Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 26

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaðan ánæturfundium Kýpur varð auðvitað sú fyr- irsjáanlega. Síðustu tvö árin hafa valda- menn ESB undantekningarlítið aldrei náð „lausn“ fyrr en langt hefur verið liðið á nótt. Þegar ráðamenn ESB og aðildarríkjanna eru orðnir svo úrvinda og þjakaðir af svefnleysi að þeir halda að Brussel sé í Borgarfirðinum er stund einingarinnar upp runnin. Það er sérkennileg tilhögun en ekki hægt að kenna henni einni um að 20 neyðarfundir hafi skilað svo snautlegum árangri. Kýpur samþykkti þegar þannig var komið það sem fyrir ráðamenn landsins var lagt. Rök búrókrat- anna í Brussel og forystumanna stórríkja ESB voru óneitanlega mjög sannfærandi. Þau voru að gæfist Kýpur ekki upp þá um nótt- ina yrði opnað með hlera undir fót- um þeirra og eina haldreipi þeirra eftir það yrði snaran. Þegar jarðarbúar í þessum heimshluta voru að nudda stír- urnar úr augunum árla mánudags heyrðu þeir að „markaðir“ tækju samkomulaginu um Kýpur af- spyrnu vel. Verð á pappírum færi hækkandi og evran hefði ekki ver- ið jafnhátt skráð um langa hríð. Ekki þýðir að deila við markaðinn, sögðu spekúlantar, eins og þeir segja ævinlega. Og þeir bæta því einatt við drjúgir að niðurstaða hans kunni að falla vel eða illa í kram almennings eða yfirvalda, eftir atvikum en um hana tjái ekki að fást og henni verði ekki áfrýjað. Þetta má vel vera rétt. Vandinn er þó sá að það hefur sýnt sig að markaðurinn er illa haldinn af Ragnars Reykáss heilkenninu. Það leyndi sér ekki í gær. Mark- aðurinn rauk upp er hann var opn- aður í morgunsárið, austan hafs og vestan. En svo runnu á hann tvær grímur eins og jafnan á Ragnar. Upp úr miðjum degi hafði allur ávinningurinn gengið til baka og jafnvel gott bet- ur og evran hafði ekki verið jafn lágt skráð í eina fjóra mánuði og þá. Forstjóri alheimskauphall- arinnar, Ragnar Reykás, hafði glaðst ógurlega yfir lausninni sem fannst um nóttina. En nú heyrði hann að hollenski fjármálaráð- herrann, formaður evruklúbbsins, hefði sagt að aðferðin sem notuð var á Kýpur og fólst ekki síst í því að koma aftan að ríkum Rússum og ná af þeim fé, að næturlagi, yrði héðan af fordæmi fyrir önnur evruríki í vandræðum. Þá fór um Ragnar og hann benti öðrum í Reykásættinni á að það væri miklu meiri þjófnaður að stela af sumum en öðrum, þótt að- ferðirnar og upphæðirnar væru hinar sömu. Þetta sá öll ættin í hendi sér. Einn frændinn spurði svo hvernig hægt væri að hafa fjár- magnshöft í einu ríki sameiginlegs myntbandalags. Og annar vitnaði í stjórnskörung á Kýpur, herra Papdoupoulus, sem hefði sagt að nú hæfist athugun á því hvernig Kýpur kæmist út úr evrunni. Sjálfur patríarkinn tók í sama streng. Forseti Grikklands fann „lausninni“ allt til foráttu og við- skiptaritstjóri BBC, Robert Peston, sagði ákvörðun þríeyk- isins „eyðileggingu í dulargervi björgunar“. Þetta dugði Ragnari Reykási, óskeikulum barómeter alheims- viðskiptanna, þann daginn. Hitt er svo önnur saga að enginn veit hvernig hann fer fram úr næsta daginn. Ekki síst ef hann heyrir að nú sé komið að Ítalíu. Kýpur komin í ausuna, en ekki enn sopin} Haldreipið reyndist snara Þ ar eð kona undirritaðs starfar sem flugfreyja kemst ég oft í erlend tímarit af ýmsu tagi, og líkar vel. Það er hollt að fá sjónarhorn rit- færra manna og kvenna frá öðrum löndum og eins gaman að renna augum yfir auglýsingar frá útlöndum. Um daginn hnaut ég í einu slíku tímariti um litríka heilsíðuauglýs- ingu sem gaf mér og öðrum lesendum hátíðlegt loforð. Þar var verið að boða útgáfu tiltekinnar kvikmyndar, sem gerð var í fyrra, og henni hampað við það tækifæri sem svo: „Don’t Miss The Feel-Good Movie of the Year!