Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Elskulegur bróðir minn lést 10. mars og var jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju 22. mars. Hann átti á brattann að sækja megnið af lífi sínu. Hann fæddist 8. desember 1964 en þá var lítið sem ekkert gert fyrir fötluð börn með Downs- heilkenni. Foreldrar okkar hlúðu að honum eins og þau gátu og héldu í honum lífinu. Við áttum heima á Bergþórugötu 6b, í lítilli þriggja herbergja íbúð, þegar hann fæddist, fjórða barn foreldra okkar. Þegar hann var á öðru ári fluttum við í Hraunbæ 2 í stærri íbúð. Þar áttum við yndislegan tíma saman, ég og hann, en ég elskaði hann af öllu hjarta og ég unglingurinn heimtaði að hafa hann í mínu herbergi svo ég gæti hugsað meira um hann. Þú, elsku Heiðar, elskaðir mig á móti, svo undurblíður, góður og glaður. Ég tók þig upp í rúm til mín á morgn- ana, sem þú naust í botn, lékst þér við tvinnakefli í bandi og klappaðir mér á kinnina á milli og sagðir „aaaa Nanna“. Þú varst oft veikur en náðir þér á strik aftur, þvílíkur baráttumaður. Svo þegar Heiðar var um sjö ára var hann sendur að heiman á deild á Thorvaldsens- heimilinu sem var fyrir ósjálf- bjarga þroskahefta einstaklinga. Ég varð öskureið við foreldra mína, ég skildi ekki hvernig væri hægt að senda litla barnið sitt á stofnun en ég gat ekkert gert nema vera reið því ég elskaði þig af öllu hjarta. Ég mátti heimsækja þig á laugardögum, sem ég gerði alla laugardaga, og við lékum okk- ur saman og hlógum saman og fórum og keyptum ís, sem var uppáhaldið þitt. Svo flutti þessi deild á Kópavogshæli og samband Heiðar Bryntýr Jónsson ✝ Heiðar Bryntýrfæddist í Reykjavík 1964. Hann lést 10. mars 2013. Útför Heiðars Bryntýs fór fram frá Grafarvogs- kirkju 22. mars 2013. okkar varð stopulla en við hittumst samt oft. Það er sárgræti- legt hversu lítið var hugsað um börnin á Kópavogshæli en 1996 flutti hann á sambýlið við Mur- urima og þvílík breyting á aðstæð- um, þar er borin virðing fyrir einstak- lingnum og þar leið honum eins vel og mögulegt var. Starfsfólkið þar fór með hann í alls konar ferðir innanlands og utan og á alls konar tónleika. Ofan á fötlun sína og erfiðleika varð hann blindur og á fullorðinsárum fékk hann þunglyndi og síðustu fjögur ár þjáðist hann af alzheimer, elsku litli bróðir minn. Starfsfólkið í Mururima hefur hugsað einstak- lega vel um Heiðar og sinnir starfi sínu af mikilli álúð. Það hefur gert allt sem það getur til að Heiðari liði eins vel og hægt var. Hann fékk svo að kveðja þetta líf í líkn- andi meðferð á heimili sínu í Mur- urimanum þar sem setið var yfir honum. Við systkini Heiðars Bryntýs viljum þakka starfsfólki í Mururima innilega fyrir afskap- lega góða umönnun. Nú hefur þú, elsku Heiðar Bryntýr, fengið líkn frá þrautum, blessuð sé minning þín og hvíl í Guðs friði, elsku litli bróðir minn. Þín systir, Jóhanna Guðrún. Núverandi, jafnt sem eldri starfsmenn hittust til að minnast Heiðars og halda heilaga stund. Það fengu allir tækifæri til að segja nokkur orð um Heiðar og það skal engan undra að allir höfðu frá yndislegum minningum að segja enda hvernig er annað hægt. Þótt fólk hefði ólíkar sögur að segja þá var kjarninn ávallt hinn sami, hversu vænt okkur þótti um hann og hversu mikið við kunnum að meta kímnigáfu hans, hlátur, stríðni og umfram allt vin- áttu hans. Frasinn „Góðir hlutir gerast hægt“ átti vel við Heiðar og þannig var einmitt sambandið við hann. Það tók tíma að kynnast honum og það tók hann jafnframt langan tíma að kynnast okkur og treysta okkur. Sem betur fer fékk Heiðar síðustu árin að njóta þess að vera í góðra vina hópi þar sem hann þekkti okkur öll vel og við vorum öll svo fær um að aðstoða hann og veita honum þá þjónustu sem hann óskaði eftir. Heiðar var mikill karakter, al- veg einstaklega sniðugur og klár og hefur ekki nokkur maður byrj- að að vinna í Mururima án þess að Heiðar næði að leika á hann. