Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 8 9 5 VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is eða á farsímavef okkar m.vinbudin.is. Miðvikudagur 27. mars OPIÐ 11-19 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 30. mars OPIÐ 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ OPNUNARTÍMAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI 10-20 SKEIFAN | DALVEGUR SKÚTUVOGUR OPIÐ Í DAG OG Á MORGUN Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Mér finnst sorglegt að pabbi sé ekki með okkur til að fagna þessum tíma- mótum – en ég er mjög ánægður og stoltur að hans barátta hafi í raun leitt til þess að þrýstingur var fyrir hendi þannig að ráðherra skipaði þennan starfshóp,“ segir Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Marinós Ciesielski, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í 1.533 daga, frá 12. desember 1975 til 22. febrúar 1980. Þar af sat hann 615 daga í einangrun. „Það eru tímamót að starfshópur á vegum hins opinbera skili skýrslu sem viðurkenni og horfist í augu við þau brot sem framin voru á sakborn- ingum, fari yfir áreiðanleika játninga og komist að þeirri niðurstöðu að framburðir og þar að leiðandi hinar svokölluðu játningar séu merkingar- lausar,“ segir Hafþór og bætir við: „Og fari yfir þær grimmdarlegu að- ferðir sem sakborningar voru beittir. Meðal annars lá alltaf ljóst fyrir hversu lengi þau voru í einangrun. Faðir minn var í rúm tvö ár í ein- angrun og Gísli nefndi það að hann hefði aldrei vitað annað eins nema kannski í Guantanamo Bay.“ Hafþór segir mikilvægt að setja málin í alþjóðlegt samhengi þannig að fólk átti sig á alvarleika þess. Sævar fékk 17 ára dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í níu ár. Hann lést í Kaupmannahöfn í júlí 2011. „Hann lifði til þess að hreinsa nafn sitt af þessum málum og skýrsla starfs- hópsins hreinsar nafn hans af þessu máli. En að sjálfsögðu munum við fara yfir það vandlega hvort og hvaða leiðir við förum í framhald- inu,“ segir Hafþór . Segir föður sinn hafa lifað til þess að hreinsa nafn sitt af málunum Morgunblaðið/Hallur Már Tímamót Hafþór segir föður sinn hafa lifað til þess að hreinsa nafn sitt af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Faðir hans sat 615 daga í einangrunarvist. Gísli H. Guðjónsson, prófessor í rétt- arsálfræði, sem starfaði með starfs- hópnum, segist aldrei hafa komið að sakamálarannsókn þar sem sak- borningar hafi verið í einangrun jafn lengi og raunin var í rannsókn- inni á Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu. „Sálfræðilegu áhrifin, sem þetta hefur á einstaklingana, eru mjög al- varleg. Í flestum þeim málum, sem ég hef unnið við, hafa sakborningar verið í einangrun í nokkra daga og við vitum að slík einangrun getur haft erfiðar afleiðingar fyrir ein- staklingana. Ef einangrunin stendur vikum, mánuðum eða jafnvel árum saman magnast áhrifin. Við vitum að það hefur áhrif á svefn manna, á hugsun; þeir eru ekki eins skarpir og ráða ekki eins vel við yfir- heyrslur,“ sagði Gísli. Margar og tíðar yfirheyrslur Gísli sagði, að það sem hefði kom- ið honum mest á óvart í yfirferð yfir málsgögnin, hefði verið hve ein- angrun sakborninganna var löng, hversu margar og tíðar yfir- heyrslurnar voru, stundum jafnvel á nóttunni, og hve mikið var af sam- prófunum og vettvangsferðum. Gísli sagði, að aðkoma þýska lög- reglumannsins Karls Schütz hefði haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á rannsóknina. Schütz hefði komið reglu á hlutina, sett saman vinnuhóp og látið fólk fá verkefni til að vinna við. Það neikvæða hafi hins vegar verið, að Schütz hafi greinilega ver- ið sannfærður um sök allra sakborn- inganna og unnið út frá því. Þess vegna hefði hann ekkert hlustað á það þegar sakborningarnir drógu játningar sínar til baka. „Ég held að aðkoma Schütz að málinu hafi gert það erfiðara, flókn- ara og verra því ég efast um, að nokkur dómstóll hefði dæmt þessa einstaklinga ef Schütz hefði ekki komið að málum,“ sagði Gísli. Hann sagði að á þessum tíma hefði hugsunin við rannsókn alvarlegra sakamála verið sú, að ef lögreglan taldi að viðkomandi væru sekir var öllum ráðum beitt til að fá fram játn- ingu. „Þetta var því ekkert öðruvísi en í öðrum löndum. Og stundum eru þessi viðhorf enn til staðar. Í Bret- landi hefur hins vegar orðið ger- breyting. Þar er lögð áhersla á að reyna að fá fram áreiðanlegan fram- burð, að það sé hægt að byggja á játningunni og að hún standist.“ Sérfræðingur Gísli H. Guðjónsson á blaðamannafundi í gær. Einangrun hefur alvar- leg áhrif Morgunblaðið/Rósa Braga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.