Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 ✝ Auður Garð-arsdóttir fædd- ist að Vesturgötu 58, Reykjavík 21. maí 1934. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 18. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóna Sig- urvina Björns- dóttir, fædd á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 26. september 1896, d. 29. mars 1966, og Garðar Jónsson, fædd- ur á Tindriðastöðum í Hval- vatnsfirði 6. nóvember 1898, d. 6. september 1967. Auður var fjórða í röð fimm systra. Hinar voru: Þórunn Bjarney, f. 2. september 1918, d. 18. janúar 2008; Sigurveig Mýrdal, f. 15. júlí 1924; Gerða Tómasína f. frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hún starfaði eftir það hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkisins til ársins 1964, þegar hún flutti með eiginmanni sínum til út- landa, en þau bjuggu í Bret- landi og Danmörku í samtals fimm ár. Auður var alla tíð mjög virk í félagsmálum fyrir skátahreyfinguna á Íslandi, var meðal annars félagsforingi Kvenskátafélags Reykjavíkur og átti sæti í Bandalagi ís- lenskra skáta. Hún tók virkan þátt í störfum hinnar íslensku þjóðkirkju og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum, var meðal annars sóknarnefndarformaður Dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík, átti sæti á kirkju- þingi og í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur. Árið 2000 var hún sæmd Riddarakrossi hinn- ar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu hinnar íslensku þjóðkirkju. Útför Auðar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. mars 2013, og hefst hún klukkan 15. 17. ágúst 1927 og Gíslína, f. 12. des- ember 1935. Auður ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Árið 1956 giftist hún Jóhannesi Bergsveinssyni, f. 5. desember 1932. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes, f. 26. nóvember 1966. Börn hans Aron Ingi, f. 30. maí 1999, og Agnar Smári, f. 11. júlí 2009; 2) Berg- sveinn, f. 5. september 1971. Börn hans: Auður Agla, f. 26. október 1992 og Jóhannes Tumi, f. 6. nóvember 1999; 3) Elín, f. 5. september 1971. Börn hennar: Garðar Már, f. 11. júní 1995 og Helga Kristín, f. 21. júlí 2002. Auður lauk gagnfræðaprófi Elsku Auður. „Við sjáumst þegar þú kemur heim elskan, góða ferð.“ Þetta voru þín síðustu orð til mín. Nú er ég komin heim, aðeins of sein, þú ert farin héðan. Það er ansi tómlegt á Báru- götunni. Söknuður og sorg eru samofin þakklæti í mínu brjósti. Þú varðst hluti af lífi mínu þegar ég var barnshafandi menntaskóla- stelpa. Í kaupbæti með Begga fékk ég þig, dásamlegustu tengdamóður sem hægt er að óska sér. Þakka þér hjartanlega fyrir allan tímann sem við áttum saman, sem tengdamæðgur, sem skátasystur og sem vinkonur. Þakka þér fyrir að kenna mér að reifa barn, pússa silfur, stenka lín, raða fáránlega miklu leirtaui í litla skápa, skipuleggja veislur á mettíma og muna að hafa húmor fyrir sjálfri mér (og gúmmístíg- vél í skottinu á bílnum). Þakka þér ástsamlega fyrir að hafa alltaf stutt við bakið á mér, að vera alltaf til staðar fyrir ömmubörnin þín. Við sem kveðj- um þig í dag höldum áfram eins og þú hefðir óskað. Við hjálpumst að og hugsum hvert um annað af ástúð og hlýju. Við finnumst við varðeldinn hinum megin. Þín Kristín Sólveig (Stína). Frá því ég man eftir mér vildi ég eyða öllum helgum hjá ömmu, hún vissi hvað ég vildi, hvað mér fannst flottast og fínast. Hún lagði sig alltaf alla fram við að láta mér líða eins og prinsessu og mér leið líka alltaf þannig hjá henni. Uppáhalds rúmfötin mín voru alltaf nýþvegin og ískápur- inn fullur af öllu sem mér þótti best. Ekki var það