Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 ✝ Unnur Bene-diktsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. júní 1924. Hún lést á heimili sínu, Hvassaleiti 58 í Reykjavík, 14. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Guðmundsson, húsgagnasmíða- meistari í Reykja- vík, f. 23.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, d. 1.11. 1971, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, f. 30.3. 1885 á Mið-Hvoli, Mýrdal, d. 4.2. 1978. Systkini Unnar voru stúlka sem dó á fyrsta ári, Jón, f. 10.8. 1916, d. 29.5. 2003, kvæntur Jóhönnu Hann- esdóttur, f. 22.10. 1915, d. 26.5. 2001, og Guðmundur, f. 5.3. 1920, d. 29.5. 2000, báðir húsgagnasmíðameistarar og myndlistarmenn. Hinn 7.12. 1946 giftist Unn- ur Magnúsi Eðvaldi Baldvins- syni, úrsmíðameistara, f. 12.12. 1923 á Ísafirði, d. 30.12. 2006. Foreldrar hans voru Baldvin S. Sigurðsson, stýri- maður á Ísafirði, f. 1900, d. 1929, og Þuríður Magn- úsdóttir, f. 1898 í Mýratungu í Hrönn, f. 13.8. 1976, og Unnur Eir, f. 29.2. 1980, sambýlis- maður Kristinn Pálmason. Alls eru langömmubörn Unnar og Magnúsar 23. Unnur ólst upp og bjó alla tíð í Reykjavík, lengst af á Freyjugötu, á Dunhaga, í Ás- enda og loks í Hvassaleiti. Þau Magnús eiginmaður hennar stofnuðu árið 1947 og ráku síð- an úrsmíðaverkstæði og skart- gripaverslun í Reykjavík, fyrst á Laugavegi 82, þá á Lauga- vegi 12 og síðan á Laugavegi 8. Árið 1979 stofnuðu þau Unnur og Magnús, ásamt dótt- ur sinni, Þuríði, og tengdasyni sínum, Birni Á. Ágústssyni, úr- smíða- og skartgripafyrirtækið MEBA, en árið 1987 fluttist fyrirtækið í Kingluna í Reykja- vík. Unnur vann alla tíð við fyrirtæki þeirra hjóna, mest við verslunarstörf. Einnig ráku þau Unnur og Magnús um skeið úra- og skart- gripaverslun á Akranesi, sem Helgi Júlíusson tók við, og í Keflavík, sem Georg Hannah tók við. Unnur stundaði fim- leika á sínum yngri árum í ÍR, en bæði voru þau Unnur og Magnús félagar þar og ævi- langir stuðningsmenn. Hún var félagi í Oddfellowreglunni, Re- bekkustúkunni Bergþóru. Unnur var einnig virkur þátt- takandi í félagslífi Magnúsar, sem var mest innan Úrsmiða- félags Íslands. Útför Unnar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 26. mars 2013, klukkan 13. Reykhólasveit, Austur-Barða- strandarsýslu, d. 19.4. 1983. Dætur Unnar og Magn- úsar eru: 1) Erla, verslunarstjóri, f. 11.2. 1947, gift Erni Þórhallssyni, skrifstofumanni, f. 9.11. 1947. Dætur þeirra eru: Guð- ríður Ingibjörg, f. 4.12. 1967, gift Arnari Sigurðs- syni, Hrefna Björk, f. 8.3. 1970, sambýlismaður Guðni Bridde, og Þórunn, f. 5.2. 1975, gift Ásgeiri Ásgeirssyni. 2) Guðrún Sigríður, kennari, f. 23.5. 1949, gift Jóni Sveins- syni, hæstaréttarlögmanni, f. 7.7. 1950. Börn þeirra eru: Unnur Ýr, f. 9.2. 1970, gift Konrad Aðalmundssyni, Ýmir, f. 21.9. 1975, kvæntur Stein- unni Huld Gunnarsdóttur, Kristín Ösp, f. 30.8. 1977, gift Haraldi Hallsteinssyni, og Hildur Hlín, f. 4.10. 1983, sam- býlismaður Halldór Vilberg Ómarsson. 3) Þuríður, fram- kvæmdastjóri, f. 23.5. 1949, gift Birni Árna Ágústssyni, úrsmíðameistara, f. 30.6. 1950. Börn þeirra eru: Magnús Eð- vald, f. 22.4. 