Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 fyrir mörgum árum í vesturbæ, í húsið sem Auður Garðarsdóttir bjó í. Hún varð nágranni okkar fjölskyldunnar til margra ára og það var lán að eiga bústað með þeim heiðurshjónum, Auði og Jó- hannesi. Á Bárugötuna var flutt inn eftir hálfs árs lagfæringar á íbúð. Ónæði og hamarshögg fylgja slíku en Auður var þolin- móð við okkur og horfði ávallt til lausna varðandi mál sem taka þarf á í sambýli og lagði sann- arlega sitt af mörkum svo að vel mætti fara. Jákvæð við okkur og barngóð; ósjaldan að lítil manneskja sem hóf sína ævi hér í húsinu fór í heimsókn niður til vinkonu sinn- ar, Auðar, og kom hróðug til baka með brjóstsykur í lófa. Hugul- semi og örlæti einkenndu ná- grannakonu mína gagnvart okk- ur húsfólkinu hér sem og öðrum. Áður fyrr þegar hópur af krökkum úr unglingavinnunni kom í vorverkin í garðinum þá fór hún ár hvert og keypti snúða í bakaríinu og gaf þeim ásamt app- elsínudjús og sá til þess að öllum liði vel, eins og henni var lagið. Þetta, sem henni þótti ekki mik- ið, lýsir henni vel. Í minningunni er sól og dag- urinn nýbakaður og heitur eins og snúðarnir. Eins og góðra ná- granna er háttur sátum við stundum á slíkum dögum á spjalli í garðinum, áttum notalegar stundir og skemmtilegar því Auður bjó yfir húmorískum sans og sagði þá stundum skemmti- sögur af kettinum Grími sem gaman var að heyra; mektarkött- ur sem kom neðan af Drafnarstíg og ákvað að búa hér og gaf sig ekki með það. Nema hvað, honum hefur þótt sem öðrum gott að vera í návist Auðar. Þótt hún væri athafnasöm bjó hún yfir andans ró. Það kom sér vel í haust þegar lítill hvolpur í húsinu datt út um risglugga, eina sjö metra, og hún fann hvolpinn nær dauða en lífi, þurfti að róa og sefa hvolpinn og ekki síður konuna sem átti að gæta hans; og koma þeim til dýralækn- is. Þakklát er ég Auði fyrir sam- fylgdina og sambúðina í húsinu og sendi Jóhannesi og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Steinunn Ólafsdóttir. Ég man þegar ég heimsótti fyrsta sinni Auði Garðarsdóttur á heimili hennar á Bárugötunni ár- ið 1989, þá umsækjandi um Dóm- kirkjuprestakall. Hún hlustaði gaumgæfilega á umsækjandann og spurði eftir því sem henni þótti mikilvægast að vita. Ég fékk þá strax traust á þessari konu og það dvínaði ekki. Hún veitti mér og sitt traust og það varð mér verðmætt í þeim störf- um sem biðu og voru hulin þá en saga nú. Enn meira þótti mér vert um að eiga vináttu hennar og Jóhannesar; reyndar fjöl- skyldu þeirra meir og minna. Við áttum náið samstarf í átján ár og afar margt safnaðist á dag- skrá okkar þann tíma. Hún hélt utan um sín verkefni og einnig okkur öll sem með henni unnum af einstæðri ábyrgðartilfinningu og alúð. Hún bjó samstarfi okkar fallega umgjörð með því að hafa fundi framkvæmdanefndar Dóm- kirkjunnar á heimili sínu. Hún safnaði okkur saman að ríkulegu kaffiborði og þegar við vorum orðin mett var gengið til dag- skrár. Málin vegin og metin og tillög- ur mótaðar fyrir sóknarnefndar- fundina. Svo dró hún upp „Gulu bókina“ þar sem hún skrifaði hjá sér hvaðeina m.a. það sem við höfðum tekið að okkur að gera. Það var ekkert annað óþægilegt við hana Auði en sú bók. En í henni var aðeins það skráð sem við höfðum gert – og áttum ógert! Það seinna var sá partur sem gat komið illa við mann og það áttum við undir okkur sjálfum. Hún hélt okkur við efnið. Margar spjallstundir og fjöl- skylduviðburðir eru í huganum núna, og þær með svo