“ Það var og. Er hægt að bóka að tiltekin kvikmynd ljái áhorfandanum refjalausa vellíðan? Ég veit hvaða myndir ég horfi á til að láta mér líða vel, en þykist minnst vita um það hvað gerir sama gagn fyrir annað fólk. Til þess erum við of mörg og mismunandi að smekk, uppeldi og innræti. Mér líður til dæmis sjaldan betur en þegar ég horfi á einhverja af hin- um 5 mismunandi útgáfum sem ég á af Blade Runner, hinn goðsagnakennda framtíðar-rökkurtrylli eftir Ridley Scott frá 1982. Samanlagt hef ég líklega séð myndina milli 70 og 80 sinnum – ég hætti að telja þegar ég náði 50 – en vinkona okkar hjóna tjáði mér hins vegar að hún hefði ekki getað klárað hana á sínum tíma, og klukkutímann sem hún entist leiddist henni ýmist eða þá hún hryllti sig við hina nötulegu framtíðarsýn sem myndin boðar. Sömu sögu er að segja af meistaraverkum Stanley Kubrick, 2001: A Space Odyssey og A Clockwork Orange; mín vel- líðan er á stundum annarra vanlíðan þegar að vídeóglápi kemur. Þá þekki ég þónokkra sem myndu flokka ABBA-ópusinn Mamma Mia! sem vellíðunarræmu en bróðir minn, heims- vanur smekkmaður á alla lund, sagðist hafa fundið beinlínis fyrir líkamlegum óþægindum þegar hann fór að sjá hana í kvikmyndahúsi hér um árið. Svo spurt er: hvað gerir mynd að vellíðunarræmu? Er það sykurstráð fram- vinda frá upphafi til enda? Ekki held ég. Þegar að er gáð er erfiðara að festa hönd á kjarna málsins en í fyrstu kann að sýnast. Tvær myndir, báðar fjarska góðar á sinn hátt, gætu vel flokkast sem vellíðunarræmur en gerast þó hvor um sig við ömurlegar aðstæður þar sem allt það fallega og réttláta í lífinu á undir högg að sækja. Önnur, La Vita é Bella eftir Roberto Benigni, gerist í miðri helför Nasista, þeim óg- urlega hildarleik, á meðan The Shawshank Redemption eftir Frank Darabont, fjallar um mann sem dæmdur er saklaus í ævilangt fangelsi og kynnist þar ómanneskjulegu ofríki og ofbeldi af hálfu yfirboðara sem og samfanga. Engu að síður er andanum rækilega upplyft í myndarlok. Og hvað þá með Pulp Fiction, hvar mergð manna mætir örlögum sínum á heldur ókræsilegan hátt? Eru akki allir í stuði að henni lokinni? Það held ég. En ein er sú mynd sem setja má í allra efstu hilluna yfir vellíðunarræmur. Það er franska myndin Amélie frá 2001. Fólk sem ekki er inn- blásið af vellíðan þegar það hefir horft á hana þarf einfald- lega að fara og finna lækninn sinn. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Af vellíðunarræmum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Með samkomulaginu um10 milljarða evra lán tilstjórnvalda á Kýpur erbundinn endi á óviss- una sem ríkt hefur um efnahag landsins, sögðu ráðamenn AGS og ESB í Brussel í gær. Stór orð og ekki eru allir sammála, viðbrögð á mörkuðum voru allavega blendin í gær. Enn er talin hætta á að Kýpur geti ekki til langframa staðið við skuldbindingar sínar og muni því verða að yfirgefa evrusvæðið. „Við sjáum hættu á að skulda- byrði kýpverska ríkisins eftir lánið verði ósjálfbær þar sem líklegt er að efnahagslegur samdráttur verði geysimikill í kjölfar þess að banka- geirinn minnkar og útlán minnka,“ sagði Rheinhard Cluse, hagfræð- ingur hjá UBS-bankanum sviss- neska. Þess má geta að fjármála- starfsemi og ferðaþjónusta eru langstærstu útflutningsgreinar landsins. Og ef nær enginn fær lán frýs atvinnulífið. Jacob Graven, aðal- hagfræðingur Sydbank í Danmörku, efast um að lánið dugi til að bjarga Kýpur til langframa. „Ríkisskuldir munu verða 140% af landsfram- leiðslu og vaxa áfram,“ segir hann. Hvernig höfnuðu Kýpverjar í þessum vanda? Kýpversku bank- arnir keyptu á sínum tíma mikið af grískum skuldabréfum og urðu því fyrir þungum skakkaföllum þegar þau voru afskrifuð um allt að 50%. Bankarnir höfðu þanist afar hratt út um nokkurra ára skeið, samtímis varð til mikil eignabóla í landinu og spilling hefur tröllriðið viðskiptum með fasteignir og lóðir, að sögn heimildarmanna. Miklar opinberar skuldir kýpverska ríkisins Sumt minnir á íslenskar að- stæður í október 2008, annað ekki. Íslenska ríkið var nær skuldlaust, Kýpur skuldar nú fjárhæð sem svar- ar til 