Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Ásdís Fettur og brettur Allar hreyfingar eru auðveldari í vatni en á þurru landi og því hentar aqua zumba mörgum vel. ekki dansað. En í vatninu getur hún það og nýtur þess mjög vel.“ Hlakkar til að mæta Einn nemandi hennar er Kre- mena Demireva sem er frá Búlg- aríu en hefur búið hér á landi í 20 ár. Hún hefur dansað zumba hjá Helgu í rúmt ár og er nú í aqua zumba. „Ég er að æfa dans og hef mikinn áhuga á dönsum, en þetta er miklu meira en það, þetta er bara gleði! Það eru ekki gerðar kröfur um hreyfingarnar heldur að hafa gaman af,“ segir Kre- mena. Suðræna tónlistin heillar hana einnig. Hún segir að aqua zumba henti öllum því þar er ekki nauðsynlegt að vera grannur og flottur. „Ég kalla þetta „mann- legt“ zumba, því öllum líður svo vel hjá Helgu,“ segir hún. Eins telur Kremena aqua zumba henta vel fyrir fólki í yfirþyngd eða fólk sem er með einhver meiðsli, því það er minna álag á liði í vatninu. Sjálf er hún meidd og getur ekki stundað venjulega líkamsrækt. „Mér líður eftir tímann eins og ég hafi verið að lyfta lóðum og sé mikinn mun á efri hluta lík- amans,“ segir Kremena. „Þetta er bara magnað, ég hlakka alltaf til að mæta!“ Aqua zumba Er líka stundað utandyra þar sem sólin skín og þá er oft stuð. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Nú þegar veðrið leikur við landsmenn dag eftir dag er ekki úr vegi að hvetja fólk til að nýta hverja stund sem gefst til útiveru. Við vitum jú aldrei hvenær kuldinn fer að blása um okk- ur aftur, það gæti komið ramm- íslenskt páskahret eða eitthvað það- an af verra. Útivist eftir langan vetur er kærkomin, gleður sálina meira en flest annað og ef fólk reynir aðeins á sig í leiðinni er sælan enn meiri. Því er um að gera að fara í góða göngu- túra, hjóla út um allar trissur, stökkva upp á fjöll, há eða lág, synda í öllum þessum sundlaugum sem eru út um allt land, renna sér á skíðum þar sem snjórinn er, fara hring á golf- vellinum, viðra hundinn meira og lengur en venjulega, synda í bless- uðum sjónum, það er sko ekki ama- legt í þessari veðurblíðu. Bara alls ekki láta þessa daga fram hjá ykkur fara. Innivera kæfir okkur. Góða skemmtun! Endilega… Morgunblaðið/Ómar Veðurblíða Gott veður er gulli betra. …njótið góða veðursins k fi aspas B hruc etta ð krydduðum rjómaosti og pme með valhnetu-vinaigrette og klettasalati laGrafið Villibráðar-paté apmeð p mauki rótmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og pipar su með hráskinku, balsam ræog grill uðu Miðjarðarhafsg salat ferskum heBruc nd jótá sp gS i l u n hrogn ne ett ucá br Hörpuskeljar pjó,3 smáar á s Frönsk súkkulaðikakam/rjómaog ferskumberjumVa Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum úkKj með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti uRisahörp Túnfiskur í sesamhjúp eríá spjóti m/soja-engif Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Sími 511 8090 • www.yndisauki.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.