Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 AFP Minnst 300 þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn hjónaböndum samkynhneigðra í París á sunnudag, hér slást lögreglumenn við fólk sem reyndi að brjóta sér leið inn á Champs-Élysées. Lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra og leyfa þeim einnig að ættleiða börn voru í vetur samþykkt á franska þinginu. Gegn hjónaböndum samkynhneigðra Kínverska olíufélagið CNPC hefur samið við rússneska félagið Rosneft um rannsóknir á þrem líklegum olíu- svæðum á Barentshafi og Petsjora- hafi, að sögn vefsíðu Barents Obser- vers. Xi Jinping, nýr forseti Kína, undirritaði samkomulagið í ferð sinni til Moskvu í liðinni viku. Hann er nú í Afríkuferð með eiginkonu sinni og heitir því að „samstarf við Afríkuríki“ verði stóraukið. Meðal um- ræddra svæða er Zapadno-Príno- vozemelskí sem er vestan við eyjaklasann No- vaja Semlja og hefur enn lítið verið rannsakað en talið mjög vænlegt. CNPC verður þriðji samstarfsaðili Rosneft á Barentshafi. Fyrir voru ítalska fé- lagið ENI og norska Statoil, Rosneft á einnig samstarf við bandaríska fé- lagið Exxon-Mobil á Karahafi. Samkomulagið er hluti af mun víð- tækari samningi Rússa og Kínverja um orkuviðskipti. Munu Kínverjar kaupa mikið af rússneskri olíu gegn aðgangi að auðlindum, einnig fá Rússar lán frá Kína. kjon@mbl.is Samið við Kína um olíuleit  Samstarf við rússneska Rosneft um Barentshaf Xi Jinping Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ný stjórn Benjamins Netanyahus í Ísrael hefur hætt að frysta skatt- tekjur sem Ísrael innheimtir á her- numdum svæðum Palestínumanna, að sögn talsmanna ráðherrans í gær. Frystingin var hefnd vegna þess að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna, fékk samþykkt á þingi Sam- einuðu þjóðanna sl. haust að Palest- ína fengi hálfgildings aðild að samtökunum. Stjórn Abbas fær mikla fjárhags- aðstoð frá arabaríkjum og Vestur- veldunum en skatttekjurnar eru samt afar mikilvægar fyrir hana. Netanyahu lét hana fá sem svarar 124 milljörðum króna af uppsafnaða skattinum í lok janúar á þeirri for- sendu að stjórn Abbas væri í miklum fjárhagsvanda. Ljóst er að Ísraelar eru að breyta hratt stefnu sinni um þessar mundir. Þeir áttu lengi gott samstarf við Tyrkland, þar á meðal í hermálum. En góð sambúð ríkjanna hrundi árið 2010 þegar ísraelskir hermenn felldu níu tyrkneska aðgerðasinna í skipi þeirra sem átti að flytja ýmsar nauð- synjar til Gaza. Netanyahu lét loks í liðinni viku undan kröfum Tyrkja um að biðjast afsökunar og greiða aðstandendum skaðabætur. Ísrael friðmæl- ist við Abbas  Aflétta fryst- ingu á skatttekjum Palestínumanna AFP Einmitt! Netanyahu útskýrir málin fyrir Obama Bandaríkjaforseta og Shimon Peres, forseta Ísraels. Breytt staða » Ráðamenn Tyrkja hafa bent á að nú geti samstarf við Ísr- aela orðið til að flýta fyrir falli Bashars al-Assads í Sýrlandi en fullur fjandskapur er milli hans og Tyrkja. » Og Ísraelar og Sýrlendingar hafa aldrei útkljáð deiluna um yfirráð á Gólanhæðum sem hinir fyrrnefndu tóku af Sýr- landi 1967. » Nýlega lýsti helsti leiðtogi Kúrda í Tyrklandi, Abdullah Öcalan, yfir vopnahléi í mann- skæðu skæruliðastríði sem staðið hefur frá 1984. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Buyers Laboratory (BLI) er sjálfstætt starfandi ráðgjafafyrirtæki á prentmarkaði og viðurkennir árlega þá framleiðendur sem skarað hafa fram úr. Tólf af fimmtán A3 fjölnotatækjum Konica Minolta voru útnefndar bestu vélar í sínum flokki árið 2012, fleiri en frá nokkrum öðrum framleiðanda. Þessi árangur er ástæða þess að BLI hefur nú veitt Konica Minolta viðurkenninguna A3 MFP Line of the Year, þriðja árið í röð. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.