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuð- um síðar að maður gerði sér grein fyrir hversu óhemju sniðugur og lúmskt fyndinn kall væri þarna á ferð. Honum þótti fátt fyndnara en að sóða smá í kringum sig og fá svo starfsmanninn til að bölva þessum sóðaskap. Þá hló hann Heiðar manna hæst og manni lærðist fljótt að láta á engu bera. Heiðar var einnig mikill partíkall og fannst fátt skemmtilegra en að drekka bjór, fara á böll eða tón- leika, tjá sig í gegnum tónlistina og dilla sér í sætinu eða á dans- gólfinu. Hann fékk síðustu árin að sameina þessi áhugamál þar sem hann fór þrisvar til Spánar og þar var sko spiluð tónlist og drukkinn bjór. Það átti alveg einstaklega vel við hann Heiðar okkar enda naut hann sín í botn í þessum ferðum og lifði á því marga mánuði á eftir. Heiðar hafði alla sína ævi þurft að kljást við alvarleg heilsufars- vandamál og ekki síst á síðari ár- um þegar Alzheimer-sjúkdómur- inn var orðinn viðvarandi í hans lífi. En hann lét það aldrei aftra sér og kunni svo sannarlega að njóta lífsins til hins ýtrasta. Það er heilmikil kennsla í því og ættum við öll sem fengum þann heiður að kynnast honum að tileinka okkur þessi viðhorf og þennan lífsvilja. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Heiðari, þakklát fyrir þessi tengsl sem mynduðust, sem tóku tíma en voru svo dýrmæt þegar þau höfðu myndast. Hann sýndi manni það í verki, með faðmlögum sínum, trausti sínu til okkar og gleðinni sem maður fékk að njóta með honum. Þessi and- artök komu ekki daglega en þegar þau komu, voru þau svo þess virði að bíða eftir og maður geymir þau í hjarta sínu eins og dýrmætt gull. En við erum fyrst og fremst þakk- lát fyrir að Heiðar fékk að kveðja þennan heim með reisn, án sárs- auka og í nærveru við þá sem stóðu honum næst, systkini hans og starfsmenn Mururima. Vertu blessaður, elsku vinur, og í guðs bænum drekktu mikinn bjór á himnum og hafðu tónlistina í botni. Þannig viljum við minnast þín og þannig viljum við hugsa til þín. F.h. Mururima, Þórey og Harpa María. Elsku besti Heiðar minn, núna ertu farinn. Mikið rosalega er tómlegt núna í Mururimanum okkar og sakna ég þess svo mikið að fara ekki inn til þín á morgnana lengur og kveikja á útvarpinu og hlusta á tónlistina þína á meðan ég aðstoð- aði þig við morgunverkin þín. Þú varst svo sannarlega stór mann- eskja í litlum líkama, ákveðinn og þrjóskur en vissir alltaf hvað þú vildir og hvað þú vildir ekki en samt svo blíður og góður. Faðm- lögin þín svo innileg og góð. Sökn- uðurinn er mikill og er stórt skarð hoggið í Mururimann okkar góða en núna líður þér betur og ert komin til Siggu og Elínar okkar, fallegu englanna okkar og ert kominn í góðar hendur sem passa þig vel fyrir okkur, elsku besti Heiðar minn. Takk fyrir tímann sem ég fékk með þér og allt sem þú kenndir mér. Ég geymi allar minningar um þig á góðum stað í hjarta mínu, elsku kallinn minn. Farðu í friði, elsku Heiðar minn. Takk fyrir allt og allt og kveð ég þig með þessu ljóði: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Jóhanna, Pálína og Helgi, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Signý Hrund Svanhildardóttir. ✝ Guðrún HelgaJóhannesdóttir fæddist í Syðra- Vallholti Seylu- hreppi, Skagafirði þann 12. janúar 1931. Hún lést á hjúkrunarheimili 18. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Dalmann verka- maður frá Dæli í Urðasókn, f. 8. ágúst 1899, d. 16. mars 1961 og Engilráð Guð- mundsdóttir húsfreyja á Sauð- árkróki, f. 5. janúar 1893, d. 25. janúar 1964. Guðrún bjó á Syðra- Vallholti með foreldrum sínum og þau eru: 1) Jóhanna Björg Guð- mundsdóttir starfar við aðhlynn- ingu, f. 25. júlí 1957. Hún á tvö börn með barnsföður sínum Bjarna Sveini Kristjánssyni, f. 12. október 1958, þau Þórunni Krist- ínu Bjarnadóttur, f. 13. maí 1979, og Guðmund Kristján Bjarnason, f. 8. janúar 1987. 2) Jóhannes Örn Guðmundsson verkamaður, f. 8. janúar 1966, d. 13. ágúst 2007. Hann eignaðist tvö börn með Soffíu Margréti Arnardóttur sam- býliskonu sinni til margra ára, f. 16. október 1969, d. 25. ágúst 2009, þau Rebekku Maríu Jó- hannesdóttur, f. 16. febrúar 1987 og Örn Ísak Jóhannesson, f. 6. maí 2002. Guðrún og Guðmundur fluttust síðar til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu sína ævi. Útför Guðrúnar fer fram í Fossvogskirkju í dag, 26. mars 2013, kl. 13. systur sinni fyrstu árin. Sammæðra systir Guðrúnar var María Guðlaug Pét- ursdóttir, f. 11. nóv- ember 1927, d. 10. ágúst 2001. Hún fluttist síðar með fjölskyldu sinni á Sauðárkrók. Þegar Guðrún komst á full- orðinsaldur fluttist hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík kynntist Guðrún manni sínum, Guðmundi Jón- assyni vélstjóra frá Húsavík, f. 30. október 1926, d. 23. júlí 1991 og fluttust þau á Sauðárkrók. Þau eignuðust saman þar tvö börn, Elsku Guðrún, kveðjustundir eru alltaf erfiðar. Við söknum þín mikið en þegar söknuðurinn er mikill þá er dýrmætt að eiga góðar minningar. Við geymum góðar minningar um góðhjartaða konu sem vildi öllum vel. Ævinlega bjartsýn og mikil félagsvera. Alltaf tekið vel á móti þegar mætt var í Þorláks- höfn og skellt í pönnsur eins og ekkert væri. Hún hafði skemmti- legar sögur að segja frá sem hún hafði upplifað í gegnum tíðina, sögur af börnum sínum, barna- börnum og ferðalögunum með Guðmundi manni sínum, sem bar oft á góma. Aðfangadagskvöldin síðustu ár sem við nutum saman voru ljúf þegar Guðrún og Jó- hanna komu í Álfheimana til for- eldra minna. Þar mætti Guðrún með hlýleikann sinn og gleðina og hafði svo gaman af krökkun- um. Umhyggja hennar fyrir fólk- inu sínu er það sem ég minnist hennar mest fyrir. Hef mikið hugsað til símtals sem við áttum ekki fyrir löngu. Hún hringdi því hana langaði að heyra fréttir af okkur. Ég sagði að það væri mest lítið um fréttir, allt við það sama. Ég var hálf þurr á mann- inn í dagslok þar sem hversdags- lega rútínan var við það sama. Þá spurði Guðrún hvernig strák- arnir hefðu það, hvort þeir væru búnir að lenda í flensunni sem var að ganga. Ég svaraði í sama tón og fyrr og sagði nei, nei, þeir hafa það fínt, ekkert veikir, bara hressir og kátir. Mikið gladdi það hana, þetta voru góðar frétt- ir, þetta var eitthvað sem skipti máli. Allir við bestu heilsu, frétt- irnar gætu ekki verið betri. Ég léttist í lund eftir viðbrögðin því ég áttaði mig auðvitað á að taka eftir öllu því góða í kringum mann. Góð heilsa, það eru fréttir, bestu fréttirnar. Ég reyni að taka bjartsýni hennar Guðrúnar og umhyggju til fyrirmyndar. Hún vakti mig til umhugsunar um að taka betur eftir því sem vel gengur í lífinu, það er alltaf hægt að sjá björtu hliðarnar ef maður lítur aðeins í kringum sig eins og hún gerði svo vel. Takk fyrir stundirnar, hlýjuna og gleðina sem þú færðir okkur. Þú varst yndisleg langamma og tengdaamma og við erum þakk- lát fyrir tímann sem við fengum til að kynnast