Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 33

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 rausnarlegum pokum fullum af ís- lensku góðgæti. Þegar á heildina er litið átti amma langt og gott æviár. Hún fékk að fara að sofa í hinsta sinn að kvöldi í þreyttum líkama og í huga mér vaknaði hún svo að morgni hjá afa, sem hún saknaði sárt. Gott ef ég sé ekki líka Mumma bróður hennar gægjast fyrir hornið, bros- andi á sinn kankvísa hátt. Magnús Eðvald Björnsson. Yndislega amma mín hefur nú kvatt okkur, óvænt sofnaði hún í rúminu sínu heima. Svo ljúf og hjartahlý. Gjafmild og góð, falleg og alltaf fín. Vildi öll- um vel og var hvers manns hug- ljúfi. Félagslynd og hnyttin en líka ákveðin á sinn ljúfa hátt. Orð á blaði eru svo gagnslaus og fátækleg þegar að kveðjustund kemur. Hugurinn leitar til kon- unnar sem kenndi mér bænirnar mínar, kenndi mér að prjóna og leggja kapal. Hún söng fyrir mig og málaði á kerti, spilaði endalaust á spil við mig, leyfði mér að glamra á píanóið, róta í skúffunum í eld- húsinu, gramsa í geymslunni, skoða og leika með flottu skart- gripina, máta alla fínu kjólana sína, kápurnar, skóna og slæðurn- ar. Allir hennar kostir og hæfileik- ar eru mér til eftirbreytni. Amma mín og nafna skilur eftir djúp og kærleiksrík spor í hjarta mínu en hugsunin um að afi sé búinn að fá ömmu til sín sefar sorg mína. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Elsku amma mín, þú varst ein- stök og ég er svo heppin að hafa átt þig. Þín Unnur Ýr Jónsdóttir. Komið er að kveðjustund. Ég sit hér með tárvot augu og rifja upp allar yndislegu minningarnar sem ég átti með þér, elsku amma, minningar sem eru mér svo dýr- mætar nú. Þú varst alltaf svo hlý, jákvæð og sterk kona og hef ég alla tíð litið svo upp til þín. Ég man svo vel eft- ir öllum stundunum sem ég eyddi með þér og afa inni í Ásenda, það voru yndislegir tímar. Þú kenndir mér að sauma út og nýta afganga í prjónaskap en það síðasta sem þú spurðir mig um var: „…og hvað ertu með í höndunum núna?“ Þú varst alltaf svo áhugasöm um það sem ég var að sauma eða prjóna. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki þessar spurningar og að geta ekki lengur rætt um handavinnu við þig, þú varst svo lagin við allt, hugmyndarík og einstök fyrir- mynd. Allar minningarnar eru svo góðar, fallegar og glaðlegar. Þú varst alltaf í svo góðu skapi með fallegt bros og hláturinn svo ynd- islegur. Þú raulaðir svo oft þegar þú varst að elda eða ganga frá og heyri ég enn fallegu röddina þína syngja í kollinum á mér. Það var svo gott að koma í heimsókn til þín, oft spiluðum við saman eða lögðum kapal. Þú reyndir líka oft að kenna mér að leysa krossgátur sem þér fannst svo gaman að leysa. Stundirnar sem ég átti með þér voru svo margar, ég man svo vel eftir þegar ég fór með þér í hádeg- ismat niðri í Hvassaleitinu fyrir ekki svo löngu og hitti vinkonur þínar þar, það var svo skemmtileg stund. Á þessum tæpa klukkutíma sem við sátum saman ræddum við um allt milli himins og jarðar, frá þínum uppvaxtarárum og allt til erlendra glamúrstjarna. Ég brosi alltaf með mér þegar ég hugsa um þennan hádegismat því þetta var svo dásamleg stund. Mér þykir svo sárt að kveðja þig, elsku amma mín, það er svo sárt að hugsa til þess að ég geti aldrei kíkt til þín í kaffi, hitt þig í afmælum og rætt við þig um dag- inn og veginn. Ég met svo innilega símtalið sem ég átti við þig tveim- ur dögum áður en þú kvaddir, þú varst svo hress, nýkomin inn, þér fannst alltaf svo gaman að heyra í mér og ég fann það svo vel þegar ég talaði við þig. Þegar