Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 35

Morgunblaðið - 26.03.2013, Side 35
nafni náttúruverndar og hrís- vandarhyggju, gekk hann til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var kjörinn til starfa með umhverfis- nefnd flokksins. Eitt af síðustu verkum hans var að fylgja eftir öflugri ályktun um umhverfismál og skógrækt á nýafstöðnum landsfundi flokksins. Sigvaldi var fróður um land og þjóð og naut þess að miðla þeim fróðleik á ferðalögum skógarmanna. At- hugasemdir hans vöktu oft kátínu og settu hluti í nýtt samhengi eða vöktu nýjar spurningar. Eftir standa minningar um góðan vin sem setti lit á tilveruna. Skemmti- legan, sérstakan og einarðan bar- áttumann fyrir betri framtíð í faðmi skógarins. Manni sem var óhræddur að stökkva á vit nýrra ævintýra ef staðan bauð upp á óvænta leiki. Blessuð sé minning Sigvalda Ásgeirssonar, verndara Íslandsskóga, hans verður sárt saknað um ókomin ár. Einar Gunnarsson. Kveðja frá Vesturlandsskógum Fallinn er frá fyrir aldur fram Sigvaldi Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga og skógarbóndi á Vilmundarstöð- um í Reykholtsdal í Borgarfirði, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. marz sl. Sigvaldi var skógfræðingur að mennt og starfaði framan af starfsævi sinni lengst af hjá Skógrækt ríkisins. Árið 1993 kaupir hann jörðina Vil- mundarstaði og hóf þar fljótlega skógrækt. Þegar landshlutaverk- efnið í skógrækt, Vesturlands- skógar, var stofnað í byrjun árs árið 2000 var Sigvaldi ráðinn framkvæmdastjóri og gegndi því starfi til dauðadags. Árið 1997 var stofnað félag skógarbænda á Vesturlandi og var Sigvaldi valinn fyrsti formaður þess. Hann lét síðan af því starfi þegar hann var ráðinn til Vesturlandsskóga. Á Vilmundarstöðum auðnaðist hon- um að láta lítið brot drauma sinna um skógivaxið Ísland rætast, á landi sem hann sjálfur tók í fóst- ur, hlúði að og ræktaði. Þar er nú óðum að koma í ljós vöxtulegur skógur, sem mun um ókomna tíð bera stórhug hans og hugsjón fagurt vitni. Sigvaldi var um margt sérstæður og minnisverð- ur persónuleiki. Hann var ekki allra, hann lét ekki berast með straumnum, en fór gjarnan eigin leiðir og fetaði ótrauður lítt troðn- ar slóðir, kjarkmikill, stefnufast- ur og einarður. Sumum gat það stundum verið til ama, en öðrum til uppörvunar og ánægju. Hann var greindur maður, víðlesinn, stálminnugur og fróður og þessir eiginleikar hans nutu sín vel, til að mynda á ferðalögum skógræktar- fólks, bæði innanlands og erlend- is. Í hópferðum sat Sigvaldi oft við hljóðnemann og jós úr sagna- brunni sínum ferðafélögum til fróðleiks og skemmtunar. Vestur- landsskógar sjá nú á bak góðum starfsmanni og við stjórnarmenn stofnunarinnar og starfsmenn, fyrr og nú, söknum góðs félaga og vinar. Eins og flestir sem falla frá fyrir aldur fram átti Sigvaldi miklu verki ólokið. Hann var kraftmikill hugsjóna- og baráttu- maður og beinn þátttakandi í því viðamikla og tímabæra verkefni að gera land okkar gróðursælla og byggilegra en verið hefur um aldir. Það er ósk okkar og von að verk hans og hugsjónir verði eft- irlifendum hvatning til að halda merki ræktunarmannsins á lofti um ókomna tíð. Aðstandendum hans vottum við einlæga samúð. Stjórn og starfsmaður Vestur- landsskóga og fyrrverandi stjórnarmenn: Guðbrandur Brynjúlfsson, Þórarinn Svavarsson, Sigríður Júlía Brynleifs- dóttir, Guðmundur Sigurðs- son, Arnlín Óladóttir, Skúli Alexandersson, Jón Lofts- son, K. Hulda Guðmunds- dóttir, Birgir Hauksson, Trausti Tryggvason. