Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 12

Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 12
Atvinnuleysi lögfræðinga Fjöldi skráðra í lok hvers mánaðar Janúar 2007 Febrúar 2013 70 60 50 40 30 20 10 0 9 65 Ág. 2009 (53) Maí 2012 (48) Jan. 2012 (65) Des. 2007 (2) Sept. 2008 (5) Heimild: Vinnumálastofnun Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Guðmundur Sigurðsson, forseti laga- deildar Háskólans í Reykjavík, segist gera sér grein fyrir því að fullkomlega málefnaleg umræða geti skapast milli háskólasamfélagsins og annarra stofn- ana hins opinbera um fjölda nemenda í einstökum greinum í háskólum lands- ins. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um vaxandi atvinnuleysi meðal lög- fræðinga á sama tíma og útskrifuðum lögfræðingum hefur fjölgað töluvert. Þá kom fram að undanfarin tvö ár hafa að jafnaði verið um 60 lögfræðingar á atvinnuleysisskrá í hverjum mánuði. Guðmundur segir ósköp eðlilegt að umræða skapist um fjölda nemenda í einstökum greinum. „Það hvarflar ekki að mér að við (lagadeild HR) séum hafin yfir þá umræðu,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á málin séu rædd með hófstilltum og málefna- legum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá há- skólunum má reikna með að í vor muni HÍ, HR og HA samtals hafa útskrifað yfir 850 lögfræðinga frá 2007. Ekki hafa fengist samsvarandi upplýsingar frá Háskólanum á Bifröst. Þekkingin nýtist víða „Ég hef sagt við nemendur mína sem eru að velta þessu fyrir sér að áratugum saman hefur verið talað um það meðal lögfræðinga að það sé ekki á vísan að róa varðandi vinnu. Ég hef sagt að reynsla okkar sé sú að nem- endum hefur gengið ágætlega að fá vinnu,“ segir Guðmundur. Hann segir að nemendur við lagadeild HR séu hvattir til að líta á námið á breiðum grundvelli, þekking lögfræðinga nýtist mun víðar en aðeins í lögmanns- störfum. Aðalheiður Jóhannsdóttir, starf- andi deildarforseti lagadeildar Há- skóla Íslands, segir það vissulega áhyggjuefni fyrir nýútskrifaða lög- fræðinga ef tölur um atvinnuleysi meðal lögfræðinga eru réttar. „Við höfum ekki ályktað sérstaklega um þetta, hvorki lagadeild HÍ eða aðrar stofnanir skólans að mér vitandi,“ segir Aðalheiður en bætir við að starfsmönnum innan lagadeildar- innar sé að einverju leyti kunnugt um þessa þróun þó að hún hafi ekki verið rædd formlega. Til stendur að hefja inntökupróf í laganám við Háskóla Íslands árið 2014, m.a. til að bregðast við miklu brottfalli nema úr deildinni. Að- alheiður gerir ráð fyrir að afleiðing þessara breytinga verði sú að í fram- tíðinni muni færri lögfræðingar út- skrifast frá lagadeild HÍ. Áhrifin verði þó einhvern tíma að koma fram. Eðlilegt að ræða fjölda nemenda  Forseti lagadeildar HR leggur áherslu á málefnalega umræðu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Flest af fjölmennari sveitarfélögum landsins hafa auglýst eftir umsókn- um um sumarstörf fyrir ungt fólk. Mörg þeirra sjá fram á að geta út- vegað öllum ungmennum störf a.m.k. hluta úr sumri en önnur búa ekki svo vel. Í Kópavogi er reiknað með að alls 1.500 ungmenni fái sumarvinnu á vegum bæjarins, þar af allir ungling- ar á aldrinum 14-17 ára, alls um 900 talsins. Þá verða um 550 sumarstörf í boði fyrir ungt fólk 18 ára og eldra, s.s. verkamanna-, flokksstjóra- og leiðbeinendastörf. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ verður vinnuskóli bæjarins starfræktur í júní og júlí fyrir nem- endur í 8.