Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.03.2013, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 ✝ Sigvaldi Ás-geirsson fædd- ist í Reykjavík 10. mars 1950. Hann lést á heimili sínu, Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, 9. mars 2013. For- eldrar hans voru hjónin Kristbjörg Oddný Ingunn Sig- valdadóttir, hús- móðir í Reykjavík, f. 8. apríl 1927, d. 25. sept- ember 2010, og Ásgeir Sigurðs- son, skipstjóri hjá Eimskipa- félagi Íslands, f. 29. nóvember 1923, d. 10. september 2007. Systkini Sigvalda eru Halldór, f. 16. apríl 1951, Margrét, f. 15. september 1954 og Sigurður Gunnar, f. 20. maí 1960. Fyrstu fimm æviárin ólst Sigvaldi upp í húsi ömmu sinn- ar og afa við Snorrabraut. Hús- ið var umkringt hávöxnum trjám sem hann lék sér við að rannsaka. Árið 1955 flutti fjöl- skyldan í nýbyggt hús á ber- aðarháskólann í Ási 1977 til 1981. Að lokinni brautskrán- ingu frá Ási flutti Sigvaldi heim þar sem hann hóf störf hjá Skógrækt ríkisins. Fyrstu árin starfaði hann sem verk- stjóri á Hallormsstað og í Haukadal í Biskupstungum og síðar sem aðstoðarskóg- arvörður á Suðurlandi. Árið 1990 var Sigvaldi ráðinn sér- fræðingur við Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá. Þegar Vesturlandsskógar voru stofn- aðir árið 2000 var hann ráðinn framkvæmdastjóri og starfaði þar til æviloka. Sigvaldi tók virkan þátt í pólitísku og fag- legu félagsstarfi. Síðustu árin starfaði hann einkum að fé- lagsmálum innan skógargeir- ans og skrifaði fjölda greina um skógrækt og umhverfismál. Hann beitti sér mjög í barátt- unni fyrir því að endurheimta skóglendi Íslands. Til að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu keypti hann jörðina Vilmund- arstaði í Reykholtsdal árið 1996 þar sem hann gerðist skógarbóndi og gróðursetti hundruð þúsunda trjáplantna í skóglaust land. Útför Sigvalda fer fram frá Neskirkju í dag, 26. mars 2013, kl. 15. angri vestur í bæ við Nesveg sem breyttist síðar í Neshaga. Hann fylgdist alla tíð með vexti trjánna sem gróðursett voru í garðinum og hvernig þau sköp- uðu smám saman skjólgóðan og blómlegan garð. Sigvaldi hóf skóla- gönguna í Melaskóla þaðan sem leiðin lá í Hagaskóla. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 nam hann þjóðfélagsfræði við Há- skóla Íslands til vorsins 1973. Hann lauk öllum prófum en skilaði ekki inn ritgerð til fulln- ustu BA-gráðu. Frá unglings- aldri vann Sigvaldi á sumrin hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Hann starfaði þar eftir námið í HÍ þar til hann fór til Noregs í skógfræðinám, fyrst í fornám í Kongsberg 1976 til 1977, og síðan í Landbún- Kær frændi og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Sigvaldi, eða Valli, eins og hann var ávallt kallaður, var tvímæla- laust einn af okkar hæfustu rækt- unarmönnum og lagði gjörva hönd að eflingu skógræktar á okkar kæra og sumpart gróður- vana landi, bæði með myndarlegri skógrækt á eigin jörð, Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal, og einn- ig með starfi sínu sem forystu- maður Vesturlandsskóga Skógræktar ríkisins. Hið þakkláta starf ræktunar- mannsins krefst eljusemi og þol- inmæði, það starf er ekki unnið með skyndigróða að markmiði og á þeim vettvangi verða ekki nein- ar hagsveiflur, allt gengur fram með þeim hraða sem náttúran ákvarðar og sennilega má full- yrða að fáum skógræktarmönn- um endist ævi til að líta augum öll sín tré fullvaxin. Fyrir allmörgum árum eignað- ist Valli Vilmundarstaði og hóf þegar gróðursetningu og má nú líta þar myndarlegan skóg. Við komum þar eitthvert sinn í heim- sókn