Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 19

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Íris Marelsdóttir hefur verið kjörin formaður Kerlingarfjallavina, holl- vinasamtaka Kerlingarfjalla, sem stofnuð voru á fjölmennum fundi í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Stofnfélagar eiga það sameigin- legt að vilja hlúa að og vernda náttúru Kerlingarfjalla og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru þeirra í sátt við umhverfið. Kerlingarfjallavinir ætla sér meðal annars að bæta aðgengi fólks að svæðinu, merkja göngu- leiðir, styðja við rannsóknar-, og fræðslustarf og vinna að kynningu Kerlingarfjalla sem einstaks áning- arstaðar fyrir íslenskt og erlent ferðafólk, segir í tilkynningu frá félaginu. Félagið er opið einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum sem styðja markmið þess. Auk Írisar sitja í stjórn Bergþór Vignisson, Friðrik Stefán Hall- dórsson, Fríða Björg Eðvarðsdóttir og Halldóra Hjörleifsdóttir. Hollvinasamtök Kerlingarfjalla stofnuð Stofnfundur Fjöldi manns sótti stofnfundinn sem haldinn var í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Síðasta mataraðstoð Fjölskyldu- hjálpar Íslands fyrir páska verður miðvikudaginn 27. mars í Eskihlíð- inni í Reykjavík frá kl. 14 til 16.30 og sama dag í Grófinni 10 C Reykjanesbæ frá kl. 16 til 18. Hár- snyrting er í boði sama daga frá kl. 11 til 16 í Eskihlíðinni. Fjölskylduhjálp Íslands er í mikl- um vandræðum með burðarpoka undir þær matvörur sem úthlutað er en árið 2011 voru afgreiddir um 90.000 matarpokar. „Fyrirtækin geta eðlilega ekki gefið okkur endalaust haldapoka eins og þau hafa gert sl. 10 ár. Þar sem margir eiga notaða burðarplastpoka heima hjá sér er mikilvægt að koma þeim í áframhaldandi notkun. Við biðjum alla þá er sækja mataraðstoð til okkar að koma með innkaupapoka eða innkaupatöskur og í framhald- inu hefjum við pokasöfnun,“ segir í tilkynningu. Síðasta matarað- stoðin fyrir páska Þriðjudaginn 26. mars mun Aðal- steinn Örn Snæþórsson líffræð- ingur fjalla um lífsbaráttu rjúpna að sumarlagi en hann fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norð- austurlandi og kannaði varp- árangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar sam- an við sambærilega athugun á Suðversturlandi. Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlest- urinn klukkan 20.30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austur- hlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir eru velkomnir á fræðslufundi Fuglaverndar. Lífsbarátta rjúpna að sumarlagi Ljósmynd/Aðalsteinn Örn Strætó mun aka alla páskadag- ana í ár, sem er nýbreytni frá síðustu árum þegar ekki var ekið föstudaginn langa og páska- dag. Á skírdag, fimmtudaginn 28. mars, föstudaginn langa, 29. mars, páskadag, sunnudaginn 31. mars, og annan í páskum, mánu- daginn 1. apríl, verður ekið sam- kvæmt sunnudagsáætlun. Laug- ardaginn 30. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Strætó ekur alla páskadagana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.