-10. bekk. Þar hefur fyr- irkomulagið undanfarin ár verið með þeim hætti að nemendur sem hafa lokið 8. bekk fá vinnu í fimm til sex vikur í 3,5 klukkustundir á dag en nemendur í 9. og 10 bekk hafa unnið 5,5 klukkustundir á dag í sjö vikur. Þá munu öll ungmenni fædd 1996 eða fyrr fá boð um sumarstarf, að því gefnu að þau sæki um á réttum tíma, þ.e. fyrir 1. apríl. Á Seltjarnarnesi verður vinnu- skólinn starfræktur í sjö vikur, frá 10. júní til 25. júlí, fyrir unglinga fædda 1996-1999. Sumarstörf verða einnig í boði fyrir framhalds- og há- skólanema og samkvæmt upplýs- ingum frá Seltjarnarnesbæ er miðað að því að öll ungmenni fái vinnu sem vilja. Í Árborg mun sumarvinna 10. bekkinga spanna átta vikur og 8. og 9. bekkinga sjö vikur. Gunnar Ey- steinn Sigurbjörnsson hjá vinnu- skóla Árborgar segir að þá verði nokkuð af störfum í boði fyrir ung- menni eldri en 18 ára en í skoðun sé að ráðast í sérstakt átaksverkefni fyrir þau sem verða 17 og 18 ára á árinu. Svipaða sögu er að segja um Reykjanesbæ. Þar á eftir að ákveða hvort efnt verði til atvinnuátaks fyr- ir ungt fólk líkt og síðastliðin sumur en í fyrra tókst að útvega öllum sem vildu sumarvinnu í þær fjórar vikur sem átakið stóð yfir. Það liggur hins vegar þegar fyrir að 25 unglingar á aldrinum 17-18 ára verða ráðnir í svokallaðan garðyrkjuhóp og að 25- 28 flokksstjórar verði ráðnir úr hópi 19 ára og eldri. Morgunblaðið/Ernir Sól og sumar Mörg sveitarfélaganna viðhafa strangar reglur um að umsóknir berist á réttum tíma. Víða búið að opna fyrir umsóknir um sumarvinnu  Mörg en ekki öll sveitarfélög tryggja unga fólkinu störf Sumarstörf » Hjá Hafnarfjarðarbæ eru ýmis sumarstörf í boði fyrir ungmenni á aldrinum 17-21 en samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu verður ekki hægt að tryggja að allt ungt fólk 18 ára og eldra fái vinnu. » Í Mosfellsbæ geta 18 ára og eldri sótt um hefðbundin sum- arstörf og 17-20 ára um sér- stök sumarátaksstörf. Þeir sem fá ekki starf í fyrstu um- ferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi. Laganemi úr Háskóla Íslands sem hyggur á útskrift í vor segir nokkur dæmi þess að einstaklingar sem út- skrifuðust sem lögfræðingar síð- asta vor séu enn atvinnulausir. „Fyrir örfáum árum voru nær allir komnir með vinnu fyrir útskrift en það er ekki raunin lengur,“ segir neminn sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann segir algengt að slita- stjórn og skilanefndir gömlu bank- anna hafi ráðið unga lögfræðinga til starfa. Nú séu slitastjórnir og skilanefndir að losa sig við fólk og því séu að koma inn á markaðinn ungir lögfræðingar með reynslu, sem fari á undan þeim nýútskrifuðu í röðina eftir vinnu. Hann segir tölu- verða umræðu vera um ástandið meðal laganema, hinsvegar hafi þeir ekki teljandi áhyggjur, reynslan sýni að þeir fái atvinnu fyrr en seinna. „En þetta eru bara við- brigði, miðað við hvernig þetta var áður, þegar fólk gekk beint inn í störf eftir útskrift.“ Viðbrigði frá því sem áður var UMRÆÐA MEÐAL LAGANEMA UM ÁSTANDIÐ Ultimate Greens: Spirulina pakkað af næringaefnum sem gefa mikla orku. Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan. Chlorella hreinsar líkamann af auka– og eiturefnum, þungmálmum og geislunum. Bætir líkamslykt. Gott við streitu. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fáðu heilsuna ogorkuna upp! Kraftmesta ofurfæði jarðar Fæst í Apótekum, Hagkaup, Nettó og Víði Aðalfundur Samtaka fjárfesta verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, (Katla II), þriðjudaginn 2. apríl 2013 kl.17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.