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 ✝ (Magnús) JónÓlafsson fædd- ist í Fagradal í Mýrdal 23. febrúar 1916. Hann lést 17. mars 2013. Foreldrar hans voru Ólafur Jak- obsson bóndi í Fagradal, f. í Skammadal í Mýr- dal 3.3. 1895, d. 18.7. 1985 og k.h. Sigrún Guðmundsdóttir, f. á Heiðarseli á Síðu 29.10. 1984, d. 26.2. 1997. Systkini Jóns eru Sólveig Sigurlaug, f. 1918, d. 2010, Guðríður, f. 1919, d. 1984, Kjartan, f. 1921, d. 1922, Guð- finna Kjartanía, f. 1923, Jakob, f. 1924, d. 1926, Jakob, f. 1928, d. 2012 og Óskar Hafsteinn, f. 1931. Jón kvæntist 9.9. 1944 Ólöfu Elísabetu Árnadóttur frá Odd- geirshólum í Hraungerð- ishreppi, f. 31.1. 1920. Börn þeirra Jóns og Ólafar eru 1) Steingerður, f. 10.4. 1945 gift Örlygi Karlssyni, þau eiga þrjú börn. a) Kári, f. 1971, kvæntur Björgu Helgu Sigurðardóttur, þau eiga tvær dætur. b) Jón, f. 1974, í sambúð með Friðsemd Thorarensen og c) Auður, f. 1983, í sambúð með Sævari hann var í kaupavinnu í Mý- vatnssveitinni 1938, afleysing- arbóndi á Höfðabrekku sumarið 1939 og í kaupavinnu í Odd- geirshólum sumarið 1940. Einn- ig starfaði hann um tíma hjá Bjarna Runólfssyni í Hólmi og vann í framhaldi af því við upp- setningu rafstöðva á sveitabæj- um á Suðurlandi. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga á árinu 1941. Hann vann þar fyrst almenn verslunar- og skrif- stofustörf en síðar voru honum falin ábyrgðar- og stjórn- unarstörf sem hann sinnti til ársins 1970. Jón var ráðinn úti- bússtjóri Samvinnubankans í Vík þegar það hóf rekstur og veitti því forstöðu árin 1970- 1981 þegar Samvinnubankinn opnaði útibú á Selfossi. Hann var útibússtjóri Samvinnubank- ans á Selfossi 1981 til ársloka 1986 er hann hætti stöfum fyrir aldurs sakir. Eftir það vann hann nokkur ár við bókhald fyr- ir ýmis fyrirtæki og ein- staklinga. Jón var góður bridge- spilari og virkur félagi í Bridgefélagi Selfoss um áratuga skeið. Á Víkurárunum var Jón félagi í Lionsklúbbnum Suðra. Hann unni ljóðlist og hafði áhuga á útivist og ferðalögum. Hann ræktaði garðinn sinn af al- úð. Útför Jóns fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 26. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Öfjörð Magnússyni, þau eiga tvö börn. 2) Ólafur, f. 13.5. 1946, var kvæntur Guðrúnu Oddnýju Gunnarsdóttur, þau eiga tvö börn. a) Erla, f. 1976, gift Guðmundi Sæv- arsyni, þau eiga tvær dætur. b) Jón Gunnar, f. 1980. 3) Árni Heimir, f. 24.4. 1950, d. 16.7. 2006. 4) Kjartan, f. 20.11. 1952, d. 13.5. 2012, kvæntur Takako Inaba Jónsson, f. í Japan 1946, d. 19.9. 2004, þeirra börn eru tvö. a) Árni Rúnar Inaba, f. 1977, kvæntur Önnu Arnardóttur, þau eiga þrjú börn og b) Ólöf Júlía, f. 1979. 5) Skafti Jónsson, f. 6.5. 1956, kvæntur Bente Nielsen, þau eiga þrjú börn a) Camilla, f. 1989, b) Jónas, f. 1991 og c) Stína, f. 1993. Jón ólst upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann var tvo vetur í barnaskóla í Vík og einn vetur í unglingaskóla þar. