blaðsins. Þá eru frumvörpin um upp- byggingu á Bakka VG erfið. Vildu þingmenn í hvorugum stjórnarflokkanna gefa eftir mál í samningum við stjórnarandstöðuna. Þrjár tillögur enn í myndinni Fulltrúar stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar og Hreyfingar funduðu tvívegis í gær. Álfheiður Ingadóttir, þingflokksformaður VG, sat fundinn, ásamt formanni VG og varaformanni, og sagði hún enn stefnt að því að afgreiða þrjár breyt- ingartillögur um stjórnarskrána. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur lýsa sig reiðu- búna til að styðja tillögurnar. Formenn flokkanna funduðu tví- vegis og skiluðu þær viðræður litlu. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnar- flokkanna. Þá funduðu þingflokkar stjórnarflokkanna nokkrum sinnum og stóðu þau fundarhöld langt fram eftir kvöldi. Rembihnútur herðist frekar  Ekkert miðar í viðræðum stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu um þinglok  Nýir formenn stjórnarflokkanna þurfa að sætta ólík sjónarmið í eigin flokkum Morgunblaðið/Golli Á Alþingi Stungið saman nefjum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út í gær til þess að hjálpa til við að ráða niðurlögum mikils sinuelds sem geisaði við bæinn Gröf í Lundar- reykjadal í Borgarfirði. Á tímabili voru byggingar í mikilli hættu af eld- inum. „Gamli bærinn var í hættu og það var bara slembilukka að hann fór ekki. Einnig var kominn eldur í tómt hesthús og tókst okkur að drepa í því,“ sagði Bjarni Kristinn Þorsteins- son, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði Borgarbyggðar í gærkvöldi. Alls tók á þriðja tug slökkviliðsmanna þátt í slökkvistarfinu og voru þrír dælubíl- ar sendir á vettvang. Bóndi á bænum hafði fengið leyfi til að kveikja í sinu en eldurinn fór hins vegar úr böndunum og lagði þykkan reykjarmökk yfir nærliggj- andi svæði af honum. Aðeins mínútu að hella vatninu Aðstoð þyrlu Gæslunnar kom sér vel en hún var útbúin með svo- nefndri slökkviskjólu. Með henni getur þyrlan sótt allt að þúsund lítra af vatni og dembt yfir eld. Sótti hún vatnið í Grímsá og tók það að- eins eina mínútu að sækja vatn í skjóluna, fljúga aftur að sinubrun- anum og hella vatninu yfir eldhafið. „Þetta er að klárast enda fór þetta að ganga mjög vel eftir að þyrlan kom. Það munar svo miklu að geta varpað vatni af himnum of- an,“ sagði Bjarni Kristinn. Auk þyrlunnar lögðu bændur á stórri dráttarvél með haugsugu slökkviliðsmönnum lið í glímunni við eldinn. Munaði um minna enda var um 10.000 lítra haugsugu að ræða. Byggingar voru í hættu þegar sinueldur fór úr böndunum Ljósmynd/Pétur Davíðsson Sviðin jörð Mikinn reyk lagði af sinueldinum yfir nærliggjandi svæði síðdegis í gær en mjög þurrt hefur verið á landinu undafarið. Á þriðja tug slökkviliðs- manna á þremur dælubílum frá slökkviliðinu í Borgarbyggð tók þátt í að ráða niðurlögum eldsins. Leyfi hafði verið veitt til að kveikja í sinunni.  Slökkviliðsmenn fengu aðstoð frá þyrlu Gæslunnar og bændum í nágrenninu Slökkvibúnaður Þyrla Landhelgisgæslunnar kom útbúin slökkviskjólu en hún getur tekið allt að þúsund lítra af vatni. Vatnið var sótt í Grímsá. Réttarmeina- fræðingur lög- reglunnar í Pasco-sýslu í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að allt bendi til að um slys hafi verið að ræða þegar tveir íslenskir fallhlíf- arstökkvarar lét- ust á laugardag. Þeir Örvar Arn- arson og Andri Már Þórðarson létust þegar þeir lentu á jörðinni. Greint var frá niðurstöðunni á fréttavefnum Tampa Bay Online í gærkvöldi. Rannsókn málsins er þó ekki lokið en á meðal þeirra gagna sem skoðuð verða er myndbandsupptaka af slys- inu úr myndavél sem Örvar var með á hjálmi sínum í stökkinu. Ekki stendur til að birta upptökuna op- inberlega fyrr en rannsókninni lýk- ur að sögn lögreglu. Flugmálastofnun Bandaríkjanna mun einnig fara yfir búnaðinn sem notaður var hjá Skydive City, fyr- irtækinu sem Íslendingarnir fóru í fallhlífarstökkið með, til að ganga úr skugga um að hann hafi verið í lagi og í samræmi við öryggisreglur. Samkvæmt bandarískum lögum ber fallhlífastökkvurum að fara yfir eig- in búnað fyrir stökk. Rannsókn stendur enn yfir  Létust þegar þeir lentu á jörðinni Höfuðstöðvar Skydive City, Karlmaður á fimmtugsaldri lést þeg- ar jeppabifreið hans og dráttarvél skullu saman á Skeiðavegi til móts við Brautarholt í hádeginu í gær. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi eru tildrög slyssins óljós og málið í rannsókn. Maðurinn var einn í bifreiðinni þegar slysið átti sér stað. Ökumaður dráttarvélarinnar slapp ómeiddur að sögn lögreglu. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys á Skeiðavegi Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í Norðaustur- kjördæmi, lögðu fram dagskrár- breytingartillögu í gær. Fól hún í sér að tvö frumvörp um Bakka skyldu tekin fyrir við upphaf næsta þingfundar. Samkvæmt þingsköpum verður þingforseti að bera til- löguna upp áður en hann slítur þingfundi. Þingforseti sleit þingfundi klukkan ellefu í gærkvöldi og var atkvæðagreiðslunni um til- löguna frestað, enda voru ekki nógu margir þingmenn í þing- salnum. Næsti þingfundur er boðaður klukkan 13.30 í dag. Tillaga um Bakka BREYTINGARTILLAGA Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.