og litum yfir landið og feng- um greinargóða lýsingu á fyrir- hugaðri frekari ræktun. „Þarna er eftirlaunasjóðurinn minn,“ sagði Valli og benti á stór- an reit þakinn grenitrjám og má ætla að þau tré eigi eftir að prýða stofur manna um jól í framtíðinni. Sigvaldi ólst upp í stórum hópi systkina og frændsystkina og var hvers manns hugljúfi í uppvext- inum. Góðar námsgáfur greiddu götu hans gegnum menntakerfið til stúdentsprófs með háum ein- kunnum. Síðan lá leiðin til náms í skógræktarfræðum í Noregi og að því loknu gat ævistarfið hafist. Ekki voru unglings- og fyrstu fullorðinsárin alveg bugðulaus. Valli þurfti að glíma við ýmiss konar innri átök, kryfja til mergj- ar hin klassísku átakamál heims- ins eins og þau birtust honum og taka á sinn hátt þátt í heimsbylt- ingunni knúinn áfram af þeirri sérkennilegu blöndu af mannúð, trúgirni og uppreisnaranda sem til þess þarf. Á fullorðinsárum kyrrðist hans lífssjór og starfið varð honum sú frjóa lífsnautn sem tryggir sálarfriðinn og þá blómstraði manngæskan sem hann var ríkulega gæddur. Það var ævinlega gaman þegar Valli hringdi eða leit inn vegna einhverra lítilla ástæðna, samtalið gat teygst æðilangt frá upphafi sínu því maðurinn var margfróð- ur og kunni að miðla sinni víð- tæku þekkingu og samræðulistin var honum innborin. Góður vinur og frændi er kært kvaddur allt of snemma ævinnar. Hann var fullur orku og átti margt og mikið ógert en enginn flýr sinn skapadóm. Við, og aðrir vinir og frændur Valla, kveðjum hann með trega og sendum sam- úðarkveðjur öllum sem syrgja og sakna. Aðalheiður og Gunnar H. Guðjónsson. Kveðja frá Félagi skóg- arbænda á Vesturlandi Á Jónsmessu 1997 var Félag skógarbænda á Vesturlandi ( FsV) stofnað. Þar var Sigvaldi Ásgeirsson einn af forsvarsmönn- um að undirbúningi og stofnun fé- lagsins og var kosinn formaður þess á stofnfundi. Gegndi hann því starfi þar til hann tók við starfi framkvæmdarstjóra Vestur- landsskóga við stofnun þeirra árið 2000. Sigvaldi átti því virkan þátt í að móta bæði starf Félags skóg- arbænda á Vesturlandi og Vest- urlandsskóga, þar starfaði hann sem framkvæmdarstjóri í 13 ár, allt til dauðadags. Sigvaldi gerði sér grein fyrir því hve miklu máli skipti að skógarbændur ættu sterkan bakhjarl sem FsV er. Hann lagði sitt af mörkum til að svo mætti verð, bæði með fyrir- lestrum á fundum þess og með stuðningi frá Vesturlandsskógum þegar félagið stóð fyrir samkom- um eða ferðalögum. Við félagar hans munum ekki síst sakna hans á ferðalögum okkar um skóga landsins þar sem hann tók að sér fararstjórn með óþrjótandi fróð- leik og skemmtisögum. Sigvaldi var mikill hugsjóna- og baráttu- maður um hvers konar gróður- rækt og var ávallt tilbúinn að leið- beina í skógrækt enda var hann vel að sér í þeim fræðum, víðles- inn og átti auðvelt með að koma fróðleik til fólks. Sigvaldi átti létt með að skrifa um hugðarefni sín og hafa allmargar greinar birst eftir hann í blöðum og tímaritum. Sigvaldi ræktaði skóg á jörð sinni Vilmundarstöðum og er þar að vaxa upp vöxtulegur skógur í hlíð- inni fyrir ofan bæinn sem mun halda minningu hans á lofti sem skógræktarmanns. Gaman var að ganga með Sigvalda um skóginn á Vilmundarstöðum þar sem hann gat rakið sögu einstakra gróður- setninga og jafnvel einstakra trjáa. Það leyndi sér ekki hvað hann hafði mikla ánægju af að hugsa um þessa skógrækt og er leitt að hann skyldi ekki njóta hennar á efri árum þegar nægur tími gæfist til þess. Sigvalda er sárt saknað, hann var vinamargur, ekki síst innan skógargeirans þar sem hans ævi- starf lá. Félag skógarbænda á Vesturlandi