þér. Við vitum að þú ert á góðum stað í góðum höndum hjá ástvinum þínum sem þú hefur áður kvatt. Við kveðjum þig nú en ég mun ætíð hafa þig nálægt í huga mér þegar ég tek eftir björtum hlið- um hversdagsleikans. Katrín Ósk Hafsteinsdóttir, Pétur Hafsteinn og Logi Snær Guðrún Helga Jóhannesdóttir Elsku ástin mín. Ég hef margoft opnað skjal til að skrifa það sem mig langar að segja en aldrei getað fest neitt niður, ég bara veit ekki hvar eða hvernig ég á að byrja eða hvað ég á að segja. Þú varst mér allt, kletturinn minn og mitt athvarf, og þegar þú kvaddir þá hrundi veröldin mín, hvernig á ég að geta þetta án þín, elsku fallegi maðurinn minn. Ég sakna þín svo sárt, sakna þess að heyra röddina þína, finna lyktina af þér og fá að taka utan um þig. Daginn sem þú kvaddir var versti dagur lífs míns, hvernig gat þetta verið? Af hverju varst þú tekinn frá okkur? Það var allt eins og það átti að vera, við vorum með fullt af plönum fyrir framtíðina og ekki búin að vera gift í nema rétt um 8 mánuði. Tíminn læknar ekki sárin en ég verð víst að reyna að lifa Hans Ágúst Guðmundsson Beck ✝ Hans ÁgústGuðmundsson Beck fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1986. Hann lést 26. mars 2012. Útför Hans Ágústs fór fram frá Glerárkirkju 3. apríl 2012. með þessu og sjá um stóra strákinn okkar sem saknar pabba síns sárt. En það er líka sárt að missa öll tengsl við litla strákinn okkar en ég veit ég get lítið gert í því en ég veit þú pass- ar upp á hann eins og þú passar upp á okkur. Ég vona, ástin mín, að þú hafir aldrei fundið til, eða verið hræddur og að þér líði vel hvar sem þú ert núna, engillinn minn. Þú ert klárlega fallegasti engillinn þarna uppi. Að hver einn og einasti einstaklingur fæðist hér sem ljósvíkingur ég geng ekki einn. Ég trúi því að allir hafi kraft og geti áhrif haft ég geng ekki einn. Svo geng ég um þennan dimma dal en aðrir ganga um svartari sal ég geng ekki einn. Ég bið náungann að vaka yfir mér. Allir eru ljósvíkingar í hjartanu á sér ég geng ekki einn. (Mugison) Ég elska þig, ástin mín, allt- af og að eilífu. Ég sé þig þegar minn tími kemur. Þín kona, Birna Sif Björnsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILMARS KRISTJÁNS BJÖRGVINSSONAR, lögmanns og fv. forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, Fögrubrekku 27, Kópavogi. Rannveig Haraldsdóttir, Haraldur Arason, Helen Hreiðarsdóttir, Björn Stefán Hilmarsson, Laufey Fjóla Hermannsdóttir, Valdimar Héðinn Hilmarsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐLAUGS MAGNA ÞÓRLINDSSONAR, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum föstudaginn 22. mars, fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning Minn- ingarsjóðs Guðlaugs Magna Óðinssonar til styrktar forvarnar- starfi sem tileinkað er ungum ökumönnum í umferðinni. Reikningsnúmer: 0171-15-630100, kt. 281060-3419. Guðrún Rafnkelsdóttir, Rafnkell Már Magnason, Kolbrún Rögnvarsdóttir, Þór Magnason, Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir, Óðinn Magnason, Björg Hjelm, Jórunn A. Magnadóttir, Sigurður Eyþórsson, Birna G. Magnadóttir, Halldór Guðmundsson, Magna L. Magnadóttir, Eggert Þ. Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐLEIFS JÓHANNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild L-2 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og hlýja nærveru sem hann varð aðnjótandi meðan hann dvaldi þar. Snjólaug Sigurðardóttir, Jóhann Sveinn Friðleifsson, Íris Stefánsdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Brynhildur Bjarnadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.