Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Málfundur Lög- réttu, félags laga- nema við Háskól- ann í Reykjavík, verður haldinn í dag, þriðjudaginn 26. mars kl. 16.00 í stofu V101. Að þessu sinni verður fjallað um lögmæti þess að nota tálbeitur við að upplýsa sakamál. Fundarstjóri verður Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari og kennari í refsirétti við lagadeild HR. Framsögumenn verða Brynjar Níelsson hrl., Kolbrún Benedikts- dóttir, saksóknari hjá embætti rík- issaksóknara, og Karólína Finn- björnsdóttir lögfræðingur, sem skrifaði ML-ritgerð sína við laga- deild um þetta efni. Fundurinn er öllum opinn. Rætt um lög- mæti þess að nota tálbeitur Morgunblaðið/Eggert Mikilvægt starf Nám kennara hef- ur nýlega verið lengt um tvö ár. Anna Kristín Sigurðardóttir, deild- arforseti Kennaradeildar Háskóla Íslands, segir að stöðugt sé verið að þróa kennaranámið og mikilvægt sé að heyra skoðanir nemenda sem hafi verið duglegir að taka þátt í mótun námsins. Í Morgunblaðinu í gær lýstu tveir meistaranemar í kennslufræðum upplifun sinni af náminu, m.a. sögðu þeir það skoðun sína að of mikil áhersla væri á fræðin í nám- inu, í stað þess að auka vægi vett- vangsnáms. Þannig gætu nem- endur komist lengra inn í kjarna kennarastarfsins sem m.a. feli í sér að taka á agamálum, samskiptum við foreldra og bekkjarstjórnun. Anna segir að skipulag námsins geri ráð fyrir að á næstu önn muni umræddir nemendur fara í lengra vettvangsnám þar sem þeir fylgja eftir heilum bekk á haustmisseri í samtals átta vikur. Anna vonar að nemendur komist nær kjarna kenn- arastarfsins í því vettvangsnámi sem boðið er upp á í náminu en hún tekur þó fram að nemar nái ekki fullri færni fyrr en þeir takast á við starfið sjálft. Anna segir að áhersla sé lögð á ofannefnda þætti í náminu en hugsanlega mætti áherslan vera meiri. Skipulagið rætt ítarlega Anna bætir við að kannanir með- al brautskráðra nemenda sýni að ánægja sé með vettvangsnámið. „Þeim finnst vettvangsnámið gagnast mjög vel. Það hefur aukist töluvert samfara lengingu náms- ins,“ segir Anna. Fyrstu kennaranemarnir eru nú á fyrra árinu í meistaranámi sínu eftir lengingu námsins í fimm ár og því lítil reynsla komin á fyrir- komulagið. Anna segir það hafa verið rætt ítarlega hvort og hversu mikið ætti að auka vægi vettvangs- náms þegar námið var skipulagt. „Nemendur fá að kynnast starfinu strax á fyrsta ári og eru úti í skól- unum á hverju einasta námsári. Rökin fyrir því eru að nemendur til- einka sér fræðin og læra jafnhliða að beita þeim í samhengi við raun- verulegt skólastarf. Reynslan hefur áhrif á hvernig þau tileinka sér fræðin og öfugt,“ segir Anna að lokum. heimirs@mbl.is Kennaranámið stöðugt í þróun  Forseti Kennaradeildar segir braut- skráða ánægða með vettvangsnámið Tveimur stúlkum var bjargað úr sjálfheldu úr fjallinu Þríhyrn- ingi. Meðlimir Flugbjörg- unarsveitarinnar á Hellu komu stúlkunum til bjargar í gær- dag. Vel gekk að komast að stúlk- unum en björgunarmenn fóru upp í fjallið og komu að þeim ofan frá, segir í tilkynningu frá Lands- björgu. Tryggðu þeir öryggi sitt og stúlknanna með línum áður en haldið var niður. Ekkert amaði að stúlkunum þegar að var komið en þær voru að vonum skelkaðar eftir ævintýrið. Þær brugðust hárrétt við, héldu kyrru fyrir og hringdu eftir aðstoð. Var bjargað úr sjálf- heldu í Þríhyrningi Fjallganga Tvær komust í sjálfheldu. Sjómaður slasaðist í fyrrinótt þegar alda reið yfir bát hans. Maðurinn mun hafa verið sofandi í koju og kastaðist til við höggið og lenti með öxlina á kojubrún. Hann hlaut þungt högg á annað herðablaðið. Sjómaðurinn var á mótorbátnum Daðey GK-777 sem var á leið til veiða en var samstundis snúið til lands og lagðist að bryggju í Grindavíkurhöfn þegar slysið varð. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Sjómaður slasaðist Slys Var sofandi og kastaðist til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.