ég lít til baka fyllist ég þakklæti fyrir allar fallegu og góðu minningarnar sem ég hef verið svo heppin að eiga með þér, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og sýnt og fyrir að þú hafir verið fallega, góða amma mín. Allar þessar minningar á ég eftir að bera í hjarta mínu um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hildur Hlín Jónsdóttir. „Já, þá er langamma komin til langafa,“ sagði fjögurra ára dóttir mín þegar ég sagði henni frá því að langamma hennar væri komin til himna. Brosti svo til mín með huggun og bað um mjólkurglas, allt er svo einfalt í barnshuganum. Elsku amma er farin og kemur ekki aftur. Hún var kona sem ég vil líkjast, með jákvæðni og dugn- að í fyrirrúmi. Í bernsku man ég eftir henni raulandi við eldavélina að útbúa ekta ömmumat. Meðan maturinn mallaði gaf hún sér tíma í að spila við mig eða kenna mér að leggja kapal. Við fengum oft að gista í Ásendanum, annaðhvort eina nótt eða þegar mamma og pabbi fóru utan á sýningar. Þar var alltaf dekrað við okkur, feng- um að velja kvöldmatinn, vaka að- eins lengur en við máttum og allt- af fengum við kvöldkaffi í eldhúsinu áður en við sofnuðum. Mjólk og kexkökur. Amma bjó líka til besta heita súkkulaðið í bænum, það fengum við spari. Þegar við vöknuðum var amma alltaf komin á fætur með ilmandi ristað brauð, hlustandi á útvarpið og lesandi nýjustu fréttir. Það var gott að gista í Ásendanum hjá ömmu og afa. Amma var algjör „prjónakerl- ing“ og alltaf með prjóna í hönd- unum. Á hverjum vetri fengum við nýja sokka í nýjum lit, með ömm- umunstrinu fallega á. Allir fengu sama munstrið í þeim lit sem hent- aði hverju sinni. Ef einhverjir eyddu hælum eða tám óþarflega mikið var bara kíkt í heimsókn til ömmu og hún reddaði því. Ekkert tuð og ekkert vesen. Amma var yndisleg. Amma var barngóð, það leyndi sér ekki þegar langömmubörnun- um fór fjölgandi. Henni fannst yndislegt að geta fylgst með þeim og fengið sögur af þeim. Fjórum dögum fyrir lát sitt var hún mætt í afmæli til sonar míns sem var að verða tveggja ára. Hún var svo fín í bleiku blússunni sinni með hárið fallega greitt og varalitinn á sínum stað. Hún var sko alveg með at- hyglina í lagi, því það var hún sem pikkaði í systur mína og lét hana vita að afmælisbarnið væri að stinga af út. Amma naut dagsins til hins síðasta, alveg eins og henni einni er lagið, vildi aldrei neitt ves- en og alls ekki láta hafa fyrir sér. Elsku amma, ég mun sakna þín og ég mun segja börnum mínum frá því hversu yndisleg, sterk og dugleg kona þú varst. Hvíl í friði. Þín Unnur Eir. Kveðja til langömmu. Elsku góða og fallega langamma okkar. Við söknum þín og vildum óska að þú hefðir haft meiri tíma hjá okkur og með okk- ur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Þínir, Baldvin Birnir, Jón Kári og Konrad Jakob. Besta vinkona mín frá ung- lingsárunum er fallin frá. Við Unnur kynntumst í ÍR 16 ára gamlar þar sem við vorum saman í handbolta, sundi og á skíðum á Kolviðarhóli. Fljótt tókst með okkur góð vinátta sem entist fyrir lífstíð. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn á Freyjugötu 40, í hús- ið sem faðir Unnar reisti fjöl- skyldu sinni. Þar bjuggu Guðrún og Benedikt með börnum sínum þremur, Unni, Mumma og Jóni. Öll voru þau listamenn í eðli sínu. Móðir þeirra skar út dýr og ýmiss konar hluti úr fiskibeinum og mót- aði þannig fallega hluti úr því efni sem til féll. Benedikt var hús- gagnasmiður og báðir synir hans lærðu hjá honum. Auk þess voru þeir báðir myndlistarmenn, mál- uðu og gerðu skúlptúra. Unnur var afar listfeng og naut sá hæfi- leiki sín sér í lagi í postulínsmálun og handavinnu. Á heimilinu ríkti mikil hjartahlýja og sýndi öll fjöl- skyldan mér einstaka vináttu. Mig langar að kveðja Unni með sögu úr einni páskaferð okkar á Kolviðarhól. Einn daginn var haldið af stað í skíðaferð inn í Innstadal. Við gengum öll upp „Gilið“ í logni og sól. Þegar upp var komið drógumst við Unnur aftur úr hópnum og það skall á þoka og blindbylur. Við gengum nokkra stund tvær einar í átt á eft- ir hópnum, sáum varla handa okk- ar skil og urðum gegnblautar og hræddar. Við stoppuðum, grétum og vorkenndum mæðrum okkar að missa dætur sínar svo ungar. Þá mundi ég eftir skátaskálanum og við ákváðum að reyna að renna okkur niður brekkuna og freista þess að finna hann. Við komum niður og náðum að ganga að skál- anum, þar sem okkur var vel tek- ið. Þangað komu leitarmenn frá Kolviðarhóli og fylgdu okkur „heim“. Við Unnur höfðum alltaf mikla ánægju af skíðaferðum og góðum félagsskap á Kolviðarhóli og báðar kynntumst við eiginmönnum okk- ar í ÍR. Unnur Ben. og Maggi Bald. voru mjög samhent hjón og í besta vinahópi mínum allt til dauðadags. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði. Herdís Jónsdóttir. Elsku vinkona mín allt frá æskuárum er gengin á vit hins óborna og eilífa. Allt frá fyrstu kynnum er áhugamál okkar skör- uðust í ÍR og síðar á skrifstofu á bifreiðastöð hefir ljúfmennska hennar og kærleikur lýst yfir líf okkar, reyndar hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Allt sem hún gerði einkenndist af fagurfræði og listfengi. Við mynduðum snemma saumaklúbb með Ingu Heiðu Loftsdóttur (Giggu) og seinna Herdísi, Hjör- dísi, Dídí, Laugu og Ollý, en svo fluttist fólk út um veröldina. Gigga tónskáldið giftist Gunther sínum Stent, heimsfrægum erfðafræð- ingi, og fluttist til Berkeley í Kali- forníu 1947 þar sem hún lézt 1994. Við dreifðumst allar á tímabili, áreiðanlega var það Unnur sem passaði að við hittumst, þó lengd- ist tími. Þegar Unnur giftist Magnúsi sínum, þekktum langstökkvara í ÍR, stofnaði hann úrsmíðaverzlun sína á Laugavegi 12. Mér er minn- isstætt hve natin og umhyggju- söm unga húsmóðirin Unnur var að bjóða heim félögunum þeirra í ÍR og töfraði gómsæta rétti á föt og smeygði upp á loftskörina á háalofti í húsi foreldra sinna á Freyjugötu 40 (fyrir ísskápaöld!) svo manni fannst að þar hlyti að vera aðalfélagsmiðstöð þess íþróttafélags í þá daga. Var þar alltaf mikil umræða, mikið hlegið og mikið strítt. Og þannig hélzt það áfram í lífinu að rétt fyrir and- lát Magga voru þau í sundi með Finnbirni Þorvalds og íþróttavin- um. Hún var iðin að fylgja Magga um allt land að veiða, veiddi meira en hann, svo hann sagði hana vera mikla veiðikló. Alls staðar gat hún sér gott orð fyrir dug sinn og mannkosti. Þau höfðu áhuga á ferðalögum og er gott að muna að Mummi bróðir hennar fór með þeim oft til útlanda á sólarströnd hin síðustu ár. Gott er að minnast þeirra systkina allra, Jóns og Guð- mundar en Unnur var þeirra yngst, og listfengis þeirra, og for- eldranna Guðrúnar og Benedikts í þeirra ranni á Freyjugötu 40 sem þau byggðu sér. Vinir þeirra eiga yndislegar minningar frá sum- arbústaðarárum þeirra í Fögru- brekku við Elliðavatn við ræktun síns unaðsreits á þessum fallega stað. Minningar um að skrifa nöfnin okkar á borðdúkinn sem hún síðan saumaði í, – um Unni að dúka borð úti undir vegg, Maggi að dytta að þakinu, meðan börnin léku sér á túninu en ég fylgdist með Steinunni minni lítilli á baki syndandi svanslíkis – sólskins- minning. Unnur hefir verið ótrúlega dug- leg að halda áfram að vera