þakkar honum sam- fylgdina og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Félags skógarbænda á Vesturlandi, Bergþóra Jónsdóttir, Guð- mundur Sigurðsson, Halla Guðmundsdóttir. Það var áfall þegar spurðist um andlát Sigvalda Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Vesturlands- skóga. Nokkrum dögum áður höfðum við framkvæmdastjórar landshlutaverkefnanna í skóg- rækt fundað og lagt á ráðin um með hvaða hætti mætti auka gróðursetningar og styrkja skóg- rækt til lengri tíma litið. Eins og áður hafði Sigvaldi ákveðnar skoðanir á því hvernig við ættum að vinna í uppbyggingarstarfinu með það að markmiði að stórefla skógrækt. Lagt var upp með plan sem hann bauðst til að leiða. Því plani verður fylgt eftir, en leitt af öðrum en Sigvalda. Þeir sem hafa fasta vinnu við skógrækt á Íslandi eru ekki margir. Það er því stórt skarð sem er höggvið í hóp skógrækt- arfólks þegar samherji er burt kallaður, langt fyrir aldur fram. Sigvaldi Ásgeirsson hóf ungur störf í skógrækt, fyrst í Reykja- vík, en síðar austur á Héraði, í Haukadal hjá Skógrækt ríkisins og við rannsóknastörf á Mógilsá. Hann hafði lokið skógfræðinámi frá Ási í Noregi og var því vel undir það búinn að takast á við þau verkefni sem honum voru fal- in. Í upphafi bændaskógræktar á Suður- og Vesturlandi varð það hans hlutverk að skipuleggja fyrstu jarðirnar sem hófu þar nytjaskógrækt. Hann kom einnig að stofnun Vesturlandsskóga, en hann vann að undirbúningi þeirra og beitti sér af alefli fyrir því að bændur á Vesturlandi ættu möguleika á að hefja nytjaskóg- rækt á jörðum sínum. Sigvaldi var síðan ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga og gegndi því starfi til dauðadags. Sigvaldi hafði alla tíð mikinn vilja til að berjast fyrir góðum málstað. Hann fór oft ótroðnar slóðir, en beitti pennanum þá gjarnan fyrir sig, enda ritfær með afbrigðum. Eftir hann liggur greinasafn sem ber þessu glöggt merki. Með Sigvalda er kvaddur hug- sjónamaður í skógrækt, maður sem var frumkvöðull í starfi og þurfti oft á tíðum að synda gegn straumnum. En hann gerði það af jákvæðni og með skógræktar- hugsjónina að leiðarljósi svo eftir var tekið. Fyrir hönd landshlutaverk- efna í skógrækt sendum við að- standendum og fjölskyldu Sig- valda dýpstu samúðarkveðjur. Vinar og samherja verður sárt saknað. Björn B. Jónsson, Ólöf I. Sigurbjartsdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Valgerður Jónsdóttir. Skarð er fyrir skildi. Við óvænt og ótímabært fráfall Sigvalda Ás- geirssonar hefur skógrækt á Ís- landi misst mikilvægan einstak- ling. Skógræktendur á Vesturlandi sakna þar vinar í stað, þar sem Sigvaldi hefur verið í forsvari fyrir landshlutaskóg- ræktarverkefnið Vesturlands- skóga frá upphafi. Ávallt hefur verið gott til hans að leita varð- andi fjölþætt vandamál sem tengst geta skógrækt. Bæði var hann baráttumaður og fræðimað- ur á skógræktarsviðinu. Bjó hann þar yfir viðamikilli þekkingu og reynslu, sem auk góðrar eðlis- lægrar greindar gerði að hann spurði oft mikilvægra spurninga sem aðrir höfðu ekki komið auga á. Landgræðslu- og Skógræktar- félag Skógarstrandar naut sam- vinnu og stuðnings hans, sérstak- lega í nýlegu viðamiklu girðingarverkefni og munu skóg- ar þar og víðar á Vesturlandi halda minningu Sigvalda á lofti. Aðstandendum vottum við sam- úð. Fyrir hönd Landgræðslu- og Skógræktarfélags Skógarstrand- ar; Sigurkarl Stefánsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Lúðvíg Lárusson, Margrét Guðmundsdóttir og Nils Zimsen. Einn mesti ræktunarmaður Ís- lands, Sigvaldi Ásgeirsson skóg- fræðingur, er