Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Birni Bjarnasyni þykir „for-vitnilegt að verða vitni að því hvernig fréttastofa ríkisútvarpsins gerir sem minnst úr vandræðagang- inum á alþingi þegar forseti þingsins hefur tvisvar sinnum gripið til þess óvenjulega ráðs að boða ekki þing- fundi af því að ekki er unnt að fjalla um mál vegna óstands á stjórnarheimilinu.    Menn ættu aðímynda sér hvernig látið væri á fréttastofunni ef ástæðan fyrir því að ekki þætti fært að halda fundi væri að Sjálfstæðisflokk- urinn væri til vand- ræða á þingi. Þá yrði ekki opnað fyrir fréttir án þess að glymdi í eyrum manna hvílíkt hneyksli væri á ferð og það meira að segja eftir að starfsáætlun þingsins mælti fyrir um þinglok.    Nú eru ekki-þingfréttir faldarinni í fréttatímanum og ekkert gert með þótt ekki aðeins sé kreppa á stjórnarheimilinu heldur einnig þingkreppa ef nota má það orð til að lýsa þeirri staðreynd að alþingi er óstarfhæft vegna sundurlyndis inn- an stjórnarflokkanna.“    Þá víkur Björn að fréttum um aðþingforsetinn „sé að seilast til nýrra valda“ með því að boða ekki þingfundi: „Vissulega er það rétt. Ástæðan fyrir að hún kemst upp með það er að forsætisráðherrann er aðeins að nafninu til – Jóhanna hefur engin völd lengur af því að enginn fer að hennar ráðum. Jó- hanna er hins vegar í gamalkunnu hlutverki: að spilla fyrir öðrum. Eina úrræði Ástu Ragnheiðar er að boða ekki fundi.    Staðreynd er að valda- og áhrifa-leysi forsætisráðherra gerir þingið óstarfhæft.“ Björn Bjarnason Óstarfhæft þing STAKSTEINAR Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Veður víða um heim 25.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Akureyri 2 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 2 heiðskírt Dublin 2 skýjað Glasgow 2 skýjað London 1 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 1 léttskýjað Berlín 1 heiðskírt Vín -2 snjókoma Moskva -7 snjóél Algarve 16 léttskýjað Madríd 11 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -6 snjókoma Montreal 3 skýjað New York 3 alskýjað Chicago 1 alskýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:06 20:02 ÍSAFJÖRÐUR 7:09 20:09 SIGLUFJÖRÐUR 6:51 19:52 DJÚPIVOGUR 6:35 19:32 Gjafir sem gefa nýja sýn Sony, Samsung og Lenovo spjaldtölvur Verð frá: 49.990 kr. Borgartúni 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is Úrkoma í Reykjavík það sem af er mars er um 45% af úrkomu í meðal- ári. Það þarf þó ekki að leita langt aftur til að finna sambærilegt þurrkaveður. Árið 2005 var úrkom- an einnig minni en helmingur af meðaltalinu og veðrið var svipað á árunum 2001 og 2005, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Spurður hvort veturinn hafi verið óvenju snjóléttur á höfuðborgar- svæðinu segir Trausti að á tíma- bilinu frá október og það sem af er mars hafi verið samtals 22 alhvítir dagar á svæðinu. Langt undir meðaltalinu Það sé langt undir meðaltali ár- anna 1971 til 2000 þegar 61 dagur var að jafnaði alhvítur ár hvert á höfuðborgarsvæðinu. Norðanmenn hafa séð meira af snjó en íbúar höfuðborgarsvæðisins í vetur. Þannig hafa verið 120 alhvít- ir dagar á Akureyri frá því í nóv- ember og er það 20 dögum meira en meðaltalið á árunum 1971 til 2000. Um fimmtungur af meðalári Spurður hvort þurrt hafi verið í veðri víðar en á höfuðborgarsvæðinu segir Trausti að á Kirkjubæjar- klaustri hafi úrkoman aðeins verið um 20% af því sem jafnan er í meðal- ári. Þá sé úrkoman á Dalatanga um fjórðungur af meðaltalinu. Á Höfn sé úrkoman nærri meðallagi. Úrkoman í mars helmingur af meðallagi Morgunblaðið/ÞÖK Reykjavík Þurrt hefur verið í veðri í höfuðborginni síðustu daga.  Þurrviðrasamt í Reykjavík í mars Fjelagið hf. hefur keypt Gamla bíó af Íslensku óperunni, en húsið var notað undir starfsemi óperunnar í 30 ár þar til 2011 þegar hún flutti í Hörpu. Fjelagið hf. er í eigu Stein- dórs Sigurgeirssonar, eins eiganda Storms Seafood, en hann keypti fyrr á árinu húsnæðið að Vesturgötu 2. Í samtali við Stefán Baldursson óperustjóra segir hann að fyrst eftir að óperan hafi flutt hafi verið ákveð- ið að leigja húsnæðið út til eins árs. Eftir það hafi það verið leigt í ein- stök verkefni, en það hafi verið ljóst að ekki væri vilji til að reka húsnæði aukalega við venjulega starfsemi óp- erunnar. Hann segir að húsnæðið sé að miklu leyti friðað, en framhluti, anddyri, salurinn og miðasala er allt friðað. Nýr eigandi ætlar að sögn Stefáns fyrst um sinn að halda svip- uðum rekstri og verið hefur í húsinu, en að seinna meir sé stefnan á að bæta við veitingaaðstöðu. Að sögn Stefáns fékkst „mjög ásættanlegt verð“ fyrir eignina. Óperan hafi verið nokkuð skuldsett þegar hann tók við fyrir 5 árum þannig að þetta komi að góðu, en framlög til Óperunnar voru skorin niður um 25% árið 2009 og segir Stefán að á raunvirði sé það í dag um 50% niðurskurður. Fjelagið kaupir Gamla bíó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.