Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 26.03.2013, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Guðmundar- og Geirfinnsmál „Ég er glöð með þessa niðurstöðu og hef von um framhaldið en eftir allt sem á undan er gengið hef ég lítið traust. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að klára þetta,“ sagði Erla Bolladóttir, ein sakborn- inga í Guðmundar- og Geirfinns- máli, eftir að niðurstöður starfs- hópsins voru kynntar í gær. „Þetta er sigur fyrir okkur öll – ekki bara mig eða okkur [sakborn- inga] í þessu máli,“ sagði Erla. Spurð að því hvort hún hygðist sjálf fara fram á endurupptöku, líkt og starfshópurinn leggur til sem eina af þremur leiðum, sagðist hún ekki hafa skoðað það þar sem hún hefði fyrst verið að heyra af þessari niðurstöðu og ekki gefist ráðrúm til þess. Hún vonast til að ríkissak- sóknari hlutist til um að málið verði tekið upp. Í skýrslunni segir meðal annars um Erlu: „Þegar hún hafði játað að- ild að Geirfinnsmálinu var hún orð- in þreytt, algjörlega hjálparlaus og föst í lygavef og það, ásamt sam- spili sálrænna þátta, sem gerðu hana viðkvæma fyrir yfirheyrslum, og aðstæðum við yfirheyrslurnar í Síðumúlafangelsinu, leiddi til þess að hún fór að þóknast rannsakend- unum og sagði þeim sögu sem hún taldi að þeir vildu heyra og var lík- leg til að taka þrýstinginn af henni.“ ipg@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Sigur Erla segir niðurstöður starfshópsins sigur. Hún var viðstödd blaða- mannafundinn í ráðuneytinu í gær til að heyra helstu niðurstöður hópsins. Vonar að saksóknari hlut- ist til um endurupptöku SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Hvað sem verður þá er þessi nið- urstaða mjög mikilvæg fyrir þá ein- staklinga sem hlut eiga að máli og það er gleðilegt,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir að starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafði kynnt niður- stöður skýrslu sinnar á fjölmennum blaðamannafundi í innanríkis- ráðuneytinu í gær. „Það verður að segjast alveg eins og er að frágangur á gögnum í Guð- mundar- og Geirfinnsmáli er ekki góður. Við fengum öll gögn svo til óflokkuð. Það er ekki til skjalaskrá yfir gögn í Guðmundar- og Geir- finnsmáli,“ segir Arndís Soffía Sig- urðardóttir, formaður starfshópsins. Hún segir starfshópinn hafa fengið tvær sendingar af nýjum gögnum frá Þjóðskjalasafni. Megnið af þeim hafi þau haft áður undir höndum en einhver ný hafi bæst við. Þau hafi þó ekki varpað nýju ljósi á málið. Vilja endurupptöku málanna Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að játningar sexmenn- inganna sem tengdust málinu væru allar óáreiðanlegar eða falskar og í ljósi þess telur starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný. Starfshópurinn leggur til þrjár leiðir í málinu. Í fyrsta lagi að rík- issaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds. Í öðru lagi að dómfelldu í málinu leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með op- inberu fé. Í þriðja lagi að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Í skýrslunni, sem er tæpar 500 blaðsíður að lengd, er rætt um þátt Karl Schütz – þýsks rannsóknarlög- reglumanns sem fenginn var til rannsóknarinnar. Þar segir: „Greinilegt er að […] Karl Schütz leit á sakborningana sem seka og sitt hlutverk að samræma framburð þeirra, en eftir margar, langar og strangar yfirheyrslur og sampróf- anir var stöðugt ósamræmi á milli framburða sakborninganna. Einnig er greinilegt að Schütz leit á ósam- ræmið sem tilraunir sakborning- anna til að flækja málin og tók ekki mark á þeim þegar þau drógu fram- burð sinn til baka.