hún sjálf, þótt hún hafi orðið fyrir mörgum skakkaföllum nú síðustu árin, margbrotnað og orðið að ganga við sína stuðningsgrind, þá brast hana ekki hugrekki og hún fór margar gönguferðir niður í Kringlu þar sem hún gat gengið og heimsótt verzlunarfólkið sitt. Augljóst var að þar fór hin síunga Unnur. Vil ég þakka henni alla hennar gæzku og yndi gegnum árin og hvað hún ætíð lýsti upp tilveruna. Mesta huggunin eru dæturnar hennar dýrmætu sem hafa erft ljúfmennsku og listfengi foreldra sinna og þeim á líka að þakka fyrir umhyggju þeirra og ástúð. Til þeirra sendast héðan samúðar- og saknaðarkveðjur. Jóhanna Guðmundsdóttir (Hanna). Það var fyrir 60 árum að Bjarna mínum var mikið í mun að kynna mig fyrir Unni og Magga. Ekki vissi ég þá að ég væri að kynnast einum af mínum bestu vinum. Sú vinátta hefur verið mér ómetanleg bæði í sorg og gleði. Góðar sam- verustundir áttum við í veiðiskap og á öðrum tímamótum og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Þakka ég sérstaklega þeirra stuðning við fráfall Bjarna míns. Unnur var einstaklega jákvæð manneskja og félagslynd með ein- dæmum. Hún var þakklát lífinu og talaði um hve heppin hún væri með fjölskyldu og samferðamenn. Trygglyndi hennar hefur verið mér og fjölskyldu minni dýrmætt og mun ég sakna samverustunda við mína góðu vinkonu. Megi hún hvíla í friði og samúðarkveðja til allra hennar nánustu. Áslaug Stefánsdóttir. ✝ Okkar ástkæri JÓN MÁR JÓNSSON, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, andaðist þriðjudaginn 19. mars á krabba- meinsdeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðviku- daginn 27. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild 11E, 11B og heimahlynningu LSH. Sigurlaug María Jónsdóttir, Guðmundur Páll Magnússon, Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Guðný Steinunn Guðjónsdóttir, Jón Magnús, Óðinn Már og Ingibjörg Guðný Guðmundsbörn, Páll Indriði Pálsson, Helgi Már Pálsson. ✝ Okkar ástkæra móðir, amma og frænka, ANNA BERGSDÓTTIR frá Þórhól, Neskaupsstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað sunnudaginn 24. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Hermannsson og synir. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur, frændi og vinur, ÖRVAR ARNARSON, Kambaseli 53, Reykjavík, lést af slysförum í Flórida laugardaginn 23. mars. Útförin verður auglýst síðar. Örn Karlsson, Ingibjörg Ósk Óladóttir, Ingólfur Arnarson, Áslaug Harðardóttir, Þórhalla Arnardóttir, Kolbeinn Guðjónsson og systkinabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA HALLDÓRSDÓTTIR, Bragagötu 29, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 23. mars. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 27. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvæðamannafélagið Iðunni. Reynir Grímsson, Kari Grimsby, Lárus Halldór Grímsson, Bára Grímsdóttir, Chris Foster, Helgi Grímsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Hermann Sæmundsson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN EINARSSON, fyrrverandi kennari, Hjarðarhaga 26, lést föstudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Margrétar Pétursdóttur, reikn. 512-14-401370, kt. 530511-0140. Hulda Hjörleifsdóttir, Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús S. Magnússon, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur móðurbróðir okkar, KNÚTUR BJARNASON bóndi, Kirkjubóli í Dýrafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði laugardaginn 23. mars. Bjarni, Gunnar, Guðmundur Grétar, Sigrún og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.