Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Rekstur Hampiðjunnar gekk vel árið 2012, að sögn Jóns Guðmanns Péturssonar, forstjóra fyrirtækis- ins. Mikill meirihluti tekna sam- stæðunnar kemur að utan í formi erlendrar starfsemi fyrirtækja inn- an samstæðunnar eða útflutnings móðurfélagsins á Íslandi. „Megin- starfsemi fyrirtækja samstæðunn- ar er að framleiða veiðarfæri fyrir sjávarútveg“ segir hann. Helsti markaður Hampiðju-samstæðunn- ar er Norður-Atlantshafið með öfl- ugar veiðarfæragerðir á Íslandi, Írlandi og Danmörku. Þá hefur sal- an aukist í ofurköðlum til fyrir- tækja sem starfa innan olíugeirans, bæði við olíuleit en einnig við olíu- vinnsluna sjálfa. Þá höfum við líka selt ýmsar ólíkar útfærslur af of- urköðlum til annarra atvinnugreina eins og í skútur, heri og fleira.“ 60% eiginfjárhlutfall Jón Guðmann segir að árið 2012 hafi verið þriðja árið í röð sem fyrirtækið hafi vaxið með innri vexti. Rekstrarhagnaður félagsins hafi á þeim árum tvöfaldast, vaxta- berandi skuldir lækkað um tæp- lega þriðjung og hlutfall eigin fjár hækkaði úr 48 í 60%. Rekstrar- tekjur jukust um 6% á milli áranna 2012 og 2011 og námu 45,2 millj- ónum evra eða 7,3 milljörðum króna. Vergur rekstrarhagnaður (EBITDA) af reglulegri starfsemi jókst um 13% í 7,8 milljónir evra eða 1,3 milljarða króna. Hagnaður dróst saman um 24% milli ára, nam 5,5 milljónum evra eða 884 millj- ónum króna. Jón Guðmann segir að það sé vegna liða utan reglu- legrar starfsemi félagsins, en á árinu 2011 seldi Hampiðjan tog- hlerastarfsemi sína og innleysti af því söluhagnað ásamt því að hlut- deildarhagnaður frá HB Granda, en Hampiðjan á tæplega 10% hlut í því félagi, hafi verið verulega minni árið 2012 en árið áður. Hampiðjan mun greiða 30% af nafnverði hluta- fjár í arð til hluthafa, en Jón Guð- mann segir að félagið hafi nánast undantekningarlaust greitt hlut- höfum árlegan arð undanfarna ára- tugi. Sjávarútvegurinn í gíslingu Jón segir að góðæri í sjávar- útvegi undanfarin ár hafi ekki smitað út frá sér eins og slík góð- æri gerðu hér áður fyrr. „Það á sér skýringar í því hvernig stjórnvöld hafa kosið að halda þessari mik- ilvægu atvinnugrein allt þetta kjör- tímabil í gíslingu hótana um þjóð- nýtingu, en vonandi sér fyrir endann á því fljótlega. Sjávarút- vegurinn þarf vitaskuld að kaupa veiðarfæri en það er augljóst að hann fjárfestir síður í nýjungum sem krefjast langtímahugsunar. Það skiptir okkur og marga aðra miklu máli að heimamarkaðurinn sé öflugur, framsækinn og upp- spretta vöruþróunar og nýjunga eins og hann hefur löngum verið þeim íslensku iðnfyrirtækjum sem þjónusta hann,“ segir Jón Guð- mann. Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og eru afkomendur stofnendanna enn áberandi á hluthafalistanum að sögn Jón Guðmanns. Fyrirtækið er skráð á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar. Markaðsvirði Hampiðjunnar er fimm milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Euroland. Starfsmenn samstæð- unnar eru um 500, þar af um 75 á Íslandi. First North er hugsaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Þar eru ekki gerðar jafn miklar kröfur og á aðalmarkaðnum, t.d. verða fyrirtæki að birta uppgjör á hálfs árs fresti en ekki fjórum sinnum á ári. Rekstrarhagnaður tvöfaldast á 3 árum  Mikill meirihluti tekna Hampiðjunnar kemur frá útlöndum Morgunblaðið/Kristinn Sjávarútvegur Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, segir að góðæri í sjávarútvegi undanfarin ár hafi ekki smitað út frá sér. Fimm milljarða markaðsvirði » Markaðsvirði Hampiðjunnar er fimm milljarðar króna en það er skráð á First North- hliðmarkað Kauphallarinnar. » First North er hugsaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. » Starfsmenn samstæðunnar eru um 500, þar af um 75 á Ís- landi. Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári samkvæmt niðurstöðu könnunar um framtíðarhorfur á Ís- landi, samkvæmt frétt á heimasíðu LÍÚ. Langflestir þeirra telja að horfur séu á að ástandið í efnahagslífinu eigi ekki eftir að batna á næstu 6 mánuðum og telja að framlegð fyrir- tækja muni dragast verulega saman á sama tíma. Einungis 11% sjá fram á fjölgun starfa. Könnunin er gerð árlega af Sam- tökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands og snýst um mat stærstu fyrirtækja landsins á framtíðar- horfum á Íslandi. Í könnuninni kemur fram að 60% stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækja telja að fjárfesting verði nokkuð eða miklu minni á árinu 2013 en árið á undan. Þar af telja 25,7% þeirra að fjárfesting verði miklu minni en 34,3% telja að hún verði nokkuð minni. 37,1% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telur að fjárfestingar verði svipaðar árið 2013 og þær voru árið 2012 en aðeins 3% telja að fjár- festingar eigi eftir að aukast. Morgunblaðið/Styrmir Kári Svartsýnir Í könnuninni kemur fram að 60% stjórnenda í sjávarútvegi telja að fjárfesting verði nokkuð eða miklu minni á árinu 2013 en árið á undan. Spá minni fjárfest- ingu sjávarútvegs  Aðeins 11% sjá fram á fjölgun starfa Tærleiki sem varir ClarvistaTM glerið er húðað með sérstöku efni sem lokar yfirborði þess og myndar verndarhjúp ClarvistaTM glerið helst sem nýtt um ókomna tíð Auðvelt að þrífa ARINGLER BORÐPLÖTUR EINANGRUNARGLER ELDVARNARGLER HAMRAÐ GLER SJÁLFHREINSANDI SKJÓLVEGGIR SÓLVARNARGLER SPEGLAR STURTUGLER ALLT Í GLERI HANDRIÐ K-GLER MILLIVEGGIR SANDBLÁSIÐ VEGGKLÆÐNING ÞAKGLER ÞAKSKYGGNI ÖRYGGISGLER O.FL. O.FL. smiðjuvegi7 • kópavogi 54 54 300 GLER OG SPEGLAR NÝJUNG Á ÍSLANDI Clarvista™Gler fyrirSTURTUKLEFANN CE VO TT UÐ FR AM LE IÐ SL A Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.