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-1939 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1939-1940. Jón var þrjár vertíð- ir í Vestmannaeyjum 1935-37, „Ich weiß nicht, was soll es be- deuten, daß ich so traurig bin,“ söng hann Jón tengdafaðir minn skömmu áður en hann lést. Jón var með stálminni, kunni ótelj- andi kvæði og gat lýst löngu liðn- um atburðum þó 97 ára væri, en skammtímaminnið var að mestu farið. Hann fæddist í Fagradal í Mýrdal. Umhverfið var fagurt og útsýnið. Arnarstakksheiðin fyrir ofan, Fagradalshamrarnir, fýll- inn og veiðistaðirnir, fjaran, skipsströndin góðu og vondu og útsærinn. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni; Þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni, en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. (EB) Jón tók snemma þátt í sveita- störfunum. Pabbi hans smíðaði orf handa honum þegar hann var 8 ára og langafi hans Jón Sím- onarson, brýndi ljáinn. Faðir Jóns var mikill veiði- og sigmaður og börnin tíndu fýlinn úr urðinni. Jón seig einnig í Fagradalshömr- um og hann sótti sjóinn. 1938 réð Jón sig í kaupa- mennsku að Grænavatni í Mý- vatnssveit og hjólaði hann norð- ur. Það var gaman að heyra lýsingar Jóns á ferðinni og kaupamennskunni og gaman að koma að Grænavatni með honum. Hann fór til að kynnast „háttum og siðum Þingeyinga, sem taldir voru bæði af sjálfum þeim og öðr- um meiri hæfileikamenn en aðrir landsmenn“. Haustið 1939 fór Jón í Sam- vinnuskólann. Þar kynntist hann Ólöfu E. Árnadóttur frá Odd- geirshólum. Hún réð hann þang- að í kaupamennsku sumarið 1940. Síðan hófu þau bæði störf við Kaupfélag Árnesinga. Ekki var að sökum að spyrja, Jón og Ólöf fóru í september 1944 norð- ur að Melstað í Miðfirði og gifti Jóhann Briem, móðurbróðir Ólafar, þau. Þau voru ferjuð yfir Ölfusá því brúin var ónothæf. Engin kirkja var á Melstað því hún hafði fokið 1942. Allt fór vel og þau fluttu inn í Singastein á Selfossi á þrettándanum 1945 og eignuðust fimm börn. Ég kynntist Jóni og Ólöfu árið 1971. Þau tóku vel á móti ráðvillt- um ungum manni, lofttæmdum Þingeyingi. Þetta var traust og gott fólk. Jón var þægilegur í við- móti, ákaflega gestrisinn og glað- vær. Áhuga hafði hann á þjóð- málunum og var dyggur framsóknarmaður. Hann var góður bridgespilari. Hann spilaði mikið og synir hans og eiginkona. Jón stundaði líkamsrækt, hann hjólaði og sótti stíft sundlaugina á Selfossi. Hann hafði yndi af að ferðast. Jón var ljóðunnandi svo fáir voru hans líkar og kunni ógrynni kvæða. Uppáhaldsskáld- ið var Einar Benediktsson, Út- sær og Einræður Starkaðar voru í sérstöku uppáhaldi. Eitt gerði Jón það sem aðrir hafa ekki gert svo ég viti. Hann synti ljóðin í sundlauginni. Um leið og hann synti fór hann t.d. með ljóðið Útsæ í huganum. Hver annar hefur synt Útsæ? Á sunnudagskvöldið þegar Jón dó voru norðurljósin sindrandi á himninum sem aldrei fyrr. Kannski hefur Einar Ben sent ljóðaunnanda sínum norðurljós? Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga … … Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Jón var heilsteyptur, góður maður. Ég votta Ólöfu tengda- móður minni og fjölskyldu allri mína dýpstu samúð. Örlygur Karlsson. Meira: mbl.is/minningar Ég á margar kærar minningar um tengdaföður minn frá fyrstu heimsókn minni til Íslands. Þá og oft síðar ræddum við bankamál og var jafnan slegið á létta strengi. Margar Íslandsferðir fylgdu í kjölfarið og fjölskylda okkar naut þess þegar afi og amma komu í heimsókn á Pa- lermovej á Amager. Þegar börnin voru yngri áttum við frábæra daga á Kanaríeyjum saman. Frá samverustundum fjölskyldnanna eru minningarnar um glettnina og gleðina. Einstök gestrisni tengdafor- eldra minna, Jóns og Ólafar, náði líka til vina barnanna og skátafé- laga á ferð um Ísland. Þegar við heimsóttum þig og ömmu fórum við oft í bíltúra. Þú varst alltaf boðinn og búinn að lána okkur bílinn og oft varstu með í för, góður ferðafélagi. Ég minnist þessara ferða oft og með þakklæti. Þú varst kappsamur bridsspil- ari, en varst alltaf tilbúinn að spila vist við mig. Þú varst miklu betri en ég og hafðir talningu á bæði mínum og eigin spilum, meðan ég í besta falli mundi eftir hvað ég hafði haft af trompum. Þú skiptir aldrei skapi þótt ég spilaði miður vel. Þessi spilakvöld voru í uppáhaldi hjá mér og okk- ur til mikillar ánægju. Camilla, Jónas og Stína elsk- uðu afa sinn, þú gafst þig allan við að leika við þau. Þú lagðist gjarn- an á gólfið og lékst þér við krílin. Þegar þau stækkuðu kenndir þú þeim að spila þeim til mikillar skemmtunar. Ég hef notið þess að heim- sækja ykkur með börnunum. Þrátt fyrir annað tungumál var alltaf náinn skilningur og hlýja í samskiptum við ykkur ömmu. Það gleður mig sérstaklega að Camilla, Jónas og Stína hafa öll dvalið á Íslandi. Þau vilja læra tungumálið, þekkja landið og skilja menninguna. Og mest til að vera með ættingjunum. Hér vor- uð þið amma mesti hvatinn í ást þeirra á Íslandi og til allrar fjöl- skyldunnar. Ég er þakklát fyrir að þau urðu þeirra samvista að- njótandi. Það er þeim ómetanlegt í framtíðinni. Þú varst mér einstaklega kær tengdafaðir. Bente Nielsen. Þær eru margar og fallegar minningarnar sem tengjast elsku afa mínum og nafna eins og hann kallaði mig alltaf. Ég á mjög erf- itt með að trúa því að ég eigi ekki lengur afa í Singasteini. Ég verð sorgmæddur og fyllist tómleika- tilfinningu þegar ég byrja að hugsa um lífið án afa en það er erfitt að vera leiður lengi þegar ég rifja upp minningarnar sem tengjast honum. Ég man mjög vel eftir því þeg- ar mamma og pabbi fóru til út- landa og ég fékk að vera hjá ömmu og afa í Fagurgerðinu í pössun. Það var ekki leiðinlegt. Afi fór með mig í sund, hann kenndi mér að spila og leggja kapal og svo spjölluðum við heil- mikið saman. Mér fannst svo gaman og áhugavert að tala við afa. Hann fæddist 1916, hafði upplifað ótrúlegar breytingar á lífsleiðinni og var alltaf til í að ræða þær við mjög svo forvitinn sonarson sinn. Eftir að ég varð eldri héldum við áfram að spjalla en fórum að ræða meira um bókmenntir, fréttir og stjórnmál. Það var gaman að greina málefni líðandi stundar með afa og hann talaði alltaf við mig eins og jafningja. Rúmlega 64 ára aldursmunur var ekki að flækjast fyrir honum. Eftir að ég flutti heim frá Eng- landi fór ég stundum einn í heim- sókn í Singastein til að geta spjallað almennilega við ömmu og afa, sem reyndist oft erfitt í fjölmennum fjölskylduboðum. Mér þykir vænt um þær stundir sem við áttum saman í þessum heimsóknum og mun geyma minningarnar um þær á góðum stað um ókomin ár. Þegar minnið var aðeins byrj- að að gefa sig hjá afa kviknaði sú hugmynd að taka