Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Andri Karl Björn Jóhann Björnsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 24. apríl nk. Ákæra er gefin út á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, fv. for- stjóra, Sigurði Einarssyni, fv. stjórn- arformanni, Ingólfi Helgasyni, fv. forstjóra Kaupþings á Íslandi, Einari Pálma Sigurmundssyni, fv. forstöðu- manni eigin viðskipta bankans, Birni Sæ Björnssyni og Pétri Kr. Guð- marssyni, fv. starfsmönnum eigin við- skipta bankans, fyrir að hafa í sam- einingu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf útgefin af bankanum. Magnús Guðmundsson, fv. for- stjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ásamt Hreiðari Má, Sigurði og Ingólfi ákærður í þremur liðum fyrir mark- aðsmisnotkun í viðskiptum með hluti í Kaupþingi, sem ranglega létu líta svo út að félag skráð á Bresku Jóm- frúaeyjum, Holt Investment Group, kýpverska félagið Desulo Trading Ltd. og Fjárfestingafélagið Mata ehf. hefðu lagt fé til kaupa á hlutunum. Stóð yfir í 229 viðskiptadaga Saksóknari segir m.a. í ákær- unni, sem er í nokkrum liðum, að brot þeirra hafi verið afar umfangsmikil, þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varðað gríðarlega háar upp- hæðir. Um er að ræða markaðs- misnotkun sem stóð yfir frá 1. nóv- ember 2007 til og með 8. október 2008, eða í 229 viðskiptadaga á ís- lenska markaðnum og 234 við- skiptadaga á þeim sænska, með því að setja fram tilboð og eiga viðskipti í Kauphöllinni og kauphöllinni í Sví- þjóð. Með henni var haldið uppi óeðli- legu verði til þess að gefa eftirspurn og verð bréfanna ranglega og misvís- andi til kynna. Þar sem bankinn keypti mikið magn eigin hlutabréfa söfnuðust þau upp og þurfti að losa bankann við þau til að hægt væri að halda áfram sömu iðju. Það var gert með sölu á hlutabréfum í stórum ut- anþingsviðskiptum sem voru einnig fjármögnuð af Kaupþingi. Samfelld markaðsmisnotkun Í ákærunni segir að um sam- fellda markaðsmisnotkun hafi verið að ræða á öllu tímabilinu og að hátt- semin hafi miðað að því að halda verði hlutabréfa í bankanum stöðugu eða draga úr verðlækkun með því að halda inni stórum kauptilboðum og kaupa hlutabréf í bankanum sem voru umfram eftirspurn. Tilgang- urinn var jafnframt að tryggja selj- anleika hlutabréfa í Kaupþingi með mikilli og stöðugri eftirspurn eftir bréfunum. Segir ennfremur í ákæru- skjalinu að hinir ákærðu hafi haft verulega persónulega hagsmuni af því að verð hlutabréfa í Kaupþingi héldist sem hæst. Umfangsmikil og þaulskipulögð brot Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ákærðir Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, Sigurður Einarsson og Hreið- ar Már Sigurðsson, eru meðal þeirra níu sem sérstakur saksóknari ákærir.  Saksóknari ákærir níu starfs- menn Kaupþings Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús eru ásamt Bjarka H. Diego, fv. framkvæmdastjóra útlána og nefndarmanni í lána- nefnd samstæðu bankans, og Björk Þórarinsdóttur, nefnd- armanni í lánanefnd, einnig ákærð fyrir umboðssvik, með því að hafa skömmu fyrir hrun misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi með ákveðnum lán- veitingum utan heimilda. Jafnframt eru Hreiðar Már og Sigurður ákærðir fyrir um- boðssvik er þeir lánuðu Kevin Stanford í ágúst 2008 12,4 milljarða króna í formi pen- ingamarkaðsláns til að fjár- magna að fullu kaup hans á hlutum í Kaupþingi. Lán utan heimilda MEINT UMBOÐSSVIK ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Frábært úrval af þroskaleikföngum Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 Öryggi – gæði - leikgildi Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Púðar frá 2.900 Torino Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Basel Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Borist hefur eftirfarandi athuga- semd frá Steinþóri Skúlasyni, for- stjóra Sláturfélags Suðurlands: „Rangfærslur Ásgeirs Jónssonar um 1944 réttina. Í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins, sunnudaginn 24. mars, er heil- síðuviðtal við Ásgeir Jónsson sem fjallar þar um bók sína „Leitin að sannleikanum“. Það er vel að menn leiti sannleik- ans en því miður ljóst að Ásgeiri hef- ur ekki tekist að öllu leyti vel upp í þeirri leit. Í greininni er að finna al- varlegar rangfærslur um 1944 rétt- ina sem SS framleiðir. Ásgeir segir að 1944 réttirnir séu unninn matur og vart sé hægt að hugsa sér næring- arsnauðari matvöru og segir réttina jafnframt gott dæmi um matvöru sem sé uppfull af rotvarnarefnum. Þetta er allt rangt hjá honum! 1944 réttirnir eru ekki unninn matur heldur foreldaður matur og í raun mjög líkir því sem hver og einn eldar heima hjá sér. Þeir eru hitaðir við lágan hita í lokuðum umbúðum sem varðveitir næringargildi vítam- ína og önnur næringarefni. Þessi framleiðsluaðferð er mjög þekkt og kölluð elda-kæla eða „sous-vide“ á enska tungu og víða notuð í stóreld- húsum. Þannig fæst geymsluþol án notkunar nokkurra rotvarnarefna. Réttirnir eru jafnframt allir án MSG. Það eru engin viðbætt rotvarnar- efni í 1944 réttunum en 5 réttir af 24 eru með rotvarnarefni sem kemur úr því kjöti sem er notað svo sem í hangikjötsrétti, saltkjötsrétti o.s.frv. Í 1944 línunni er lögð áhersla á heilsusamlegt innihald og 5 réttir eru kallaðir „Betra líf“. Þeir uppfylla allir kröfur sem gerðar eru til Skrá- argatsins, en það er norræn merking fyrir þær matvörur sem teljast holl- astar í sínum fæðuflokki og er ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru. Betra líf réttirnir eru allir með undir 450 kkal í rétti, undir 2 g af salti í rétti og undir 4% fitu. Það er alvarlegt mál þegar aðilar sem gefa sig út fyrir að vera sér- fræðingar á sviði líkamsþjálfunar, mataræðis og heilsu setja fram full- yrðingar sem eru beinlínis rangar og greinilega settar fram án þess að við- komandi hafi kynnt sér innihaldslýs- ingar eða aðrar upplýsingar sem fram koma á umbúðum viðkomandi vöru. Slík vinnubrögð eru villandi fyrir neytendur og hjálpa ekki til að nærast rétt.“ Segir ummæli um 1944 réttina röng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.