Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 aprílbyrjun verður vonandi órækt merki um að verkið muni hafast. Þarflaust er að taka fram að mik- il undirbúningsvinna hefur farið fram og margir komið að því verki. Í nútímanum er ekki eins auðvelt og margur heldur að teikna og reisa fangelsi enda verður að upp- fylla ýmsa alþjóðlega staðla og taka tillit til mannréttinda þeirra sem hljóta fangelsisdóma. Fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði verður lágreist bygging, hógvær en þó festuleg þar sem hún hvílir í kyrrð heiðarinnar. Hún er í útjaðri borgarinnar eins og Hegning- arhúsið var á sínum tíma að áliti margra. Nú er það gamla og virðu- lega hús í hringiðu borgarinnar og aldrei að vita nema sömu örlög bíði Hólmsheiðarfangelsisins en það er nú önnur saga. Með nýju fangelsi á Hólmsheiði verður stigið tímamótaskref í bygg- ingarsögu fangelsa hér á landi. Stefnt er að því að bæta skilyrði til afplánunar fangelsisrefsinga frá því sem nú er. Kvenfangar verða vist- aðir í Hólmsheiðarfangelsinu og Kvennafangelsið í Kópavogi lagt Tímamót verða í sögu fangelsisbygg- inga hinn 4. apríl nk. þegar tekin verður fyrsta skóflustunga að nýju fangelsi á Hólms- heiði. Í rúma hálfa öld hafa menn velt fyrir sér hvar best væri að reisa nýtt fangelsi og hvernig það skyldi bú- ið. Föngum fjölgar í takt við fjölgun íbúa og af þeim sökum hafa fangelsin verið þétt- setin. Sum fangels- anna uppfylla ekki þær kröfur sem gerð- ar eru til slíkra húsa í nútímanum. Í umræðu um ný fangelsi hefur stund- um verið bent á „ein- faldar“ lausnir og „ódýrar“ eins og auða og yfirgefna skóla á ýmsum landshornum, fangaskip, gáma o.fl. í þeim dúr en þá hefur gleymst að fangelsi eru fyrir fólk sem nýtur mannréttinda enda þótt það hafi brotið af sér. Fangelsisbyggingar hafa verið teiknaðar og hannaðar en þær hafa ekki risið. Lengst komst þó fangelsisbyggingin við Tunguháls í Reykjavík á sínum tíma. Grunnur var steyptur en síð- ar var mokað yfir hann. Lengra náði ekki sú saga. Nú er horft til þess að nýtt fang- elsi verði risið á Hólmsheiði 2015. Öll undirbúningsvinna er komin það langt á veg að trauðla verður aftur snúið. Skóflustungan á Hólmsheiði í niður. Kvenfangar hafa búið við lakari skilyrði til afplánunar en karlar; núverandi húsakynni kvennafangelsisins eru þröng og aðstaða til útivistar óviðunandi. Karlfangar eru iðulega vistaðir meðal kvenfanga og gengur stund- um vel og stundum miður. Í nýja fangelsinu munu þær ekki afplána á sömu fangelsisdeildum og karlar heldur vistast sér – rými verður fyrir átta til tíu konur. Sameig- inlegt rými á kvennadeild fangels- isins verður vel búið enda haft í huga að þar þurfi sumar konur að afplána langa dóma. Útivistarsvæði kvenna verður um 400 m². Þá verð- ur og Hegningarhúsinu á Skóla- vörðustíg 9 lokað en í nýja fangels- inu verður móttökudeild – og gæsluvarðhald. Aðstaða fanga til vinnu og náms verður stórefld. Boðið verður upp á afþreyingu og æfingaaðstöðu í útivistartíma fanga. Þá verður sérstök íbúð, heimsókn- aríbúð, sem ætluð er til heimsókna maka með börn og möguleiki á að geta dvalist þar næturlangt með fanganum. Þetta fyrirkomulag er mikilvægt og mun efla tengsl fanga og barna þeirra. Börn fanga eru nefnilega ósýnilegur hópur sem þarf að gefa sérstakan gaum, styðja og vernda. Það á að vera eitt höfuðmarkmið fangelsa nútímans að auka mögu- leika fanga til farsæls og heiðarlegs lífs. Á það skal bent að góður að- búnaður í fangelsi, fjölbreyttir Eftir Hrein S. Hákonarson Hreinn S. Hákonarson » Það á að vera eitt höfuðmarkmið fang- elsa nútímans að auka möguleika fanga til far- sæls og heiðarlegs lífs. Skóflustunga á Hólmsheiði HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. Efnalaug - Þvottahús 330 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. stk. NÚ Á FIMM STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Langholtsvegi 113 Turninn Höfðatorgi Það er ánægjulegt hversu margir hafa kynnt sér stefnu Framsóknarflokksins. Skoðanakannanir benda til þess að fjöldi Íslendinga sé sammála Framsókn um að heimilin séu und- irstaða og drifkraftur þjóðfélagsins. Einn þeirra sem hafa kynnt sér stefnu Framsóknarflokksins er Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur. Bendir Arnar á í grein sinni í Morg- unblaðinu, þann 15. mars sl. að Framsóknarflokkurinn sé þekktur fyrir að standa við kosningaloforð sín og hafi árið 2003 tryggt heim- ilum félagslegan stuðning með 90% lánum frá Íbúðalánasjóði. Arnar hefur þó gleymt framgangi við- skiptabankanna 2004 og ályktar ranglega að rót vanda heimilanna sé Íbúðalánasjóður. Vilhjálmur Bjarnason, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, ályktar einnig ranglega á sama hátt í ný- legri grein. Rökvillu þeirra félaga Arnars og Vilhjálms má glöggt sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir skuldir heimila við helstu lánastofn- anir. Í ágúst 2004 hófu viðskiptabank- arnir að bjóða óhóflegan aðgang að fjármagni til íbúða- kaupa og átti útlána- aukninginn sér enga stoð í undirliggjandi efnahagsþróun. Heild- arlánveitingar Íbúða- lánasjóðs drógust hinsvegar saman á sama tíma og kyntu því ekki undir báli bankanna. Útlánaþensla við- skiptabankanna var forsenda þess að fast- eignabólan blés út með þeim afleiðingum að hún brast með tilheyrandi eignabruna hjá íslensk- um heimilum. Innstæðulaus og útblásin skuld heimilanna var síðan flutt á silf- urfati til vogunarsjóðanna af núver- andi ríkisstjórn árið 2009. Þessa til- færslu ætlar Framsókn að leiðrétta. Leiðrétting Fram- sóknarflokksins Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson »Útlánaþensla við- skiptabankanna var forsenda þess að fast- eignabólan blés út með þeim afleiðingum að hún brast með eignabruna hjá íslenskum heim- ilum. Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Skuldir heimila við helstu lánastofnanir Heimild: Seðlabanki Ísland 1.200 1.000 800 600 400 200 0 M ill ja rð ar kr ón a R au nv er ð hú sn æ ði s, 10 0 =á gú st 20 0 4 125 100 75 Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir (v. ás) Bankar (v. ás) Raunverð húsnæðis (h. ás) Maí ‘03 Maí ‘07Maí ‘04 Maí ‘05 Maí ‘06 Bankarnir hefja innreið á fasteignalánamarkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.