upp viðtal við afa og ömmu og ræða um líf þeirra og allar þær breytingar sem þau hafa upplifað. Ég mætti á Selfoss með vini mínum og tók upp efni sem er afar dýrmætt í dag. Afi var í essinu sínu fyrir framan myndatökuvélina og sagði okkur margar skemmtileg- ar og fróðlegar sögur. Það var ekki leiðinlegt verk að klippa þær saman með Auði frænku. Við frændsystkinin kynntumst afa enn betur, lærðum meira um hans fjölskyldu, störf og bak- grunn almennt. Við Auður höfum oft rætt um það hversu þakklát við erum að hafa fengið að kynn- ast fleiri hliðum á afa í þessari vinnu og það var gaman að ná að klára verkið á meðan hann var á lífi. Stundum hugsa ég um það hvað afi hefði farið að læra og vinna við ef hann hefði fæðst á sama tíma og ég. Þegar allt önnur tækifæri eru í boði en þegar hann ólst upp. Það er svo ótrúlegt að hugsa um þær breytingar sem hann upplifði um ævina. En svo finnst mér reyndar mjög erfitt að ímynda mér afa öðruvísi en hann var. Fæddur 1916 og með stóran hluta sögu Íslands á 20. öld á tak- teinunum. Með hafsjó af upplýs- ingum tengdum þeim störfum sem hann vann um ævina. Fróð- leiksfús með eindæmum og klár. En umfram allt brosmildur, góð- ur, skemmtilegur og félagslynd- ur. Og vinur minn. Jón Gunnar (nafni). Það var alltaf gott og gaman að koma til afa og ömmu í Singa- steini, í stóra húsið þeirra þar sem hægt var að fara í alls kyns skemmtilega leiki í kjallaranum og úti í garði. Einhverju sinni voru allar dýnurnar þeirra tekn- ar fram og heljarinnar virki reist sem náði út um allan kjallara, við barnabörnin fórum í ótal leiki og garðurinn, með öllum sínum trjám, breyttist á augabragði í ævintýraland. Þangað var líka hægt að sækja alls kyns góðgæti, tína rifsberin af runnunum og gæða sér á ótrúlega góðum jarð- arberjum sem afi var alltaf fús að sækja, ásamt gómsætum gulrót- um sem náðu alveg ótrúlegri stærð. Dóttir mín naut líka góðs af þessu og það voru ófáar ferðir farnar í Singasteininn síðasta sumar þar sem afa tókst í hvert sinn að fylla heila skál af jarð- arberjum. Steinunn Dís og Jón langafi náðu vel saman og það leið yfirleitt ekki langur tími frá því að við komum inn úr dyrunum þar til hún var komin í fangið á honum, og þar var mikið hlegið og alltaf gott að vera. Dyrnar stóðu alltaf opnar í Singasteini og það voru mikil for- réttindi að fá að alast upp í sama bæ og afi og amma. Minningarn- ar með afa eru óteljandi og allar eru þær góðar. Afi var mjög hlýr, rólyndur og barngóður en samt var alltaf stutt í glensið. Hann kenndi mér margt, hvernig setja mætti nógu stóra smjörklípu inn í heila, nýbakaða flatköku og borða hana áður en smjörið læki út um allt, hvernig hægt væri að óska sér með óskabeini, hvernig best væri að ná niður stóru grýlu- kertunum á sólskálanum og hann kenndi mér alls kyns kapla og skemmtileg spil. Það var einnig gaman að heyra hann segja frá þeim ævintýrum sem hann upplifði sjálfur á yngri árum. Þegar hann hjólaði næst- um alla leið að Grænavatni á mal- arvegum landsins, frá brúðkaup- inu þeirra ömmu þegar brúin hrundi og fara þurfti yfir ána á bát svo þau kæmust norður á Melstað til að gifta sig, þrátt fyrir að kirkjan hefði fokið. Nú er gott til þess að hugsa að þessar sögur og margar fleiri eru varðveittar á myndbandi en Jón Gunnar frændi