Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Tröppugangur Gestur í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu gengur upp stiga sem sést hér frá inngangi hússins innan um skuggamyndir frá glerhjúpnum sem Ólafur Elíasson hannaði. Kristinn „Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til,“ sagði skáldið Einar Benediktsson um Reykjavík. Allir lands- menn eiga hlutdeild í höfuðborginni hún er hjartastaður landsins, hefur upp á svo margt að bjóða sem getur bara verið þar í okkar litla landi. Alveg eins eiga höfuðborg- arbúar sveitina með okkur, þar er margt svo yndislegt sem hvergi er annars staðar. Óvinir höfuðborg- arinnar eru þeir sem alltaf eru að staglast á því að flugvöllurinn eigi að fara burt úr borginni, þar þurfi endi- lega að byggja blokkir. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er mikilvægur staður, honum fylgir mikið líf. Reykvíkingar geta á innan við klukkutíma flogið á fjarlæga staði í sínu landi. Á Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði, Hornafjörð og Vest- mannaeyjar og gagnkvæmt, lands- byggðarmenn á sama tíma komist til Reykjavíkur. Svo er beint flug til höfuðborga Færeyja og Grænlands með vaxandi þjónustu hér á landi. Svo tala þessir áróðursmenn um Hólmsheiði sem flugvallarstað sem liggur í eitt hundrað og þrjátíu metra hæð utan borgarinnar, fjarri allri þjónustu. Flugmenn segja mér að Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýr- inni sé öryggisflugvöllur Íslands fyr- ir flugið í landinu öllu. Fari hann þaðan sé innanlandsflugið sem slíkt búið. Ekki hef ég vit á því en þeim treysti ég og veit að þeir eru að segja satt. Bara eitt: Hvað skyldi þokan og verri veðrátta vindur ofl. oft umlykja Hólmsheiðina, meðan Vatnsmýrin er yfirleitt alltaf fær í flugi? Skoðaði Hólmsheiði Ég gerði mér ferð upp á Hólms- heiði til að skoða flugvallarstæðið og hvar fangelsið á að rísa, sem er önn- ur della. Ég verð að segja, það duttu af mér „allar dauðar lýs,“ staðurinn langt utan borgarinnar, fjarri allri þjónustu þar sem ekkert er og kost- ar milljarða að taka byggingarlandið í gagnið. Fara með flugvöll upp á öræfi Reykvíkinga til að leika sér að hættunni í fluginu og eyða milljörðum af pen- ingum að gamni sínu í tukthús sem hægt væri að byggja fyrir til- tölulega lítinn pening niðri á Hlemmi við lög- reglustöðina. Hvað gengur að fólki sem lætur svona? Eyrar- bakki er orðinn í seil- ingarfjarlægð, þar hafa höfuðstöðvar fangels- ismála verið byggðar upp. Ég er hinsvegar ekkert að efast um að hér í Reykjavík þurfi að vera lítið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þessi leikur er sóun á almannafé, peningum sem ekki eru til. Liggur eitthvað við? Já, líf liggur við Í þessum tveimur miklu áformuðu verkum liggja margir milljarðar sem hægt er að spara, peningar sem ekki eru til í dag. Flugvöllur allra lands- manna er á réttum stað í Vatnsmýr- inni. Fangelsisbygging þarna upp frá er sóun á almannafé og undarleg þráhyggja. Enn er hægt að hætta við bæði þessi áform á þessum stað og peningunum er betur varið til að gera það sem gera þarf í brýnustu málum Landspítalans og heilbrigð- isþjónustunnar í landinu. Sparn- aðinum ætti að verja til að endurnýja ónýt tæki og koma í veg fyrir að heil- brigðiskerfið hrynji í hausinn á okk- ur öllum með þeim fórnum sem því fylgja. Þarna stendur hnífurinn í kúnni, í dag. Þarna liggur okkar bráðasti vandi. Eitt besta heilbrigð- iskerfi á Norðurlöndum sem var er nú að hruni komið. Íslenska heil- brigðiskerfið. Líf liggur við að end- urreisa það. Eftir Guðna Ágústsson » Flugvöllur allra landsmanna er á réttum stað í Vatnsmýr- inni. Fangelsisbygging þarna upp frá er sóun á almannafé og undarleg þráhyggja. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra. Galskapurinn með flugvöllinn og fangelsið Umræðan um innan-landsflugið hefur mjög hverfst um Reykjavík- urflugvöll og framtíð hans. Þar er sann- arlega mikið í húfi og engin ástæða til þess að gera lítið úr því. En mesta ógnin sem inn- anlandsflugið stendur frammi fyrir einmitt núna stafar af látlaus- um hækkunum op- inberrar gjaldtöku. Þar er engu eirt. Ríkisvaldið hefur hækkað gjaldtöku af innanlandsflugi um 130 prósent frá árinu 2009. Opinber gjaldtaka af innan- landsflugi var 181 milljón króna árið 2009. Síðan hefur gjaldtakan aukist linnulítið. Enn ein gjalda- hækkunin tekur gildi 1. apríl næst- komandi. Áætlað er að heildar- gjaldtakan verði á þessu ári 415 milljónir króna. Þessi gjaldtaka er um það bil 10% af heildarveltu innanlandsflugsins. Þar fyrir utan greiðir innanlandsflugið auðvitað skatta, eins og annar atvinnurekst- ur auk skatta og útsvarstekna af starfsfólki. 130% hækkun ofan í verri rekstraraðstæður Þetta er auðvitað algjörlega fá- heyrt. 