Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 31
möguleikar til náms og starfa ásamt andlegri og líkamlegri upp- byggingu, er líklegri til að skila já- kvæðum árangri heldur en ella og stuðla að hamingju. Fangavist má ekki vera innihaldslaus – vistin má ekki vera án dagskrár eða jafnvel einhvers konar tímabundið dag- skrárhlé. Lýðræðissamfélög nútímans hafa í hávegum virðingu fyrir manngildi og réttlæti. Þau mótast af raun- særri bjartsýni á manneskjuna og búa yfir miklum sveigjanleika sem tekur þó af festu á lögbrotum og lýsir yfir vanþóknun á þeim. Mann- úð, virðing og velferð allra eru ein- kunnarorðin. Sú virðing tekur til fangans sem manneskju enda þótt hann hafi með brotum sínum hvorki sýnt virðingu né tillitssemi. Þau sem í fangelsi eru hafa hrasað á vegi lífsins og gjalda fyrir það. En samfélagið á ekki að gjalda fyrir það að fólk sitji í fangelsi og fari þaðan jafnvel verra en það kom. Fangarnir eiga ekki heldur að gjalda fyrir það að vera í fangelsi og verða fórnarlömb vistar þar sem tilgangsleysi svífur yfir vötnum, iðjuleysi og doði. Fangelsið á Hólmsheiði verður nútímalegt fangelsi þar sem tekið er tillit til öryggis borgaranna. Einnig mun það renna traustum stoðum undir nýtt og farsælt líf þeirra sem þar vistast um lengri eða skemmri tíma. Það er allra hagur að vel sé búið að föngum og að þeir fái möguleika til að fóta sig úti í samfélaginu sem heilar og góð- ar manneskjur. Til þess er meðal annars nýtt fangelsi reist. Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar. UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Sú afstaða lands- funda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, nýafstaðinna, að leggja fram skýra stefnu gegn Esb-umsókn og hinni rangnefndu „Evr- ópustofu“ (230 milljóna áróðursbatteríi sem Esb-sinnar verja sem sjálfsagt mál!) – sú stefna flokkanna tveggja er einarðleg og heiðarleg. Þeir leggja hana fram til að láta kjósa um hana í næsta mán- uði. Kjósi meirihlutinn þá flokka, hef- ur þeim verið veitt fullt, lýðræðislegt umboð til að fylgja stefnunni eftir og því engin þörf á að eyða 200 millj. kr. í þjóðaratkvæði um þau mál sér- staklega. Þar að auki bera þeir tveir flokkar ekki ábyrgð á hinni hneykslanlegu Esb-umsókn Samfylkingar og leiði- tamra, stefnuskrársvíkjandi VG- þingmanna 2009. Allan tímann frá þeirri umsókn hefur skýr meirihluti Íslendinga verið andvígur því, að Ís- land verði partur af Evrópusamband- inu. Sá meirihluti er nú 70% (Gallup 6. marz 2013). Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, einn helzti talsmaður hinna rang- nefndu Evrópusamtaka, átti grein hér í blaðinu 20. þ.m. og mælti þar sem fyrrum með Evrópusamband- inu. Gunnar ætti að forðast að villa um fyrir fólki með yfirborðslegum orðum um rýrnun krónunnar frá upphafi hennar. Við mælum velsæld okkar í húsakosti og lífskjörum, ekki í hans villandi nið- urreiknun. Eða vill hann heldur taka sér búsetu í þröngum, kola- kyntum húsum okkar eins og þau voru fyrir 90 árum, með mal- argötur alls staðar, síma aðeins á heimilum sæmilega efnaðra, enga ljósvakamiðla og litla félagslega þjónustu? 70% Íslendinga hafa það á hreinu, að þeir vilja ekki skipta á sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar, ásamt fiskveiðilögsögu okkar, fyrir meinta vaxtalækkun, sem Gunnar Hólm- steinn veifar eins og gulrót fyrir framan asna (þegjandi um, að hér er mun smærri markaður en á meg- inlandinu). Miklu fremur lærum við aðhald og sparnað af biturri reynslu og stefnum í landi tækifæranna að sjálfbæru heimilisbókhaldi á kom- andi árum í stað eilífs trausts á lán- tökur. En af hverju þegir Gunnar um hið hrikalega fullveldisframsal sem fæl- ist í því að bæta ofan á okkur tveimur ráðandi yfir-löggjafarþingum stór- veldisins? Hér er fullt tilefni til að hyggja að lærdómum sögunnar. Vegna stefnu Dana með hinum illa þokkuðu stöðu- lögum og tilboðs þeirra um hluttöku okkar í þeirra eigin löggjafarþingi ritaði hinn hyggni og varfærni Jón forseti eftirfarandi í I. árgang And- vara árið 1874 (hornklofainnskot JVJ): „Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yf- irvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafn- rétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir [þ.e. Danir] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eig- inmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á.“ (Tilvitnun lýkur í JS.) Sjá menn ekki hliðstæðuna? Evr- ópusambands-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um „málefni Evrópu“ og að sá mikilvægi ávinningur rétt- læti það að gefa þingfulltrúum hinna 27 þjóðanna „hlutdeild í“ (reyndar yf- irgnæfandi vald yfir) okkar löggjaf- armálum, okkar eiginmálum, ef þeim sýnist svo. Hliðstæðan er reyndar ekki full- komin, því að í stað þess að eignast 25. hvern þingmann á þingi Dana myndum við eiga 125. hvern þing- mann á Esb-þinginu í Strassborg og Brussel og einungis 1/1666 (0,06%) alls atkvæðavægis í hinu volduga ráð- herraráði í Brussel – því, sem t.d. fer með virkustu löggjöf um sjáv- arútvegsmál í Esb. (þ. á m. „regluna“ óstöðugu um hlutfallslegan stöð- ugleika fiskveiða)! En getum við, eins og Jón forseti orðar það, „staðizt“ með því að hafa einungis 1/125 eða 1/1666 atkvæða í okkar eiginmálum? Vitaskuld ekki! Væri fróðlegt að sjá svör Gunnars Hólmsteins við þessum atriðum, eða telur hann slíkt fullveldisframsal bara í himnalagi? En ég hvet alla kjósendur til að gæta að afstöðu framboðanna til full- veldis okkar andspænis því Evrópu- sambandi, sem eyðir nú tugum millj- óna í boðsferðir sveitarstjórnarmanna héðan til Brussel, hefur eytt margfalt meira í lúxusboðsferðir annarra, ennfremur hundruðum milljóna í (að mestu) fyr- irhugað starf tveggja áróð- ursmiðstöðva, í Reykjavík og á Ak- ureyri, og yfir 5.000 milljónum í IPA-styrki, allt til að liðka fyrir þeirri innlimun Íslands, sem er ætl- unarverk Evrópusambandsins og voldugra ríkja sem að því standa. Frambjóðendur fái umboð til að aftur- kalla umsókn um innlimun í ESB Eftir Jón Val Jensson » Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa umboð landsfunda til að hætta við Esb- umsókn vinstri flokk- anna. Dýrrar þjóð- aratkvæðagreiðslu er ekki þörf. Jón Valur Jensson Höfundur er fullveldissinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.