mörgu öðru eru orðnar að fallegum minningum. Hversu fallegt hjónaband þeirra Jóhannesar var; hvernig þau mættu þörfum hvort annars og bættu upp. Börn þeirra voru þeim holl og hlý. Barnabörnin orðin stór, að verða gjörvilegt fullorðið fólk. Hún bar þau mjög fyrir brjósti og gladdist yfir þeim og þau voru hænd að henni. Vinahópurinn stór og traustur og glaðværir þeirra fundir enda skátar flest. Augljóslega mótaði skátahug- sjónin hana: Ávallt viðbúin, heið- arleg og drenglynd. Það var hlutverk Auðar að sjá til þess að fólkið í Dómkirkju- sókninni ætti athvarf með trú- rækni sína og helgar stundir á lífsins leið. Hún stóð oft sjálf brosandi í kirkjudyrunum og bauð fólk velkomið, rétti sálma- bók og messublað. Aðra sunnu- daga var annað fólk úr sóknar- nefndinni sem hafði þetta hlutverk að hennar beiðni. En hún var í forystu um kirkjuhald- ið, nýframkvæmdir, viðhald, mannaráðningar og allar ráðstaf- anir sem til þarf til þess að hægt sé að hafa samkomu í kirkjunni. Það var óvenju margt sem gerð- ist til uppbyggingar á hennar vakt. Nýtt safnaðarheimili tekið í notkun 1990, stórviðgerð á kirkj- unni 1999 og veruleg efling safn- aðarstarfsins. Ég trúi að hún njóti nú trúfesti sinnar og fyrir henni sé upp lokið dyrum Guðs húss á himni, því sem hefur margar vistarverur og Drottinn hefur fyrirbúið okkur og hún hafi heyrt orðin þráðu: „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ (Matt. 25:23) Auði Garðarsdóttur færi ég þökk okkar hjóna fyrir samferð- ina og bið fólki hennar blessunar og huggunar. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kveðja frá Dómkirkjunni Í dag er til moldar borin hin mæta kona Auður Garðarsdóttir, sem um langa hríð hefur helgað kirkjunni, skátahreyfingunni og ýmsum félagsmálum starfskrafta sína. Í Dómkirkjunni minnumst við hennar með þakklæti fyrir áratuga setu í sóknarnefnd og kirkjunefnd kvenna, bæði sem formaður og meðstjórnandi. Við fráfall hennar leita þessi orð svo sterkt á hugann: Kær- leikur, trúfesti, umhyggjusemi, greiðvikni, samviskusemi, heið- arleiki og félagslyndi. Öllum þessum hæfileikum var Auður ríkulega búin. Þetta vita allir sem þekktu hana og störfuðu með henni í öll þessi ár, ekki síst við sem nutum vináttu hennar. Í öll- um hennar störfum og ekki síst í formennskunni er enn einn hæfi- leikinn ótalinn en hann er hve létt hún átti með að vinna með öðr- um, laða fram það besta í þeim og stjórna án þess að eftir því væri tekið. En slíkt er aðeins á færi hæfustu stjórnenda. Í síðustu heimsókn til hennar á líknardeildina fór ekki milli mála að stuttri og hetjulegri baráttu var að ljúka. Auður var að kveðja og halda til móts við skapara sinn. Yfir henni hvíldi sá friður sem þeir einir öðlast sem kveðja þennan heim sáttir við líf sitt og eru reiðubúnir til að ganga fagn- andi inn í hið eilífa líf. Á kveðjustund er okkur hugs- að til fólksins hennar, Jóhannes- ar, barna og barnabarna, sem henni var svo kært. Megi góður Guð blessa þau og styrkja í sorg- inni. Samrýndari og gestrisnari hjón og lífsförunautar en Auður og Jóhannes finnast vart á byggðu bóli. Er því missir hans mikill. Í brjóstum okkar sem eftir lif- um ríkir söknuður og eftirsjá. En þar inni býr líka minningin um góða og trúaða konu sem helgaði líf sitt kirkjunni sinni og með- borgurum og tókst að gera um- hverfi sitt betra en það var fyrir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Marinó Þorsteinsson, formaður Dómkirkjunnar í Reykjavík. Það var á fögrum