1972, kvæntur Nönnu Huld Reykdal, Eva Nú hefur lífsklukka móður okk- ar stöðvast, sú klukka sem byrjaði að slá er hún leit dagsins ljós fyrir tæpum 89 árum síðan, gangverkið gafst upp og hætti að slá. Mamma var fædd í Reykjavík og bjó þar allt sitt líf. Hún var því sannkölluð Reykjavíkurmær þó að hún rekti ættir sínar bæði í Mýrdalinn og norður í Húna- vatnssýslu. Hún gekk í Ísaks- skóla, Austurbæjarskóla og Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Hún var send í sveit til sumardvalar að Eystri-Sólheimum í Mýrdal og Bjargarstöðum í Austurárdal. Hún vann um tíma á skrifstofunni á bílastöð Steindórs. Fljótlega eft- ir að hún og pabbi kynntust stofn- uðu þau úra- og skartgripaverslun í Reykjavík. Úr, klukkur og skart- gripir voru því alla tíð hluti af lífi hennar. Margs er að minnast nú þegar hún hefur kvatt þessa jarðvist. Okkur er efst í huga öll sú ástúð og umhyggja sem hún sýndi okkur. Það voru okkar forréttindi að fá að eiga hana sem móður. Þegar við hugsum til baka er það létta lund- in sem fyrst kemur upp í hugann. Aldrei minnumst við þess að hún hafi skipt skapi, var alltaf hlý og jákvæð sem fleytti henni í gegnum lífið og hjálpaði henni mikið á hennar efri árum þegar brothættu beinin fóru að brotna. Mikið væri heimurinn góður ef allir ættu já- kvæðnina og góða skapið hennar mömmu. Mamma var mjög listræn eins og bræður hennar. Í prjónaskap raðaði hún litum og munstrum af ótrúlegri nákvæmni og snilld. Á yngri árum málaði hún á postulín og tíminn sem hún varði við að mála á kerti í Oddfellow gaf henni mikið. Spilastokkurinn var alltaf á stofuborðinu því kapal lagði hún oft á dag auk þess sem hún spilaði bridge í Oddfellow og í Hvassaleit- inu. Krossgátur áttu líka hug hennar allan og þær leysti hún af frábærri leikni. Sumarbústaðurinn við Elliða- vatn var sælureitur þar sem mamma og pabbi undu sér við að gróðursetja, rækta kartöflur og grænmeti eða við að dytta að ýmsu. Þá var mamma lunkinn veiðimaður, oftast hafði hún veitt flesta laxana og ef ekki, þá alla- vega þann stærsta. Þannig var hún natin og þolinmóð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún studdi líka pabba í öllu sem hann sinnti, hvort sem var í vinnu eða í félagsstörfum fyrir Úrsmiðafélag- ið og Lionsklúbbinn. Hún var mikil félagsvera og leið ætíð best innan um fólk. Hún naut þess mjög að hitta í hádeginu íbúa og starfsfólk í félagsmiðstöðinni í Hvassaleiti, þar sem hún bjó síð- ustu árin. Ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni var hún fyrst að þiggja boðið. Síðast hittist fjöl- skyldan í afmæli hjá einu lang- ömmubarninu aðeins þremur dög- um fyrir andlát hennar en þá var hún bara nokkuð hress og spanaði með sínum hætti upp og niður stigana að springa úr gleði yfir stundinni með fjölskyldunni. Af alhug þökkum við systurnar fyrir gæsku hennar, gleði, hlátur, mildi og þá gæfu að geta haft hana okkur til fyrirmyndar, alltaf svo jákvæða og skemmtilega. Nú þeg- ar hún hefur hallað höfði í hinsta sinn þökkum við árin sem hún leiddi okkur og þau sem við feng- um að leiða hana. Yndisleg móður er kært kvödd með söknuð og þakklæti í huga. Erla, Guðrún og Þuríður. Árin sín 88 bar hún Unnur tengdamóðir mín vel og hélt sinni reisn til hinstu stundar. Getur nokkuð verið