87% landsframleiðslu. Ísland var með krónu sem hrundi en gerði um leið útflutningsvörur seljanlegri. Kýpur notar evru sem heldur sínu verðgildi en gerir um leið erfitt að auka útflutning, Kýpverjar geta t.d. ekki undirboðið gríska keppinauta sína í ferðaþjónustu. Stjórn Kýpur-Grikkja þybb- aðist lengi við í Brussel þegar rætt var um að þjóðnýta stórar innistæð- ur. Landið gæti nú misst stöðu sína sem þægilegt skattaskjól og vegna krafna annarra evruþjóða orðið að skattleggja hlutafélög. En Kýpur- stjórn varð að sýna fram á að hún gæti sjálf lagt fram nær sex millj- arða evra og það var gert með því að þjóðnýta stóran hluta innistæðna í næststærsta banka landsins, Laiki. Þjóðverjar munu hafa neitað að samþykkja þá tillögu kýpverskra ráðamanna að sótt yrði fé í lífeyris- sjóði fremur en að ganga að fjár- festum og auðmönnum. Slegnar voru líka af fyrstu hugmyndir emb- ættismanna í Brussel um að ganga á sparifé lítilla innistæðueigenda. Hvort tveggja hefði vafalaust getað orðið hættulegt fordæmi fyrir önnur evruríki í vanda. Sumir fjárfestar sögðu létti að aðgerðirnar væru [að skipun AGS] hannaðar þannig að ekki þyrfti að leggja þær fyrir kýpverska þingið. Aðrir hljóta að velta fyrir sér hvort það sé traustvekjandi að ríkis- stjórnin í Nikosíu megi ekki spyrja þingið álits. Og þýska þingið á eftir að fjalla í apríl um fjárframlag Þýskalands til aðstoðar Kýpur. Angela Merkel kanslari getur ekki treyst því að niðurstaðan verði samþykki. Fá Kýpverjar hæli í auðn kreppunnar? AFP Sár Margir Kýpverjar tóku þátt í mótmælum um helgina. „Hvar er sam- staðan?“ stendur á spjaldinu en landsmönnum finnst að Evrópusambandið, ESB, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, hafi ekki sýnt þeim velvilja. Rússnesk fyrirtæki með vafa- samt orðspor og rússneskir ein- staklingar eiga miklu stærri reikninga en almenningur í bönkum Kýpur, sennilega eiga Rússar allt að þriðjungi þess fjár sem nú gæti horfið í hít ríkissjóðs. „En þetta er algert rán!“ voru fyrstu viðbrögð Dí- mítrís Medvedevs, forsætisráð- herra Rússlands, í gærmorgun þegar hann heyrði um lausnina. En tengsl Rússa og Kýpverja eru mikil, bæði menningarleg og efnahagsleg. Vladímír Pútín for- seti sagðist í gær ætla að láta fara yfir skilmála fimm ára láns Rússa árið 2011 til Kýpur upp á 2,5 milljarða evra. Ef til vill verð- ur slakað á þeim. Sumir segja nú Kýpverja hafa gert skyssu þegar þeir kusu ný- lega hægrimanninn Niko Anas- tasiades í stað gam- als kommúnista sem hafði góð tengsl í Kreml. „En þetta er algert rán!“ TENGSLIN VIÐ RÚSSLAND Niko Anastasiades Nú, þegar ummánuður er til kosninga, er þingið enn að störfum og þvælist þannig fyrir að framboð og frambjóðendur geti komið skilaboðum sínum til kjósenda. Tugir mála voru á dagskrá þingsins í gær og ekki verður séð að nauðsyn krefji að þau fái öll umræðu og afgreiðslu á næstu dögum. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að kjósendur fái tækifæri til að átta sig á hvað er í boði og til þess þarf meira en þá örfáu daga sem sumir stjórn- arliðar ætla kjósendum. Þar sem sú ríkisstjórn sem nú situr hefur fátt afrekað annað en ýta undir sundurlyndi og ill- deilur bíða næsta þings mikil verkefni. Meðal þeirra mikilvæg- ustu er að hleypa krafti í atvinnulífið. Á meðan þingið karpar verða kjós- endur litlu nær um hvað framboðin ætla sér í því stóra verkefni. Vissulega hentar það stjórn- arflokkunum prýðilega að þrasa frekar um stjórnarskrármál en að takast á við það sem gæti gagnast þjóðinni en þeir eiga ekkert svar við. Þeir ættu þó að átta sig á að fólk er farið að sjá að þeir þora ekki að sleppa tak- inu af þrasmálunum og hefja málefnalegar umræður við kjós- endur um stóru kosningamálin. Þetta hefur orðið augljósara með hverjum deginum sem líð- ur. Stjórnarliðar sjá sér hag í að þrasa frekar en ræða tækifæri til uppbyggingar} Óttast samtal við kjósendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.