sumardegi í Vesturbænum fyrir nokkrum ár- um sem Hildur vinkona mín og nágranni kynnti mig fyrir Auði, þessari fallegu konu á Bárugöt- unni. Síðan þá höfum við átt sam- an margar góðar stundir, meðal annars í ljómandi skemmtilegum dömuboðum. Ég á eingöngu góð- ar minningar um Auði, sem var ótal góðum mannkostum búin; hún var kát, kærleiksrík og trygg. Ég sé Auði fyrir mér brosandi með fallega blikið í augunum, hún kunni að gleðjast með góðum. Hún var umhyggjusöm, hrein og bein og hafði hlýja nærveru. Ég kynntist Auði síðar enn bet- ur þegar ég tók sæti í sóknar- nefnd Dómkirkjunnar. Í Dóm- kirkjunni fer saman góður hópur starfsfólks og sóknarnefndar og má segja að Auður hafi verið hjartað í starfinu þar. Hún var ætíð vakandi yfir velferð safnað- arstarfsins og reiðubúin að koma góðu til leiðar og láta öllum líða vel, hörkudugleg og drífandi. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til Auðar og Jóhannesar á þeirra fallega heimili, þiggja góð- gjörðir og njóta samvista við þessi heiðurshjón. Fjölskyldan var yndi hennar og stolt, hún naut þess að vera umkringd börnum og barna- börnum. Elska Auðar og vinátta við mig og mína fjölskyldu er mér dýr- mæt og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu og hafa átt hana að vini. Ég kveð vinkonu mína Auði með virðingu og þakk- læti og bið ástvinum hennar Guðs blessunar. Blessuð sé minning Auðar Garðarsdóttur. Laufey Böðvarsdóttir. Ég á margar minningar um Auði Garðarsdóttur. Ein þeirra talar sterkt til mín í dag. Hún er frá hátíðinni við Austurvöll 17. júní 1951. Ég stóð þarna með bekkjarsystkinum mínum úr MR. Við urðum stúdentar daginn áður og komum til þess að fagna og votta okkar unga lýðveldi hollustu okkar. Skátar stóðu heiðursvörð. Næst mér var stúlka, sem ég hafði oft séð í Vesturbænum. Hún kallaði á athygli, þar sem hún stóð í merkjum prýddum skátabún- ingnum, sem gaf vel til kynna, að þar stóð afrekskona. Sterkri greip hélt hún um stöng sem hafði þjóðfánann við hún. Allt hennar fas sýndi, að með henni bjó dugn- aður, stefnufesta og persónu- styrkur. Augun sögðu líka sitt um innri eld. Hún var eins og hold- gervingur kjörorðs skátanna: Vertu viðbúin. Ég varð síðar sóknarprestur hennar og kynntist þá fjölskyld- unni. Ég átti oft samtöl við Jó- hannes eiginmann hennar, ekki síst um það leyti sem ég jarðsöng föður hans. Það hafði tekið Jó- hannes 15 ár að sætta sig við ör- kuml, sem hann hlaut eftir slys, en nú vildi hann ekki hafa misst af þeirri reynslu. Sá þroski sem kemur við það að yfirvinna erf- iðleika með þeim hætti, sem hann gerði, verður aldrei metinn til fjár. Auður stóð fádæma sterk við hlið hans. Henni var þarna margt erfitt einnig, en sá sem sigrar sjálfan sig er meiri en sá sem vinnur borgir. Unga stúlkan með fánann, persónustyrkinn sem ég skynjaði árum fyrr og stórt, fórnfúst hjarta átti þann innri eld, sem þurfti til að skapa birtu og bjart- sýni. Í ást þeirra, sem saman tengdi hendi hönd, varð til glæsilegt heimili og vel gerð börn þeirra fengu vandað uppeldi. Þar var í senn hægt að tala um barnalán og foreldralán. Þetta blasti allt við, er ég var að búa börnin til fermingar og þó enn frekar, þeg- ar ég leit þar inn til að ræða mál- efni safnaðarins. Að minni beiðni gekk hún til liðs við sóknar- nefndina 1981, vann þar fórnfúst starf allt til hinstu stunda, var safnaðarfulltrúi í 10 ár og for- maður sóknarnefndar um 16 ára skeið. Þess utan tók hún þátt í starfi kvenfélags safnaðarins og