Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag en önnur ferð dagsins verður færð aftur vegna dýpis og sjávar- stöðu. Þannig verður önnur ferð dagsins frá Vestmannaeyjum farin klukkan 14.30 í stað 11.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16.00 í stað 13.00. Þriðja ferðin verður hins vegar samkvæmt áætlun klukkan 17.30 frá Eyjum og 19.00 frá landi. Far- þegum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum um ferðir ferjunnar. Seinka ann- arri ferð Morgunblaðið/Ómar Ferja Herjólfur siglir til Land- eyjahafnar á nýjan leik í dag. „Það er misskilningur að Íbúðalána- sjóður liggi á leiguhæfum eignum og komi þeim ekki á leigumarkað,“ seg- ir í yfirlýsingu frá sjóðnum varðandi íbúðir í eigu hans á Selfossi sem standa tómar. Bæjarráð Árborgar sagði í bókun 21. mars að fregnir hefðu verið af því í júlí í fyrra að selja ætti umræddar íbúðir. Svo segir: „Bæjarráð undrast seinagang enda er skortur á leigu- húsnæði í sveitarfélaginu.“ „Allar leiguhæfar íbúðir í um- ræddum blokkum eru nú þegar í út- leigu. Langflestar eignir sem sjóð- urinn tekur yfir þarfnast lagfæringa og margar verulegra endurbóta. Þótt hægt sé að selja fasteignir á misjöfnu byggingarstigi eða í lélegu ástandi er ekki forsvaranlegt að bjóða slíkar íbúðir til leigu,“ segir einnig í yfirlýsingu Íbúðalánasjóðs og að ástand íbúða hafi verið slæmt. „Brunaþéttingar með lögnum stand- ast ekki byggingarreglugerð, gólf- efni eru ónothæf í leiguíbúðir og þarf að skipta um þau og margar íbúðir eru án þröskulda,“ segir þar. Þá kemur fram að unnið sé að endur- gerð átta íbúða í umræddum blokk- um. Auk þess verði fjórar nýupp- gerðar íbúðir boðnar til leigu í þessari viku. Íbúðalánasjóðir vísar síðan á sveitarfélagið varðandi skort á félagslegu húsnæði sem sé alfarið á ábyrgð þess. ipg@mbl.is Segja allt leiguhæft í notkun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiguíbúðir Um er að ræða fjórar íbúðablokkir á Selfossi sem tómlegt er í.  Bæjarráð undrast seinagang  Íbúðalánasjóður segir sumar íbúðir í slæmu ástandi  Fjórar leigðar út fyrir helgi „Ég mun ræða við innanríkis- ráðherra í vik- unni um leyfi frá störfum í apríl- mánuði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, aðspurður hvort hann muni gegna starfinu á meðan hann er í framboði fyrir Dögun. Er Gísli í efsta sætinu í Norðausturkjördæmi, en gengið var frá fimm listum fram- boðsins um helgina. Gísli segir það vonandi skýrast eftir páska hvernig leyfinu verður háttað og þá hvort einhver hlaupi í skarðið á meðan. Gísli hefur tvisvar áður fengið staðgengil vegna lengri fjarveru, í annað skiptið á meðan hann var í stjórnlagaráði. Nái Gísli kjöri fyrir Dögun í þing- kosningunum 27. apríl segist hann reikna með því að láta af störfum sem talsmaður neytenda. bjb@mbl.is Ræðir við ráð- herra um leyfi frá störfum Gísli Tryggvason islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðumgóðar framtíðarhorfur E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 9 7 1 *Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Framtíðarreikningur ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.* Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning Björgunarsveitar- og sjúkraflutn- ingamenn frá höfuðborgarsvæðinu komu í gær göngumanni til bjargar á Esjunni og komu honum undir læknishendur. Hann hafði slasast á fæti og treysti hann sér ekki til að komast niður af fjallinu af sjálfs- dáðum. Samkvæmt upplýsingum mbl.is missteig maðurinn sig við Þverfells- horn og er talið að hann hafi tognað illa. Alls tóku um tuttugu björg- unarmenn þátt í aðgerðinni á fjallinu síðdegis í gær. Sóttu mann á Esjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.