betra fyrir fullorðið fólk, þó að söknuðurinn sé sár, en að eiga ánægjulega síðustu dag- stundina heima með dætrum sín- um þremur, leika á als oddi í sam- ræðum, ganga svo til hvílu að kvöldi glöð, áhyggjulaus og ánægð, hverfa inn í draumalandið, og halda svo áfram að sofa. Það var í anda þeirrar rósemi sem um hana lék alla tíð. Unnur var brosmild, geðgóð og jákvæð og lét aldrei styggðaryrði falla um aðra. Hún var vinnusöm og listræn, mikil hannyrða- og prjónakona, málaði myndir á diska og kerti, klippti út og bjó til munstur. Eiginleikana sótti hún til hagleiksríkra foreldra sinna eins og bræður hennar. Hún hafði gott auga fyrir hverskonar hönnun og nútímalist. Matargerðina gerði hún að list, skreytti og nostraði við réttina, og var óhrædd við að brydda upp á nýjungum. Kynntist ég hjá henni mörgum ógleyman- legum gómsætum réttum, eins og sérrílöguðum frómas sem enginn getur nú lengur lagað með réttum hætti. Rifjar hún Guðrún mín iðu- lega upp þakkir til móður sinnar fyrir sína eigin ríku sköpunargleði á ýmsum sviðum, prjónaskapinn, hannyrðirnar, matargerðarlistina og uppskriftirnar, námshvatn- inguna, áhugann á myndlist, hönnun og íslenskri menningu. Mikla umhyggju bar Unnur fyrir fjölskyldu og vinum og sýndi okkur Guðrúnu einstaka velvild, hlýju og hjálp þegar við eignuð- umst nöfnu hennar Unni Ýri, sem hún sinnti með okkur fyrst. Fyrir þá aðstoð og fórnfýsi var og verð- ur aldrei fullþakkað. Milli þeirra nafnanna myndaðist sterk taug sem aldrei rofnaði enda um sumt líkar, báru sama fallega nafnið, glaðlyndar en um leið rólyndar, bjartar yfirlitum og bláeygðar, eignuðust báðar þrjú börn, hvor aðeins af öðru kyninu, elskuðu báðar bleikt. Unnur átti einnig sterkt samband við öll sín barna- börn og síðar barnabarnabörn. Hún hafði brýna þörf fyrir að tala reglulega við dætur sínar um líð- andi stund og fjölskylduna. Skipti þá ekki máli hvort dóttirin var á Freyjugötunni, Akranesi, úthverfi Reykjavíkur eða erlendis. Síminn var þó handhægastur í seinni tíð. Á ákveðnum tímum sólarhrings- ins mátti nánast þekkja símhring- inguna! Unnur og Magnús voru fé- lagslynd og vinmörg og geisluðu af lífsgleði og hjálpsemi. Unnur átti þó auðvelt með að vera sjálfri sér næg. Hafði hún unun af því að leysa hverskonar gátur og þrautir og náði mikilli leikni á því sviði. Beið hún óþreyjufull eftir nýjum blöðum með slíku efni og var Morgunblaðið um áramót í miklu uppáhaldi enda blaðið hennar alla tíð. Urðu allir viðstaddir ómeðvit- að þátttakendur í lausnunum þó að áhugi þeirra væri mismikill. Að geta dregið viðstadda með þeim hætti inn í sín áhugamál er líka list. Með Unni er gengin góð kona, gjafmild, hógvær, hispurslaus þjóðleg sómakoma, íslensk kona eins og þær gerast bestar. Ýmis atvik úr lífi hennar munum við í fjölskyldunni rifja upp reglulega í framtíðinni, með eftirsjá og sökn- uði, og halda með því uppi minn- ingu hennar meðan við sjálf lifum. Jón Sveinsson. Það eru fáir sem fæðast með hjarta úr gulli. Amma Unnur var ein af þeim fáu. Hún var ein sú blí- ðasta, kátasta, jákvæðasta og dug- legasta kona sem ég hef kynnst. Nú er hún horfin frá okkur og eft- ir situr sorg yfir að hafa misst fal- lega sál og manneskju sem var okkur