“ Vill bíða með lagafrumvarp „Mér finnst rétt að við bíðum eft- ir niðurstöðu varðandi fyrri tillög- urnar tvær, annars vegar að við fáum niðurstöður ríkissaksóknara um hvort embættið hyggist gera eitthvað í ljósi þessarar skýrslu sem nú liggur fyrir. Í öðru lagi þá er það einstaklinganna sem hlut eiga að máli að meta hvort þeir vilja endur- meta málið og þá hugsanlega leita eftir fjárstuðningi til þess. Þetta er í þeirra höndum. Þriðja leiðin kæmi þá til þrautavara ef hinar kæmu ekki til framkvæmda,“ sagði Ög- mundur spurður að því hvort hann hygðist leggja fram lagafrumvarp um endurupptöku málanna. Í skýrslunni segir meðal annars um sakborningana: „Þegar litið er á hvernig staðið var að gæslu- varðhaldi sakborninganna í þessum tveimur málum er greinilegt að það hefur verið mjög erfitt fyrir þau að draga framburð sinn til baka við yf- irheyrslur hjá lögreglu eða fyrir dómi og þegar þau drógu til baka var hvorki tekið mark á þeim hjá rannsakendum né fyrir dómi.“ Auk blaðamanna voru á fundinum í gær Erla Bolladóttir, ein hinna dæmdu, auk barna Sævars Marinós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifs- sonar, sem báðir hlutu dóma vegna málanna, Sævar í báðum málum en Tryggvi Rúnar í Guðmundarmáli. Þeir eru báðir fallnir frá. Ríkissaksóknari skoðar málin „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu stigi. Þarf að fá svigrúm fram yfir páska. Ég mun fela tveim- ur saksóknurum að fara yfir þetta með mér,“ sagði Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari í gær og bætti við: „Við skoðum þetta með eðlileg- um hætti. Förum yfir þetta og för- um eftir þeim reglum sem lögin bjóða um þetta mál eins og önnur.“ Í skýrslunni er talað um að áber- andi hafi verið við framburði sak- borninga í málunum hversu mikið ósamræmi hafi verið á milli þeirra og hversu oft og mikið þau hafi breytt framburði sínum. „Það er greinilegt að rannsakend- urnir túlkuðu þetta misræmi sem mótþróa og vísvitandi tilraunir sak- borninganna til að flækja málin. Það er eins og rannsakendurnir hafi ekki litið á aðra möguleika en sekt sakborninganna. Mun líklegra er að ósamræmið hafi stafað af þekking- arleysi sakborninganna á málunum og að þeir hafi hvergi komið þar ná- lægt,“ segir í skýrslunni. Hvorki lík né sönnunargögn Þá segir að aldrei hafi tekist að staðfesta sönnunargögn um að Guð- mundur og Geirfinnur hafi í raun verið myrtir. „Og að ef þeir hefðu verið myrtir að sakborningarnir hefðu komið nálægt því. Þetta er mikilvægt þegar málin eru skoðuð því enginn af sakborningunum sex reyndist geta gefið áreiðanlegar upplýsingar um þessa tvo menn sem taldir voru myrtir og enginn þeirra gat gefið upplýsingar um hvar hin meintu lík væru niður- komin. Líkin hafa aldrei fundist,“ segir í skýrslunni og enn fremur: „Ósamræmið á milli sakborning- anna í þessum tveimur málum, sem voru stöðugt að breyta framburði sínum, og skortur á áþreifanlegum staðfestingum […] styrkir mat höf- unda þessa kafla á því að fram- burðir sakborninganna í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu voru fullkomlega óáreiðanlegir.“ „Ekkert sem kemur á óvart“ „Ég hugsa að fljótt á litið sé þetta jákvætt,“ sagði Guðjón Skarphéð- insson við mbl.is í gær en hann fékk dóm í Geirfinnsmálinu. „En það er ekkert sem kemur mér á óvart á nokkurn hátt,“ segir hann um nið- urstöðurnar. Hann segist gera ráð fyrir því að málið fari fyrir endur- upptökunefnd en hvort það verði fyrir hans tilstuðlan sé óvíst. Játningar óáreiðanlegar eða falskar  Starfshópur vill endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls  500 síðna skýrsla kynnt í gær  Ríkissaksóknari með málið í skoðun  Líklegt að sakborningar hafi hvergi komið nærri málunum Morgunblaðið/Rósa Braga Niðurstöður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins, ásamt Jóni Friðriki Sigurðssyni, prófessor og yfirsálfræðingi, sem átti sæti í starfshópnum, á fundinum í ráðuneytinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.