heldur leið- inlegt þegar ég fékk að skoða skartið hennar og máta það. Hún var mesta gull af konu sem ég veit um, allt pottþétt hjá henni. Amma var alltaf vel til höfð og það geislaði af henni fegurðin. Mér fannst hún vera eins og drottning. Það leið varla sá dagur að það kæmu ekki gestir á Báruna og þó að þeir kæmu óvænt var alltaf til nóg af kökum og kræsingum og vel tekið á móti þeim, því að þú, amma, tókst öllum alltaf opnum örmum. Ég veit að það er tekið vel á móti þér hinum megin núna. Jólin á Bárugötunni voru alltaf eins, öll fjölskyldan samankomin á jóladag. Aspassúpa, hreindýr og heimalagaður ís a la amma Auður. Jólin verða aldrei þau sömu án þín. Elsku afi minn, missir þinn er mestur, þið amma voruð lang- flottust saman. Ég gleymi aldrei þegar þið tókuð nokkur spor í forstofunni á Bárunni og ég skælbrosti og mér hlýnaði í hjartanu að horfa á ykkur. Sofðu rótt, elsku amma mín, ég er stolt af því að bera nafnið þitt. Ég elska þig alltaf af öllu mínu hjarta. Þín ömmustelpa, Auður Agla Bergsveinsdóttir. Auður amma var einstök kona og átti mikilvægan stað í hjarta okkar systkinanna. Frá því við munum eftir okkur kölluðum við hana Auði ömmu og litum við á hana sem slíka. Hún var einstak- lega dugleg og hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Það var gaman að koma í heimsókn til hennar og Jóa á Bárugötuna, góðgæti létu sig ekki vanta og var rauði brjóstsykurinn í glerkrukkunni eftirminnilegastur. Það kom ekki til greina að við færum svöng frá henni. Aldrei gleymum við henni Grímu sem Auður og Jói áttu lengi vel sem okkur systkinunum þótti svo vænt um. Auður amma var ætíð svo hlý og góð og hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að gera í okkar lífi. Hún vildi allt það besta fyrir aðra í kringum sig og var alltaf til staðar. Elsku Auður amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þín, Guðfinna og Halldór Ágúst. Við Auður Garðarsdóttir mág- kona mín þekktumst frá barn- æsku. Feður okkar voru skips- félagar á strandferðaskipinu Súðinni í seinni heimsstyrjöld- inni og síðar nánir samstarfs- menn í félagsmálum sjómanna. Leiðir okkar lágu einnig saman á unglingsárunum þar sem við vor- um bæði ásamt Gígí yngstu syst- ur hennar virk í starfi skáta- hreyfingarinnar. Þar var Auður hress og kátur félagi og oftast fremst meðal jafningja enda var hún gædd miklum forystuhæfi- leikum. Ung að árum bundumst við fjölskylduböndum þegar við Gígí felldum hugi saman á svip- uðum tíma og þau Auður og Jóhannes voru í sömu hugleið- ingum. Þetta voru ógleymanleg ár sem hið alvarlega slys, sem Jó- hannes lenti í sumarið 1954, varpaði þó stórum skugga á. Þá sýndi Auður hvern styrk hún hafði að geyma og varð honum sú stoð og stytta sem gerði honum kleift að ljúka námi sínu og síðar eftirtektarverðum starfsferli þrátt fyrir fötlun sína. Hjóna- band þeirra og gagnkvæm ást og virðing í hartnær 57 ár ætti að vera öðrum til eftirbreytni. Fram að því að Jóhannes hóf framhaldsnám í Bretlandi var Auður áfram mjög virk í skáta- hreyfingunni, var meðal annars félagsforingi Kvenskátafélags Reykjavíkur um árabil og í stjórn Bandalags íslenskra skáta. Eftir að þau fluttust aftur heim til Ís- lands duldist manni ekki að Auð- ur var trú kjörorðinu: Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Um störf henn- ar innan Dómkirkjusafnaðarins og Þjóðkirkjunnar ætla ég ekki að fjölyrða, um það munu eflaust aðrir fjalla, en eitt er víst að þau voru henni mjög kær. Þrátt fyrir annasöm störf í þjóðfélagsþágu var fjölskyldan samt ávallt í fyrirrúmi og þá ekki einungis börnin, barnabörn og eiginmaður heldur einnig fjölskyldur systranna og