130% hækkun gjalda af at- vinnurekstri sem býr þess utan við erfiðar rekstrarlegar aðstæður er fullkomlega fráleitur. Innanlands- flugið hefur tekjur sínar að lang- mestu í íslenskum krónum. Vegna gengislækkana hefur margs konar erlendur kostnaður hins vegar rokið upp. Eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega, jafnt á erlend- um mörkuðum og vegna áhrifa gengisbreytinga. Sama má segja um kaup á margs konar aðföngum frá útlöndum, svo sem á vara- hlutum, tryggingum og fleira. Ríkisstjórnin hefur ofan í allt þetta ákveðið að stórauka álögur sínar á innanlandsflugið, vitandi vits um hina þröngu rekstrarlegu stöðu. Þarna er á ferðinni klár stefnumótun þó að fyrir liggi upp- lýsingar um þröng rekstrarskilyrði atvinnugreinarinnar. Þetta verður ekki afsakað með skorti á upplýs- ingum. Þær liggja allar fyrir. En samt er þetta gert. Förum yfir þróun þessarar gjaldheimtu frá árinu 2009 til árs- ins í ár: Farþegaskattar, hækkun um 90% Lendingargjöld, hækkun um 142% Ný gjaldtaka, svo sem leiðarflugsgjald, kolefnisgjald eða ETS. Hverjar eru afleiðingarnar? Hverjar eru svo afleiðingarnar? Kostnaður þeirra sem nýta innan- landsflugið eykst. Smám saman verður það ofviða alltof mörgum að nýta sér þennan sam- göngumáta. Þó eiga margir engra annarra kosta völ. Til Reykjavíkur þarf almenningur að sækja sér margs konar þjónustu. Heilbrigð- isþjónustan á landsbyggðinni hefur versnað á síðustu árum og fólk ut- an Reykjavíkur neyðist því til að sækja hana í vaxandi mæli. Margs konar önnur þjónusta, svo sem menntun, hefur verið byggð upp í Reykjavík og þar er stjórnsýslan að mestu. Innanlandsflugið hefur verið lykillinn að aðgengi lands- byggðarfólks að öllu þessu, auk annarrar þjónustu. Sama er að segja um atvinnu- lífið. Framleiðslufyrirtæki sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að reiða sig á innanlands- flugið. Sama er auðvitað að segja um aðra atvinnustarfsemi og þann litla hluta opinberrar þjónustu sem á landsbyggðinni er og þarf að rækja tengsl við stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein Oft er talað um að tækifæri landsbyggðarinnar muni ekki síst liggja á þeim slóðum. Það er allt rétt og satt. En stórhækkuð gjald- taka í innanlandsfluginu leggur risastóran stein í götu slíkrar upp- byggingar. Ferðamenn sem fara út á land nýta sér gjarnan innan- landsflugið. Nú er verið að tor- velda allt slíkt. Með hækkandi flugfargjöldum verður það síður fýsilegt. Því veldur ekki síst gjaldagleði ríkisvaldsins. Gjaldahækkanirnar torvelda allt þetta. Það verður erfiðara og óhagkvæmara að búa og reka fyr- irtæki á landsbyggðinni. Gjalda- hækkanir ríkisvaldsins eru þess vegna hreint óhæfuverk gagnvart landsbyggðinni. Farþegum í innanlandsflugi fer fækkandi Þetta er farið að taka sinn toll. Ráðstöfunartekjur íbúa lands- byggðarinnar sem þurfa að nýta innanlandsflugið lækka. Það verð- ur síður kostur að kjósa sér þar búsetu. Gjaldahækkanirnar eru því eins konar and-byggðastefna. Við sjáum þetta líka birtast í því að nú hefur farþegum í innan- landsfluginu fækkað. Farþegum fjölgaði þrátt fyrir allt fyrstu þrjá mánuði ársins 2012. Eftir það fór þeim að fækka að nýju. Og hvað ætli hafi valdið því? Hinn 1. apríl árið 2012 hækkaði farþegaskattur um 71%, lendingargjöld um 72%, og flugleiðsögugjöld um 22%. Þetta leiddi til hærri fargjalda, með afleiðingum sem fyrirsjáanleg voru. Skrýtin og mótsagna- kennd skilaboð Stjórnvöld prísa mjög almenn- ingssamgöngur og segjast vera boðberar þeirra. Innanlandsflugið er hins vegar gott dæmi um al- menningssamgöngur. Í fyrra voru farþegar í innanlandsflugi 370 til 380 þúsund og hafði þá fækkað um 3% frá árinu áður. Á sama tíma og varið er opinberum fjármunum til annarra almenningssamgangna, sem hér er ekki gagnrýnt, er sér- stök skattheimta á innanlands- flugið aukin um 130% á kjör- tímabilinu. Þetta eru skýr skilaboð, en hins vegar alveg stór- skrýtin. Þetta eru afleiðingarnar Drögum þetta saman. Gjalda- hækkanir í innanlandsflugi nema um 130% á kjörtímabilinu. Þetta er augljóslega meðvituð stefna. Af- leiðingarnar eru verri aðgangur landsbyggðarinnar að nauðsynlegri þjónustu, stórversnandi kjör þeirra sem flugið nýta, lakari rekstraraðstæður fyrirtækja á landsbyggðinni, skert samkeppn- isstaða ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni, verri rekstr- arafkoma flugfélaganna, færri far- þegar, sem veikir fyrirtækin til lengri tíma og óvissa um framtíð þessarar mikilvægu þjón- ustustoðar. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Gjaldahækkanir í innanlandsflugi nema um 130% á kjörtímabilinu. Þetta er augljóslega meðvituð stefna. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Landsbyggðin er látin blæða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.