hniginn til moldar langt um aldur fram. Segja má að hann sé kominn heim, því að moldin, gróandinn og ræktun landsins átti allan hans hug og hjarta. Sigvaldi var einn reynd- asti og best menntaði skógfræð- ingur landsins, með afar yfir- gripsmikla starfsreynslu í Noregi, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Skógrækt ríkis- ins. Síðastliðinn áratug var Sig- valdi framkvæmdastjóri Vestur- landsskóga og hafði í því starfi yfirumsjón og stjórn umfangs- mikilla skógræktarverkefna um allt Vesturland, þar sem hið op- inbera styður vænleg verkefni á vegum ábúenda og heimamanna. Var Sigvaldi mjög vel þekktur og kynntur í sínu embætti um hið umfangsmikla starfssvæði hans sem nær frá Hvalfirði til Gils- fjarðar. Auk starfs síns, sem fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga, var Sigvaldi sjálfur skógarbóndi af mikilli elju og ástríðu. Ræktun hans á eignarjörð hans að Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal er eitt víðáttumesta og metnaðar- fyllsta skógræktarverkefni á veg- um einstaklings á Íslandi. Þar vex nú hratt upp fjölbreyttur og blandaður skógur á um 70 hekt- urum lands. Í skógrækt sinni hafði Sigvaldi ódrepandi áhuga á að reyna hvernig hinar ýmsu trjá- tegundir þrifust saman og hvað myndi best henta við mismunandi skilyrði á landareigninni. Þessi mikla ræktun er einstakt afrek og mun standa um ókomna tíð sem minnisvarði um Sigvalda Ásgeirs- son. Auk embættisstarfa og rækt- unar á jörð sinni var Sigvaldi einnig atkvæðamikill um ýmis hagsmunamál sveitarinnar. Ná- grannar hans sjá nú á bak öflug- um félaga úr samfélaginu í Reyk- holtsdal. Sigvaldi var náttúrubarn og ræktunarmaður af ástríðu og köllun. Áhugi hans var brennandi og ódrepandi að græða og klæða landið og endurheimta og styrkja gróðurfar og vistkerfi landsins. Í því sambandi hafði hann óbilandi áhuga á að nýta erlendar og nýjar tegundir óspart, þar sem við á, og hann var einn ötulasti aðdáandi og talsmaður lúpínunnar til upp- græðslu landsins. Segja má að hann hafi verið einn helsti um- boðsmaður lúpínunnar hér á landi. Sigvaldi var óvenjulegur mað- ur og sterkur persónuleiki. Það kom glöggt í ljós á fundum með kollegum og á ráðstefnum um málefni skógræktar og náttúru- verndar, þar sem hann var at- kvæðamikill, hugmyndaríkur og mikils metinn. Hið sviplega fráfall Sigvalda Ásgeirssonar er mikill missir fyr- ir íslenska skógrækt og land- græðslu. Einstakur eldhugi er horfinn af sviðinu, en landið sem hann unni svo mjög ber aðra ásýnd á mörgum og stórum svæð- um fyrir hans tilstilli. Í því felst stór og varanlegur minnisvarði um hann, þar sem þrekvirki hans að Vilmundarstöðum ber hæst. Blessuð sé minning brautryðj- andans Sigvalda Ásgeirssonar. Hermann Sveinbjörnsson. Fyrir margt löngu fórum við nokkrum sinnum upp að Drag- hálsi ásamt Sigvalda til að heim- sækja skáldbóndann og síðar alls- herjargoðann Sveinbjörn. Það voru góðar stundir sem við áttum í dalnum hans; þá voru sumartíðir og allt var grænt og blátt, og stundum talað mikið og hlegið og brugðið á leik úti í varpa. Í þess- um myndum kristallast með viss- um hætti sæla æskunnar og jörð- in sefur sumargræn. Á Draghálsi var gróskuleg skógrækt sem Halldóra Beinteinsdóttir skáld hóf á sínum tíma. Í einni ferðinni settum við niður hríslur þar með Sveinbirni. Eftir að Sigvaldi hafði numið skógarfræði í Noregi gerðist hann skógarbóndi í Reykholtsdal. Það var stundum langt á milli funda en tengslin rofnuðu aldrei. Til stóð að við hittum hann síðasta sumar en ekki gat orðið af því. En það var gaman að ganga með hon- um um skóginn