Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Engin verðtrygging, þá verða engin eft- irlaun hjá almennum borgurum, þ.e. þeim sem greiða í almennu lífeyrissjóðina. Þeir sem núna eru að greiða þúsundir í lífeyrissjóði sína fá aðeins lítið brot af því verðmæti sem að þeir hafa sparað til að eiga ánægjulegt ævi- kvöld. Mér finnst þetta óviðunandi brot á jafnræðisreglunni þegar litið er til ríkisborgara þ.e. þeir sem fá eftirlaun frá ríkinu og njóta verðtryggðra eftirlauna. Líf- eyrissjóðirnir eru ekki vogunar- sjóðir, þeir eru sparifé okkar al- mennu borgaranna. Í umræðunni heyri ég menn oft lýsa því að þegar verðbólgan aukist þurfi heimilin í landinu að greiða verðtryggingu til lífeyrissjóðanna, tugi milljarða. Það er ekki minnst á að ef þessi verð- trygging er ekki greidd þá minnka eftirlaun til almennra borgara um nákvæmlega sömu upphæð. Það yrði harmur á heimilum almennra borg- ara. Mér finnst oft gæta misskilnings í umræðunni, margir halda að lífeyr- issjóðirnir eigi nóg af peningum og þá muni ekki um nokkur hundruð milljarða ef á þurfi að halda. Við skulum hugsa okkur einn pen- ingatank sem einn almennan lífeyr- issjóð. Í þennan peningatank renna iðgjöld sjóðfélaga ásamt vöxtum og verðbótum sem eru til að bæta verðmætarýrnun peninganna vegna verðbólgunnar. Úr peningatanknum rennur síðan rekstrarkostnaður sjóðsins og eftirlaun til sjóðsfélaga. Hver sjóðsfélagi á sinn hlut í sjóðn- um alveg frá fyrstu inn- borgun í sjóðinn. Með lögum og reglugerðum er nákvæmlega fylgst með að hver fái sitt þegar komið er á eft- irlaunaaldurinn. Við skulum hugsa okkur þennan peningatank í jafnvægi samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt í byrjun krepp- unnar, inn í hann renn- ur jafn mikið og út úr honum rennur. Í krepp- unni tapar sjóðurinn fé, þ.e. innstreymið minnkar og til að halda sjóðnum í jafnvægi samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt, til að tapið kom jafnt niður á öllum sjóðs- félögum, þarf tafarlaust að minnka útrennslið. Hugsum okkur að sjóð- urinn þurfi að takmarka útstreymið um 35% og skerði því eftirlaunin um 35%. Ég gæti ímyndað mér að þetta væri meðaltalið í almennu lífeyr- issjóðunum, sumir eitthvað minna og sumir eitthvað meira. Hjá ríkisborgurum er þetta öðru- vísi, ef peningatankurinn er ekki í jafnvægi samkvæmt trygging- arfræðilegri úttekt er útstreymið úr tanknum ekki minnkað eins og hjá almennu borgurunum heldur liggur í raun bein leiðsla úr ríkissjóði í pen- ingatank ríkisborgaranna og honum haldið í jafnvægi og engin skerðing verður á eftirlaunum ríkisborg- aranna. Undirstaðan í okkar ágæta sam- félagi er ríkisborgararnir og þeir eiga sannarlega skilið að fá verð- tryggð eftirlaun og þetta er þeirra samningsbundni réttur. Við almenn- ir borgara höfum með verðtryggingu á okkar lífeyrissparnaði getað náð sæmilegum eftirlaunum svipað og ríkisborgararnir. Ef verðtryggingin verður bönnuð hrynur eftirlauna- kerfi almennra borga og það finnst mér brot á jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar. Til að aðstoða þá sem verst fóru út úr kreppunni finnst mér að við eigum að stofna viðlagasjóð með þátttöku allra landsmanna svipað og gert var í náttúruhamförunum í Vestmann- eyjagosinu á sínum tíma. Kreppan var jú sannarlega fjármálahamfarir. Neyðarlögin sem Geir Haarde for- sætisráðherra setti þegar kreppan skall á forðaði þjóðarskútunni frá því að sökkva. Lífeyrissjóðir almennu borgaranna voru kjölfestan sem kom í veg fyrir að þjóðarskútan færi á hliðina, þökk sé verðtryggingunni. Af hverju er ég gamlinginn kominn á grafarbakkann að skipta mér af þjóðmálaumræðunni? Því er til að svara að mér finnst ömurlegt ef afa- og langafabörnin mín verða að búa í verðbólgusamfélagi án verðtrygg- ingar á fjárskuldbindingum. Harmur heimilanna Eftir Rúnar Guðbjartsson » Lífeyrissjóðirnir eru ekki vogunarsjóðir, þeir eru sparifé okkar almennu borgaranna. Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrv. flugstjóri. verðum við að uppræta þann sið að fólk gangi örna sinna undir beru lofti á almannafæri og slíkt verður að gera land fyrir land, samfélag fyrir samfélag og fjöl- skyldu fyrir fjölskyldu. Við þurf- um að ræða þetta vandamál og ekki sniðganga málefni sem okkur finnst óþægilegt að ræða. Í öðru lagi þurfum við að bæta samvinnu. Vatn og hreinlæti skipta alla máli. Í þriðja lagi verðum við að efla það starf sem skilar árangri. Ein- faldar og ódýrar aðgerðir geta virkað. Frá 1990 til 2010 hefur 1,8 milljarðar manna fengið aðgang að hreinlætisaðstöðu sem er umtals- verð framför. Það kemur ekki til greina að gera ekki neitt. Félagslegur, efna- hagslegur, og umhverfislegur kostnaður er of mikill. Enginn ætti að ganga örna sinna á al- mannafæri en til þess að svo megi verða þarf að útvega sómasamlega hreinlætisaðstöðu og hreint vatn fyrir alla svo konur og stúlkur geti lifað með reisn og börnin lifað af og heilu samfélögin blómstrað. Keo í Kambódíu segir að öll fjölskyldan njóti hreinlætisaðstöð- unnar og hafi hreint vatn að drekka. „Ég hvatti allar fjöl- skyldur í þorpinu til að byggja kamar því þetta skilar okkur ár- angri í betri heilsu, sérstaklega börnunum.“ Keo hefur sýnt gott fordæmi. Við ættum öll að styðja við bakið á slíku framtaki. Það getur enginn gert allt, en við getum öll gert eitthvað. Höfundur er varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. - með morgunkaffinu einstaklingnum í samfélagi sínu. Einnig er tímabil unglingsáranna mikilvægt þar sem einstaklingar læra að tileinka sér og beita raunsæi og rökhugsun og myndun sjálfsmyndar er í fullum gangi. Unglingar þurfa að fá ákveðið rými til þess að prófa sig áfram, reka sig á og gera mistök (mistök eru jú mannleg, líka hjá ungling- um) og því tel ég nauðsynlegt að horft sé á það með jákvæðara móti en sést oft í samfélagi okkar. Með því að íhuga málefnið vandlega og velta fyrir okkur hvernig við getum leiðbeint unga fólkinu okkar á gagnrýninn en jafnframt jákvæðan og uppbyggilegan hátt, sem og að reyna að veita þeim svigrúm á leið sinni til fullorðinsára, getum við öll lært að bera virðingu fyrir þeim mismunandi viðhorfum sem finnast í þjóðfélaginu. »Uppbyggileg gagn- rýni með jákvæðu viðhorfi til unga fólksins okkar er nokkuð sem ég tel að mætti vera oftar til staðar. Höfundur er MA-nemi í mannfræði við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.