Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 17

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Starfshópur innanríkisráðuneyt- isins tók í maí á síðasta ári viðtal við fyrrverandi fangaverði í Síðu- múlafangelsinu. Sagði einn þeirra frá því að á sín- um tíma hefði það verið rætt meðal fangavarða að brjóta Sævar Cie- sielski niður til að fá fram játningu með því að notfæra sér veikleika hans en vitað var að hann var vatnshræddur. Sagðist fangavörðurinn hafa orð- ið vitni að einu atviki þar sem höfði Sævars var dýft í vatn til að hræða hann. Sævar skrifaði um þetta sjö mánuðum síðar og sagðist hafa far- ið gersamlega á taugum og nötrað og skolfið af ótta. Annar fyrrverandi fangavörður í Síðumúlafangelsi sagðist muna að sakborningunum hefði öllum liðið illa í gæsluvarðhaldinu og að Sævar hefði átt „mjög bágt“. Sævar Ciesielski í sal Hæstaréttar. Þeim leið öllum illa aðild að Geirfinnsmálinu og fór síð- an smám saman að trúa að hann væri flæktur í málið, þrátt fyrir að hafa engar minningar um það, er kallað minnisvafaheilkenni (e. me- mory distrust syndrome),“segir í skýrslunni. Trúði á sekt sína Guðjón sagði starfshópnum að hann hefði haldið áfram að trúa á sekt sína þangað til hann las máls- skjölin yfir í refsivistinni í fangels- inu Kvíabryggju og þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar minning- ar um atvik málsins sem hann bar vitni um. Guðjón dró játningar sínar ekki til baka á meðan á meðferð málsins stóð. Í viðtali við starfshópinn gaf hann sjálfur þrjár meginástæður fyrir því. Í fyrsta lagi taldi hann sér trú um að hann væri flæktur í málið þótt hann hefði engar raun- verulegar minningar um það. Í öðru lagi taldi hann tilgangslaust að draga játningarnar til baka hjá lögreglu eða fyrir dómi því enginn myndi trúa honum. Í þriðja lagi sagði hann að sér hefði liðið prýði- lega í refsivistinni í fangelsinu Kvíabryggju og ef hann hefði breytt framburði sínum á þeim tíma hefði hann líklega verið fluttur í annað fangelsi til afplánunar, því hann átti ekki átti von á að sér yrði trúað. „Þessar ástæður koma heim og saman við ástæður sakborninga í erlendum sakamálum þar sem sak- leysi þeirra hefur á endanum verið staðfest eftir langa refsivist í fang- elsi,“ segir í skýrslu starfshópsins. 1980 febrúar Hæstiréttur dæmir í málinu. Taldi rétturinns sannað að þeir Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Sævar hefðu sameiginlega orðið Guðmundi Einarssyni að bana aðfaranótt 27. janúar 1974. Hins vegar taldi rétturinn ekki sannað að þeir hefðu haft ásetning ummanndráp. Þá taldi rétturinn sannað að þeir Sævar, Kristján Viðar og Guðjón hefðu orðið Geirfinni Einarssyni að bana að kvöldi dags 19. nóvember 1974. Var Sævar dæmdur í 17 ára fangelsi, Kristján Viðar í 16 ára fangelsi, Tryggvi Rúnar í 13 ára fangelsi, Guðjón í 10 ára fangelsi, Erla í 3 ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. 1994 nóvember Sævar Ciesielski fór fram á það að málið gegn honum yrði tekið upp.Ragnar H. Hall hrl. var settur ríkissaksóknari í málinu og lagði hann það til við Hæstarétt í desember 1995 að beiðninni yrði hafnað.Ragnar Aðalsteinsson hrl., sem skipaður hafði verið talsmaður Sævars, krafðist þess í febrúar 1997 að málið yrði tekið upp á ný og Sævar sýknaður. Hæstiréttur hafnaði síðan beiðninni í júlí 1997. 1999 febrúar Sævar fór fram á það að nýju, „að verða hreinsaður“ af brotunum. Hæstiréttur hafnaði þeirri beiðni í mars sama ár. 2000 júní Hæstiréttur hafnaði beiðni Erlu Bolladótt- ur um endurupptöku málsins á hendur henni. 2001 maí Láru V. Júlíusdóttir hrl. var falið að annast opinbera rannsókn á tildrögum þess aðMagnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi. Lára lauk við skýrslu í febrúar 2003 2011 október Starfshópur skipaður til að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmál í heild og sérstaklega framkvæmd rannsóknar þess máls á sínum tíma. Nefndin skilaði skýrslu sinni til ráðherra nú fyrir helgina. Dráttarbrautin í Keflavík H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Þessar uppskriftir finnur þú á gottimatinn.is, ásamt fjölda girnilegra uppskrifta fyrir fermingarveisluna. Kíktu á gottimatinn.is og finndu þína rétti fyrir veisluna. gottimatinn.is uppskrift að fermingu kjúklingavængir með gráðaostsídýfu tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti bruschettur með mozzarella súkkulaðimús með jarðarberjaskyri Muna að gera nóg, ha nn Gústi frændi át 20 væ ngi í veislunni í fyrra! Þessa er hægt að gera 2 dögum áður og geyma bara í kæli. súkkulaði- kaffikaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.