fjöl- margra vina og vandamanna, enda bæði mjög ættrækin og gestrisni þeirra mikil og alkunn. Oft undraðist maður hvaðan Auður fengi alla þessa orku sem óneitanlega þurfti til. Mikill er missir Jóhannesar og barna og barnabarna þeirra Auð- ar. Megi guð styðja þau og styrkja í framtíðinni. Blessuð sé minning ástkærrar mágkonu og systur. Henry Þór Henrysson og Gíslína Garðarsdóttir. Við bræður eigum margar, hlýjar minningar um Auði frænku okkar. Hún hafði lag á að vera alltaf nálæg og hafði áhrif á líf okkar, sennilega meiri en við gerðum okkur grein fyrir. Einu sinni á aðfangadag þegar við vor- um í kringum 7 ára aldurinn vor- um við að rangla fyrir framan heimili okkar á Baldursgötunni að bíða eftir jólunum. Tíminn leið ótrúlega hægt. Þá renndi bíll að gangstéttarbrúninni og jóla- sveinn í fullri múnderingu, með flókið skegg, snaraðist út til okk- ar og kallaði óþarflega hátt: „Strákar, búið þið í þessari götu?“ Við urðum klumsa, enda ekki alltof trúaðir á jólasveina. Þessi sveinstauli sem ferðaðist einn um bæinn á drossíu var þó svo myndugur að við urðum að taka hann alvarlega. Jólasveinn- inn þurfti að fá að vita hvaða krakkar bjuggu í götunni, í hvaða húsum, hvað þau vildu í jólagjöf og hvort þau ættu það skilið. Við gáfum greinargóða skýrslu um vini og nágranna. Að svo búnu kippti jólasveinninn pokaskjatta fullan af gjöfum úr aftursætinu og strunsaði með okkur inn í hús- ið okkar. Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en löngu seinna að hér hafði Auður frænka verið að keyra út jólagjafir fjölskyldunn- ar. Þannig var Auður potturinn og pannan í fjölskyldulífinu. Hún var hugmyndarík og hafði gaman af að skipuleggja atburði og koma fólki á óvart. Það var alltaf spennandi að fara í heimsókn til Auðar og Jóa. Að vera í pössun í kjallaraíbúðinni á Ránargötunni var endalaust ævintýri. Á Báru- götunni var alltaf opið hús eftir að þau fluttu þangað. Auður var barngóð og lét sér annt um systrabörn sín og þeirra börn og barnabörn. Auður hafði gott lag á að skapa góða stemningu og hún hafði góða skipulags- og forystu- hæfileika. Þess nutum við oft, t.d. á jólaskemmtunum fjölskyldunn- ar. Hún lét víða að sér kveða í fé- lagsstörfum eins og í skátastarfi og innan kirkjunnar. Andlát hennar skilur víða eftir stórt skarð. Missirinn er þó mestur fyrir hennar nánustu. Jóhannes og börn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigurjón og Garðar Mýrdal. Í dag kveð ég kæra vinkonu mína og heimilisvin okkar fjöl- skyldunnar, Auði Garðarsdóttur, sem lést á líknardeild Landspít- ala í Kópavogi að morgni 18. mars sl. Kynni okkar Auðar hófust fyr- ir hart nær 60 árum og höfum við átt samleið meira og minna öll þessi ár ásamt eiginmönnum okkar, Agli og Jóhannesi. Þeir voru æskuvinir af Ránargötunni og batt það fjölskyldur okkar tryggðar- og vináttuböndum í gegnum öll ár. Voru ófáar stund- irnar á undanförnum árum þar sem setið var yfir kaffi og kringl- um eða vínarbrauði og málin rædd, rifjaðar upp gamlar minn- ingar og farið yfir helstu tíðindi í fjölskyldunum. Auður var mikil félagsmála- kona, dugleg og ósérhlífin og var fólk og samvera hennar við fólk hennar ær og kýr. Hún gekk ung til liðs við skátahreyfinguna og komst þar til metorða og varð m.a. félagsforingi kvenskáta. Segja má að hún hafi verið í lífi sínu hinn sanni skáti, ávallt viðbúin. Síðar naut Dómkirkjan starfskrafta hennar um árabil og gegndi hún hinum ýmsu trúnað- arstörfum fyrir kirkjuna, m.a. sem formaður sóknarnefndar. Hún lagði metnað sinn í að skila góðu verki á hvaða sviði sem var. Fjölskyldan var þó það sem skipti hana mestu máli. Jóhannes og börnin