Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 28

Morgunblaðið - 26.03.2013, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 4.900 5.300 6.600 6.500 6.4006.600 8.500 7.950 12.000 950 7.300 Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 MEÐ FJARSTÝRINGU Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- Verð nú 39.990,- Verð áður 64.500,- MEÐ FJARSTÝRINGU fermingargjöfin... Keo Samon, hrís- grjónabóndakona í Suðaustur-Kambódíu hafði ekkert salerni á heimilinu. Raunar var ekki einu sinni kamar í nágrenninu fyrir hana, eiginmann hennar og fimm dæt- ur, þannig að þau gengu örna sinna í kringum heimilið eða á hrísgrjónaakrinum. Allt þetta breyttist eftir að almannsamtök (Water Supply and Sanitation Council) sem eru í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, hófu störf í þorpinu. Fjölskylda Keo ásamt þrjátíu öðr- um tók þátt í kynningarfundi og lærði að byggja einföld þurr sal- erni og gekk til liðs við átak um að út- rýma saur á almanna- færi. „Áður vissi ég ekk- ert um afleiðingarnar. Þetta var bara vani allra okkar í þorpinu. Við vissum ekkert um hvaða máli hreinlæti skipti. En núna er ég himinlifandi yfir að við höfum eigin hrein- lætisaðstöðu,“ segir Keo. En hvaða máli skiptir salerni? Miklu meira en þú heldur. Fullnægjandi hreinlætis- og þar á meðal salernisaðstaða, hindrar útbreiðslu sjúkdóma og vannæringu af völdum mengaðs vatns. Að ganga örna sinna á al- mannafæri, eins og einn milljarður manna gerir um allan heim, er ein helsta orsök niðurgangspestar sem kostar meir en þrjá fjórðu milljónar barna undir fimm ára aldri lífið á hverju ári. Hreinlætisaðstaða ryður einnig brautina fyrir verndun og eflingu kvenna og stúlkna. Víða sækja stúlkur ekki skóla þegar þær eru á blæðingum ef engin salern- isaðstaða er í skólanum. Hætta á að konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi eykst, ef þær þurfa að leita að afviknum stöðum undir berum himni. Að lokum eru efnahagsleg rök. Slæmt vatn og léleg hreinlæt- isaðstaða kostar þróunarríki um 260 milljarða Bandaríkjadala á ári hverju eða jafnvirði 1,5 af hundr- aði landsframleiðslu. Á hinn bóg- inn skilar hver króna sem fjárfest er í bættu hreinlæti sér fimmfalt til baka í bættri heilsu og aukinni framleiðni. Af þessum sökum er erfitt að skilja hvernig á því stendur að ár- ið 2013 skorti 2,5 milljarða manna um allan heim viðunandi hreinlæt- isaðstöðu. Fleiri hafa farsíma en salerni í heiminum í dag. Frá því þúsaldarmarkmiðin um þróun (MDG) voru samþykkt árið 2000 hefur fátækt í heiminum ver- ið minnkuð um helming. Sama gildir um fjölda þess fólks sem hefur aðgang að viðunandi neyslu- vatni. 200 milljónir íbúa fátækra- hverfa lifa betra lífi. Fjöldi skóla- barna hefur aukist gríðarlega. Með öðrum orðum hefur tekist að fylkja liði um þróunarmarkmiðin með glæsilegum árangri. Engu að síður er staðreyndin sú að nú þegar þúsund dagar eru þangað til fresturinn til að ná markmiðunum rennur út, 2015, er- um við ekki einu sinni nálægt því að ná markmiðunum um bætta hreinlætisaðstöðu. Af þessum sök- um hef ég, fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra samtakanna ýtt úr vör átaki um aðgerðir í að bæta hreinlæt- isaðstöðu í tilefni af upphafi Al- þjóðlegs árs um samvinnu með vatn. Þrennt getum við gert til þess að hraða framförum. Í fyrsta lagi Eftir Jan Eliasson Jan Eliasson »Hver króna sem fjárfest er í bættu hreinlæti skilar sér fimmfalt til baka í bættri heilsu og aukinni framleiðni. Fleiri hafa aðgang að farsíma en salerni Augljóst er að ung- lingsár og komandi fullorðinsár eru mjög mikilvæg í þroskaferli einstaklingsins. Það að verða fullorðinn felur í sér langa og stranga göngu einstaklinga og það að verða tekinn í samfélag fullorðinna einkennist af mikilli sjálfsskoðun og mótun persónuleika, þróun skoðana, sjálfstæðis og ábyrgðar. Tímabil komandi fullorðinsára hef- ur lengst undanfarna áratugi með tilkomu meiri krafna á vinnumark- aði þar sem fólk þarf að uppfylla hærri staðla sem ákveðin störf krefjast. Lengri skólaganga, hærri giftingaraldur og frestun barneigna hefur veitt einstaklingnum mikið frelsi og tíma til þess að finna út hvað það er sem hann vill í lífinu og þess vegna er hann lengur að ná fullorðinsaldri. Sjálfstæði, ábyrgð og skyldur ásamt því að verða óháður öðrum, bæði hvað varðar fjárhag, skoðanir og ýmislegt, er aug- ljóslega hluti af því að ná ákveðinni fullorð- insstöðu, þó svo að fé- lagsleg hlutverk eigi enn þátt í umskipt- unum. Þetta ferli sem unglingsárin eru göngum við öll í gegn- um á einn eða annan hátt og tímabilið tel ég afar mikilvægt til þess að átta sig á framtíð- arskyldum sem full- orðnir þátttakendur í þjóðfélaginu. Þó hefur nokkuð borið á því að hinir fullorðnu hafi ekki gefið hin- um ungu jafnt tækifæri til þess að tjá sig og hafa samskipti þeirra á milli oft á tíðum einkennst af ákveðinni togstreitu. Uppbyggileg gagnrýni með jákvæðu viðhorfi til unga fólksins okkar er nokkuð sem ég tel að mætti vera oftar til staðar. Þessir einstaklingar eru jú framtíðin, og því tel ég það hlut- verk hinna fullorðnu að leiðbeina þeim sem yngri eru. Þó tel ég það einnig mikilvægt að einstaklingar fái tíma til þess að njóta og upplifa og læra af reynslunni, en það hefur eitthvað á því borið í nútíma- samfélagi okkar að unga fólkið verður fyrir fordómum og því kennt um margt sem fer miður. Það getur verið stór hluti þess að læra á lífið og öðlast reynslu af samfélaginu að skipta um nám fimm sinnum, prófa að vinna á tíu mismunandi stöðum og vera svolít- ið áttavilltur og óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er leið á þroskagöngu okkar í lífinu og sú reynsla sem við búum að mótar okkur sem einstaklinga. Við leiðum hugann of oft að því hvað sé fram- undan á meðan við ættum stundum að staldra við og hugleiða stöðu okkar á því augnabliki. Einstaklingar mótast þannig oft af þeim hugmyndum sem finna má í samfélaginu hverju sinni og upp- lifa á sinn sérstaka hátt það að full- orðnast. Unglingar eru að ganga í gegnum miklar breytingar og at- burðir sem eiga sér stað yfir þetta ákveðna tímabil koma þeim nær fullorðinsaldrinum. Unglingsárin eru þannig tímabil þjálfunar fyrir alls konar færni sem getur nýst Unga fólkið okkar Eftir Völu Karen Viðarsdóttur Vala Karen Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.