hans árinu áður, og eins er við gengum með prest- inum í Reykholti og syni hans um fallega skóginn þar og hlustuðum á Sigvalda miðla þekkingu sinni um skógrækt. Lífsbrautin var ekki alltaf bein og greið og Sigvaldi fór sínar eig- in leiðir, hann hafði róttækar skoðanir sem báru keim af anark- isma. Nú hefur hljóðnað hjá skóg- arbóndanum á Vilmundarstöðum. En skógurinn stendur eftir sem minnisvarði um elju og þrotlaust starf. Blessuð sé minning Sig- valda. Við sendum ættingjum hans og vinum samúðarkveðjur. Berglind Gunnarsdóttir, Hadda Þorsteinsdóttir. Á fögrum vordegi glumdi klukkan í Reykholtsdal og Sig- valdi Ásgeirsson skógfræðingur kvaddi þessa vist á besta aldri. Honum tókst að forða því að skógurinn á Vilmundarstöðum, sem hann hafði ræktað, yrði eld- inum að bráð. Þeir eru margir skógarnir sem Sigvaldi hefur ræktað enda hóf hann ungur að vinna við skógrækt. Um Sigvalda hafði ég heyrt goðsagnakenndar sögur áður en leiðir okkar lágu saman. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvoginum var fjölmennur hópur ungmenna við sumarstörf og æði margir ákváðu að fara til frekara náms í skóg- fræði eða garðyrkju, enda af- burða lærimeistarar þar. Á ári trésins 1980, því fagra sumri þegar frú Vigdís var kjörin forseti, kom Sigvaldi í heimsókn í Fossvoginn og varð uppi fótur og fit því allir vildu hitta gamlan fé- laga sem orðinn var forframaður eftir nám í skógfræði við Land- búnaðarháskólann á Ási , austan Ósló-borgar. Fylgdu skemmtileg- ar sögur af uppátækjum Sigvalda í góðra vina hópi og ævinýrum sem hann rataði í. En einnig fór orð af Sigvalda sem harðdugleg- um skógræktarmanni og afburða námsmanni. Jafnan var stutt í glettni og skemmtilega sérvisku í hans fari. Ungur var Sigvaldi byltingar- maður sem hóf nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og gerði Árnagarð frægan. Því nærri lá að klukkan glymdi vini okkar Sig- valda í maí 1972 en þá hugðist ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, William Rogers, skoða handritin í Árnagarði. Róttækir stúdentar voru ekki á því og fjölmenntu fyr- ir utan og hugðust varna William Rogers og fylgdarliði inngöngu. Lögreglan var fáliðuð en einhver vandræðagangur var í uppsigl- ingu. Sigvaldi sá að við svo búið mátti ekki standa og stökk upp á þak bifreiðar utanríkisráðherrans og dansaði stríðsdans á þakinu yf- ir höfði ráðherra Nixons Banda- ríkjaforseta. Segja sjónarvottar að litlu hefði mátt muna að líf- verðirnir byssuglöðu tækju til vopna. En niðurstaðan var að ekkert varð af inngöngu ráð- herrans og Sigvaldi varð einu sinni sem oftar goðsögn í lifanda lífi. Upp úr þessu varð þörfin til að klæða landið skógi byltingar- manninum yfirsterkari en þó tal- aði Sigvaldi lengst af máli vinstri- stefnu. En þegar hann sá að engu tauti yrði komið við núverandi ríkisstjórn í skógræktarmálum, einarða talsmenn eiturhernaðar í Sigvaldi Ásgeirsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERLA GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Skógarseli 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. mars kl. 13.00. Ólafur Sigurðsson, Einar Oddur Ólafsson, Guðrún Hanna Ólafsdóttir, Gunnar Jensen, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA ARNFRÍÐUR KOLBEINSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Furuhlíð þriðjudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Kolbrún Friðgeirsdóttir, Kristján Jóhannesson, Ása A. Kristjánsdóttir, Sigurður T. Þórisson, Hilmar Kristjánsson, Herdís Elín Jónsdóttir, Friðgeir J. Kristjánsson, og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.