þrjú, Jóhannes yngri, Elín og Bergsveinn og barna- börnin hennar sex voru gimstein- arnir hennar. Heimilið var rausn- arheimili, gestkvæmt og öllum tekið af alúð og hlýju. Á kveðjustund viljum við fjöl- skyldan þakka henni fyrir sam- fylgdina, alla ræktarsemi, hlýju og ljúfar stundir sem við fengum að eiga saman. Við biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hennar alla. Þeirra missir er mestur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Katrín, Elín Ingibjörg, Þorvaldur og Katrín Þórdís Jacobsen og fjölskyldur. Auður Garðarsdóttir andaðist hinn 18. mars sl. eftir nokkra dvöl á sjúkrahúsi. Að henni er sjónarsviptir og munu margir sakna hennar. Auður var um- hyggjusöm og eljusöm í verkum sínum. Hún axlaði ýmis forystu- hlutverk án þess að telja það eftir sér en lagði sig fram í hvívetna. Fyrir um hálfri öld myndaðist skátaflokkurinn okkar, óhefð- bundinn flokkur en samheldinn. Auður er sú fjórða til að „fara heim“, á eftir Hrefnu Tynes, Ás- laugu Friðriksdóttur og Auði Stefánsdóttur. Fjórar kjarna- konur voru þær og í forystu kvenskáta um áratuga skeið. Auður var ung þegar í ljós kom að eldra fólk bar traust til henn- ar. Hún tók um skeið við verk- efnum af Hrefnu Tynes er Hrefna lét af starfi félagsforingja Kvenskátafélags Reykjavíkur. Einnig tók hún við forystu hóps sem nefnir sig Eldri kvenskáta er tengdamóðir hennar Elín Jó- hannesdóttir, sem gegnt hafði þeim starfa, lést á besta aldri. Skátastarf er á margan hátt sérstakt. Eitt einkenni er sú nánd og einlæga vinátta sem get- ur verið milli mismunandi aldurs- skeiða. Flokkurinn okkar spann- aði 30 ár í aldursmismun. Annað einkenni skátastarfs er hve fjöl- þætt verkefnin eru og reyna á margvíslega kunnáttu og hæfni, verkefni sem einstaklingar þurfa að geta axlað einir en eru þó oft unnin í nánu samstarfi við fleiri. Skátastarf býr vel að verðug- um gildum sem fólk utan þess skilur betur í dag en lengst af síð- ustu öld. Þetta eru gildi sem margir skátar hafa lagt áherslu á í víðtækara umhverfi sínu. Og greina mátti slíkt glöggt í ýmsum verkum Auðar og nærveru henn- ar við aðra. Þegar Hrefna Tynes kvaddi siglfirsku skátana sína í júní 1939, og hélt til dvalar í Noregi, var hún kvödd með eftirfarandi orðum: Meðan eldar varða vaka, vorsól björt í heiði skín, og á fjöllum óma söngvar, ætíð skulum minnast þín. Með þeim sömu orðum kveðj- um við nú Auði Garðarsdóttur og sendum alúðarkveðjur til Jó- hannesar og fjölskyldunnar allr- ar. Borghildur Fenger og Anna Kristjánsdóttir. Auður móðursystir er hluti af mörgum fyrstu og dýrmætustu minningum okkar. Einstaklega náið samband hennar við móður okkar skýrir nærveru Auðar og fjölskyldu hennar við flest tæki- færi. En það hversu eftirminni- leg þessi atvik og aðstæður eru skýrist ekki síst af því hversu skemmtilegt var að umgangast hana. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því fyrr en komið var fram á fullorðinsár hvernig brag- urinn á Bárugötu 35 var óviðjafn- anleg blanda af enskum og dönskum aðalshefðum og ramm- íslenskri baðstofumenningu. Auður sjálf var slík blanda eig- inleika sem í venjulegu fólki eru ósamræmanlegir. Hún var fyrir- myndar húsmóðir en sinnti samt svo mörgu fólki og margvíslegum málefnum að hún virtist aldrei heima. Hún fussaði og sveiaði yf- ir kattafári í Vesturbænum en samt fékk læðan Grímur mestu ástúð sem nokkur köttur hefur fengið vestan við læk. Hún var skáti og náttúruunnandi sem undi sér best í þéttbýlasta hluta borgarinnar. Hún var hógvær og reyndi sem mest hún gat að halda sér frá öllu sviðsljósi en samt var eins og allir þekktu hana. Það var ekki bara að Auði hafi tekist að