Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 10

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis.asgeirsdottir@gmail.com Að dansa í vatni við dill-andi tónlist frá Suður-Ameríku er ein leið tilað brenna hitaeiningum og skemmta sér í leiðinni. Aqua zumba er komið til landsins og geta Íslendingar nú hætt að svitna í líkamsræktinni og skellt sér í laugina til Helgu Ólafsdóttur zumbakennara, en hún er með námskeið í sundlaug Hrafnistu, DAS, í Kópavogi. Gleymdi tónlistinni heima Helga segir að aqua zumba hafi þróast úr zumba, sem er upp- runið frá Kólumbíu. Alberto Pe- rez, kallaður Beto, er upphafs- maður zumba í heiminum. „Hann var að kenna eróbikk en gleymdi sinni venjulegu tónlist heima. Hann var með kassettu með suð- uramerískri tónlist á sér, skellti henni í tækið og fór að spinna á staðnum og lét tónlistina ráða för,“ segir Helga, en þetta var á tíunda áratug síðustu aldar. Beto flutti svo seinna til Miami og þar fóru hlutirnir að vinda upp á sig. Fyrr en varði var zumba orðið vinsælt og stunda nú fjórtán millj- ónir manna þessa líkamsrækt víða um heim. Að hreyfa sig í vatni er að mörgu leyti auðveldara en er samt ágætis leið til að halda sér í formi. „Það er mótstaða í vatninu og gaman að dansa og þetta er mjög fjölbreytt, en aðaláherslan er að hafa gaman og hreyfa sig,“ segir Helga og bætir við: „Þetta tekur öðruvísi á, maður nær púls- inum ekki alveg eins upp, en þetta tekur samt á.“ Dansað frá morgni til kvölds á Flórída Helga, sem starfar sem iðju- þjálfi í Hlutverkasetri í Borg- artúni, segir að hún hafi fyrst séð aqua zumba á myndbandi á you- tube. Henni leist svo vel á að hún skellti sér til Flórída til að næla sér í kennararéttindi í zumba, og fór svo í annað skipti og lærði aqua zumba. „Ég fór á zumba- ráðstefnu með 8.000 manns og þar var mikið stuð! Það var dansað frá morgni til kvölds!“ Auðvelt að dansa í vatni Um þessar mundir eru að jafnaði í kringum fimmtán manns sem mæta til Helgu og er fólkið á öllum aldri en konur eru þó í meirihluta. Helga segir að aqua zumba henti öllum, bæði þeim sem eru heilbrigðir en líka fólki sem á erfitt með að stunda venjulega lík- amsrækt vegna einhverra kvilla. „Það er ein kona hjá mér sem þjá- ist af slæmri vefjagigt og hún gat Dansað af mikilli gleði í vatni Gleðin er höfð að leiðarljósi þegar aqua zumba er stundað. Helga Ólafsdóttir er ein þeirra sem kenna þessa gleðilegu íþrótt hér á landi og hún segir þetta vera fyr- ir alla, konur og karla á öllum aldri. Einnig henti vatnadansinn einkar vel fyrir þá sem hafa orðið fyrir meiðslum eða eru með verki, því minna álag sé á liðina. Stuð Helga heldur ekki aftur af sér þar sem hún leiðir hópinn í lauginni. Sæl Kremena Demireva kann mjög vel við sig í zumba í vatninu. Fjallgöngugarpurinn Leifur Örn Svavarsson stefnir að því að klífa norðurhlið Everest í apríl og verða fyrsti Íslendingurinn til að gera slíkt. Leifur verður með fyrirlestur í verslun 66°NORÐUR í Faxafeni 12 í kvöld kl. 20 þar sem hann mun kynna Everest-leiðangurinn. Leifur mun fara yfir undirbúninginn og þær áskoranir sem framundan eru í leiðangrinum. Hann mun sýna þann útbúnað sem þarf í leiðangur sem þennan og hvernig hann hefur und- irbúið sig líkamlega og andlega. 66°NORÐUR styrkir Leif með fatn- aði í ferðina og hefur m.a. sér- framleitt fatnað fyrir þessar krefj- andi aðstæður. Á kynningunni í kvöld verður 25% afsláttur fyrir gesti af völdum 66°NORÐUR vörum sem Leifur mun notast við. Vefsíðan www.66north.is Garpur Leifur er vanur fjallagarpur og hefur farið á margan fjallstindinn. Leifur kynnir Everest-leiðangur Hestaíþróttin sækir stöðugt í sig veðrið og nú þegar vorið er á næsta leiti eru hrossin að komast í gott form og þá byrja hestamannafélögin að spóka sig. Á morgun, miðvikudag, verður haldið Sameiginlegt töltmót hestamannafélaga uppsveitanna, Smára, Loga og Trausta í Reiðhöllinni á Flúðum. Tölt er jú sú gangtegund sem fólk kann einna best við að horfa á, enda mikil fegurð og reisn sem fylgir töltandi gæðingi, sérstaklega þegar hestar búa yfir mikilli yfirferð. Keppt verður í eftirfarandi flokk- um:  Barnaflokkur (10-13 ára)  Unglingaflokkur (14-17 ára)  Ungmennaflokkur (18-21 árs)  2. flokkur fullorðnir  1. flokkur fullorðnir Nánari dagskrá og fyrirkomulag á heimasíðum félaganna þriggja. Flúðir á morgun, miðvikudag Sameiginlegt töltmót félaganna Smára, Loga og Trausta Morgunblaðið/Eyþór Tölt Jóhann Skúlason sýnir Garra fyrir hönd Íslands á HM 2007. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mitsubishi Pajero Instyle 35" Árgerð 2007, 170 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, 7 manna, ekinn 162 þús. km. Fjarlægðarskynjarar, hiti í sætum, hraðastillir, leiðsögukerfi, rafdrifin sæti, 35” breyttur, þakbogar, læstur framan og aftan, tvær loftdælur, kastarar, spoiler, tölvukubbur, prófíltengi framan og aftan, gluggavindhlífar, húddhlíf o.fl. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 7 8 4 Gæða- bíll ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18og laugardaga kl. 12-16 Tilboðsverð 4.490.000 kr. Verð 4.990.000 kr. *M.v. 65% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 48 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,55%. Afborgun 41.440 kr. á mánuði í 48 mánuði.*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.