svo mikils virði. Lífsbikar- inn var orðinn fullur og nú er hún komin í fang afa Magga sem hefur örugglega beðið óþreyjufullur eft- ir henni. Síðustu daga hef ég yljað mér við kærar æskuminningar en allar eru þær ljúfar og góðar. Minning- ar um hressa ömmu sem vildi helst borða lakkrís með ísnum sín- um. Skemmtilegar stundir við eld- húsborðið í Ásendanum þar sem amma lagði kapal eða við sátum tímunum saman og spiluðum. Stundirnar sem ég eyddi með ömmu í garðinum þar sem hún sinnti gróðrinum og stundirnar þegar við sátum við stofugluggann og fylgdumst með fuglunum borða fuglafóðrið. Þá er mér kær sú minning um kvöldstund eina þeg- ar ég var í pössun hjá ömmu og hún söng fyrir mig „Ó Jesú bróðir besti“. Hún söng lagið aftur og aft- ur þar til ég var búin að læra lagið og textann. Fyrsta verk næsta morgun var svo að syngja lagið saman. Amma Unnur var demantur. Hún lifði lífinu lifandi og naut alls þess sem lífið býður upp á. Hún var mikil félagsvera og elskaði að vera innan um fólk og njóta líðandi stundar. Alltaf var gott að koma til ömmu og hún tók á móti okkur með einstakri hlýju og gleði. Það var eins og hún hefði alltaf allan tíma í heiminum. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og lagði sig fram við að vita hvað á daga okkar dreif. Það var ýmislegt sem amma undi sér við. Henni þótti alltaf gaman að spila og svo voru kross- gátublöðin sjaldnast langt undan. Prjónarnir og allir hnyklarnir hennar voru lengi vel líka alltaf við höndina enda var amma mikill fagurkeri og allt lék í höndunum á henni. Hún prjónaði heimsins bestu og fallegustu sokka. Allir sokkarnir frá ömmu voru mikið notaðir og oft margbættir áður en gengið var alveg í gegnum þá. Listrænir hæfileikar hennar komu einnig fram í öllum kertun- um og postulíninu sem hún mál- aði. Það var einstaklega gaman að fylgjast með henni þegar pensill- inn fór á loft. Amma Unnur og afi Maggi voru samhent hjón. Þau byggðu upp fyrirtæki sitt af mikill elju enda voru þau alltaf svo dugleg og svo mikill kraftur í þeim. Kaftur- inn sem kom í ljós hjá ömmu eftir að afi dó var þó langtum meiri en ég hafði átt von á. Hún hélt keik áfram og blómstraði sem aldrei fyrr. Dugnaðurinn var mikill og hún lét ekkert stoppa sig. Þrátt fyrir fjölmörg beinbrot náði hún sér alltaf á strik aftur með já- kvæðni og gleði innan handar. Aldurinn var farinn að færast yfir en alltaf var amma jafn hress og létt í lund. Hún naut sín alveg fram á síðasta dag. Óvænt kom kallið og kveðjustundin sár, ég kynnin vil þakka og met sérhvert ár, sem saman við áttum í þessum heimi, nú Guð góður faðir þig varðveiti og geymi. Elsku amma mín, það var mín blessun að fá þig sem ömmu. Lífið verður litlausara án þín. Ein feg- ursta rós heimsins hefur nú hneigt höfuðið og fellt blöðin. Kristín Ösp Jónsdóttir. Brostinn er strengur og harpan þín hljóð svo hljómarnir vaka ei lengur, en minningin geymist og safnast í sjóð, er syrgjendum dýrmætur fengur. (Trausti Reykdal) Nú veit ég að höfðinginn hann afi Maggi brosir breitt á himnum, því yndisleg amma mín er komin í hans faðm. Þótt sárt sé að missa hana ömmu mína og söknuðurinn sé mikill veit ég að henni líður vel þar sem þau dvelja núna, ásamt elskulega