Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Hollenska flutningsfyrirtækið TNT Express, sem United Parcel Service reyndi að kaupa á 7 milljarða Banda- ríkjadala, ætlar að fækka starfs- mönnum um 4.000 á næstu þremur árum. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyr- irtækinu í gær en með þessu á að spara 220 milljónir evra. Alls er um að ræða 6% af starfsmönnum fyrirtækisins. Uppsagnir hjá TNT ● Hámark hefur verið sett á úttektir úr hraðbönkum á Kýpur. Hámarkið nemur 100 evrum á sólarhring, eða sem svar- ar um 16 þúsund íslenskum krónum. Þessi aðgerð er gerð fyrir tilstilli seðlabankans á eyjunni og gildir í öllum bönkum. 100 evru úttekt á Kýpur Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað verulega umfram kaupverð á síðustu mánuðum. Á undanförnu ári hefur leiguverð hækkað um tæp 11% og kaupverð fjölbýlis um tæp 7%. „Í febrúar hækkaði leiguverð um 2,4% á sama tíma og kaupverð lækkaði,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Raunverð fjölbýlis hefur nær staðið í stað síðustu tólf mánuði og raunverð sérbýlis lækkað. Hag- fræðideild Landsbankans segir að engin merki séu um bólumyndun, en að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu aukist stöðugt. Miklar sveiflur eru í veltu á íbúðamarkaði eftir mánuðum. „Þró- unin er þó stöðug upp á við ef horft er framhjá sveiflum einstakra mán- aða. Tólf mánaða hlaupandi með- altal sýnir að þróunin er stöðug upp á við. Meðalvelta síðustu tólf mán- aða með íbúðir í fjölbýli í febrúar var 13% meiri en fyrir ári,“ segir Hagfræðideild Landsbankans í Hagsjá. Samsvarandi tala fyrir sér- býli var 9% hærri í febrúar en fyrir ári. Veltan sé þó töluvert undir því sem hún var fyrir 10 árum. Þetta sé þó mismunandi eftir gerð húsnæðis. „Meðalvelta á fjölbýli síðustu tólf mánuði er þannig 12% lægri nú en meðaltal síðustu tíu ára. Velta með sérbýli síðustu tólf mánuði er hins vegar eilítið meiri en meðaltal síð- ustu tíu ára,“ segir Hagfræði- deildin. Verð á fjölbýli hefur verið nær óbreytt síðustu þrjá mánuði á sama tíma og verð sérbýlis hefur lækkað. Verðbreytingar á síðustu mánuðum hafa gert lítið meira en að halda í við verðlag. Nú í febrúar hafði verð á fjölbýli hækkað um 5,8% á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli ein- ungis um 3%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 5,6% á sama tíma þannig að raunverð sér- býlis hefur lækkað og raunverð fjöl- býlis næstum staðið í stað. Frá miðju síðasta ári hefur hægt á raun- verðshækkunum fasteigna, sérstak- lega á sérbýli þar sem þróunin hef- ur verið nokkuð stöðug niður á við, segir Hagfræðideildin. Leiguverð hækkar mikið umfram kaupverð húsa  Leiguverð hefur hækkað um tæp 11% á einu ári og um 2,4% í febrúar Óbreytt verð Verð á fjölbýli hefur verið nær óbreytt síðustu þrjá mánuði á sama tíma og verð sérbýlis hefur lækkað. Veltan á markaði hefur aukist. Morgunblaðið/Valdís Raunverð fjölbýlis hefur staðið í stað » Á síðustu tólf mánuðum hefur leiguverð hækkað um tæp 11% og kaupverð fjölbýlis um tæp 7%. » Í febrúar hækkaði leiguverð um 2,4% á sama tíma og kaup- verð lækkaði. » Raunverð fjölbýlis hefur nær staðið í stað síðustu tólf mán- uði og raunverð sérbýlis lækk- að. » Ekki eru merki um bólu- myndun á fasteignamarkaði.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-2+ +,2-/. ,+-333 ,+-+04 +0-.55 +42-0, +-,.50 +0/-+3 +/.-0/ +,4-,3 +01-35 +,2-.3 ,+-/21 ,+-,3/ +.-2,, +4+-+. +-4225 +0/-5. +52-4 ,+0-3.3 +,4-/4 +01-.+ +,+-,. ,+-/1 ,+-421 +.-210 +4+-/5 +-4233 +05-,3 +52-1/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þönglabakka 1 | Sími 587 4900 | www.simabaer.is Acme dagar í Símabæ Tölvu og símafylgihlutir á frábæru verði 2GB MP spilari - USB hleðslutæki og heyrnartól fylgja Verð 4.990,- Páskatilboð 3.499,- 2GB MP spilari með skjá og útvarpi - USB hleðslutæki og heyrnartól fylgja Verð 6.990,- Páskatilboð 4.999,- MP3 spilarar – Sprengitilboð Acme Speedy Tab Hröð spjaldtölva í sömu stærð og iPad - 9,7 tommu skjár 1,5GHz örgjörvi, HDMI tengi ofl. ofl. ofl. Verð. 44.990 15% kynningarafsláttur til páska 38.246,- USB mús Verð 990.- Þráðlaus mús Verð 2.990.- VandaðWindows lyklaborð með álímdum íslenskum stöfum og flýtihnöppum Páskatilboð 1.499.- 10” Spjaldtölvutaska Flott burðartaska fyrir allar spjaldtölvur Verð 3.990.- Páskatilboð 2.990,- Sparperur sem rísa undir nafni 9, 11 og 15W - E27 sökkull. Verð 299 pr. stk. Acme Powerbank – Vararafhlaða fyrir alla smartsíma 1700 Mah vararafhlaða með Micro- USB snúru – Frábær ferðafélagi Páskatilboð 3.995,- Alvöru tölvuheyrnartól fyrir tal og tölvuleiki Verð 3.990 Páskatilboð 2.990.- Alvöru ljósmyndapappír á áður óþekktu verði A4 210gr. 20 blöð í pakka. Verð 990.- Simabærer í NettóMjódd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.