var þar formaður um árabil. Það er í raun ótrúlegt, hve mikið liggur eftir Auði, því hún vann fleirum, jafnframt því sem hún var húsmóðir af bestu gerð. Allt var þetta unnið af fágætum myndarskap, festu og framtíðar- sýn. Við hjónin nutum svo margs af þessu, að ég hlýt að þakka fyrir okkar hönd alla hennar gjörð. Hún var ætíð viðbúin að vinna fyrir kirkjuna okkar. Bæn og trú voru haldreipi Auðar. Því helga ég henni litla bæn í ljóði, sem ég hygg við munum öll vilja biðja með henni: Kom með kraft af hæðum, köllun lát oss finna fyrir fósturjörðu fögur störf að vinna, hefja fánann hærra, helga þér vort starf, ljós er megi lýsa, láta þjóð í arf. (EMJ) Þórir Stephensen. Auður Garðarsdóttir er farin heim. Glaðlynda og áræðna unga stúlkan sem varð félagsforingi kvenskáta í Reykjavík. Unga konan sem fór með Jóhannesi sínum í framhaldsnám til fjar- lægra landa. Móðirin sem ól upp þrjú mannvænleg börn. Amman sem alltaf var til staðar fyrir barna- börnin sín. Konan sem hélt eldra fólki í hverfinu sínu morgunkaffi og morgunstund löngu áður en talað var um dagvist fyrir aldr- aða. Skátinn sem var einn af máttarstólpum í Félagi eldri kvenskáta sem styrkti skátastarf í landinu. Konan sem vann marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir kirkju og þjóð. Hún Auður lét sig sam- ferðafólk sitt varða. Auður var alltaf skráð hús- móðir. Ég hef aldrei kynnst hús- móður sem hefur unnið landi og þjóð svo margt. Heimili þeirra Jóhannesar á Bárugötunni var félagsmiðstöð þar sem ein brún með kremi var á borðum. Áhugi hennar á högum fólks var raun- verulegur og fylgdist hún með velferð margra. Við skátar minnumst verka hennar með þakklæti. Jóhann- esi, börnum og aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðj- ur. Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýð alla tíð, nær og fjær. (HT) Margrét Tómasdóttir, fv. skátahöfðingi. Hinsta kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta Auður Garðarsdóttir, fv. fé- lagsforingi Kvenskátafélags Reykjavíkur, er farin heim. Við skátar þökkum henni sam- fylgdina og viljum minnast henn- ar með ljóði eftir Hörð Zóphaní- asson. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (HZ) Aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðjur. Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Kveðja frá Endurfundum skáta Auður Garðarsdóttir skáti er farin heim. Auður var virkur fé- lagi í Endurfundum skáta sem hittast mánaðarlega í Skátamið- stöðinni til að spjalla saman og rifja upp gamla tíð og fá fregnir af því sem er að gerast í skáta- hreyfingunni í dag. Við þökkum Auði samfylgdina og vottum Jóhannesi og fjöl- skyldu þeirra innilega samúð. F.h. Bakhópsins, Júlíus Aðalsteinsson. Með Auði Garðarsdóttur er fallinn í valinn merkur borgari og mér ljúf persóna. Við erum að komast á þann aldur að spurn- ingin er, skrifa ég minningar- grein um þig eða þú um mig. Hefði þetta borið á góma milli okkar hefði hún sennilega sagt: „Hafðu það stutt og satt“. Ekki veit ég það svo glöggt lengur hvort við þekktumst úr Vesturbænum eða hvort við kynntumst hjá Skátunum. Okkar skátaheimur byrjaði hjá ylfingn- um Akele og náði til svefnskála nærri endastöð SVR við Lög- berg. Á sinn hátt blómstraði þessi alþjóðlegi ungmenna félagsskapur. Með ýmsar útileg- ur að baki, vetrarferðir á Hellis- heiði, Gilwell í Englandi, Jambo- ree í Austurríki og Úlfljótsvatn, man ég að Hjálparsveit skáta var stofnuð. Skátaheimilið var til húsa í hermannabröggum