Mumma frænda, bróður hennar. Þríeykið saman á ný. Það færir mér hlýju í hjarta. Elskulega amma Unnur var einstök kona. Ef eitt orð fær henni lýst er það yndisleg. Ljúfari og hjartahlýrri manneskju er vart að finna. Alltaf svo jákvæð, lífsglöð og hvers manns hugljúfi. Sterk kona og dugleg. Félagslynd og missti hún aldrei úr sundferðum eða þegar spila átti með vinkon- unum. Alveg eins og kvikmynda- stjarna á gömlu ljósmyndunum, jafnfalleg að innan sem utan. Ég man svo vel eftir öllum fallegu blússunum í fataskápnum hennar sem var svo gaman að skoða og stútfullri kommóðu af litríkum mjúkum slæðum. Bleikur litur þá sérstaklega ríkjandi. Gaman þótti mér að fylgjast með ömmu minni teikna falleg blóm og á ég nokkrar hlýjar og fal- legar myndir eftir hana í gömlu minningabókunum mínum. List- fengi hennar kemur vel í ljós á fal- legu Oddfellow-kertunum sem hún málaði á og einnig keramik- inu. Alltaf var spilastokkurinn á eld- húsborðinu og kenndi hún mér að leggja ófáa spilakaplana. Einnig lágu krossgátublöðin sjaldnast langt frá og óperurnar og sálm- arnir hljómuðu í útvarpinu. Sung- um við þá oft saman sálminn „hve sæl og hve sæl er hve líðandi stund“ sem minnir mig alltaf á elsku ömmu. Margar ljúfar minn- ingar rifjast upp, alltaf var jafn- gaman að heimsækja ömmu og afa í Ásenda og þar var ýmislegt brall- að. Við lékum okkur í garðinum, hlupum hring í kringum húsið, horfðum á Tomma og Jenna í víd- eótækinu og fórum í bílaleik þar sem bílabrautirnar fylgdu munstrunum í fallegu teppunum í stofunni. Alltaf var til ís í frystin- um hjá ömmu og afa og best voru ísblómin. Skemmtilegast var að fá að vera eins og amma, klæða sig í leðurhanskana hennar og keyra „í þykjustunni“ bílinn þeirra í bíla- innkeyrslunni. Á sumrin var unnið í kartöflugarðinum, grasið slegið og bústaðurinn á Laugarvatni heimsóttur. Oft voru heilu leikrit- in spunnin og sýningar settar upp með tilheyrandi leikmunum og þá sérstaklega fötunum hennar ömmu. Hvíta fallega kirkjan með ljós- unum sem faðir hennar smíðaði var alltaf sett upp um hver jól og lítil augu dáðust að. Í dag kveð ég þig elskulega amma mín. Hvíl í friði. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minningu um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himni þig geymi. (Sigfríður) Eva Hrönn Björnsdóttir. Elsku besta amma. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Hún kom glaðbeitt akandi inn Hátúnið á karrígulum Austin Mini fyrir hartnær 35 árum, leiðin lá í Laugardalinn í sund. Amma Unn- ur var mjög félagslynd enda vin- mörg. Fór í sund eins oft og hún hafði tök á, þar var vettvangur til að hitta fólk og spjalla. Við fengum stundum að skottast með. Hafsjór af fróðleik og taktviss í lífinu sýndi hún öllu sem við tókum okkur fyr- ir hendur mikinn og einlægan áhuga. Hvort sem var í leik eða starfi, uppeldi barna eða annað. Henni var margt til lista lagt. Listrænir hæfileikar leyndu sér ekki og hún var sívirk hannyrða- kona alla sína tíð. Ömmusokkar hlýja okkur á köldum vetrarkvöld- um. Hún kenndi okkur barna- börnunum alla helstu spilaleiki, með henni skreyttum við kerti og egg. Hún leyfði okkur að grúska í fataskápnum sínum, máta kjóla, silkiskyrtur og