samræma þessa mis- munandi eiginleika. Hún skapaði úr þeim heilsteyptustu persónu sem flest okkar höfum kynnst. Allir minnast hennar fyrir ein- stök heilindi. Viðurkenningin sem hún hlaut fyrir störf í þágu kirkjunnar var vissulega verð- skulduð en hana hefði verið hægt að veita fyrir svo óendanlega margt. Ef riddarakross væri veittur fyrir störf í þágu fjöl- skyldunnar hefði Auður sannar- lega átt slíka viðurkenningu skil- ið. Elsku Jói og fjölskyldan öll, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðrún Katla og Henry Alexander. Traustur vinur og samstarfs- maður í nærri aldarþriðjung flutti mér þá harmafregn að eig- inkona hans, Auður, hefði fallið frá á mánudagsmorgun. Auður var mikil atorku- og sómakona sem verið hafði í forustusveit skáta frá því á unga aldri. Vissi ég síðast af henni á þeim vett- vangi í byrjun nóvember sl. er hún hvatti okkur systkin til að þiggja kaffiveitingar fyrir eldri skáta í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar í tilefni af því að af- hjúpaður var minningarskjöldur á „Fjósinu“ við Menntaskólann í Reykjavík um 100 ára skátastarf á Íslandi, en Pálmi Pálsson kenn- ari við skólann benti þeim sem stóðu að stofnun skátastarfs á Ís- landi á orðið skáti. Auður hafði verið formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar og var nú síðast varaformaður. En mikilvægasta hlutverk Auðar sem ég þekkti var eigin- kona, stoð og stytta vinar míns Jóhannesar Bergsveinssonar. Þetta hlutverk rækti hún af mik- ill alúð og fórnfýsi. Létt lund, glaðværð, umburðarlyndi og óþrjótandi þolinmæði sem Auður var gædd og þurfti oft á að halda er hún kom að sækja Jóhannes og þurfti þá stundum að bíða lengi í bílnum eftir að Jóhannes lyki störfum á Landspítalanum. Mikið reyndi á þolinmæði hennar og þrek þegar Jóhannes varð fyr- ir alvarlegu slysi, þá ungur mað- ur. Nokkru síðar gengu þau Auð- ur og Jóhannes í hjónaband, en hann var þá í læknanámi. Hefur Auður vafalítið hvatt hann þar til dáða eins og jafnan síðan. Þau hjón voru samhent, miklir fagur- kerar og bjuggu sér smám saman mjög fallegt heimili, fyrst hér í Reykjavík, síðan í London og Kaupmannahöfn meðan Jóhann- es var í sérnámi í geðlækningum og loks aftur í Reykjavík. Heim- sótti ég þau á öllum þessum stöð- um til þess að ýta á eftir að Jó- hannes kæmi til starfa á Kleppsspítalanum. Þau voru höfðingjar heim að sækja þar sem allt geislaði af rausn og myndarskap húsmóðurinnar og andagift húsbóndans. Auður var mjög jákvæð í öllum sínum viðhorfum og lagði alltaf gott til, enda eftirsótt til fé- lagsstarfa þegar frá unga aldri og fram til hins síðasta. Hún kom miklu í verk í heimilisstörfum og í sjálfboðaliðastarfi hjá skátum og Dómkirkjunni með góðri skipu- lagningu og sveigjanleika. Við hittumst síðast í byrjun desem- ber í áttræðisafmæli Jóhannesar. Var Auður glaðleg að vanda þrátt fyrir óþægindi í öðrum handlegg og gerði að gamni sínu þegar hún sagði að þau hjónin hjálpuðust að við baksturinn og legðu til hvort sína höndina. Vegna lyndiseinkunnar sinnar hafði Auður mjög góða nærveru og er nú sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Missirinn er þó mestur fyrir Jóhannes, börn þeirra og barna- börn og fjölskyldur hjónanna beggja. Votta ég þeim öllum sam- úð mína. Minningin um góða konu lifir. Tómas Helgason. Sorgin hefur bankað á dyr á Bárugötu 35. Auður Garðars- dóttir er öll. Lífið heldur áfram en Auðarhjartað slær ekki leng- ur í þessu húsi eins og áður. Gæfuspor að flytjast að vori Auður Garðarsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku vina mín. Þín vinkona, Þóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.