við Snorrabraut. Eftir kvöldfundi var oft rölt heim í smáhópum nið- ur Laugaveg, Austurstræti og upp Vesturgötu. Mig grunar að á þessum gönguferðum hafi Auður kynnst Jóhannesi Bergsveins- syni. Seinna varð Auður kven- skátum ómetanleg. Eftir að Jó- hannes varð fyrir alvarlegu slysi varð vinátta Auðar og Elínar Jó- hannesdóttur landsfógeta, tengdamóður hennar, sem einnig var skáti nánari. Auður dáði El- ínu og ég reyndar líka því bæði höfum við nefnt dætur okkar í höfðið á henni. Elín og Berg- sveinn, okkar hóglátu nágrannar létust bæði um aldur fram. Heim- ili Auðar og Jóhannesar á Báru- götu var mikið í sama anda og Ránargata 20 forðum, umvafið að hluta gamalli danskri hefð. Á námsárunum höfðum við alltaf samband og hittumst við hjónin bæði í Danmörku og Hol- landi. Eftir að ég ílentist erlendis og fjölskyldan kom sjaldnar til Íslands var þó alltaf segin saga, koma varð a.m.k. einu sinni í síð- ara kvöldkaffi. Það var aldrei neitt molakaffi. Ef tíminn leyfði drukkum við Jóhannes að skiln- aði glas af whisky í hestaskál. Þótt allur sjóndeildarhringurinn væri til umræðu, var hún alltaf uppbyggileg. Auður sagði mér frá því að sem sóknarnefndarformaður Dómkirkju hefði hún boðið kaþ- ólikkum húsnæði meðan á við- gerð Landakotskirkju stóð. Eftir að hafa dvalið hálfa öld erlendis hugsaði ég hvað Íslendingar og hinar Norðurlandaþjóðirnar mættu vera fegnar að hafa sínar frjálslyndu, þjóðfélagslega þjón- andi lúthersku þjóðkirkjur. Elskulegt hjarta mitt hefur á þessu ári slegið næstum 1.000 milljón sinnum en hversu dýr- mætar sem minningar eru, þá mega þær á prenti ekki vera fleiri en 3.000 slög og þar með er sagan öll. Jóhannes, börn, vinir og vandamenn Auðar, við eigum saman margar ógleymanlegar endurminningar. Við Riet sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Kristinsson. Með söknuði og sárum trega kveðjum við Auði Garðarsdóttur, vinkonu okkar og skátasystur um langt árabil. Hún var yngst í okk- ar hópi sem nú köllum okkur eldri skátasystur eftir að við hættum hefðbundnum fé- lagsstörfum. Við minnumst Auð- ar fyrir einstakan dugnað, ósér- plægni og góðvild. Hún var alltaf reiðubúin til að taka að sér verk- efni og drífa síðan hlutina áfram með áhuga og árvekni á hverju sem gekk. Þá var hún líka alltaf glöð, vinsamleg og góðgjörn og tilbúin til að rétta hjálparhönd hvar sem hjálpar var þörf. Ár eftir ár fór hópurinn okkar í skemmtiferð einu sinni á sumri. Voru þá gjarna haldin kaffisam- kvæmi í einum eða öðrum sum- arbústað sem einhver okkar hafði þá aðgang að. Þar rifjuðum við upp og glöddumst yfir göml- um minningum og sungum sam- an af öllu hjarta. Það hvílir mikil birta og fegurð yfir öllum þessum samverustundum með Auði og má segja að þær hafi orðið okkur hinum ógleymanlegar. Þær minningar geymum við sem sannkallaða dýrgripi og gleym- um aldrei. En nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum Auði í hinsta sinn, þessa góðu, glöðu og duglegu skátasystur og vinkonu, með því að rifja upp kvöldsöng kven- skáta: Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Hrefna Tynes) Við eldri skátasystur sendum einlægar samúðarkveðjur til Jó- hannesar og fjölskyldu og biðjum guð að blessa minningu Auðar Garðarsdóttur. Guðrún Hjörleifsdóttir. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Blóm eru okkar fag Útfaraskreytingar Samúðarblóm REYKJAVÍKURBLÓM BORGARTÚNI 23 S: 561-1300 www.reykjavikurblom.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.