pinnahæla sem enginn væri morgundagurinn. Tískuhúsið Ásendi, eitt glæsileg- asta og skemmtilegasta tískuhús veraldar. Þetta voru góðir dagar og ljúfar minningar. Með stakri snilld tókst hún á við lífið sem hún væri að leysa enn eina krossgátuna! Æðrulaus fram í fingurgóma stjórnaðist hún framar öllu af rödd hjartans og hafði ávallt hjörtu annarra ofar- lega í huga. Amma var góð fyr- irmynd, gjafmild, gefandi og hlý. Milli ömmu og afa ríkti mikil ást og kærleikur. Þau voru svo fal- leg saman, höfðu bæði unun af ferðalögum og útiveru. Afi passaði vel upp á ömmu sem stóð eins og klettur við bak hans, sama hvað á dundi. Þau voru bæði tvö svo fal- lega hugsandi. Það voru forréttindi að fá að alast upp með ömmu Unni sér við hlið, þvílík perla. Yndisleg í alla staði. Hvíl í friði, Ingibjörg, Hrefna Björk og Þórunn Arnardætur. Það er dapurt að kveðja ömmu sína í hinsta sinn; manneskju sem þótti vænt um mann og manni sjálfum þótti afskaplega vænt um. Ég hafði gaman af því að vera hjá og tala við hana ömmu mína Unni. Hún var ætíð blíð á manninn, ljúf og brosandi. Satt best að segja man ég ekki eftir að hún hafi skipt skapi í öll þau ár sem ég þekkti hana, hvorki þegar ég sem lítill pjakkur þeytti mávastellinu úr postulínsskápnum né þegar hún kenndi mér að spila spil, sem hef- ur eflaust verið svolítið erfið reynsla því ég var sérstaklega tapsár. Kannski var það ástæðan fyrir því að hún kenndi mér að leggja kapal. Það leyndist ýmislegt í poka- horninu hjá ömmu. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar gamlir steppskór duttu út úr skáp einn daginn. Þá kom upp úr kafinu að hún hafði lært steppdans á sínum yngri árum og var alveg til í að sýna nokkur vel valin spor, með bros á vör. Á uppvaxtarárum mínum not- aði ég oft tækifærið og heimsótti ömmu og afa í Ásendann, m.a. til að læra fyrir próf. Að sitja í sól- stofunni þeirra, búinni heitum potti og plöntum, var svolítið eins og að komast til útlanda um miðj- an vetur. Húsið þeirra var mér alltaf opið og okkur þremur þótti vænt um þessar stundir. Það lifir sterkt í minningunni að sjá ömmu sitja við eldhúsborðið, að mála falleg mynstur á kerti eða að glíma við kross- og myndagát- ur. Það tók hana reyndar ekki langan tíma að leysa þær enda var hún skörp og vel lesin, fylgdist jafnt með dægurmálum sem heimsfréttum. Að sama skapi hafði hún mikinn áhuga á fólki, var einstaklega félagslynd og vin- mörg, hafði gott samband við dæt- ur sínar og naut samvista við fjöl- skylduna. Amma fylgdist vel með öllum barnabörnunum og þegar makar og barnabarnabörn bætt- ust í hópinn fengu þau að njóta sömu athygli og væntumþykju. Í öll þessi ár sem fjölskylda mín og ég höfum dvalist erlendis mundu amma og afi eftir hverjum einasta afmælisdegi, páskaegg komu með pósti og súkkulaðidagatöl um jól. Eftir heimsóknir til Íslands kvöddu þau okkur ávallt með Unnur Benediktsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma Unnur var alltaf svo góð. Hún gaf okkur allt- af nammi þegar við komum í heimsókn. Okkur þótti svo vænt um hana. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hafrún Halla, Hallsteinn Skorri og Hersir Jón Haraldsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.