Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 18

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og innanríkisráðuneytisins vinna þessa dagana að gerð samnings sem snýr að endurbótum og endurnýjun á björgunarskipum félagsins. Upplegg þessa er þingsályktunartillaga Jóns Gunnarssonar og fleiri þing- manna, sem Alþingi samþykkti á dögunum. Er þar lagt til að fé- lagið fái á næstu átta árum 30 milljóna kr. framlag á ári svo styrkja megi útgerð skipanna. „Þetta er brýnt og viðamikið verkefni. Þegar eru komnar lín- ur að samkomulagi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Björg- unarskipin eru alls fjórtán og eru í höfnum umhverfis landið. Það fyrsta kom til landsins árið 1993 og var það keypt notað erlendis frá, eins og hin skipin þrettán. Flotinn hefur verið endurnýjaður í nokkrum áföngum, en ljóst er að í næstu framtíð þarf að skipta nokkrum út og gera endurbætur á öðrum. Um 100 útköll á ári „Þörfin fyrir björgunarskipin er mjög mikil. Á síðustu árum höfum fengið um 100 útköll á ári þeg- ar skip og sjófarendur eru í vanda eða nauðum staddir. Svo bætast við ýmis þjónustuverkefni, svo sem þegar siglt er að skipum á hafi úti með ýmsan varning, mannskap vegna áhafnaskipta og svo framvegis. Þá hefur Landhelgisgæslan aðgang að okkur og fær að nota skipin vegna eftirlits og ann- ars auk þess sem Gæslumenn þjálfa okkar mann- skap,“ segir framkvæmdastjórinn. Hvarvetna á ströndinni umhverfis landið er mikil þörf fyrir björgunarskip, segir Jón Svanberg. Án þess að lítið sé úr öðru gert, sé hún þó líklega mest við vestanvert landið, það er á Faxaflóa, Breiðfirði og út af Vestfjörðum. Haldist það í hendur við smá- bátaútgerðina, mörg verkefni björgunarskipanna tengist þeim svo sem strandveiðunum á sumrin. „Þörfin fyrir viðhald bátanna er brýn. Get nefnt þar sem dæmi að sem sakir standa er báturinn á Patreksfirði úr leik og það er sannarlega vont mál. Menn ætla þó að vera komnir með bátinn í lag fyrir vorið, þegar standveiðarnar hefjast og fjöldi báta á sjó eykst til muna.“ Ætla að bæta flota björgunarskipa  Slysavarnafélagið Landsbjörg og innanríkisráðuneytið til samninga  Fá 30 milljónir á ári á átta árum  Fjórtán skip og mikil þörf  Strandveiðar skapa álag Jón Svanberg Hjartarson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Björgunarskipið Oddur V. Gíslason. „Hlutverk björgunarskip- anna er mikil- vægt, svo sem ef draga þarf báta í land eða hjálpa mönn- um í smærri málum,“ segir Pétur Pét- ursson, skip- stjóri á Bárði SH frá Arnarstapa. „Það sem mestu skiptir samt eru þyrlur Gæslunnar. Ef eitthvað fer úr- skeiðis og verulega vá ber að höndum eru þær eina raunveru- lega björgunartækið sem dug- ar.“ Þyrla það eina SKIPSTJÓRINN Á BÁRÐI SH Pétur Pétursson Gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar á póstburðargjöldum hefur verið frestað samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar. Árvakur, út- gáfufélag Morgunblaðsins, kvartaði til stofnunarinnar vegna hækkunar- innar og var ákvörðunin tekin í framhaldi af henni. Samkvæmt kvörtuninni átti gjald Íslandspósts fyrir að dreifa blöðum fyrirtækisins að hækka um 60%. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að Íslandspóstur hefði ekki gert full- nægjandi grein fyrir þeim for- sendum sem breytingarnar byggjast á og að uppbygging nýrrar gjald- skrár og afsláttarkjara hefði ekki verið í samræmi við þær forsendur sem settar voru með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í maí á síðasta ári þar sem ný verðskrá Ís- landspósts var samþykkt. Því ákvað stofnunin að gildistöku hækkunar- innar yrði frestað þar til að hún stað- festi að bætt hefði verið úr ágöllum sem hún teldi vera á gjaldskrá Ís- landspósts. Hækkunin átti að ná til gjaldskrár fyrir sendingar í þyngdarflokknum 51-2.000 grömm. Morgunblaðið/Eyþór Póstur Hækkunin átti að ná til póstsendinga sem vega á bilinu 51-2.000 grömm. Póst- og fjarskiptastofnun ákvað að gildistökunni yrði frestað. Fresta hækkun á póstburðargjöldum Landhelgisgæslunni barst í gær til- kynning um vélarbilun í F-18 þotu kanadísku flugsveitarinnar, sem annast nú loftrýmisgæslu hér við land. Var þotan á leið til lendingar í Keflavík. Tilkynningin barst klukk- an 14.58 en áætluð lending þot- unnar í Keflavík var kl. 15.20. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sam- stundis kölluð út og virkjaði Isavia viðbragðsáætlun Keflavíkur- flugvallar. Þotan lenti heilu og höldnu kl. 15.13. Var þá viðbúnaði aflýst og útkall þyrlunnar afturkallað, sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni. Viðbúnaður vegna bilunar í F-18 þotu Morgunblaðið/ÞÖK Fallegir toppar peysur og bolir fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.