tók viðtal við þau afa og ömmu þegar amma varð níræð, fyrir þremur árum. Ég var svo heppin að fá að vinna efnið með honum og kynnast um leið fleiri hliðum á afa og fá að vita meira um hans líf og uppvöxt. Þar eru líka heillangar upptökur þar sem afi fer með heilu ljóðin eftir minni. Allar þessar góðu minningar er gott að ylja sér við núna þegar afi er farinn. Hans er sárt saknað. Auður. Mig langar í nokkrum orðum að minnast afa míns sem látinn er í hárri elli. Ég man fyrst eftir honum þegar þau amma bjuggu í Vík í Mýrdal. Ég og Jón bróðir minn fengum að fara til þeirra á sumrin og vera í lengri eða skemmri tíma. Ýmislegt var smíðað í bílskúrnum hjá afa og mikið ævintýri var að fá að finna peningafýluna í peningaskápnum í Samvinnubankanum í Vík þar sem hann var útibússtjóri. Einu sinni fengum við bræðurnir að koma með á Kirkjubæjarklaust- ur þar sem hann sinnti líka úti- bússtörfum. Á Mýrdalssandi var sandbylur og ekki leist okkur á blikuna en afi var alveg sallaró- legur enda man ég ekki eftir að hann hafi nokkru sinni skipt skapi. Eftir að þau amma fluttu aftur á Selfoss voru dyrnar á Singa- steini alltaf opnar og gott að koma í eldhúsið og fá eitthvað í svanginn hjá ömmu, taka í spil, klifra í birkitrjánum eða fara í fótbolta í garðinum, en afi sagði að það væri mjög gott til að losna við mosann. Það var alltaf mikil matjurtarækt í Singasteini og síðsumars og á haustin var spennandi að fá að smakka gul- rætur og rófur og kíkja undir kartöflugrösin. Afi var mjög hjálpfús og örlát- ur maður og vildi allt fyrir alla gera og fékk ég að njóta þess ef fólk vissi að Jón Ólafsson í Singa- steini væri afi minn. Það var fastur liður í æskunni að fara í boð á jóladag til ömmu og afa í Singasteini og svo líka á gamlárskvöld, enda gestrisni þar í hávegum höfð og hafði afi ein- staklega gaman af því að taka á móti gestum. Við þessi tækifæri var alltaf gripið í spil og það var mikil upphefð þegar ég var farinn að fá að taka þátt í briddsspila- mennskunni. Seinna tóku þorrablótin við og það er við hæfi að í síðasta skipti sem ég hitti afa var einmitt í 97 ára afmælisveislunni hans, um- vafinn stórfjölskyldunni á þorra- blóti í Singasteini. Hann tók Björgu konunni minni sérstaklega vel þegar hún kom inn í fjölskylduna og fór létt með að fara með Lorelei fyrir þýskukennarann. Afi var einstak- lega barngóður og alltaf til í að spjalla eða glettast og fengu dæt- ur okkar hjóna að kynnast því. Þeim fannst mikið sport að renna sér niður handriðið í Singasteini og fá gómsæt jarðarber beint úr garðinum. Við hjónin erum þakk- lát fyrir að dætur okkar eiga ynd- islegar minningar um hlýjan og góðhjartaðan langafa. Afi átti gott og gæfuríkt líf, hins vegar fór hann ekki varhluta af skakkaföllum og þurfti að sjá á eftir tveimur sonum sínum, þeim Árna Heimi og Kjartani. Hann og amma stóðu þétt saman og studdu hvort annað í þeirri raun. Lykillinn að lífshamingju afa var traust og hamingjuríkt hjóna- band þeirra ömmu til næstum 70 ára og óbilandi jákvæðni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Minningin um einstaklega hjartahlýjan og góðan mann lifir. Elsku amma, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Kári Örlygsson og fjölskylda. Jón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.